Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ ^34 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MINNINGAR TRAUSTI SVEINSSON + Trausti Sveins- son fæddist í Reykjavík 6. mars 1924. Foreldrar hans voru Guðrún Júh'ana Tómasdóttir og Sveinn Jónsson. Fósturfaðir Trausta var Lúðvík Gríms- son. Trausti átti tvo bræður, Björgvin Aðalstein og Reyni Alfreð, sem báðir eru látnir. Eftirlif- andi eiginkona Trausta er Marzibil Jóhannsdóttir. Þau hjónin eignuðust tvö börn, Birki Aðalstein og Hafdisi EIvu. títför Trausta fór fram frá Fossvogskapellu 1. október síð- astliðinn. Elsku pabbi. Nú höfum við með söknuði og trega kvatt þig um stundarsakir, en við horfum fram til endurfundanna með tilhlökkun og gleði. Við eigum frið í hjörtum okk- ar fyrir þá fullvissu, sem Drottinn hefur gefið okkur, að við munum • skjótt fá að vera með þér aftur. Þá munt þú, samkvæmt loforðum Hans, eignast splunkunýjan líkama sem sjúkdómar, sorg og dauði fá ekki hróflað við. Við þökkum þér elsku pabbi fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum fengið að njóta með þér. Við minnumst þess hvemig þú varðir með okkur tíma þínum í göngu, sundi og útileguferðum. Alltaf heilsaðir þú öllum kisum og hundum sem urðu á vegi okkar þvi .. dýrin voru þér svo kær. Og þú kenndir okkur að meta náttúruna, sköpunarverk Guðs til okkar. Það var okkur líka yndi að fá að vera með þér að teikna og lita, og njóta tilsagnar þinnar á þeim sviðum. Enginn hefur verið okkur betri myndlistarkennari. Við þökkum þér allan kærleika þinn og umhyggju íyrir okkur. Alltaf lést þú okkur sitja í fyrirrúmi, en sjálfur lést þú þig sitja á hakan- um. En mest af öllu þökkum við þér fyrir að vera okkur fordæmi um okkar kærleiksríka Föður á himn- um. Þú kynntir okkur Frelsara okk- ar sem gerði okkur kleift að fá að hittast aftur. Elsku pabbi. Við vitum að þú lest ekki þessa grein, því þú sefur vært þar til Kristur kemur aftur og kall- ar þig með nafni. Þá munum við eiga dásamlega endurfundi. En þangað til lifir þú í minningu okkar. Við mamma og systkinin minnumst þín með virðingu og óendanlegu þakklæti fyrir allt það sem þú hefur geflð okkur í veganesti, og verið okkur í lífinu. Birkir og Hafdís Elva. Sem samferðamanni og vini hins látna er mér ljúft að rifja upp lífs- göngu Trausta Sveinssonar og skoða með lesendum lyndiseinkunn og hæfileika manns sem ég tel verð- ugt íhugunarefni. Þegar Trausti var 6 ára, slitu for- eldrar hans samvistum og flutti hann þá norður í land með móður sinni, og bjuggu þau um tíma á Ólafsfirði og Siglufirði. Síðar fór Trausti með móður Sérfræðingar í blómaskreytingum við óll tækifæri sinni til Akureyrar, þar sem hann bjó lengst ævi sinnar. Fóstri hans, Lúðvík Gríms- son, reyndist honum sem besti faðir og vin- ur. Trausti unni fóstra sínum ákaflega mikið. Snemma á unglings- árum sínum, vann Trausti sem sendill hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og vann sig upp innan fyrirtækisins. Hann vann að ýmsum störf- um, t.d. sem verslunar- maður, útibússtjóri og síðan innkaupastjóri á hráefnum fyrir hinar ýmsu verksmiðjur KEA. Hafdís og Birkir hafa verið að rifja upp að undanfómu hve um- hyggjusamur og óeigingjarn faðir þeirra var. Alltaf lét hann hagsmuni þeirra ganga fyrir áður en hann leit á eigin hagsmuni. Þau minnast þess einnig hve mikill dýravinur hann var. Og þau minnast með aðdáun listrænna hæfileika föðurins. Sjálfur gerði ég mér grein fyrir því að Trausti vildi gera alla hluti vel. Hann kastaði ekki til hendinni í neinu verki sem hann tók sér fyrir hendur. Eg vissi að hann gat málað hin fegurstu málverk, en vissi ekki fyrr en eftir lát hans að flest mál- verkin á heimilinu eru hans handar- verk. Fyrir skömmu varð ég furðu lost- inn, þegar Hafdís kom með kassa úr bílskúmum fullan af listaverkum eftir pabba hennar. Þar vora alls kyns tréskurðarmyndir, útskomir rammar og jafnvel árabátur! En Trausti hafði aldrei hátt um hæfi- leika sína. I rauninni var hér mikill listamaður á ferðinni sem