Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ
36
■k—
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
KIRKJUSTARF
JÓN
JÓNASSON
V
+ Jón Jónasson fæddist á
Þverá í Láxárdal í Þingeyj-
arsýslu 29. október 1935. Hann
lést á Landspítalanum 1. októ-
ber síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Þverárkirkju í
Laxárdal 9. október.
Jón Jónasson var einn frammá-
manna bænda og náttúruverndar-
sinna sem gerðu samkomulag um
endalok Laxárdeilna 1973.1 kjölfar
þeirra voru lögin um vemdun Mý-
>vatns og Laxár sett, þar sem komið
var á laggimar Náttúmrannsókna-
stöð við Mývatn. Jón átti sæti í
stjórn stöðvarinnar frá upphafi til
dauðadags. Hann var einlægur
náttúmverndarmaður, sem tók af-
stöðu að vel athuguðu máli. Skoð-
anir hans voru vel rökstuddar og
byggðar á staðreyndum og hann
dró ályktanir óháð persónulegum
hagsmunum. Hans verður saknað í
stjóm Rannsóknastöðvarinnar, og
era störf hans þökkuð.
F.h. stjórnar Náttúmrannsókna-
stöðvarinnar við Mývatn
Gísli Már Gíslason,
formaður stjórnar.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect
einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
tii þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
mmmmmmw
t
I
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
I
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuieg þjónusta
Fákafeni i I, sími 568 9120
UTFARARSTOFA
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRLNGINN
AÐALSTRÆ11 4B • 101 RLYKJAVÍK
K l'. 480896-2469 • FAX 551 3645
LÍKKISITJVlNNUSrOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
J..;;.. SFOFNUD 1899
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir amma og langamma,
ÓLAFÍA BOGADÓTTIR BREIÐFJÖRÐ
Laugateigi 27
lést á Landakoti, föstudaginn 9. október.
Eiður Breíðfjörð
Guðmundur Bogi Breiðfjörð Bertha R. Langedal
Leifur Breiðfjörð Sigríður Jóhannsdóttir
Gunnar Breiðfjörð Elín Aune
barnabörn og barnabarnabarn.
-4
%
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma
HÓLMFRÍÐUR ÞÓRDÍS INGIMARSDÓTTIR
Dverghamar 34,
Vestmannaeyjum,
lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 5. október og
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
12. október kl. 10.30.
Hildur Kr. Jakobsdóttir,
Oddný Jakobsdóttir,
Sigurjóna Jakobsdóttir,
Halldóra Karlsdóttir,
Karl Davíðsson,
Steingrímur V. Björgvinsson,
Gunnar Sigurðsson,
Grettir Pálsson,
Jón Þórarinsson,
Katrín Helga Karlsdóttir,
Margrét Eyfells,
Edda Jónsdóttir.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr-
aðra 13. október. Elísabet sér um
þáttinn milli „súpu og sælu“. Val-
gerður Gísladóttir frá Ellimála-
ráði hefur hugleiðingu. Hjónin
Sigfríður og Halldór 0. Jónsson
flytja bókmenntakynningu um
Þorstein Valdimarsson skáld.
TTT-starf 10-12 ára kl. 17 á mánu-
dögum.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9-
10 ára drengi á mánudögum kl.
17.30. Bænastund og fjmirbænir
mánudaga kl. 18. Tekið á móti bæn-
arefnum í kirkjunni.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17 í síma
587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir
unglinga 13-15 ára kl. 20.30 á mánu-
dögum. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er
á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Um-
sjón dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson.
Kópavogskirkja. Samvera Æsku-
lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðarheimil-
inu Borgum.
Seljakirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs-
starf yngri deilda kl. 20.30-22 í Há-
sölum.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli eidri
barna, 7-9 ára, mánudag kl. 17.30.
Æskulýðsfélag kirkjunnar í sam-
starfi við KFUM og K kl. 20.
Keflavíkurkirkja. A morgun,
mánudag: Sorgarhópur á vegum
Bjarma, samtaka um sorg og sorg-
arferli á Suðurnesjum, í efri saln-
um í Kirkjulundi (2. skipti af 5).
Fjallað verður m.a. um bók Viktors
Frankl: Leitin að tilgangi lífsins.
