Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 1
241. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bill Clinton sat á fundum með Netanyahu og Arafat í allaii gærdag V onast eftir undirritun samkomulags í dag Wye Mills í Maryland. Reuters. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti horfir einbeittur í augu Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels, í viðræðulotunni í gær. Þýska ríkisstjórnin Þráttað um fækkun hermanna Bonn. Reuters. JAFNAÐARME NN og Græn- ingjar, sem saman munu skipa næstu ríkisstjórn í Þýskalandi, þráttuðu í gær um það hvort fækka skyldi í herliði Þýska- lands. Þykja deilurnar til marks um að vænta megi vand- ræða vegna þess hversu stjórn- arsáttmáli þeirra er óskýr um marga hluti. Segir í stjómarsáttmálanum að Rudolf Seharping, verðandi varnaiTnálaráðherra, muni skipa nefnd sem ætlað er að skoða framtíð þýsku herjanna og leggja fram tillögur í þeim efnum eftir tvö ár, en að fram að þeim tíma muni ríkja óbreytt ástand. Lét Angelika Beer, talsmað- ur Græningja i vamarmálum, hafa eftir sér í viðtali í gær að allar líkur væru á því að fækk- að yrði í hernum áður en nefndin skilaði tillögum sínum. Sagði hún raunhæft að fækka liðsmönnum þýska hersins um hátt í helming, úr 340.000 í 200.000. Walter Kolbow, þingmaður SPD sagði hins vegar í gær að Beer færi með rangt mál og að herinn gæti ekki haldið uppi eðlilegri starfsemi yrði hann minnkaður um helming. FULLTRÚAR ísraelsmanna og Palestínumanna sögðust seint í gær- kvöld vera afar nálægt samkomulagi eftir átta daga maraþonviðræður á Wye Mills-plantekrunni í Maryland í Bandaríkjunum og var búist við að markinu yrði náð í nótt að íslenskum tíma. Hafði verið náð sáttum í nokkrum lykilatriðum en átti þó eft- ir að leysa endanlega deilur um brotthvarf ísraelskra hermanna frá Vesturbakkanum og vöruðu banda- rískir stjórnarerindrekar við því að menn fógnuðu samningi fyir en hann væri raunverulega í höfn. Er þó vonast til að hægt verði að skrifa undir samning í dag, föstudag. Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sneri í gær aftur til viðræðn- anna og fundaði með þeim Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Isra- els, og Yasser Arafat, leiðtoga Pal- estínumanna, í þriðja skipti á átta dögum. Reyndi Clinton mjög að fá menn til að jafna ágreining sinn á þrotlausum fundum fram á kvöld. Að sögn Avivs Bushinskys, tals- manns Netanyahus, hafði í gærkvöld náðst árangur í öryggismálum en þau hafa Israelar hingað til sett á oddinn. Munu deiluaðilar hafa náð samkomulagi um hvernig berjast eigi gegn hryðjuverkum og var gert ráð fyrir að bandaríska leyniþjónust- an (CIA) hefði yfirsjón með aðgerð- um í öryggismálum. Clinton sagði við brottför frá Washington í gær- morgun að nú loksins væru deiluaðil- ar að horfast í augu við þær erfiðu ákvarðanir sem þeir yrðu að taka ef samkomulag ætti að nást. „Vanda- sömustu málefnin eru nú loksins komin upp á borðið. Israel, Palest- ínumenn, Miðausturlönd og veröldin öll hafa mikið að vinna í dag.“ Netanyahu lét ekki verða af hótun sinni Naumlega tókst að koma í veg fyrir að viðræðumar færu út um þúfur í fyrrinótt en Israelsmenn hótuðu þá að halda heim á leið þar sem Palestínumenn hefðu ekki get- að lofað fullnægjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir árásir palest- ínskra öfgahópa í ísrael. Gekk Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, svo langt að láta senda föggur ísra- elsku sendinefndarinnar út á flug- völl. Segja heimildir að Netanyahu hafi snúist hugur eftir fund á mið- vikudagskvöld með Yitzhak Mor- dechai, varnarmálaráðherra Israels, Mohammed Dahlan, öryggismála- ráðherra heimastjórnar Palestínu- manna, og George Tenet, forstjóra CIA. ■ Hvað vakti/20 Lögmenn Pinochets segja handtökuna hafa verið ólöglega Serbar segjast hlíta samkomulagi Krefjast lausnar Pinochets London, Madrid, Santiago. Reuters. LÖGMENN Augustos Pin- ochets, fyrrverandi einræðis- herra í Chile, sögðust í gær ætla að fara fram á lausn hans, en Pinochet var handtekinn í London síðastliðinn föstudag að kröfu spænskra dómstóla. Sagði Clive Nicholls, einn lög- manna Pinochets í Bretlandi, að þeir byggðu mál sitt á því að handtaka Pinochets hefði verið ólögleg enda nyti hann frið- helgi diplómata. Jafnframt sögðu lögmenn mannréttindasamtaka