Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 37
FASTEIGNASALA
FRÉTTIR
Haukalind 7—15.
Opið hús milli 14 og 16 í dag.
Fasteignasalan Hóll hefur fengið þessi stórglæsilegu raðhús á 2 hæðum
með sérstæðum bílskúr í sölu, á þessum frábæra útsýnisstað. Um er að
ræða fjögur hús, ca 144 fm íbúð og ca 30 fm bílskúr. Þrjú verul. rúmgóð
svefnh. Húsin verða afhent fullbúin að utan og fokheld að innan, lóð grófj.
eða lengra komin eftir samkomul. Þrjú .hús eru tilb. til afh. strax.
Komdu við í dag og skoðaðu eignina.
Sölumenn verða með teikningar á staðnum.
Heitt á könnunni. Sjáumst!
Gjafir til end-
urhæfingar-
deildar
SNEMMA þessa árs barst Styrkt-
arfélagi krabbameinssjúkra
barna ábending frá endurhæf-
ingardeild Landspítalans um að
sárlega vantaði sérhæfð tæki til
endurhæfingar barna og ung-
linga á Landspítalanum og þá
einkum þeirra sem dvelja á
Barnaspítala Hringsins.
í samráði við starfsfólk endur-
hæfingardeildarinnar ákvað
stjórn félagsins að efna til söfn-
unar á meðal fyrirtækja til að
standa straum af kostnaði við
kaup á því sem helst var talið
vanta, en það voru eftirfarandi
tæki: Hlaupabretti, nægjanlega
meðfærilegt til að auðvelt sé að
flytja þau og staðsetja inn á stof-
Morgunblaðið/Kristinn
PRÁ afhendingu tækjanna, f.v. Helga Bogadóttir, bamasjúkraþjálf-
ari, Þorsteinn Ólafsson, framkvæmdastjóri SKB, og Steinunn Unn-
steinsdóttir, bamasjúkraþjálfari.
um þeirra sjúklinga sem mesta böm, púlsmælar og sérsmíðaðar
þörf hafa, þrekhjól, sérhæfð fyrir kerrur fyrir yngstu börnin.
Algjörlega endurnýjað
hús á einni hæð með 2
innkeyrsludyrum, alls 425
fm ásamt millilofti að
hluta. Lofthæð ca 3,5m.
Má skipta í minni eining-
ar. Iðnaðareldhús rekið
þarna í dag, gæti fylgt.
Gæti nýst undir ýmis konar matvælaframleiðslu.
Athugasemd við athugasemd
ERNA J. Sigmundsdóttir, markaðs-
stjóri Pfizer, hefur beðið Morgun-
blaðið að birta athugasemd vegna at-
hugasemdar heilbrigðisráðuneytis-
ins sem bii’tist í blaðinu sl. föstudag
um Viagrafrétt í DV:
„Fram kemur í athugasemdinni
að læknar hafi sótt um undanþágu
fyrir tíu einstaklinga til að fá lyfið
afgreitt og fengið hana. Þetta er
ekki rétt. Samþykktar undanþágur
frá Lyfjanefnd eru 18 en ekki 10 en
það er aukaatriði. í bréfinu er hins
vegar haft eftir mér að fyrir liggi
„bunki af undanþágum" um af-
greiðslu Viagi-a og að það sé rangt.
Þegar blaðamaður DV, Jóhanna S.
Sigþórsdóttir, hafði samband við
mig spurði hún hversu margar und-
anþágur væru samþykktar. Ég
sagði henni sem var að ég hefði ekki
talið þær. Hún spurði hvort það
væri einhver bunki og ég svaraði
þvi til að það væri einhver smá
bunki. Ekki er mér kunnugt um
neinn ákveðinn fjölda eintaka sem
þarf til að uppfylla orðið bunki. Þess
er ekki getið í íslenskri orðabók
Máls og menningar en verið getur
að ráðuneytið kunni á því skil.
Ráðuneytið dregur síðan eftirfar-
andi ályktun: „Áhuginn á lyfinu er
því hvorki almennur, né vel skil-
gi-eindur, og þess utan í engu sam-
ræmi við beinar og óbeinar auglýs-
ingar á lyfinu." Eins og kunnugt er
hefur lyfið Viagra fengið ótrúlega
umfjöllun í öllum helstu fjölmiðlum
heims. Tímarit eins og Spiegel og
Times hafa tekið Viagra til ítarlegr-
ar umfjöllunar án þess að litið hafi
verið svo á að um auglýsingu lyfja-
fyrirtækisins væri að ræða. Þetta
hefur vart farið fram hjá þeim sem
eitthvað fylgjast með.
„Það kemur ekki á óvart, að sölu-
menn beiti vafasömum aðferðum til
að koma á framfæri auglýsingum
um lyf og vonist til að eftirspurn
aukist. Undrun vekur að lítt dul-
búnar lyfjaauglýsingar skuli eiga
greiða leið inn í fréttadálka, eða
fréttatíma fjölmiðils og hann þannig
verða „vamarlaust fórnai’dýr"
þerra sem telja sig þurfa að auglýsa
lyf.“
Ja héma! Pfizer hefur lagt metn-
að í að vanda markaðssetningu og
kynningu lyfja og mun ekki sætta
sig við áburð af þessu tagi frá opin-
bemm aðilum. Ef hinn ónafngreindi
penni ráðuneytisins hefði vandað
vinnubrögð sín hefði hann haft sam-
band við hið „vamarlausa fómar-
dýr“ DV sem í þessu tilviki er Jó-
hanna S. Sigþórsdóttir og fengið að
vita að það var hún sem hafði sam-
band við mig en ekki öfugt og hjá
mér hefði hún eingöngu fengið svör
við spurningum eins og hvenær er
von á fyrstu sendingunni, og í fram-
haldi af því gerði ég henni grein fyr-
ir því að lyfið væri ekki skráð og því
eingöngu afgreitt samkvæmt þeim
undanþágubeiðnum sem Lyfjanefnd
hefur samþykkt. Ég sagði henni að
skráningarferlið tæki u.þ.b. eitt ár
og þegar kom að spurningum sem
tengdust lyfinu sjálfu, vildi ég ekki
tjá mig neitt um það.
