Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.10.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI www.mbl.is Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld aö meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík • þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Þjóðleikhúsið sýnir á Bing Dao Renniverkstæðinu á Akureyri helgina 23., 24. og 25. október L I $ T A V E R K I 0 Matur og miði Glæsilegt hlaðborð föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld STRANDGÖTU 49 SÍMI 4611617 Pantið tímanlega Miðar óskast sóttir 3 dögum fyrir sýningu STRANDGÖTU 49 SÍMI 4611617 vantar í Háagerði/Stóragerði. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Mjólkur- og kjötvörur frá KEA hlutu verðlaun í Danmörku Grunn- skólakenn- arar stofna félag- FÉLAG gi’unnskólakennara var stofnað á Akureyi’i nýlega og á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar í gær var Sigurjón Magnússon, kennari í Glerárskóla, kjörinn for- maður félagsins. Að félaginu standa kennarar í öllum sex grunn- skólum bæjarins og eiga þeir allir fulltrúa í stjórn þess. Alls era um 150 grunnskólakennarar á Akur- eyri. Að sögn Sigurjóns foi-manns var félagið stofnað í framhaldi af sam- komulagi sem gert var við bæjaryf- irvöld í vor um starfskjör grunn- skólakennara. „Þar kom fram að bæjarstjórn ákvað að gera kennur- um tímabundið tilboð, gegn því að þeir stofnuðu kennarafélag í síðasta lagi 15. október. Og nú er- um við búin að uppfylla það skil- yrði.“ Tilgangur félgasins er í fyrsta lagi að vera málsvari félaga sinna og vinna að bættum kjörum þeirra og starfsskilyrðum. í öðra lagi að efla kynni og samstarf félags- manna. Fulltrúi Brekkuskóla í stjórn félagsins er Páll Ingvarsson, frá Síðuskóla Ólöf Inga Andrésdóttir, frá Lundaskóla Hólmfríður Sigurð- ardóttir, frá Giljaskóla Astrid Haf- steinsdóttir, frá Oddeyrarskóla Fjóla Helgadóttir og Sigurjón for- maður frá Glerárskóla. ------------ Sjálfstæðisfélag Akureyrar Ingibjörg Sólrún formaður INGIBJÖRG Sólrún Ingimundar- dóttir hefur tekið við formennsku í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar og er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem kona gegnir þessu embætti. Með Ingibjörgu Sólrúnu era í stjórn Sigurður Harðarson vara- formaður, Helgi Vilberg ritari, Knútur Karlsson gjaldkeri og Hilmar Þór Óskarsson meðstjórn- andi. Stjórnin hefur hafið undir- búning vetrarstarfsins og hyggst standa fyrir þróttmiklu félags- starfí. Fyrirhugaðir era fundir um sértæk viðfangsefni með þátttöku þingmanna og fleiri gesta. KJÖTIÐNAÐARMENN KEA, með Kjötmeistara íslands, Elvar Óskarsson, í broddi fylkingar, uppskáru 17 verðlaun á Interfair í Danmörku. Heim með 25 verðlaun MJÓLKUR- og kjötvörur frá KEA náðu frábærum árangri í Dan- mörku fyrr í haust, annars vegar á fagsýningu matvælaiðnaðarins á Norðurlöndum og hins vegar dönsku landskeppninni um gæði mjólkurafurða. Vörurnar frá ís- landi sópuðu að sér verðlaunum. Fagsýning matvælaiðnaðarins á Norðurlöndum, Interfair ‘98, var haldin í Danmörku í byijun október, en þessi sýning er haldin annað livert ár og samhliða henni er haldin fagkeppni kjötiðnaðar- manna á Norðurlöndum. í ár var keppnin einskorðuð við