Morgunblaðið - 11.10.1998, Side 21

Morgunblaðið - 11.10.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 21 að upplýsingum um sig og fullvissað sig um að virðing sé borin íyrir sér. Þegar einkamál verður fjölskyldumál Því er ekki að leyna að þau skila- boð hafa borist frá erfðafræðingum að í erfðaefninu sé framtíð mannsins falin. Draumur vísindamanna er að með réttum lestri á erfðaefninu og hjálp annarra upplýsinga megi rýna í persónuleika, tilhneigingar, hæfí- leika, líkur á sjúkdómum, hrörnum og hvaða aldri einstaklingar séu lík- legir til að ná svo eitthvað sé nefnt. Erfðaupplýsingar geta m.ö.o. veitt innsýn í innstu gerð einstak- lingsins, í eitthvað sem hann veit ekki einu sinni sjálfur um og myndi sennilega ekki vilja að spyrðist út. Upplýst samþykki hefur því mema gildi þegar um erfðarann- sóknir að ræða en annars. Erfðaefni einstaklings er einkamál en það get- ur líka varðað aðra menn. Upp geta líka komið erfið mál þar sem spurn- ing vaknar hvort einstaklingur hafi e.t.v. skyldu til að upplýsa fjölskyldu sina. Dæmi: Upplýsingar um að hvatberi erfðagalla leynist í genum einstaklings eru honum viðkvæmar og um leið mikilvægar fyrir systkini hans og afkomendur. Það veltur samt á þessum einstaklingi hvort hann leyfi að öðrum sé sagt frá. Mikilvægt atriði í siðfræði rann- sókna er nefnilega að réttur einstak- lings sé ævinlega ofar þörfum ann- arra. Abyrgðin er hjá honum og ákvörðunin um hvernig hann ráð- stafar upplýsingum um sjálfan sig. Einkamál erfða geta þannig orðið fjölskyldumál. Hvernig yrði fjöl- skyldu t.d. við ef meðlimur hennar tæki að auglýsa erfðaefni sitt og Samþykkisyfirlýsing vegna blóðgjafar til erfðarannsókna SÁ sem skrifar undir eyöublað meö eftirfarandi texta, hjá Þjónustumiðstöð ÍE og samstarfslækna í Nóatúni, á að vera bæði upplýstur um hvað fram fari og samþykkur því. Blóðgjöfin er vegna samburðarsýnis. „Mér undirritaðri/uðum, sem hef samþykkt að gefa blóðsýni til erföa- rannsókna, hefur verið gert eftirfarandi Ijóst: 1. Tilgangur rannsóknanna er athugun á erföum ýmissa sjúkdóma hjá ís- lenskum fjölskyldum í því skyni að einangra og skilgreina þá þætti í erföaefninu sem stuðla að sjúkdómunum. Rannsóknirnar hafa hlotið samþykki tölvunefndar og vísindasiðanefndar. Rannsóknimar eru geröar í samvinnu ýmissa lækna, heilbrigðisstofnana eins og Hjartaverndar, Landspítalans, Sjúkrahúss Reykjavíkur og íslenskrar erföagreiningar. Til- gangur þátttöku minnar er samanburöur á erfðaefni úrtakshóps íslend- inga við erföaefni sjúklinga með sjúkdóma eins og ofnæmi, asthma, Alzheimer, MS, ættlægan skjálfta, þarmabólgur, syskursýki, hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. 2. Ef ég kýs að hafna eða hætta við þátttöku t þessum rannsóknum get ég gert það skilyrðislaust hvenær sem er og án eftirmála. 3. Ég samþykki að dregnir verði 50 ml af bláæðablóöi í þeim tilgangi að einangra úr því erföaefnið (kjarnsýrur eða DNA). Að frátöldum smávægi- legum óþægindunum sem fylgja hefðbundinni blóðprufu eru litlar líkur á aukaverkunum, en nefna má mar og ígerð á stungustaö. 4. Úr blóðinu verður einangrað erfðaefnið (DNA) í þeim tilgangi að bera megi saman breytileika í því hjá heilbrigöum einstaklingum og sjúkling- um. Einnig verður erfðaefnið notað til að finna tíöni tiltekinna erföa- marka hjá heilbrigðum íslendingum. Tilgangur þessarar söfnunar er þannig sá, að fá úrtakshóp til samanburöar við sjúklingahópa. 5. Þar sem einhverntíma kann að verða fengiö blóð úr foreldrum mtnum eða maka og bami, geta rannsóknirnar á erfðaefninu gefiö til kynna ef um hugsanlega rangfeðrun er að ræða. í slíkum tilfellum, skuldbinda rannsóknaraðilar sig til að leita ekki frekari upplýsinga varöandi faðernið. 6. Ekki verður hægt að nálgast neinar upplýsingar um niöurstööur á ein- staklingsgrunni. Ég hef veriö upplýst/ur um að mér sé ekki unnt aö fá neinar persónutengdar upplýsingar um mig, skyldmenni mín eða aðra þátttakendur. 7. Ég hef verið upplýst/ur um aö nafn mitt og kennitala verða tölvuskráð á meöan söfnun blóösýna stendur og að safnað verður blóði úr um 300 óskyldum íslendingum og foreldrum þeirra. 