Hópurinn er ætlaður þeim sem eru
að takast á við ástvinamissi og
sorg.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Kl. 11 barnasamvera. Mikill söng-
ur, fræðsla, lofgjörð og bæn. Kl. 14
guðsþjónusta. Molasopi. Stuttur
fundur með fermingarbörnum og
foreldrum/forráðamönnum þeirra í
safnaðarheimilinu eftir guðsþjón-
ustuna. Kl. 20.30 æskulýðsfundur.
Nýir félagar velkomnir.
Var sá stóri
stærstur?
Því hefur verið fleygt að lax einn
sem Alan Bercovic veiddi í Búbót í
Vatnsdalsá sé stærsti lax sem
veiddist í íslenskri laxveiðiá í sum-
ar. Hann er bókaður í veiðibók ár-
innar sem 28 punda, en Pétur Pét-
ursson, annar leigutaka árinnar,
sem var viðstaddur er iaxinn var
dreginn, segir að vigt sem inn-
byggð var í háfskaftið hafi vegið
laxinn 30 pund.
Það hefur verið talað um aðra
laxa í sumar, 26 punda fiska sem
voru dregnir og vegnir úr Laxá í
Aðaldal og jafnvel þann fræga lax
Sverris Hermannssonar úr Hrúta-
fjarðará, þann sem hvarf, og að
hæpið sé að slá fram að lax sem
var sleppt hafi verið stærstur
þeirra allra. Pétur segir engan
vafajeika á því.
„Ég get sagt ykkur að þetta var
engin spurning. Vigtin í háfnum
sagði 30 pund og laxinn var tæp-
lega 113 sentímetrar. Hann stóð
upp úr háfnum þegar lesið var á
vigtina, þess vegna er möguleiki á
því að vigtunin hafi verið eitthvað
skökk, en það hefur ekki verið
mikið, en einmitt þess vegna kus-
um við að miða þyngdina frekar
við þumalputtaregluna sem NASF
hefur gefið út, en samkvæmt
henni em líkindin mest að 113
sentímetra fiskur sé 28 pund. Við
eram alveg sáttir við það. Laxinn
var fyrst bókaður 30 pund, en við
ALAN Bercovic með þann
stóra og dæmi nú hver fyrir
sig...
breyttum því,“ sagði Pétur í sam-
tali við Morgunblaðið.
Bercovic þessum gekk mjög vel
og það var mikil „stórlaxaveisla" í
ánni þá daga sem hann var í ánni.
Þónokkrir um og yfir 20 punda
voru þá dregnir og sjálfur veiddi
Bercovic annan lax, daginn eftir,
sem var bókaður 22 pund. Þann
fisk veiddi hann í Hólakvörn.
Lengdin segir oft
ekki aila söguna
Til samanburðar má geta þess
að lax sá er Sverrir Hermannsson
veiddi í Hrútafjarðará og var síðar
stolið lifandi úr klakkistu, sem
frægt er orðið, áður en ráðrúm
gafst til að vigta hann, var mældur
107-108 sentímetrar. Sverrir
sagði laxinn hafa verið mikinn
kappa, „ekkert farinn að slakna"
og gríðarlega þykkan. Hann
giskaði á að laxinn væri á bilinu 26
til 28 pund.
ÁRMANN Sigmarsson, 16 ára,
veiddi sinn fyrsta lax í Hóia-
kvörn í Vatnsdalsá í sumar,
það var 18 punda fiskur sem
tók Blue Charm númer 12.
Alkunna er, að lengd segir oft
ekki alla söguna, þannig veiddust
íyrir nokkmm árum tveir laxar,
annar í Vatnsdalsá og hinn í Víði-
dalsá, báðir 111 sentímetrar, en sá
úr Vatnsdalnum var 29 pund á
meðan Víðidælingurinn var 32
punda. Allt fer þetta eftir holda-
farinu og því æskilegt að vigta
þessa laxa ef möguleiki er, áður en
þeim er sleppt, séu menn á kafi í
sleppingum á annað borð.
Það er hins vegar ekki gert
nema af og til. Þótt menn gangi
um bakka Vatnsdalsár vopnaðir
háfum með innbyggðum reislum,
þá eru háfamir sjaldnast notaðir,
því menn kappkosta að ná laxinum
þægum upp að landi, þar sem los-
uð er varlega úr þeim flugan og
þeim síðan strokið um kviðinn áð-
ur en veiðimenn allt því kyssa þá
bless.
