Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 17

Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 17 Seðlabankinn spáir 0,6% verðbólgu í ár Byggist á lækkun bensínverðs á næstunni Lyfja kaupir Kópavogsapótek SEÐLABANKI íslands spáir 1,6% verðbólgu milli áranna 1997 og 1998 en aðeins 0,6% frá upphafi til loka ársins 1998. Því er spáð að á milli áranna 1998 og 1999 hækki verðlag um 1,3% en um 2% yfir ár- ið 1999, samkvæmt nýrri verð- bólguspá sem Seðlabankinn hefur gert í ljósi verðlagsþróunar þriðja fjórðungs ársins. I frétt frá Seðlabanka Islands kemur fram að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,4% á milli annars og þriðja ársfjórðungs 1998, sem sam- svarar 1,5% verðhjöðnun á heilu ári. Spá Seðlabankans irá því í júlí sl. gerði ráð fyrir 0,4% hækkun vísitölunnar, þannig að bankinn spáði verulega hærri vísitölu en raunin varð á. Sumarútsölur á fatnaði hafa áhrif „Þó er spáskekkjan innan tveggja staðalfrávika skekkju- marka. Forsendur spárinnar í júlí gerðu ráð fyrir óbreyttu gengi krónunnar. Raunin varð hins vegar sú að gengi krónunnar styrktist um tæplega 1%. Einnig benda nýj- ustu upplýsingar alþjóðastofnana til þess að innflutningsverðlag í er- lendri mynt lækki mun meira á þessu ári en gert var ráð fyrir í síð- ustu spá. í forsendum júlíspárinnar var gert ráð fyrir 0,5% lækkun inn- flutningsverðlags í erlendri mynt en nú er gert ráð fyrir 1,5% lækkun á þessu ári. Skv. nýjustu upplýsing- um virðist einnig sem launaskrið hafi verið ofmetið og framleiðniþró- un vanmetin við síðustu spá. Að lokum skýrist ofspá síðasta árs- fjórðungs af áhrifum sumarútsalna á fatnaði sem voru í fyrsta sinn tek- in inn í ágústvísitöluna, leiddu til tæplega 0,5% lækkunar vísitölunn- ar í þeim mánuði," að því er fram kemur í frétt Seðlabankans. Vísitala neysluverðs lækkar enn frekar Vegna árstíðabundinnar lækk- unar á verði ýmissa liða er gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki um 0,3% á næstu tveimur mánuð- um. Spáin um breytingu á milli ársmeðaltala lækkar nokkuð frá síðustu spá, úr 2% í 1,6%, og spáin um breytingu yfir árið lækkar úr 1,6% í 0,6%. A næsta ári er gert ráð fyrir 1,3% verðbólgu milli ára og 2% yfir árið. Spáin gerir ráð fyrir 3,7% hækkun umsaminna launa í janúar næstkomandi, 2% launaskriði á næsta ári, 2,5% fram- leiðniaukningu, óbreyttu gengi og 1% hækkun innflutningsverðlags í erlendri mynt. „Þess má einnig geta að á und- anfómum mánuðum hefur bensín- verð lækkað verulega á erlendum mörkuðum jafnframt sem gengi dollars gagnvart krónu er nú mun lægra en um áramót. Þessi verð- lækkun hefur ekki enn komið á fullu fram í lækkun útsöluverðs til neytenda. Mismunur útsöluverðs og tafins kostnaðarverðs í íslensk- um krónum hefur því aukist og byggist spáin á því að útsöluverð bensíns lækki á næstunni,“ að því er fram kemur í frétt Seðlabank- ans. Bensínverð skoðað um mánaðamót Að sögn Geirs Magnússonar, forstjóra Olíufélagsins, verður út- söluverð á bensíni skoðað um næstu mánaðamót og segist hann ekki geta staðfest að um lækkun verði að ræða að svo komnu máli. Að hans sögn er innkaupsverð á bensíni einungis um 15% af útsölu- verði en um 70% skattar séu á bensíni. I sumar hafi skattar hækkað á bensíni þannig að ljóst sé að ekki verður um miklar breyting- ar á bensínverði að ræða á næst- unni. Raungengi hækkar um 4,1% Miðað við forsendur verðbólgu- spárinnar mun raungengi, miðað við hlutfallslegan launakostnað, hækka um 4,1% á yfirstandandi ári en 1,4% árið 1999. „Miðað við hlut- fallslegt neysluverðlag