Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 69

Morgunblaðið - 22.10.1998, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ Julia Roberts hæst launuð kvennaíHollywood Fær rúmlega 1,2 milljarða í laun ►ÞÓTT Julia Roberts nái ekki að skáka þeim 20 milljónum dollara eða 1.450 milljónum króna sem Tom Cruise, Mel Gibson, Harri- son Ford og Bruce Willis hafa fengið í launaumslaginu fyrir kvikmyndir sínar, er hún ekki langt undan. Ðagblaðið Variety greinir frá því að Roberts fái 17 milljónir dollara eða 1.220 milljónir króna fyrir að leika í myndinni „The Runaway Bride“ á móti Richard Gere, en þau léku áður saman í myndinni vinsælu „Pretty Wom- an“. Áður hafði verið talið að hún fengi „aðeins" 15 milljónir doll- ara, en þessar tvær viðbótarmillj- ónir fleyta henni í efsta sæti yfir hæst launuðu leikkonur Hollywood. Jodie Foster kemur næst henni með 15 milljónir doll- ara fyrir að leika á móti Chow Youn-Fat í „Önnu og konungin- um“. MYNPBÖNP Meira öskur Öskur 2 (Scream 2)_________ Hrol I vekja ★ ★V!2 Framleiðendur: Cathy Konrad og Marianne Maddalena. Leikstjóri: Wes Craven. Handritshöfundur: Kevin Williamson. Kvikinyndataka: Peter Deming. Tónlist: Marco Beltrami. Að- alhlutverk: Neve Campbell, Courtney Cox, Jamie Kennedy og David Arquette. (120 mín.) Bandarísk. Skíf- an, október 1998. Bönnuð innan 16 ára. í „Scream" lyftu Wes Craven og Kevin Williams stöðluðum kviðrist- arhrollvekjum 8. og 9. áratuganna á hærra plan með agaðri og sjálfs- vísandi hryllings- mynd sem naut óvæntrar velgeng- ni í bíóhúsum. Þeg- ar „Scream 2“ sigldi í kjölfarið sáu menn glitta í dollaramerkin í augum framleið- enda sem lögðu gífurlegt fjármagn í kynningu myndarinnar. Hinn sjálfsvísandi leikur heldur hér áfram fullum fetum og virðist vera helsta haldreipi handritshöf- undarins við að skapa áhugaverðan framhaldssöguþráð. Unnið er skemmtilega með lögmál hryllings- geirans um framhaldsmyndir en einnig vísað gífurlega mikið í frum- myndina. Þannig verður „Scream 2“ eins konar sníkill á „Scream" og nær með því móti að soga til sín góðar birgðir af blóði. Þó svo að þessi þáttur gangi ágætlega upp verður hann of fyrirferðarmikill. Heildina skortir fágun (sem gerði gæfumuninn í „Scream") og þráður- inn leiðist að lokum út í lágkúru sem ef til vill á að vera paródísk, en heppnast hreinlega ekki nógu vel. Heiða Jóhannsdóttir FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 1998 69 Lágmúla 4: sími 569 9300, grœnt númer: 800 6300. Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. á mann m.v. hjón með 2 börn 2ja-llára í 14 daga i Rauðri ferð 19. jan. Gist i fallegum smáhýsum á Princess FRÉTTIR Innlent • Erlent • Athafnallf • Tölvur og tækni • Veður og (ærð FASTEIGNIR Eignaleit • Fasteignafréttir • Handbákin • Lánareiknir • Fasteignasalar • Gagnlegar slóðir íþróttafréttir • Meistaradeild kvenna • Landsslmadeildin • Enski boltinn • Handbolti DÆSRADVðl Dilbert • Stjðrnuspá • Fréttagetraun • Leikir SÉRVEFIR Svipmyndir vikunnar • Laxness • HM '98 • Kosningar '98 UPPLÝSINGAR Morgunblaðifl • Auglýsingar • Aðsent efni • Samskipti • Blaðberinn Þróunin heldur áfram. Nú er mbl.is enn fjölbreyttari og ríkari að innihaldi. A hverri stundu er alltaf eitthvað nýtt að gerast á mörgum sviðum og það sérðu á mbl.is. Hraði, fjölbreytni, vandað efni. Komdu á mbl.is og upplifðu augnablikið á Netinu. mbl.is ^A.LL.TAf= en~rH\sA€) Nýnrj—

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.