Morgunblaðið - 11.10.1998, Side 35

Morgunblaðið - 11.10.1998, Side 35
4 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 35 MORGUNBLAÐIÐ_____________________________________ MINNINGAR nýrri endurskapaðri jörð, þar sem enginn sjúkdómur er til, og dauðinn verður ekki til framar. Trausti þekkti boðskap Biblíunn- ar mjög vel. Hann lærði að treysta Frelsara sínum fyrir velferð sinni bæði hér og í eilífðinni. Hann gat leyft sér að hlakka til sælla endur- funda og það meira segja, skv. fyrir- heitum Drottins, áður en langt um líður. Af kynnum mínum af Trausta, tel ég mig vita um eina spurningu sem hann mundi vilja leggja fyrir alla. Hún er þessi: „Hefur þú hugleitt stöðu þína gagnvart Guði og eilífð- inni?“ Sjálfur hafði hann fyrir löngu meðtekið náð Guðs og fyrirgefningu í Jesú Kristi. Drottinn Jesús var honum allt. Og hans einlæga þrá var, að aðrir kæmu auga á Jesú Ki-ist, enda er hann eina leiðin til ei- lífs lífs. Með því að feta í hans fótspor og tileinka sér kærleika Guðs og náð Jesú Krists, getum við fullkomnað gleði hans á morgni lífsins er við tökum fagnandi á móti Frelsaran- um, þegar hann býður fólk sitt vel- komið inn í dýrlegt eilífðarríki sitt. Þá mun fögnuður Trausta eiga sér engin takmörk. Orð Guðs lýsir því svo skemmti- lega hvernig við getum varið tíman- um í ríki Guðs. Jesaja spámaður segir: „Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta vingarða og eta ávöxtu þeirra.“ (Jes. 65,21.) Við Trausti áttum góða samvinnu með öðrum undanfarin ár í bygg- ingaframkvæmdum við að koma upp samkomuhúsi fyrir málefni Guðs. Og aftur síðustu mánuðina var hugur hans fullur af hugmynd- um fyrir enn eitt húsið Guði til dýrðar. Þótt tíminn leyfði ekki að hann sæi það fullbúið, munum við skv. of- angreindu loforði, einfaldlega geta tekið upp þráðinn á ný við bygg- ingaframkvæmdir í ríki Guðs. I hnotskurn er þetta trúarsann- færing Trausta varðandi dauðann og upprisuna. Eg hlakka til endur- fundanna. Fyrir hönd Boðunar- kirkjunnar vil ég þakka fyrir áhuga Trausta á málefnum safnaðarins og mikilvægt framlag hans alla tíð. Við kveðjum hann með virðingu og hlökkum til endurfunda síðar meir. Steinþór Þórðarson. „Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld.“ (Bólu-Hjálmar) Með dauða vinar míns, Trausta Sveinssonar, hefur sú „kalda feigð“ enn brugðið brandi og höggvið skarð í raðir ástvina, ættingja og góðvina. Að baki liggja margi'a ára kynni, vinfengi og samstarf, þar sem aldrei fór misjafnt orð okkar á milli. Eig- inlegt er mér því að minnast vinar míns og bróður nokkrum orðum. Trausti var hugumstór, atorku- samur og drífandi í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vildi sjá hlutina gerast. Samtímis tilfinn- inganæmur, viðkvæmm-, glöggur, hagsýnn, búinn mikilli verksnilli og listrænn. Já, listrænn, enda var allt 1 kringum hann innan húss sem utan ; ofið fagum, listrænni smekkvísi og ; : hugkvæmni. Um það ber heimilið ™ órækt vitni þar sem getur að líta handverk hans. Höfðinglundaður var hann, og einkenndi mikil gest- risni heimili þeirra hjóna. Trausti var vinfastur, hreinskiptinn, fastur fyrir í sjónarmiðum. Hann var trú- maður mikill, og samkvæmt orði Guðs sannfærður um endurfundina á landi lifenda. í þeirri trúarvissu bar hann því sem hetja þann skæða sjúkdóm, er að lokum hneppti hann í „feigðar fjötra". En með augum ■ trúarinnar leit hann „fjötralaust frelsi" og fegurð eilífðarinnar. Kæru, elskulegu vinir, Dúdú, Birkir, Hafdís, tengda- og barna- börnin. Við sendum ykkur öllum innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur. Látið ljúfu minningarnar ásamt vissunni um endurfundina hefja ykkur ofar harmi og trega. Hér er góður j drengur genginn. Blessuð sé minn- i ing hans. Sólveig og Jón Hjörleifur Jónsson og fjölskylda. I + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Holtsgötu 39, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðju- daginn 13. