Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 45
! MORGUNBLAÐIÐ Dagbók frá Damaskus Fúta og fúta er sitthvað og vatnsnudd- tæki reyndist vera þvottavél heimilisins Fyrstu dagana ætlaði ég að nota til að athuga hvernig áttaskynið væri á vegi statt því ég hef aldrei verið hér nema sem ferða/blaðamaður og ekki þurft að reyna mikið á praktísku þættina. A örpínulitla gistihúsinu mínu vafðist fyrir mér og strákunum þar að skilja hvert annað; ég gerði því skóna að það hlyti að vera eitthvað bogið við báða. Eins og þegar ég bað kurteislega um hand- klæði: - Fúta, min fadlak, sagði ég. - Fúta? sögðu þeir og höfðu aldrei heyrt annan eins brand- ara. Þetta endurtókum við nokkr- um sinnum og loks gi’eip ég til leikrænna tilburða og þá var ekld að sökum að spyrja. Þeir hrópuðu í kór: - Aaaah, FÚTA! Vitaskuld fékk ég handklæðið með það sama en samt er ég enn að bræða með mér hvaða munur var á framburðinum sem hljóm- aði nákvæmlega eins í mínum eyrum. Svo hófst íbúðaskoðun rétt án þess ég eiginlega vissi. Eg skoð- aði íbúð á 7. hæð í gömlu húsi, ansi lúin húsakynni og dálítið sjabbí og þar sat digur ættmóðir og úrskurðaði mig hæfa til bú- setu._ Ég sló samt fostu að nú skyldi ekki flanað að neinu eins og í Kaíró um árið þegar ég var orðin svo langeyg eftir að eign- ast heimili að ég tók það fyrsta sem bauðst. Því skoðaði ég fleiri íbúðir. Það var sumar og sól og Það leika blíðir haust- vindar um Damaskus í Sýrlandi þar sem Jóhanna Kristjóns- dóttir hefur nú hreiðr- að um sig til að ráðast til atlögu við arabísku á ný. Hún hugðist nota fyrstu dagana til að skyggnast um í þess- ari fornu borg, sem er talin með þeim elstu sem enn eru í byggð á sama stað. En þá kallaði skólinn og engin miskunn. mér lá ekkert á nema þegar ég skáskaut mér framhjá foggunum í litla herberginu á gistiheimil- inu. Að ég ekki tali um að ég var í léttri lífshættu í hvert sinn sem ég brá mér á salemið því hurðin var ekki nema um 120 sentímetr- ar og eru þó Sýrlendingar góðir meðalmenn vexti. Ég var því í mestu makindum að skoða íbúðir þegar ég varð þess vísari að skólinn er að hefj- ast, næstu sjö mánuðir, nám í klassískri arabísku, 3 klst., fimm daga í viku. Engin miskunn eða letilíf hér. Get líka byrjað í tím- um í íslömskum fræðum a.m.k. vikulega og er orðin félagi í aðal Bókasafnsklúbbnum í Dama- skus. Ég sá að mér var ekki til set- unnar boðið. Ibúð var tekin á leigu til þriggja mánaða. Hin þekkilegasta stofa, svefnher- bergi, skikkanlegt eldhús. Mér fannst verra að fátt var um innstungur fyrir tölvu og prent- ara og ívíð meiri ókostur að það skorti þvottavél á heimilið. Aftur á móti var gæðalegt og gamalt vatnsnuddtæki á baðinu sem ég var vitanlega himinlifandi yfir. Ég tók íbúðina þó berangursleg væri, það hlyti að vera hægt að pena dulítið upp á hana næstu þrjá mánuði. Því var ráð að kaupa stílabæk- ur og ydda blýantana. Og upp- götvaði svo mér til óblandinnar kæti að vatnsnuddtækið var hvorki meira né minna en þvottavél. Biluð að vísu en þá er að finna píparann. Meðan rafvirkinn er líka ófundinn hef ég fundið leið til að prenta út, ég slökkvi á viftunni og eldavéhnni og leysi málið snöfurlega. SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 45 Tveir fyrir einn til London 26. okt. 09 2. nóv. frá kr. 14.550 fyrir manninn Bókaðu á mánudag eða briðjudag og tryggðu bér jþetta ótrúlega til- boð til London Gildir 26. okt. og 2. nóv. frá mánudegi til fimmtudags. London-ferðir Heims- ferða hafa fengið ótrú- leg viðbrögð og nú er uppselt í fjölda brott- fara í vetur. Heimsferð- ir kynna nú fjórða árið í röð, beint leiguflug sitt til London, þessarar vinsælu höfuðborgar Evrópu, og aldrei fyrr höfum við boðið jafn hagstætt verð og jafn gott úrval hótela. Nú getur þú tryggt þér 2 sæti á verði eins til London og einnig valið um gott úrval hótela á frábærum kjömm. Glæsileg ný hótel í boði. Plaza-hótelíð, rétt við Oxford-stræti. Flugsæti til London Verð kr. 14.550 Flugsæti fyrir fullorðinn með skött- um m.v. 2 fyrir 1. Ferð frá mánudegi til fimmtudags, 26. okt., 2. nóv. Flug alla fhnmtudaga og mánudaga í október og nóvember. Tveggja stjörnu hótel Verð kr. 3.700 Verð á mann á nótt á Bultins hótel- inu með morgunmat í tveggja manna herbergi. Þriggja stjörnu + Verð kr. 4.500 Verð á mann á nótt í tveggja manna herbergi á Plaza, okkar vinsælasta hóteli. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600. www.heimsferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.