Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 14

Morgunblaðið - 22.10.1998, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI www.mbl.is Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld aö meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík • þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Þjóðleikhúsið sýnir á Bing Dao Renniverkstæðinu á Akureyri helgina 23., 24. og 25. október L I $ T A V E R K I 0 Matur og miði Glæsilegt hlaðborð föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld STRANDGÖTU 49 SÍMI 4611617 Pantið tímanlega Miðar óskast sóttir 3 dögum fyrir sýningu STRANDGÖTU 49 SÍMI 4611617 vantar í Háagerði/Stóragerði. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Mjólkur- og kjötvörur frá KEA hlutu verðlaun í Danmörku Grunn- skólakenn- arar stofna félag- FÉLAG gi’unnskólakennara var stofnað á Akureyi’i nýlega og á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar í gær var Sigurjón Magnússon, kennari í Glerárskóla, kjörinn for- maður félagsins. Að félaginu standa kennarar í öllum sex grunn- skólum bæjarins og eiga þeir allir fulltrúa í stjórn þess. Alls era um 150 grunnskólakennarar á Akur- eyri. Að sögn Sigurjóns foi-manns var félagið stofnað í framhaldi af sam- komulagi sem gert var við bæjaryf- irvöld í vor um starfskjör grunn- skólakennara. „Þar kom fram að bæjarstjórn ákvað að gera kennur- um tímabundið tilboð, gegn því að þeir stofnuðu kennarafélag í síðasta lagi 15. október. Og nú er- um við búin að uppfylla það skil- yrði.“ Tilgangur félgasins er í fyrsta lagi að vera málsvari félaga sinna og vinna að bættum kjörum þeirra og starfsskilyrðum. í öðra lagi að efla kynni og samstarf félags- manna. Fulltrúi Brekkuskóla í stjórn félagsins er Páll Ingvarsson, frá Síðuskóla Ólöf Inga Andrésdóttir, frá Lundaskóla Hólmfríður Sigurð- ardóttir, frá Giljaskóla Astrid Haf- steinsdóttir, frá Oddeyrarskóla Fjóla Helgadóttir og Sigurjón for- maður frá Glerárskóla. ------------ Sjálfstæðisfélag Akureyrar Ingibjörg Sólrún formaður INGIBJÖRG Sólrún Ingimundar- dóttir hefur tekið við formennsku í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar og er þetta í fyrsta sinn í sögu félagsins sem kona gegnir þessu embætti. Með Ingibjörgu Sólrúnu era í stjórn Sigurður Harðarson vara- formaður, Helgi Vilberg ritari, Knútur Karlsson gjaldkeri og Hilmar Þór Óskarsson meðstjórn- andi. Stjórnin hefur hafið undir- búning vetrarstarfsins og hyggst standa fyrir þróttmiklu félags- starfí. Fyrirhugaðir era fundir um sértæk viðfangsefni með þátttöku þingmanna og fleiri gesta. KJÖTIÐNAÐARMENN KEA, með Kjötmeistara íslands, Elvar Óskarsson, í broddi fylkingar, uppskáru 17 verðlaun á Interfair í Danmörku. Heim með 25 verðlaun MJÓLKUR- og kjötvörur frá KEA náðu frábærum árangri í Dan- mörku fyrr í haust, annars vegar á fagsýningu matvælaiðnaðarins á Norðurlöndum og hins vegar dönsku landskeppninni um gæði mjólkurafurða. Vörurnar frá ís- landi sópuðu að sér verðlaunum. Fagsýning matvælaiðnaðarins á Norðurlöndum, Interfair ‘98, var haldin í Danmörku í byijun október, en þessi sýning er haldin annað livert ár og samhliða henni er haldin fagkeppni kjötiðnaðar- manna á Norðurlöndum. í ár var keppnin