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ragnar Jónsson, Guðni Kolbeinsson, Lilja Bergsteinsdóttir, Ingveldur Ragnarsdóttir, Guðmundur Ægir Theodórsson, Hilmar Á. Ragnarsson, Guðrún Langfeldt, Stefanía K. Ragnarsdóttir, Bernd Beutel, Sigurður Ragnarsson, Júlíana Grigorova, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU GÍSLADÓTTUR frá Krossgerði, Berufjarðarströnd. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Droplaugar- stöðum fyrir góða umönnun. Valborg Eiríksdóttir, Haraldur Lúðvíksson, Þóra Eiríksdóttir, Tryggvi Sveinsson, Elsa Eiríksdóttir Bird, Samúel F. Bird, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGVALDA ÞORSTEINSSONAR lögfræðings, Hólmgarði 41. Sérstakar þakkir til starfsfólks á A7, Sjúkra- húsi Reykjavíkur, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Halldórsdóttir, Elísabet Sigvaldadóttir, Guðlaugur K. Karlsson, Erla Sigvaldadóttir, Sæmundur K. B. Gíslason, Sigrún Sigvaldadóttir, Kristján G. Jóakimsson, Þorsteinn Sigvaldason, Kristín Þórmundsdóttir, Bogi Sigvaldason, Ingunn Pálsdóttir, Dagbjört Sigvaldadóttir og barnabörn. + Elskulegur frændi minn, EIRÍKUR BREIÐFJÖRÐ KRISTVALDSSON, Gránufélagsgötu 35, Akureyri, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 12. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jónína Kristín Jóhannesdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GARÐARS GUÐMUNDSSONAR, Geitlandi 4, Reykjavlk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-4 Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun. Jónina Ásmundsdóttir, Elín Garðarsdóttir, Már Steinsen, Þorkell Garðarsson, Anna Garðarsdóttir, Garðar Þór, Helena, Agnar Freyr og Vilborg. + Þökkum af alhug öllum þeim sem veittu okkur samúð og stuðning við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og bróður, JÓNS HANNIBALSSONAR, Bergholti 8, Mosfellsbæ. Ragnhildur Þorleifsdóttir, Þórunn Stefanía Jónsdóttir, Benedikt Halldór Halldórsson, Þorsteinn Jónsson, Berglind Hanna Jónsdóttir, Þorsteina Kristjana Jónsdóttir og systkini hins látna. i I l l < + Þökkum innilega öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og hafa styrkt okkur með hluttekningu sinni við andlát og útför, PÉTURS O. NIKULÁSSONAR, Laugarásvegi 23, Reykjavík. Sigríður Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ásta Pétursdóttir, Þorsteinn Bergsson, Gróa Þóra Pétursdóttir, Heimir Sigurðsson, Pjetur Nikulás Pjetursson, Elsa Magnúsdóttir, Þóra Óiafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og tengdasonar, ÓLAFS SIGURÐAR GÚSTAFSSONAR, Hringbraut 15, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-E á Landspítalanum fyrir hlýju og góða umönnun. Áslaug Kristín Pálsdóttir, Ágústa Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Arnar Ólafsson, Heiða Guðrún Einarsdóttir, Andri Már Sigurðsson, Arnar Páll Sigurðsson, Jóhanna Guðrún Bjarnadóttir, Páll Oddsson og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Sviðugörðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands, Heimahjúkrunar og Kumbaravogs. Sigurður Guðmundsson, Selma Katrín Albertsdóttir, Davíð Axelsson og fjölskyldur. * + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför fósturmóður minnar, systur og móðursystur, HILDAR ÞORSTEINSDÓTTUR kaupmanns. 'V Sigríður Sigurðardóttir, Valgerður Þorsteinsdóttir, Þóra, Laufey og Sigrún Steingrímsdætur. y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.