Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.10.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn STÆNER í gildandi útgáfu; Magnús Leifur Sveinsson, söngvari og gítarleikari, Helgi Stephensen gítarleikari, Kristjáu Hafsteinsson bassaleikari, situr, Kári Kolbeinsson trommari og Oddur Snær Magnússon hljómborðsleikari. Enga poppstjörnudrauma Skyndilega birtist hljómsveitin Stæner á síðdegistónleikum Hins hússins og Rásar 2, eftir að hafa látið sig hverfa eftir sigur- inn í síðustu Músíktilraunum. STÆNER lenti í öðru sæti hjá dómnefnd, en salurinn var svo hrif- inn að hann heimtaði að þeir yrðu í því fyrsta. Sveitin leikur „rokkað popp eða poppað rokk“ sem aðdá- endur hafa ekki fengið að heyra síð- an. „Eftir Músíktilraunir hófum við almennilegar æfingar. Við tökum þessu rólega og höfum gaman af. Það er engin ástæða til að æsa sig og eltast við poppstjörnudrauma," segir Kári trommuleikari. Héðan og þaðan Helgi gítarleikari er nýr meðlim- ur í sveitinni og Oddur Snær sem spilaði með þeim í keppninni varð ekki meðlimur fyrr en mínútu áður en úrslitin voru tilkynnt. „Ég var í danstónlistarbandi í rúm tvö ár áð- ur en ég byrjaði í Stæner, og er ör- ugglega eini meðlimur Stæner sem hlustar á þannig tónlist," segir Odd- ur Snær. „Ég hlusta aðallega á gamla rokkara," segir Kári. „Roll- ing Stones, Led Zeppelin og á sem flesta góða trommuleikara. Þetta er tónlistin sem foreldrai- mínir hlust- uðu á, og ég er að fylgja þeim inn í djassinn, enda er ég að læra við Tónlistarskóla FÍH.“ Helgi er dul- arfulli maðurinn í hópnum og er ekkert að láta uppi hverjir séu upp- áhaldsgítarleikarar sínir. Hann nefnir B.B. King, en hvort hann meinar það eða ekki, með sinn sposka svip, er hins vegar annað mál. Steiner eða ekki - Um hvað syngja og spila 17 og 18 ára menn sem eru ekkert að flýta sér? „Magnús semur alla textana og flest lögin líka, en nokkur verða þó til á æfíngum. Þú verður að spyrja hann að því hvað textarnir fjalla um en það er áreiðanlega eitthvað ósköp ljóðrænt, og ég býst við að þeir fjalli um hvað lífið sé yndis- legt,“ heldur Kári fram, „Ég held að hann setjist niður á kaffíhús til að semja textana, og í þeim eru per- sónugervingar, stuðlar, höfuðstafir og allur pakkinn.“ „Við erum ekki bókaðir langt fram í tímann, en stefnum næst að því að spila fyrir jól á Litla-Hrauni fyrir Steiner. Hljómsveitin heitir samt í höfuðið á Mark Steiner sem var rosalega feitur klámmyndaleik- ari,“ upplýsir Oddur okkur. „Það var mjög erfítt að fínna þetta nafn,“ segir Kári. „Við vorum búnir að velta okkur upp úr alls konar nöfn- um, en þegar Stæner kom upp þá sögðum við allir; „Já!“ „Svo ætluð- um við reyndar aldrei að taka þátt í þessum Músíktilraunum. Ég kom með hugmyndina þegar nokkrir dagar voru til stefnu og við vorum bara búnir að starfa í nokkra daga. Svo æfðum við bara fjögur lög fyrir keppnina og unnum.“ Svona á að fara að þessu! Fyrsta myndin af Lincoln? ► LJÓSMYND á silfurhúðaðri málmplötu, sem talin er vera af Abraham Lincoln, var til sölu hjá Christie’s í New York 6. október síðastliðinn. Myndin var ekki seld, þar sem hæsta tilboðið, 150 þúsund dollarar, var ekki talið nógu gott. Ekki eru allir sann- færðir um að myndin sé af Lincoln, en ef svo er mun hún vera fyrsta þekkta ljósmyndin af þessum fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, tekin árið 1843 þegar hann var 34 ára. Iglesias vinsælastur ► SPÆNSKI söngvarinn Julio Iglesias gat verið hreykinn af tvöfaldri platínuplötu sinni í Ma- drid í gær. Breiðskífan, sem nefnist „Julio: mi vida“ eða „Julio: Ævi mín“ seldist í 450 þúsund eintökum í heimalandi hans og er það metsala á Spáni. MEÐ LAUGARDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS 24. OKTÓBER í blaðaukanum verður komið víða við og heimilinu gerð góð skil á líflegan og skemmtilegan hátt. Farið verður m.a. í heimsókn til ungs fólks sem er nýbúið að gera upp íbúð og sýndar myndir fýrir og eftir breytingar. Einnig verður rætt við arkitekt um tískuna í húsbúnaði, litavali og innréttingum. 0) z IL LU -J < 0 UJ I * Eldhús * Gólfefni * Litir og litaval Lýsing og Ijós Húsgögn og annar húsbúnaður • Hirslur •Tfskan á heimilinu • Viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 19. október. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild auglýsinga í síma 569 I 139. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Nelfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.