hefði með miklum sóma skipað sér sess á með- al listamanna sem betur era þekkt- ir. En hann flíkaði ekki hæfileikum sínum. Marzibil, eða Dúdú, eins og hún er nefnd á meðal vina, minnist eig- inmanns síns sem mjög trausts manns. „Hann bar nafn sitt með réttu,“ segir hún, enda var Trausti mjög traustur maður. Hjá honum stóð allt eins og stafur á bók. Hann ætlaðist líka til þess sama af öðram. Árið 1977 fluttist fjölskyldan suð- ur til Reykjavíkur og fór skömmu síðar að huga að húsbyggingu í Kópavoginum. Árið 1982 fluttu þau svo inn í húsið að Álfhólsvegi 141, þar sem þau komu sér vel fyrir. Það var alltaf svo gott að koma á heimili þeirra hjónanna og njóta gestrisni þeirra. Sjálfur hefi ég metið mjög mikils vináttu þeirra og hlýhug. Trausti var mjög trúaður maður. Allt frá æskuárunum var málefni Guðs hans hjartans mál. Hann gekk með Frelsara sínum dag hvern og fómaði, til þess að framgangur fagnaðarerindisins mætti verða sem mestur. Sem dæmi um áhuga hans og ákefð fyrir boðun fagnaðarerindis- ins, vildi hann fram á síðasta dag fá að fylgjast með öllu sem gerðist á því sviði. S.l. vor var hann einn af stofnendum Boðunarkirkjunnar, sem sérstaklega hefur tileinkað sér það hlutverk að vinna að boðun hjálpræðis Jesú Krists öllum til handa. Hann átti hugmyndina að nafni safnaðarins. Eitt sinn þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið lét hann í ljósi von- brigði sín yfir þvi hve veikur hann var orðinn, þar sem hann gæti ekki lengur lagt hönd á plóginn til gagns. Eg hvatti hann til þess að biðja fyr- ir vissum verkefnum og þörfum sem vora mjög knýjandi þá dagana fyrir söfnuðinn. „Já, það skal ég gera,“ svaraði hann. Hann hlýtur að hafa fengið sér- staka áheym hjá Guði, því að allt virtist ganga upp, og undursamlegir hlutir hafa átt sér stað sem aðeins bænheyrsla getur útskýrt. Mér varð hugsað til þess sem segir í Orði Guðs, „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.“ Þetta lýsir vini mínum, Trausta, mjög vel. Fjölskyldan kveður ástríkan eig- inmann og fóður sem er sárt sakn- að. Eiginkonan og bömin minnast hans með virðingu og þakka fyrir óumræðilegan kærieika hans og umhyggju fyrir þeim allt lífið. ÞORSTEINN JÓHANNSSON + Þorsteinn Jó- hannsson var fæddur á Hnappa- völlum í Oræfum 7. september 1918. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 26. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hofskirkju í Öræfum 3. október. Skólavörðustíg 12. á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Þorsteinn Jóhanns- son í Svínafelli hefur kvatt þennan heim, átt- ræður að aldri. Fjöl- menni var við útför hans sem gerð var frá Hofskirkju hinn 3. þessa mánaðar. Það undrar engan sem fylgst hefur með lífs- hlaupi þessa merka manns, því hann átti einkar giftudrjúgt dagsverk að baki í þágu sinnar sveitar og samtíð- ar. Ekki ætla ég að tíunda öll hans vel unnu störf í þessu fátæklega kveðjuspjalli, enda hefur hann „reist sér þann minnisvarða er engin lof- ræða getur gjört né þarf að gjöra fegurri". I besta falli reyna að bregða upp nokkrum myndum af kennaranum, skáldinu, höfðingjan- um og mannvininum Þorsteini Jó- hannssyni. Þorsteinn eða Steini, eins og við sveitungar hans kölluðum hann, var kennari í Öræfunum í 45 ár og bjó okkur nemendur sína út með ómet- anlegt veganesti. Skólastofan í fundarhúsinu var heimur út af fyrir sig og þar var allt í föstum skorð- um. Steini lengst af eini kennarinn og lék sér að því að kenna mörgum árgöngum í sömu stofu á sama tíma. Hann átti sérstaklega gott með að koma hlutunum til skila þannig að allir skildu og gæða námsgrein- arnar lífi, enda var hann snillingur í með- ferð máls og stíls. Til að auðvelda okkur námið orti hann vísur sem báru í sér minnis- verð atriði og ég hef aldrei getað skilið hvernig fólk man ártöl Islandssögunnar án þess að kunna ártala- vísurnar hans Steina. Hann var skáld gott og fékk hver nemandi yfirleitt vísu um sig með samblandi af heilræðum og spaugi. Atvikin í skólanum, stór og smá, urðu