Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ
32 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
+ Hólmfríður Þór-
dís Ingimarsdótt-
ir fæddist á Sauða-
nesi á Langanesi
hinn 26. júní 1913 og
ólst upp á Þórshöfn.
Hún lést í Vest-
mannaeyjum 5. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Ingimar Baldvins,
bóndi og útgerðar-
maður á Þórshöfn, f.
20.11. 1891, d. í febr-
úar 1979 og Oddný F.
Amardóttir, f. 16.7.
1893, d. í október
1977. Hólmfríður Þórdís var
næstelst af ellefu systkinum. Eft-
irlifandi systkini eru: Oddný, Hall-
dóra, Ingimar og Jóhann. Látin
eru: Soffía, Binna, Amþrúður,
Jóna, Ámi, Helga og Aðalbjörg.
Hólmfríður Þórdís var tvfgift.
Fyrri maður hennar var Jakob V.
Þorsteinsson, f. 1912, bóndi á
Svalbarði. Foreldrar hans vom
Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri
á Akureyri, og kona hans, Sigur-
jóna Jakobsdóttir. Dætur Hólm-
fríðar Þórdísar og Jakobs em: 1)
Hildur Kristín, f. 7.3. 1934, gift
Gunnari Sigurðssyni, kaupfélags-
sljóra á Hvammstanga. 2) Sigur-
jóna, f. 4.2. 1937, gift Jóni Þóris-
syni tónskáldi. 3) Oddný, f. 4.2.
Móðir mín Þórdís Ingimarsdóttir
lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyj-
um mánudaginn 5. október sl. Það
eru margar minningar sem hrann-
ast upp við ástvinamissi. Móðir mín
var ein af þessum lánsömu einstak-
lingum sem þurfa ekki að fara á elli-
heimili. Systurdóttir mín Þórdís
Karla tók ömmu sína að sér og sá
um hana síðustu æviárin og á hún
þakkir skildar fyrir og öll hennar
fjölskylda. Móðir mín fæddist 26.
júní 1913 á Sauðanesi á Langanesi,
dóttir Ingimars Baldvinssonar,
póstmeistara á Þórshöfn, og Odd-
nýjar Amadóttur, orgelleikara og
söngstjóra. Þeim varð ellefu bama
auðið og var móðir mín næstelst og
eru sjö þeirra nú látin. Ég ætla ekki
að rekja neina ættartölu í þessum
* skrifum mínum heldur bara smá-
minningar sem leita á hugann eftir
lát hennar. Móðir mín var tvígift,
1937, gift Gretti Páls-
syni og em þau bæði
meðferðarfulltrúar.
Árið 1940 giftist hún
Karli Hjálmarssyni, f.
1900, kaupfélags-
stjóra á Þórshöfn.
Hann var ekkjumað-
ur og átti þrjú böm:
Ásgeir Karlsson, lát-
inn, og Katrín Helga
og Halldóra sem hún
gekk í móðurstað.
Tvo systursyni Hólm-
fríðar Þórdísar tóku
hún og Karl einnig í
fóstur, þá Steingrím
Vikar Björgvinsson og Karl Da-
víðsson.
Hólmfríður Þórdís ólst upp á
Þórshöfn, var í stjóm Kvenfé-
lagsins þar og söng í kirkjukóm-
um. Hólmfríður Þórdís stundaði
nám í Héraðsskólanum á Laugar-
vatni 1932-1933. Ævistarf sitt
helgaði hún börnum og heimili,
en eftir að hún varð ekkja vann
hún við símavörslu hjá SÍS.
Síðastliðin fimm ár hefur hún bú-
ið hjá barnabarni sínu, Þórdísi
Körlu Grettisdóttur í Vestmanna-
eyjum.
Útför Hólmfríðar Þórdísar fer
fram frá Dómkirkjunnni á morg-
un, mánudaginn 12. október, og
hefst athöfnin klukkan 10.30.
fyrri maður hennar var Jakob V.
Þorsteinsson, þau skildu. Seinni
maður var Karl Hjálmarsson kaup-
félagsstjóri. Þeir eru báðir látnir.
Hún átti þrjár dætur með Jakobi, ól
upp þrjú stjúpböm og tvo systra-
syni sina. Hún var trúuð kona og
trúði á líf eftir dauðann. Hún sagði
oft: Það sem ég hef farið á mis við í
jarðneska lífinu fæ ég uppfyllt á
næsta tilverustigi. Ég heimsótti
hana öll árin sem hún átti heima í
Vestmannaeyjum og átti ég góðar
stundir með henni og fjölskyldu. Ég
var svo lánsöm að drífa mig til
hennar í júní og hélt upp á 85 ára
afmælisdag hennar, Þórdís Karla
færði hana í fínustu fötin og leið hún
um eins og lítill engill, alsæl og glöð
með afmælisdaginn. Það var glamp-
andi sól þennan dag, eins og yfir-
leitt á afmælisdegi hennar. Afmæl-
issöngurinn var sunginn, kveikt á
kertum og allt gert til að hafa dag-
inn sem ánægjulegastan. Allir fóra
sælir að sofa þetta kvöld.
