Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 2

Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tvíburum FJOLDI tvíbura var saman kominn í Kringlubíói í gær þegar kvikmyndin „For- eldragildran" (The Parent Trap) var frumsýnd. Sambíóin buðu öllum tvíburum sem náðist til á kvikmyndina og voru þarna saman komnir tvíburar á öllum aldri, en meðal aðalleikara í myndinni eru tvíburasystur. Samkvæmt upplýsingum frá Tvíburafélaginu eru alls um 900 tvíburapör í landinu, þar boðið í bíó af búa um 470 pör á höfuð- borgarsvæðinu og eru undir 16 ára aldri. Kristín Reynisdóttir formaður félagsins segir að tvíburafæðingum hafí fjölgað töluvert undanfarin ár og segir hún að mikið og gott samband sé á milli fjölskyldna sem eigi tvíbura, en um 300 fjölskyldur eru í félaginu. Á myndinni má sjá tvíburasysturnar Tönju og Telmu gæða sér á poppkorni á meðan þær biðu óþreyjufullar eftir að myndin byrjaði. Ly íj* a var stærra en búð LÖGFRÆÐINGUR Lyfju hf. hefur lagt fram kvörtun til Samkeppnis- stofnunar þar sem hann telur að Borgarapótek í Álftamýri viðhafi ólögmæta viðskiptahætti. Telur lög- fræðingur Lyfju að með því að hafa orðhlutann „Lyfja" í orðinu „Lyfja- búð“ með stærra letri en „búð“, sé Borgarapótek að vekja þá trú hjá viðskiptavinum að um sé að ræða verslun Lyfju hf., en ekki Borg- arapótek. Þegar Ingi Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Lyfju hf., óskaði eftir því við eigendur Borgarapóteks hinn 1. október sl., að þeir létu taka skiltið niður eða breyta stafahlutfalli í því, óskaði Vigfús Guðmundsson lyfsali eftir því að Lyfja hf. greiddi kostnað af stækkun orðhlutans „búð“. Því vildi Lyfja hf. ekki una og gaf Borg- arapóteki frest til 15. október til að breyta skiltinu eða taka það niður, að öðrum kosti yrði send kvörtun til Samkeppnisstofnunar. Fyrir hönd Borgarapóteks sá Vigfús Guðmunds- son engin haldbær rök fyrir að breyta skiltinu eða taka það niður, en sagðist mundu sætta sig við nið- urstöðu Samkeppnisstofnunar ef til hennar yrði leitað. -------------- Vonsku- veður víða um land VONSKUVEÐUR gerði víða um land í gær og gærkvöld og fjallvegir norðanlands og austan hafa lokast. Fólksbíll fauk út af veginum um fjögurleytið í gær í Oddsskarði og voru ökumaður og farþegi fluttir á sjúkrahúsið á Neskaupstað og Heilsugæsluna á Eskifirði til aðhlynningar. Litlu munaði að vöru- bíll fyki út af á sömu slóðum skömmu síðar. I gærkvöldi var víða vonskuveður, 6-8 vindstig sunnanlands og allt að 9 stiga frost, en vegir þó víðast færir. 10 vindstig voru á Sandvíkurheiði og Vopnafjarðarheiði og 9 vindstig á Hásum og Möðrudalsfjallgarði. Ollu innanlandsflugi var aflýst í gær- kvöld. Morgunblaðið/Árni Sæberg SKILTIÐ á Borgarapóteki sem deilurnar standa um. Deilur vegna skiltis til Samkeppnisstofnunar Lögreglan lýsir eftir konu LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir Ágústu Sigmundsdóttur til heimilis að Mánabraut 11, Akranesi. Ágústa er 40 ára gömul. Síðast sást til Ágústu á Lauga- vegi við Hátún í Reykjavík um miðnætti 20. október s.l. og var hún þá á bifreið sinni OM-017, sem er græn Hyundai Elantra ár- gerð 1997. Ágústa er 163 cm. á hæð með dökkt millisítt litað hár og með blá augu. Ekld er vitað um klæðnað Ágústu. Þeir sem vita um ferðir Ágústu frá þessum tíma eru beðnir að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 569-9020. Morgunblaðið/Kristinn Spáð 0,6% verðbólgu á árinu SEÐLABANKI íslands spáir 1,6% verðbólgu milli áranna 1997 og 1998 en aðeins 0,6% verðbólgu frá upphafi til loka ársins 1998. í nýrri verðbólguspá Seðla- bankans er einnig