Safnaðarstarf
Kirkjuhátíð í
Arbæjarkirkju
í SUMAR hafa farið fram gagnger-
ar breytingar og endurbætur á Ár-
bæjarkirkju og hefur kirkjan verið
lokuð um nærfellt 5 mánaða skeið af
þeim sökum. Söngloft kirkjunnar
þar sem orgel og kirkjukór voru
staðsett, hefur verið tekið niður, en
orgeli og kór ætlað nýtt lými niðri í
kirkjunni. Einnig hefur verið sett
upp listaverkið „Ljósstafir" eftir
listakonuna Rúrí á altarisvegg
kirkjunnar. Verður kirkjan tekin á
ný í notkun og altarislistaverkið
helgað við hátíðarmessu í Árbæjar-
kirkju í dag, sunnudaginn 11. októ-
ber, kl. 15.30.
Við hátíðarmessuna helgar hr.
Karl Sigurbjörnsson listaverkið
„Ljósstafir" og prédikar, en prestar
Árbæjarsafnaðar annast altaris-
þjónustu. Organleikari er Pavel
Smid og kór Arbæjarkirkju syngur.
Alda Ingibergsdóttir syngur stól-
vers. Einnig syngur í guðsþjónust-
unni kvennasextett skipaður Sig-
rúnu Pálmadóttur, Kristínu R. Sig-
urðardóttur, Sigurlaugu Knudsen,
Bryndísi Jónsdóttur, Soffiu Stef-
ánsdóttur og Þómnni Díu Stein-
þórsdóttur. Ilka Petróva flytur tón-
list ásamt Violetu Smid á undan
guðsþjónustunni. Þess skal loks
getið að Árbæjarsöfnuður er 30 ára
á þessu ári.
Ferð eldri
borgara í
Grensáskirkju
SAMVERUSTUNDIR eldri borg-
ara í Grensáskirkju era hafnar á ný
að loknu sumarhléi. Þær eru sem
fyrr á miðvikudögum kl. 14 og
byggjast upp á biblíulestri, bæna-
stund og kaffiveitingum.
Næstkomandi miðvikudag, 14.
október, er fyrirhuguð haustferð
starfs eldri borgara í Grensáskirkju.
Ferðinni er heitið um Þingvelli að
Nesjavöllum. Þar verður starfsemi
orkuversins kynnt og kaffi dmkkið.
Brottför er frá Grensáskirkju kl.
12.15 og heimkoma áætluð kl. 17.15.
Ferðin kostar 1.000 kr. og er kaffið
innifalið í því verði.
Til að auðvelda undirbúning er
mælst til þess að væntanlegir þátt-
takendur skrái sig hjá sóknarpresti
í síma 553 2950 á morgun eða
þriðjudag milli kl. 11 og 12 árdegis.
Áskirkja. Fundur safnaðarfélags
Áskirkju verður þriðjudaginn 13.
október kl. 20.30 í safnaðarheimil-
inu. Dagskrá: Kolbrún Karlsdóttir
kynnir hin ýmsu námskeið á eigin
vegum. Vaxskreytingar á kerti,
kransa- og konfektgerð. Allir vel-
komnir.
Bústaðakirkja. Starf TTT mánudag
kl. 17.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í há-
degi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Allar mæður
velkomnar með lítil börn sín.
Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk (eldri deild) mánudag kl. 20 í
kórkjallara.
Langholtskirkja. Fundur Kvenfé-
lagsins í Langholtskirkju þriðjud. 6.
okt. kl. 20. Venjuleg fundarstörf.
Erindi Guðrún K. Þórsdóttir, fram-
kv.stj. Altzheimer-samtakanna. Fé-
lagar taki með sér gesti.
Neskirkja. Fótsnyrting á vegum
Kvenfélags Neskirkju mánudag kl.
13-16. Uppl. í síma 551 1079. TTT
10-12 ára starf kl. 16.30. Æskulýðs-
félag Neskirkju kl. 20.
Mömmumorgunn miðvikudag kl.
10-12. Fræðsla: Þroski barna og
örvun. Ungar mæður og feður vel-
komin.
Árbæjarkirkja. Æskulýðsfundur
yngri deildar, 8. bekkur, kl. 20-22 í
kvöld. Starf fyrir 7-9 ára (STN)
mánudag kl. 16-17. TTT starf fyrir
10-12 ára mánudag kl. 17-18. Æsku-
lýðsfundur eldri deildar, 9. bekkur,
kl. 20-22 mánudag.