Það var mjög kært á milli okkar.
Ég hringdi í hana á hverjum laug-
ardegi og spjölluðum við saman um
allt milii himins og jarðar. Nú er
komið haust, gróðurinn skartar sín-
um fegurstu litum. Þó að mamma
héldi mest upp á sumarið þá fannst
henni haustið sjarmerandi út af
litadýrðinni. Hún sagði oft að feg-
urð og ilmur blómanna styrktu
mann í þeirri trú að lifið hefði til-
gang. Eins sagði hún að það að
safna auði gæti verið gott ef honum
væri vel varið og ekki of miklu fórn-
að fyrir hann. Fórnfúsum huga
nægir gjaman þakklætið. Sagan
skilur alltaf eftir eitthvað sem læra
má af, jafnvel þó að það sé ekki allt
gott. Besti glaðningurinn sem þú
getur gefið sjálfum þér er að gleðja
aðra. Það er mín reynsla. Að hætta
einhverju fyrir hamingjuna er eina
leiðin til að öðlast hana. Fullkominn
kærleikur fjarlægir efasemdir og
gerir Guðdóminn nálægan. Ef akur
mannlífsins væri ræktaður með
sömu alúð og góður garðyrkjumað-
ur ræktar blómin sín þá gætum við
vænst góðra hluta. Þörfinni fyrir að
hlúa að lífi getur þú fullnægt í þín-
um eigin húsagarði. Góðum foreldr-
um er það ekki fóm að annast börn-
in sín heldur forréttindi lífsins.
Þessi litla fallega kona hafði svo
sannarlega stórt hjarta, það sýndi
hún með kærleikanum. Það sem
henni þótti erfiðast í þessu jarð-
neska lífi var að láta eina dóttur
sína frá sér, það skildi eftir ör í
hjarta hennar sem greri aldrei og
talaði hún um það nú síðast í júní.
Lífið fer ekki alltaf mjúkum hönd-
um um okkur en við reynum þó
alltaf að sjá ljósið.
Elsku mamma, hvíl þú í friði, ég
veit að þú færð góðar móttökur því
að fræið sem þú sáðir var svo gott
og uppskeran eftir því.
Ég segi að lokum góða nótt.
Hildur Kristín Jakobsdótt-
ir og íjölskylda.
Elsku besta amma mín. Mig lang-
ar að kveðja þig með þessum orð-
um:
Þótt ég talaði tungum manna og
engla, en hefði ekki kærleika, væri
ég hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla. Og þótt ég hefði spádóms-
gáfu og vissi alla leyndardóma og
ætti alla þekking, og þótt ég hefði
svo takmarkalausa trú, að færa
mætti fjöll úr stað, en hefði ekki
kærleika, væri ég ekki neitt. Og
þótt ég deildi út öllum eigum mín-
um, og þótt ég framseldi líkama
minn, til þess að verða brenndur, en
hefði ekki kærleika, væri ég engu
bættari.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður. Kærleikurinn
öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki
raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin, hann reiðist
ekki, er ekki langrækinn. Hann
gleðst yfir öllu, trúir öllu, vonar allt,
umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr
gildi. En spádómsgáfur, þær munu
líða undir lok, og tungur, þær munu
þagna, og þekking, hún mun líða
undir lok. Því að þekking vor er í
molum og spádómur vor er í molum.
En þegar hið fullkomna kemur, þá
líður það undir lok, sem er í molum.
Þegar ég var bam, talaði ég eins
og bam, hugsaði eins og bam og
ályktaði eins og barn. En þegar ég
var orðinn fulltíða maður, lagði ég
niður bamaskapinn. Nú sjáum vér
svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá
munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í moium, en þá
mun ég gjörþekkja, eins og ég er
sjálfur gjörþekktur orðinn.
En nú varir trú, von og kærleik-
ur, þetta þrennt, en þeirra er kær-
leikurinn mestur. (Korintubréf
13.1.)
Húsið okkar er yfirfullt af yndis-
legum minningum um bestu ömmu
og langömmu í heimi.
Þórdís Karla og Heimir.
Elsku amma mín, nú ertu komin
til Karls afa, én þar veit ég að þér
líður vel. Þú varst alltaf svo góð við
mig.
Eg vil kveðja þig með orðum Sig-
urðar Helga Guðmundssonar, Ást-
arkveðja.
Ég kveð ura ást og kveðju sendi ég þér
og kvöldgolan flytur þér óminn frá hjarta
mér.
W varst mér sólin er vermdi hinn veika reyr
vaktir það allt sem án hennar birtu deyr.