honum yrkisefni. Við krakkarnir þekktum á honum „skáldasvipinn", vissum því oft hvenær vísu var von og biðum í eft- irvæntingu. Þannig lífgaði Steini upp á skólastarfið og lyfti því upp yfir það hversdaglega. Hann annað- ist okkur nemendurna af föðurlegri umhyggju eins og þessi kveðskapur hans ber með sér: A hópnum mínum hafa verð ég hollar gætur, ó hve hann er sæll og sætur, synir þrír og átta dætur. Nema fræðin forn og ný fúslega hugir glaðir en stólnum sínum situr í sextán bama faðir. Steini orti ekki aðeins lausavísur. Eftir hann liggja ótal hnyttnir brag- ir sem fluttir vora á góuhófum og öðram mannfögnuðum. Einnig mörg forkunnarfalleg og rismikil kvæði, ort af ýmsum tilefnum og undir ólík- um bragarháttum. Ég læt fljóta hér Alberto, eiginmaður Hafdísar, og Elsa, eiginkona Birkis, sem ekki áttu heimangengt frá Bandaríkjun- um, kveðja hann með kærleika og söknuði. Aðrir ættingjar og vinir vilja einnig þakka fýrir tryggan mann sem þau sáu í Trausta. Fjölskyldan vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hjúkraðu Trausta í veikindum hans. Sérstak- lega vill fjölskyldan koma á fram- færi þakklæti til Kjartans Magnús- sonar læknis, sem annaðist Trausta til hinstu stundar og gerði langt fram yfir skyldu sína í þeim efnum. Einnig vilja Dúdú og bömin lýsa þakklæti sínu til allra vina og ætt- ingja sem studdu þau með kærleika sínum og bænum. Dúdú þakkar dóttur sinni, Haf- dísi Elvu, af öllu hjarta fyrir um- hyggju hennar við foreldra sína undanfarna mánuði. Hún frestaði för sinni til Bandaríkjanna og lét starfið þar bíða, svo að hún gæti hjúkrað föður sínum og tekið mesta þungann af byrði móðurinnar. Haf- dís vakti yfir velferð foreldra sinna allar stundir á erfiðum tíma. Hafdís er hetjan okkar allra. Trausti Sveinsson átti sér leiðar- ljós í lífinu, sem er Orð Guðs, Biblí- an. Hann tileinkaði sér þau sannindi sem þar er að finna, og meginreglur hinnar helgu bókar vora mótandi fyrir allt hans líf og viðhorf. Á tímamótum þar sem dauðinn skilur að ástvini, hljótum við að spyrja okkur sjálf, hvað sé handan við gröf og dauða. Fyrir mörgum er þetta sem óráðin gáta er fyllir þá ótta fyrir framtíðinni, fyi-ir hinu óþekkta. Fyrir Trausta var þetta ekkert vandamál. Og hann hafði enga ástæðu til að kvíða neinu, því að hann hafði lært að setja allt sitt traust á þann sem hefur sigrað dauðann, þ.e. Drottin Jesú Krist. Með gleði í hjarta og af mikilli eftirvæntingu treysti hann loforðum Drottins um að koma aftur til jarðar til að reisa upp dána, eins og þegar Jesús sagði við lærisveina sína: „Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. í húsi fóður míns eru margar vistarverar. Væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi að búa yður stað? Þegar ég með niðurlag kvæðisins Músarrind- illinn: Hér minnast skal þess að þótt mörgum sé tamt að meta þá lágt hina smæstu þá fyrir þeim hafa á hólminum samt oft hopað og fallið þeir stærstu. Þótt tiginmannlegan sá geti sig gert sem glæsibrag fegurstum krýnist, þá mest er í rauninni víst um það vert að vera þó það sem hann sýnist. Steini var formaður Ungmennafé- lags Öræfa um árabil og einnig þar hlúði hann að uppeldi og aðstæðum unga fólksins, sem telst brýnasti kjarni allrar mannverndar. Hann hafði ótvíræða leiðtogahæfileika, var mikill félagsmaður og reyndist auð- velt að vinna með fólki á öllum aldri. Þessir hæfileikar nýttust honum vel í þeim mörgu og vandasömu störf- um sem á hann hlóðust. Hann var gæddur aðgætni og áræði, fortíðar- hyggju og framfaraþrá og átti ótrú- lega gott með að nýta þessi eigindi þannig að tO heilla horfði. Svínafell hefur lengi verið höfð- ingjasetur og er heimili Steina og Sigrúnar í Austurbænum þar engin undantekning. Þótt þar væri mann- margt og þétt setið í eldhúskróknum var alltaf nóg pláss og öllum tekið af gestrisni og alúð sem að garði bar. Steini var gæfumaður í einkalífi og samband hans og Sigrúnar, konu hans, einkenndist af virðingu og ást. Hún var honum traustur bakhjarl er mikið mæddi á í erli daganna og um- svifin vora sem mest. Hann var hennar stoð síðustu ár eftir að heilsubrests fór að gæta. Börnin fjögur, tengdabörnin tvö og barna- börnin fimm eiga öll heima í Svína- felli og sýnir það best hver ham- ingjumaður Steini var. Ég tel mig einnig hamingjumann- eskju að hafa fengið að njóta hand- leiðslu þessa frænda míns og vil að lokum þakka allar góðu stundirnar. Mér verður oft hugsað til hans við er farinn burt og hefi búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín, svo að þér séuð einnig þar sem ég er.