tvo kjöt- flokka: Hrákjöt, svo sem reykt, þurrkað og grafíð kjöt, og hins veg- ar hrávörur svo sem spægipylsur, pepperoni og aðrar reyktar eða verkaðar hrápylsur. Kjötiðnaðarmenn KEA, með Kjötmeistara íslands, Elvar Óskars- HÓLMGEIR Karlsson, framkvæmdastjóri Mjólkuriðnaðarsviðs KEA, og Oddgeir Siguijónsson, ostameistari Mjólkursamlags KEA, hlaðnir blómum eftir dönsku landskeppnina um gæði mjólkurafurða. son, í broddi fylkingar sendu ýmsar vörur í keppnina og uppskáru hvorki meira né minna en 17 verð- laun eða um lielming þeirra verð- Iauna sem ísland fékk. Af þeim voru tvenn gullverðlaun, fímm silf- urverðlaun og tíu bronsverðlaun. Af einstökum vörutegundum má nefna að Pedersen-salami og Krá- arpepperoni hlutu gullverðlaun og KEA-spægipylsa silfurverðlaun. I dönsku landskeppninni um gæði mjólkurafurða slógu KEA- vörurnar líka í gegn, en allar vörur sem ná ákveðnum fjölda stiga fá verðlaun; gull, silfur eða brons. Atta vörutegundir frá Mjólkursam- Iagi KEA náðu þessu marki og besta útkomu fékk mysingur, en fyrir hann fékk KEA gull- og heið- ursverðlaun. Rjómamysuostur fékk gull- og aukaheiðursverðlaun og skyr í 200 g dósum gullverðlaun. Gouda (17%), AB-mjólk og skyr með vanillu fengu silfurverðlaun og ost- urinn Isbúi og skyr með ferskjum bronsverðlaun. Hagyrðingakvöld og söngskemmtun LIONSKLÚBBUR Akureyrar stendur fyrir hagjirðingakvöldi og söngskemmtun í Freyvangi í Eyja- fjarðarsveit á morgun, fóstudaginn 23. október, kl. 21.00. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til byggingar sundlaugar við Rristnesspítala. I Freyvangi koma fram nokkrir af fremstu hagyrðingum landsins, þeir Björn Ingólfsson, Hákon Aðalsteins- son, Hjálmar Freysteinsson, Hjálm- ar Jónsson, Pétur Pétursson og Stefán Vilhjálmsson. Stjórnandi verður Birgir Sveinbjörnsson. Þá munu hinir margi’ómuðu Alfta- gerðisbræður taka lagið. Blaðbera Endurmenntunar- stofnun HI Tvö nám- skeið UM ÞESSAR mundir heldur Endumienntunarstofnun Háskóla Islands tvö námskeið á Akureyri. Námskeiðið „Nýskipan raf- magnsöryggismála“ verður haldið á fóstudag, 23. október, frá kl. 13 til 17. Það er einkum ætlað verk- og tæknifræðingum en er opið öllum sem vilja kynna sér málið. Fjallað verður um breytingar á rafmagnsöi’yggis- málum en um áramótin 96/97 tóku gildi lög um öryggi raf- orkuvirkja, neysluveitna og raf- fanga. Samkvæmt þeim hefur Löggildingarstofa yfireftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga en óháðar faggiltar skoðunarstofur annast framkvæmd rafmagns- eftirlits. Rafveitum og raf- verktökum ber að koma sér upp innri öryggisstjórnum til að tryggja öryggi virkja og neyslu- veitna. Kennarar á námskeiðinu verða Jóhann Ólafsson frá Lög- gildingarstofu og Þorleifur Finnsson frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Námskeiðið „Gerð kostnaðar- og verkáætlana" verður haldið 30. október næstkomandi í sam- stai’fí við Norðurlandsdeildir félaga verk- og tæknifræðinga. Það er ætlað tæknimönnum og öðrum sem fást við áætlana- gerð. Fjallað verður á almennan hátt um gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana. Kennari verður Örn Steinar Sigurðsson verkfræðingur hjá VST hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.