Sem svalalindin veiku veitir fró.
Hvar sem ég reika og hvar sem ég fer
er hvarvetna eitthvað dapurlegt að þreyja.
Hvergi ég fann
hvemig sem ég leita vildi
það sem ég ann
það sem ég eftir skildi.
Ég kveð um ást og kveðju sendi ég þér
og kvöldgolan flytur þér óminn frá hjarta
mér.
(Sigurður Helgi Guðmundsson.)
Elsku besta amma, ég þakka þér
fyrir allar góðu stundimar sem við
áttum saman. Einnig fylgir kveðja
frá Benedikt og Söra til þín.
Þín dótturdóttir,
Þórdís Gunnarsdóttir.
Þau munu hafa verið glæsileg,
ungu hjónin Oddný Friðrikka Áma-
dóttir og Ingimar Baldvinsson, sem
hófu búskap á Þórshöfn á Langa-
nesi í ársbyrjun 1912, hann tvítugur
að aldri, hún tveimur áram yngri.
Sá sem þetta ritar kynntist þeim
ekki fyrr en fimmtíu árum síðar, en
þá bára þau enn með sér sjaldgæfa
persónutöfra, og enn þá stafaði af
þeim þeirri hlýju birtu sem einatt
geislar af ásthrifnum ungmennum.
Þau höfðu mikið bamalán, ungu
hjónin. Á áranum 1912-1923 fædd-
ust þeim átta dætur, sem vora hver
annarri betur gefin, og urðu hver
annarri glæsilegri þegar þær uxu úr
grasi. Síðar bættust þrír mannvæn-
legir synir í hópinn með þriggja ára
millibili. Hinn yngsti þeirra dó í
bernsku, en öll hin börnin komust
til fullorðinsára, gengu í hjónaband
og er mikih ættbogi af þeim kom-
inn.
Næstelst í þessum stóra systk-
inahópi var Hólmfríður Þórdís,
venjulega aðeins nefnd síðara nafn-
inu. Hún var heitin eftir ömmum
sínum báðum. Móðir Ingimars var
Hólmfríður Stefánsdóttir umboðs-
manns á Snartarstöðum, Jónssonar,
móðursystir Þorsteins Gíslasonar
ritstjóra og skálds. Móðir Oddnýjar
Friðrikku var Þórdís Benedikts-
dóttir bónda á Brunnum í Suður-
sveit, og var Benedikt þessi ömmu-
bróðir Þórbergs Þórðarsonar. í
móðurætt var Þórdís Benedikts-
dóttir komin í beinan kvenlegg af
Sigríði dóttur Jóns eldprests Stein-
grímssonar. Sjálf bar Oddný Frið-
rikka nafn ömmu sinnar í föðurætt,
Oddnýjar Friðrikku, dóttur Páls
prófasts í Sandfelli Thorarensen og
konu hans Önnu Benediktsdóttur,
en Anna var föðursystir Benedikts
Sveinssonar sýslumanns. Af þessu
má ráða að hér komu saman miklar
og merkar ættir, og er þó fátt eitt
rakið. Þórshöfn á Langanesi var
ekki í alfaraleið á fyrri hluta aldar-
innar fremur en nú, en flestir sem
þangað komu munu hafa haft ein-
hver kynni af Ingimar Baldvinssyni
og heimili hans. Systurnar í Ingi-
marshúsi vöktu sérstaka athygli
fyrir fegurð, glæsileik og góðar gáf-
ur, og fór orðspor þeirra víða um
landið. Gamlir menn sem þekktu
þær Ingimarsdætur meðan þær
vora enn ógefnar í foreldrahúsum fá
enn blik í auga þegar á þær er
minnst.
Þórdís Ingimarsdóttir giftist ung
Jakobi Þorsteinssyni frá Akureyri.
Hann var sonur Þorsteins M. Jóns-
sonar, skólastjóra og bókaútgef-
anda, og konu hans Sigurjónu Jak-
obsdóttur. Þau eignuðust þrjár dæt-
ur: Hildi Kristínu og tvíburana
Oddnýju og Sigurjónu. En hjóna-
band þeirra varð stutt.
Eftir að leiðir þeirra skildu giftist
Þórdís Karli Hjálmarssyni sem þá
var kaupfélagsstjóri á Þórshöfn og
síðar á Hvammstanga. Hann var
sonur Hjálmars bónda á Ljótsstöð-
um í Laxárdal, Jónssonar, og konu
hans Áslaugar Torfadóttur frá
Ólafsdal. Karl var bróðir Ragnars
H. Ragnar skólastjóra og tónlistar-
frömuðar á ísafirði. Það var ýmis-
legt líkt með þeim bræðrum. Álþjóð
era kunn afrek Ragnars við upp-
byggingu tónlistarlífs á ísafirði.