“ (Jóh. 14,1-3.) Honum fannst gott að vita til þess, að Jesús leit á dauðann sem svefn, enda fullkomin hvíld frá mót- læti, sjúkdómum og öðram þjáning- um sem þessi dauðans líkami okkar syndaranna býður upp á. Áður en Kristur reisti vin sinn, Lazaras, upp frá dauðum, sagði hann við áheyr- endur sína að dauðinn væri svefn. Það hlýtur því að verða stórkost- legt fyrir Trausta, og aðra þá sem nú hafa lagst til hvíldar, að heyra raust Lífgjafans á dýrðlegum upp- risudegi innan skamms. Þessu er lýst á áhrifamikinn hátt með orðum Páls postula til Þessaloníkumanna sem hér segir: „Ekki viljum vér, bræður, láta yður vera ókunnugt um þá sem sofnaðir era, til þess að þér séuð ekki hryggir eins og hinir, sem ekki hafa von. Því að ef vér trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þá, sem sofnaðir eru. Því að það segjum vér yður, og það er orð Drottins, að vér, sem verðum eftir á lífi við komu Drott- ins, munum alls ekki fyrri verða en hinir sofnuðu. Því að sjálfur Drott- inn mun stíga niður af himni með kalli, með höfuðengilsraust og með básúnu Guðs, og þeir, sem dánir eru í trú á Krist, munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem eftir lif- um, verða ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loft- inu. Og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Uppörvið því hver annan með þessum orðum.“ (1. Þess. 4,13-18.) Meðan Trausti lá á sjúkrahúsinu og hugleiddi hvernig komið var fyr- ir honum hvað heilsuna snertir, reyndist eftirfarandi yfirlýsing Bi- blíunnar honum mjög vel: „En fóðurland vort er á himni og frá himni væntum vér frelsara, Drottins Jesú Krists. Hann mun breyta veikum og forgengilegum líkama vorum og gjöra hann líkan dýrðarlíkama sínum." (Fil. 3,20-21.) Það ber allt að sama branni í lof- orðum Guðs varðandi framtíð okk- ar. Öll lýsa þau nýju lífi í ríki Guðs á lausn minna viðfangsefna þessa dag- ana og langar að klykkja út með þessu víðkunna erindi Jónasar Hall- grímssonar: Vísindin efla alla dáð, orkuna styrkja, viljann hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð. Tífaldar þakkir því ber færa þeim, sem að guðdómseldinn skæra vakið og glætt og verndað fá vizkunnar helga fjalli á. Gunnþóra Gunnarsdóttir. Elsku afi. Við viljum þakka þér fyrir leikina, sögurnar og allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, þegar við komum í pössun eða heimsókn eða bara til að biðja um brjóstsykur. Þá tókst þú okkur alltaf opnum örmum. Ef eitthvað bjátaði á þá varst þú alltaf tilbúinn að hugga, alltaf tilbú- inn að leika við okkur og glettast. Við læddumst oft inn til þín og kitl- uðum þig á bakinu og þóttumst vera flugur og fengum þá sögu, leik eða brjóstsykur. Við teiknuðum margar myndir á hnjánum á þér og æfðum okkur að þekkja og skrifa stafi. Þú fræddir okkur um svo margt og gerðir allt að ævintýrum. Þú sagðir okkur óteljandi sögur sem við vild- um fá að heyra aftur og aftur. Þú söngst og kenndir okkur mörg ljóð og bjóst oft til vísur um okkur. Við voram ekki stór þegar þú kenndir okkur að spila lönguvitleysu og svo fleiri spil. Við lærðum hjá þér mann- ganginn í skák, þú kenndir okkur reglur í spilum og tafli, en gættir þess að við töpuðum ekki of oft. Þú varst okkur svo mikill félagi, fyrir allt þetta viljum við þakka. Við söknum þín sárt og biðjum Guð að geyma þig. Sigrún Svafa, Dóra Guðrún, Steinunn Björg, Þorsteinn og Svanhvít Helga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.