gert ráð fyr- ir að á milli áranna 1998 og 1999 hækki verðlag um 1,3% en um 2% frá upphafí til loka næsta árs. ■ Seðlabankínn spáir/17 VSI vill viðræður um endur- skoðun lífeyrissamkomulags VINNUVEITE NDASAMBAND Islands telur rétt að efna nú þegar til viðræðna við Alþýðu- samband Islands um endurskoðun á lífeyrissam- komulagi samtakanna þar sem meðal annars samskiptareglur lífeyrissjóða verði endurskoðað- ar svo tryggt sé að menn hvorki hagnist né tapi á flutningi milli sjóða, þó sjóðirnir kunni að miða við mismunandi reglur um réttindaávinnslu. Við endurskoðunina sé einnig höfð hliðsjón af breytt- um lögum um lífeyrissjóði og þörf fyrir meiri fjöl- breytni í þjónustu sjóðanna. Jafnframt mæla samtökin mjög eindregið með því að breytingar á ávinnslu lífeyrisréttinda eftir ávöxtunartíma iðgjalda taki ekki gildi fyrr en ljóst sé hvemig fari með réttindi þeirra sem flytj- ist milli sjóða, en nú í fyrrihluta nóvember verður framhaldsaðaifundur Sameinaða lífeyrissjóðsins haldinn þar sem taka á afstöðu til tillögu stjórnar um aldurstengda réttindaávinnslu nýrra sjóðfélaga og þeirra eldri sjóðfélaga sem þess óska. Sameinaði lífeyrissjóðurinn tekur við iðgjöldum margra stétta iðnaðarmanna og er fimmti stærsti lífeyrissjóður landsins með eignir upp á 27,5 milljarða króna um síðustu áramót. Framangreind afstaða kemur fram í ályktun fundar framkvæmdastjórnar VSÍ og fulltrúa at- vinnurekenda í stjómum lífeyrissjóða sem hald- inn var í vikunni, en þar segir að víða innan líf- eyrissjóða sé áhugi á að breyta réttindaávinnslu þannig að áætlaður ávöxtunartími iðgjalda hafi tryggingarfræðilega rétt áhrif á rétt- indaávinnslu. Minnt er á að sjóðirnir starfi á grundvelli laga og samningsákvæða og að grand- vallarsamkomulag ASI og VSI frá því í árslok 1995 í þessum efnum miði við jafna rétt- indaávinnslu „svo tryggja þarf samkomulag um breytingu eða túlkun þess, þannig að samtökin geti stutt breytingu til aldurstengdrar ávinnslu á vettvangi einstakra lífeyrissjóða." Nokkrir búnir að breyta Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, sagði að kerfi jafnrar réttindaávinnslu í líf- eyrissjóðum gengi upp á meðan allir sjóðirnir væru með slíkt kerfi. Nú væru hins vegar nokkrir sjóðir búnir að breyta yfir í aldurstengt kerfi. Þannig væri til dæmis um sjóði sem verðbréfafyrirtækin rækju að þeir væru allir reknir á tryggingafræðilega réttum forsendum að þessu leyti þannig að menn fengju á hverjum tíma þau réttindi sem iðgjaldið stæði undir. Augljóst væri að sjóðir með jafna ávinnslu yrðu að breyta samþykktum sínum með hliðsjón af þessum nýju samkeppnisaðstæðum, því ella væri hætt við að menn kysu að greiða í ald- urstengdan sjóð framan af ævinni, en koma sið- an inn í jafna ávinnslu seinnihluta ævinnar og njóta þá þess besta úr báðum kerfunum. Með sama hætti geti menn skaðast ef þeir þurfi að flytja sig úr sjóði með jafnri réttindaávinnslu yf- ir í sjóði með aldurstengdri ávinnslu á miðri starfsævinni. „Þetta var niðurstaðan, að við köllum eftir viðræðum við Alþýðusambandið um þann kjara- samning sem við höfum gert, því við viljum hafa það á hreinu, ef við styðjum svona breytingar, að þá verðum við ekki sakaðir um samningsbrot. I annan stað teljum við að þessum samtökum sé þá skylt að beita sér fyrir því að lífeyrissjóðirnir gangi frá samkomulagi um að réttindi hvorki tapist eða aukist óeðlilega með flutningi á milli sjóða,“ sagði Þórarinn. ÖSTUDÖGUM Chelsea slapp fyrir horn á Stanford Bridge / C2 Svisslendingar segjast geta sigrað í Höllinni /1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.