Með svipuðum áhuga byggði Karl
upp þau fyrirtæki sem hann veitti
forstöðu, en í tómstundum þjónaði
hann tónlistinni. Meðal annars var
hann kirkjuorganisti og kórstjóri í
nærfellt 35 ár, fyrst norður á
Langanesi, síðan á Hvammstanga.
Heimili þeirra Þórdísai- var lengi
fjölmennt. Karl var ekkjumaður
þegar þau giftust og börn hans þrjú
ólust upp á heimili þeirra, auk
tveggja af dætram Þórdísar. Auk
þess ólu þau upp tvo systursyni
Þórdísar, Steingrím, son Helgu og
Björgvins Sigurjónssonar, og Karl,
son Jónu og Davíðs Sigurðssonar.
Margir aðrir ættingjar munu hafa
átt þar gott skjól um lengri eða
skemmri tíma.
Það var farið að hægjast um þeg-
ar ég kom fyrst á heimili þeirra á
Hvammstanga iaust eftir 1960.
Börn Karls vora flogin úr hreiðrinu.
Hildur Kristín Jakobsdóttir var gift
Gunnari Sigurðssyni verslunar-
manni sem síðar varð eftirmaður
Karls í starfi kaupfélagsstjóra. Odd-
ný Jakobsdóttir giftist um þetta
leyti Gretti Pálssyni. Þau hafa bæði
orðið kunn fyrir mikilsverð nytja-
störf á vegum SÁÁ og veit ég að
margir telja sig standa í ævilangri
þakkarskuld við þau. Sjálfur sótti
ég Sigurjónu Jakobsdóttur á heimili
afa hennar og ömmu, Þorsteins M.
Jónssonar og Sigurjónu eldri, sem
þá vora flutt til Reykjavíkur, en hún
hafði alist upp hjá þeim.
En þegar við Sigurjóna höfðum
ákveðið að ragla saman reytum
okkar varð hennar fyrsta verk að
fara með mig í heimsókn norður á
Hvammstanga. Þar kom ég á mikið
myndarheimili sem Þórdís hús-
freyja stjórnaði af hæglátri reisn,
en Karl sinnti erilsömum störfum
sínum langan vinnudag. Samtaka
voru þau um að taka vel og rausn-
arlega á móti gestum, og gest-
kvæmt mun hafa verið hjá þeim
alla tíð. Þessi heimsókn varð mér
afar ánægjuleg. Eftir að Karl féll
frá bjó Þórdís lengst af ein í lítilli
íbúð á Fálkagötu í Reykjavík. Þar
tók hún á móti börnum sínum og
stjúpbörnum, fósturbörnum,
tengdabörnum og barnabörnum
sem hún lét sér mjög annt um, og
einatt kom hún líka í heimsóknir til
þeirra. Hún bar svip hefðarkonu í
fasi, klæðaburði og framkomu, var
hæglát og fremur hlédræg, en þó
ekki ómannblendin og kunni vel að
umgangast fólk.
Þegar heilsu Þórdísar hrakaði
endurgalt nafna hennar, dóttir
Oddnýjar og Grettis, þá umhyggju
sem hún hafði notið hjá ömmu sinni
þegar henni reið mest á. Hún tók
hana til sín á heimili þeirra Heimis
Jónssonar í Vestmannaeyjum. Þar
bjó Þórdís síðustu árin við hið
besta atlæti, og undi hag sínum
eins vel og orðið gat. Fjölskyldan
öll stendur í þakkarskuld við Þór-
dísi Grettisdóttur fyrir þetta
drengskaparbragð. Þórdís Ingi-
marsdóttir hafði lifað langan dag.
Þar höfðu skipst á skin og skúrir.
Hún mun hafa verið södd lífdaga,
sátt við Guð og menn, og hún fékk
hægt andlát.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Þórarinsson.
t
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
TÓMAS JÓNSSON
frá Norður-Hvammi,
Mýrdal,
fyrrum bátsmaður á Karlsefni,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, á morg-
un, mánudaginn 12. októberkl. 15.00.
Þórunn Tómasdóttir, Þórunn Jónsdóttir,
Tómas Jónsson, R. Hilmar Júlíusson,
Jónfna Steinunn Jónsdóttir, Karen Júlía Júlfusdóttir,
Ásta Ragnheiður Júlíusdóttir,
Þórunn Brynja Júlíusdóttir
og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
KRISTÍN E.H. SKÚLADÓTTIR,
Frostafold 135,
verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn
13. október kl. 13.30.
Jónas Björnsson,
Birna Jónasdóttir, Pétur Gunnarsson,
Jónas Pétursson, Guðrún E. Pétursdóttir,
Grétar Jónsson, Sandra Jónsdóttir.
HÓLMFRÍÐUR
ÞÓRDÍS
INGIMARSDÓTTIR