8. Framlag mitt til þessarar rannsóknar mun stuöla að aukinni þekkingu á orsakaþáttum ýmissa sjúkdóma og gæti komiö til góða við meðferð eða fyrirbyggjandi aðgerðir. Fjárhagslegur kostnaður og vinnuframlag við rannsóknirnar eru greidd af þeim sem aö þessari rannsókn standa. Nið- urstöður rannsóknanna þyggjast á þátttakendahópnum í heild sinni en ekki á einstaklingunum. Því afsala ég mér öllum kröfum vegna mögu- legs fjárhagslegs ávinnings af þessum rannsóknum. Ég hef verið upp- lýst/ur um að hugsanlegur fjárhagslegur ágóði af þessum rannsóknum muni fara í að fjármagna þessa rannsókn og aörar erföarannsóknir á sjúkdómum." jafnvel birta á Netinu? Eða seldi það á svartamarkaði til klónunar? I þessum dæmum kemur í ljós að í erfðasiðfræði geta einkamál orðið fjölskyldumál sem merkir að upp- lýsingar um erfðir eru ennþá við- kvæmari og vandmeðfarnari en aðr- ar upplýsingar. Krafan um upplýst samþykki verður því sterkari þegar um erfðaupplýsingar er að ræða og gildi sjálfræðisins enn augljósara. Hvenær er ekki þörf á upplýstu samþykki? Umræða hefur spunnist um hvort víkja beri frá skilyrðinu um upplýst samþykki sjúklinga fyrir að skrá upplýsingar úr sjúkraskrám í gagnagrunninn og fyrir notkun þessara upplýsinga. Er hér um und- antekningu frá sjálfræði einstak- linga að ræða? I 10. gr. laga um réttindi sjúk- linga stendur: „Sjúklingur skal fyr- irfram samþykkja með formlegum hætti þátttöku í vísindarannsókn.“ I 15 gr. stendur: „Þess skal gætt við aðgang að sjúkraskrám að þær hafa að geyma viðkvæmar persónuupp- lýsingar og að upplýsingarnar í þeim eru trúnaðarmál." Og að Tölvunefnd geti veitt aðgang að upplýsingum úr sjúkraskrá en það skuli skráð í hana. Hér ber fyrst að spyrja: Hvenær er ekki talin þörf í þessu samfélagi á samþykki sjúklinga fyrir aðgangi að sjúkraskrám? Eins og kom fram í þessum greinaflokki miðvikudaginn 7. október þá hafa nokkrar stofnanir heimild til að sækja sér upplýsingar í sjúkraskýrslur og að halda ýmis- konar ski-ár sem innihalda upplýs- ingar um nöfn, aldur, fjölskylduhagi og fleira. Það er t.d. við gerð heil- brigðisskýrslna ríkisins sem borgar þjónustuna, vegna faraldsfræðilegra rannsókna, vegna starfsemi Trygg- ingastofnunar sem greiðir læknum reikninga, vegna embættis land- læknis sem hefur faglegt eftirlit með heilbrigðisþjónustunni og einnig þegar Tölvunefnd veitir einstökum vísindamönnum heimild til að fara í þær vegna samþykktra rannsókna hjá Vísindasiðanefnd. Hún hafnar líka mörgum beiðnum. Það er ekki hægt að segja að það sé hlaupið að því að fá undanþágu frá skilyrðun- um sem spretta af sjálfræðinu. A þá að biðja um upplýst sam- þykki skjólstæðinga í þessu máli eða ekki? Rök og mótrök í umræðunni Hér er ástæða til að setja upp dæmi til að átta sig á hvernig um- ræðan um svar við þessari spurn- ingu hefur þróast. Nefnd verða þrjú svör um hvers vegna það ætti að spyrja fólk og síðan rök fyrir þeim og mótrök. Það á að biðja um upplýst sam- þykki: 1. Vegna þess að í grunninn fara flestallar nothæfar upplýsingar sem skjólstæðingur veitir lækni í trún- aði. Rök: Þagnarskyldan verður ann- ars merkingarlaus og trúnaðarsam- bandið veikt. Mótrök: En heilbrigðisyfirvöld og einstaka vísindamenn hafa núna mögulegan aðgang að sjúkraskýrsl- um. 2. Vegna þess að selja á upplýs- ingarnar. Rök: Ef einkafyrirtæki ætlar að selja upplýsingar sem læknir á laun- um hjá rikinu hefur safnað um ► rö'ó?) o3'"i 61"i"i ■ * □ og ú? é ÖLj öúó □tÓ Ó Ú Ó ' ó jar Dréjir <i>' é óél óóóé' 090 ó ú c7ó>Ta ö é.....é'é é jfc ö éÓ'ö öö'á ö t Téóóó ééiQ ■, ó ófi*ö dJ'o "é öd d'c'íé’i 6» mb á’é ""5"'ú ð'ú'é cS'iri'i á *é öÍjúo é óö n n n fi; nr i )ni l ) e E E & £ 11» NARSVÆÐI ÐARINNAR Nýtt og glæsilegt verslunar- og þjónustuhúsnæði á götuhæð við Bæjarlindina 4 og 6 í Smárahvammslandinu, einu vinsælasta svæðinu í dag. Stærð eininga geta verið 75,150, 225, og upp í 1000 fm. Afhendingartími er eftir 6 mánuði. X Gríptu tækifærið og vertu með frá upphafi ásamt öðrum frumkvöðlum í ört vaxandi verslunarhverfi. Hringdu í Ársali í síma 533 4200 og fáðu allar nánari upplýsingar O p i ð sunnudag frá 12:00 til 18:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.