á Spáni að þeir hygðust biðja Baltasar Garzon, dómarann sem sækir málið gegn Pinochet, að fjölga ákærum gegn Pinochet þannig að hægt væri að bæta 119 morð- um á syndaregistur einræðis- iierrans fyrrverandi. ítrekuðu bresk sljórnvöld í gær að framsal Pinochets yrði ekki pólitísk ákvörðun og sagði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, að Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, ætti að halda sig utan við deiluna um handtöku Pinochets og láta breska dómstóla um að ákveða Reuters UNG kona leggur blóm við minnisvarða um meint fórnarlömb herfor- ingjastjórnar Augustos Pinochets í Chile í Santiago. Er nafn afa henn- ar meðal þeirra nafna sem finna má á minnisvarðanum. hvort Pinochet verður fram- seldur til Spánar. Lét Cook um- mælin falla vegna greinar sem Thatcher ritaði í The Times í gærdag en þar fór hún fram á að Pinochet yrði sleppt úr haldi og leyft að halda heim til Chile. Eduardo Frei, forseti Chile, hugleiddi í gær að kalla saman þjóðaröryggisráð sitt til að ákveða hvernig tekið verður á því pólitíska uppnámi sem orðið hefur vegna handtökunnar á Pinochet. Stöðugar mótmæla- aðgerðir hafa verið í Santiago, höfuðborg Chile, siðan Pinochet var handtekinn, bæði til stuðn- ings einræðisherranum fyrrver- andi og gegn honum. ■ Járnfrúin til varnar/18 Menem lýsir eftirsjá London. Reuters. CARLOS Menem, forseti Arg- entínu, lýsir í viðtali sem breska dagblaðið The Sun birt- ir í dag eftirsjá sinni vegna Falklandseyjastríðsins sem Argentínumenn háðu við Breta um yfirráð yfir eyjunum árið 1982. Hann gengur þó ekki svo langt að biðjast afsökunai' en yfirlýsing hans telst þó sögu- leg. Menem kemur í opinbera heimsókn til Bretlands í næstu viku, fyrstur argentínskra þjóðhöfðingja síðan fyrir Falklandseyjastríð. Fulltrúar NATO enn ekki sáttir Belgrad, Pristína, Brussel, Vín, Búkarest, Moskvu. Reuters. SERBNESK stjórnvöld héldu því í gær enn fram að þau hefðu dregið allt herlið sitt frá Kosovo og að nú væru þar aðeins þeir hermenn sem voru þar fyrir áður en Kosovo-deilan spratt upp. Fulltrúar Vesturveld- anna drógu staðhæfmgar þessar hins vegar í efa og sagðist Chris Hill, sendimaður Bandarikjastjórn- ar, ekki telja að Serbar hefðu staðið fyllilega við skilmála samkomulags sem náðist í síðustu viku. Lýstu Rússar í gær mikilli and- stöðu við innihald ályktunar, sem Bretar vilja leggja til samþykktar fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna, sem gera myndi Atlantshafs- bandalaginu (NATO) kleift að gn'pa til hernaðaríhlutunar í Kosovo væri lífi og limum fulltrúum Vesturveld- anna þar ógnað. Vilja Bretar með þessari ályktun setja enn frekari þrýsting á Serba en andstaða Rússa beinist helst gegn því að NATO verði gefið leyfi til að efna til loft- árása standi Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, ekki við skilmála samkomulagsins sem náðist í síð- ustu viku en samkvæmt því eiga Serbar að hafa fækkað verulega í herliði sínu í Kosovo fyrir 27. októ- ber næstkomandi. Reiknuðu fulltrú- ar NATO ekki með því í gærkvöld að Serbar myndu ná þessum tíma- mörkum. Yfirstjóm NATO samþykkti hins vegar í gær áætlun um óvopnuð eft- irlitsflug yfir Kosovo í Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjalla- lands. Er gert ráð fyrir að áætlun ,Arnarauga“, sem svo er nefnd, hefjist innan fárra daga og gæti hún staðið yfir í nokkum tíma, að sögn heimildarmanna Reuters-fréttastof- unnar. Er eftii'litsfluginu ætlað að aðstoða tvö þúsund fulltrúa Örygg- is- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á jörðu niðri við að sannreyna hvort serbnesk stjórnvöld standa við skilmála áðurnefnds samkomulags. KLA hvatt til að hætta skærum Serbneskir hermenn hafa á undan- förnum dögum átt í nokkrum skær- um við liðsmenn Frelsishers Kosovo (KLA). Lögðu fulltrúar Vesturveld- anna áherslu á það í gær að það væri KLA ekki til framdráttar að þeir hefðu frumkvæði að slíkum skærum. Óttast menn að þær standi í vegi fyr- ir brottför serbneskra hermanna sem til þarf svo að flóttamenn geti snúið aftur til síns heima. Eru serbneskir hermenn sagðir hafa skotið fjóra albanska flótta- menn frá Kosovo til bana er þeir reyndu að fara yfir landamæri Alb- aníu og inn í Kosovo í fyrrinótt til að snúa aftur til síns heima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.