hækkar raungengi nokkru minna eða um 1,9% á þessu ári, en breytist lítið á þvi næsta. Raungengi verður þó áfram tiltölulega lágt í lengra sögu- legu samhengi. Hins vegar felur þetta í sér að raungengi krónunnar á mælikvarða launa mun á næsta ári hafa náð því stigi sem það var á fyrir gengislækkanirnar 1992 og 1993 en ekki á mælikvarða verð- lags,“ segir í frétt Seðlabanka ís- lands. LYFJA HF. hefur fest kaup á einu stærsta apóteki landsins, Kópavogs- apóteki, og mun taka við rekstri þess 1. desember næstkomandi. Þar með mun Lyfja reka 3 apótek á höfuborgarsvæðinu en að sögn Ró- berts Melax, annars eiganda Lyfju, er stefnt að því að fyrirtækið reki fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu í framtíðinni. „Við komum til með að breyta ap- ótekinu í samræmi við okkar rekst- ur annars staðar og vera með stóra verslun með fjölbreyttu vöruúrvali og lyfjum á lágmarksverði. AUt starfsfólkið mun halda störfum sín- um þrátt fyrir yfirtökuna," sagði Róbert. Róbert er einnig framkvæmda- stjóri Lyfjakaupa, sem rekur lyfja- búðir í Hagkaupsverslunum. Lyfja- kaup keyptu nýlega apótekið Skeif- an Apótek, Skeifunni 8. Það apótek hættir rekstri í þessari viku, að sögn Róberts, og mun starfsfólk þess koma til starfa í Lyfjakaupum í Hagkaupi í Skeifunni. Innréttingarnar úr því apóteki nýtast síðan í öðru apóteki en fyrir jól er áætlað að sögn Róberts að nýtt apótek Lyfjakaupa verði opnað í Nýkaupsbúð í Spönginni í Grafar- vogi, en það apótek verður, að sögn Róberst, stærra en það sem er í Hagkaupi í Skeifunni og með lítið eitt öðru sniði. (9 Cinde^ella - engu 1 íkt:- LAUGAVEGI 32 • SÍMI 552 3636 Canon BJC-4300 A4 litableksprautuprentari meö skannahylki. 2]a hylkja kerfi. 2 bls. á mín. í lít. 5 bls. á mín. í s/h. 720 dpi upplausn. Arkamatari fyrir 100 biöð. 'Banner printing', CCIPS og Drop Madulation taekni. (13,900.-) Geisladiskur með „Lvinnsluhugbunaa. V „tkapallíylg^1 Tæknileg tvenna Þegar Canon tekur sig til og hætir um betur þarf það ekki endilega að þýða að hlutirnir hreyti um lögun eða stærð. Dg það er einmitt það sem hefur gerst með Canon BJC-43QD prentarann. Þetta einstaka tæki býr nú ekki einungis yfir öllum þeim frábæru eigin- leikum sem góður prentari þarf að hafa heldur er Canon BJC-43QD nú einnig 360 dpi 'True Color' skanni. Með einu handtaki má skipta út blekhylkinu og setja skannahylki í staðinn. Því færðu prentara og skanna í einu tæki án þess að eyða dýrmætu r»?4*K> fyywivv.-i MU Canon plássi á skrifborðinu - og verðið er eftir sem áður það sama! NÝHERJI Söluaðilar um land allt Hugvor ahi. Vítastíg 12, Reykjavík Heimilistæki hf. Sætúni 8, Reykjavík Nýherfi verslun Skaftahlíð 24, Reykjavík Penninn Hallarmúla 2, Reykjavik Hans Patarsen Laugavegi 178, Reykjavík Stainprant ahi. Snappuvegi, Ölafsvík Þórarinn Stafánsson Bókaverslun, Garöabraut 9, Húsavík Oddi söludaild Höföabakka 3-7, Reykjavík Jónas Tómasson hf. Bókaverslun, Hafnarstræti 2, ísfjörður Rafaind sf. Miövangi 2-4, Egllsstaðir ELKO raftskiastórmarkaður Smáratargi 1, Kópavogi Ráðbarður sf. Garðavegi 22, Hvammstangi Tölvusmiðjan Miðási 1, Egilsstaðir Andrós Nielsson hf. Kirkjubraut 54, Akranes Radíónaust Geislagötu 14, Akureyrl Talvusmiðfan Nesgötu 7, Neskaupsstaður Tölvubóndinn Vöruhús KB, Borgarnes Bókval Hafnarstræti 91-93, Akureyri Tölvu- og rafaindaþfónusta Suðurlands Eyrarvegi, Selfoss Hrannarbúðin sf. Hrannarstíg 5, Grundarfjörður Árni Bförnsson ÁB skállnn við Ægisgötu, Ólafsfjörður Tölvun Strandvegi 54, Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.