einskorðuð við tvo kjöt- flokka: Hrákjöt, svo sem reykt, þurrkað og grafíð kjöt, og hins veg- ar hrávörur svo sem spægipylsur, pepperoni og aðrar reyktar eða verkaðar hrápylsur. Kjötiðnaðarmenn KEA, með Kjötmeistara íslands, Elvar Óskars- HÓLMGEIR Karlsson, framkvæmdastjóri Mjólkuriðnaðarsviðs KEA, og Oddgeir Siguijónsson, ostameistari Mjólkursamlags KEA, hlaðnir blómum eftir dönsku landskeppnina um gæði mjólkurafurða. son, í broddi fylkingar sendu ýmsar vörur í keppnina og uppskáru hvorki meira né minna en 17 verð- laun eða um lielming þeirra verð- Iauna sem ísland fékk. Af þeim voru tvenn gullverðlaun, fímm silf- urverðlaun og tíu bronsverðlaun. Af einstökum vörutegundum má nefna að Pedersen-salami og Krá- arpepperoni hlutu gullverðlaun og KEA-spægipylsa silfurverðlaun. I dönsku landskeppninni um gæði mjólkurafurða slógu KEA- vörurnar líka í gegn, en allar vörur sem ná ákveðnum fjölda stiga fá verðlaun; gull, silfur eða brons. Atta vörutegundir frá Mjólkursam- Iagi KEA náðu þessu marki og besta útkomu fékk mysingur, en fyrir hann fékk KEA gull- og heið- ursverðlaun. Rjómamysuostur fékk gull- og aukaheiðursverðlaun og skyr í 200 g dósum gullverðlaun. Gouda (17%), AB-mjólk og skyr með vanillu fengu silfurverðlaun og ost- urinn Isbúi og skyr með ferskjum bronsverðlaun. Hagyrðingakvöld og söngskemmtun LIONSKLÚBBUR Akureyrar stendur fyrir hagjirðingakvöldi og söngskemmtun í Freyvangi í Eyja- fjarðarsveit á morgun, fóstudaginn 23. október, kl. 21.00. Allur ágóði af skemmtuninni rennur til byggingar sundlaugar við Rristnesspítala. I Freyvangi koma fram nokkrir af fremstu hagyrðingum landsins, þeir Björn Ingólfsson, Hákon Aðalsteins- son, Hjálmar Freysteinsson, Hjálm- ar Jónsson, Pétur Pétursson og Stefán Vilhjálmsson. Stjórnandi verður Birgir Sveinbjörnsson. Þá munu hinir margi’ómuðu Alfta- gerðisbræður taka lagið. Blaðbera Endurmenntunar- stofnun HI Tvö nám- skeið UM ÞESSAR mundir heldur Endumienntunarstofnun Háskóla Islands tvö námskeið á Akureyri. Námskeiðið „Nýskipan raf- magnsöryggismála“ verður haldið á fóstudag, 23. október, frá kl. 13 til 17. Það er einkum ætlað verk- og tæknifræðingum en er opið öllum sem vilja kynna sér málið. Fjallað verður um breytingar á rafmagnsöi’yggis- málum en um áramótin 96/97 tóku gildi lög um öryggi raf- orkuvirkja, neysluveitna og raf- fanga. Samkvæmt þeim hefur Löggildingarstofa yfireftirlit með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga en óháðar faggiltar skoðunarstofur annast framkvæmd rafmagns- eftirlits. Rafveitum og raf- verktökum ber að koma sér upp innri öryggisstjórnum til að tryggja öryggi virkja og neyslu- veitna. Kennarar á námskeiðinu verða Jóhann Ólafsson frá Lög- gildingarstofu og Þorleifur Finnsson frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Námskeiðið „Gerð kostnaðar- og verkáætlana" verður haldið 30. október næstkomandi í sam- stai’fí við Norðurlandsdeildir félaga verk- og tæknifræðinga. Það er ætlað tæknimönnum og öðrum sem fást við áætlana- gerð. Fjallað verður á almennan hátt um gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana. Kennari verður Örn Steinar Sigurðsson verkfræðingur hjá VST hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.