í lokin benda þeir á að Lyfjaeftir-
lit í-íkisins hafi daginn áður hafnað
beiðni Phai-maco um heimild til að
senda öllum læknum auglýsingu um
lyfið. Það er miður að Morgunblaðið
hafi ekki birt bréf mitt til Lyfjaeft-
irlitsins og svai- þeirra, þó undar-
legt megi teljast að fjölmiðlar hafi
undir höndum bréf frá mér til
Lyfjaeftirlitsins.
Oheimilt er að senda út upplýs-
ingar um óskráð lyf til lækna nema
þeir biðji sjálfir um þær. Ef gera á
undanþágu frá þessu þarf samþykki
yfirvalda að liggja fyrir. I þessu til-
viki bað ég um heimild til að senda
læknum upplýsingar þar sem varað
er við samhliða notkun Viagra og
nítratlyfja. Lyfjaeftirlitið hafnaði
beiðninni en benti mér á að ræða
við Lyfjanefnd sem ég og gerði.
Eftir að hafa rætt málið við Rann-
veigu Gunnarsdóttur hjá Lyfja-
nefnd kom okkur saman um að ég
léti útbúa þessar upplýsingar og að
hún myndi dreifa þeim til þeiira
lækna sem hafa sótt um undanþágu
fyrir sína skjólstæðinga og fengið
hana samþykkta. Það sem ráðu-
neytið kallar auglýsingu, verður því
dreift af Lyfjanefnd til þeirra lækna
sem ávísa lyfinu. Ástæða þess að ég
vildi dreifa þessu til allra er að ég
hef heyrt hjá læknum að talsvert sé
um að lyfið hafi verið keypt erlendis
og sé því í notkun hér á landi nú
þegar. Þar sem stór hópur þeirra
sem þurfa á lyfinu að halda .eru
hjartasjúklingar á nítratlyfjum,
taldi ég mikilvægt að sem flestir
læknar væni vakandi fyrir þeirri
hættu sem skapast af milliverkun
Viagra og nítratlyfja.
Ef einhverntíma hefur komið lyf
á markað sem óþarft er að auglýsa í
beinni merkingu þess orðs þá er það
Viagra. Hins vegar á það við um
þetta lyf sem önnur lyf að mikil-
vægt er að læknum sé kunnugt um
alla kosti þess og galla. Þegar þar
að kemur mun starfsfólk Pfizer
vanda til þeirrar kynningar eins og
gert hefur verið við önnur lyf.
Það vekur undrun mína að virðu-
leg stofnun eins og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið skuli láta
jafn fordómafulla og illa ígrundaða
athugasemd frá sér fara.“
Fjarðargata 17
Reykjavíkurvegur, Hafnarfirði
Sími 565-2790
Fax 565-0790
Miðbær, Hafnarfirði
Höfum verið beðnir að
útvega leigjendur eða
kaupendur að húsnæð-
inu þarf sem áður var
Tónlistarskóli Hafnar-
fjarðar (Alþýðuhúsið).
Um er að ræða 2. og 3.
hæð í steinhúsi ásamt
geymslurisi, alls 495 fm.
Húsnæðið hentar undir ýmiss konar kennslustarfsemi,
með ágætum samkomusal sem skipta má niður eða skrif-
stofur. Húsnæðið þarfnast aðhlynningar. Til greina kemur
að selja allt húsið sem eru 858 fm. Nánari uppl. hjá fast-
eignasölunni Ási, Fjarðargötu 17, Hfj., sími 520 2600.
Melabraut, Hafnarfirði
Atvinnuhúsnæði á jarð-
hæð með ágætri lofthæð
og 2 stórum innkeyrslu-
dyrum, alls 1.087 fm.
Góð skrifstofu- og starfs-
mannaaðstaða. Bygging-
aréttur á viðbót. Gott
lóðarpláss á malbikuðu
plani.
Mögulegt að skipta upp í 2 hluta. Ath. áhvílandi lán ca
21,5 millj. til 25 ára upphaflega frá SPH.
Nánari uppl. hjá fasteignasölunni Ási, Fjarðargötu 17, Hfj.,
sími 520 2600.
Glæsihús á Selfossi
Vorum að fá í einkasölu eitt glæsil. einbýlish. á selfossi.
Húsið er 171 fm að stærð ásamt 34 fm bílskúr. Byggt
1993. Glæsileg hönnun. Vandaðar innrétting. Innfeild
lýsing í loftum. Glæsil. parket og vönduð gólfefni. Stór
aflokuð timbur verönd. Eign í sérflokki. Verð: tilboð.
Nánari uppl. veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri.
Valhöll, sími 588 4477.
Opið ídag 12-15
Leitin að réttu eigninni
hefst hjá okkur
Vettvangur fólks I fasteignaleit