Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Sjómannasambandsþing lýsir yfír stuðningi við Kvótaþing
Aréttar kröfu um að allur
fískur verði seldur á markaði
EINDREGNUM stuðningi við
Kvótaþing og Verðlagsstofu skipta-
verðs var lýst yfir á 21. þingi Sjó-
mannasambands Islands í umræð-
um um atvinnu- og kjaramál í gær.
í ályktun þingsins er þó bent á að
endanleg lausn varðandi eðlilega
verðmyndun á afla upp úr sjó fáist
ekki fyrr en allur afli verður seldur
á markaði.
í ályktun um atvinnu- og kjara-
mál á Sjómannasambandsþinginu í
gær er lýst yfir stuðningi við
Kvótaþing íslands og Verðlags-
stofu skiptaverðs. I ályktun þings-
ins eru vonir bundnar við að þessi
tilraun stjómvalda nái tilætluðum
árangri. Þó var áréttuð sú krafa
Sjómannasambandsins að selja eigi
allan fisk á markaði og telur þingið
að Verðlagsstofa skiptaverðs leysi
verðlagningarvandann aðeins tíma-
bundið.
Sævar Gunnarsson, formaður
SSÍ, telur að áfram þurfi að vinna
að því að allur fiskur verði boðinn
upp á markaði. „Við teljum að í nú-
tíma markaðsþjóðfélagi eigi að
verðleggja afla á markaði, rétt eins
og hægt er að verðleggja veiði-
heimildir á markaði. Okkur finnst
felast þversögn í því að stjórnvöld
og útgerðarmenn viðurkenni ekki
að hægt sé að selja afla á markaði,
líkt og veiðiheimildir. Okkar kröfur
voru mjög skýrar í kjarasamning-
unum í vetur. Við vildum ekki endi-
lega breytingar á lögum um stjórn
fiskveiða, heldur aðeins allan fisk á
markað. Við bindum engu að síður
miklar vonir við Kvótaþingið. Við
féllumst á þessa tilraun stjórnvalda
í vetur og ég sé fyrir mér að
ástandið geti lagast. Ég get hins-
vegar ekki séð að það batni til
fulls.“
Þá kom á þinginu fram sú skoð-
un að Kvótaþing leiði ekki til at-
vinnuleysis fyrir sjómenn líkt og
útvegsmenn hafi haldið fram. Bent
var á að úthlutaðar veiðiheimildir
minnki ekki þó viðskipti með afla-
mark fari um Kvótaþing, heldur
eigi útvegsmenn erfiðara með að
láta sjómenn taka þátt í aflamarks-
kaupum útgerða sinna. Eftir sem
áður þurfi jafn marga sjómenn til
að veiða þann afla sem til skipt-
anna er.
Þingið skoraði í ályktun sinni á
sjómenn að vísa fiskverðsmálum
strax til úrskurðarnefndar sjó-
manna og útvegsmanna ef illa
gengur að ná samkomulagi milli að-
ila um fiskverð. Með því móti geti
sjómenn aðeins komið í veg fyrir að
útgerðarmenn skammti þeim fisk-
verðið að eigin geðþótta. Sævar
segir mýmörg dæmi um að útvegs-
menn þæfi viðræður við sjómenn
um fiskverð og dragi þannig á lang-
inn að gefa ákveðin svör. „Við bein-
um því þess vegna til sjómanna að
verðsamningar eiga að liggja fyrir
strax í upphafi. Ef svo er ekki eiga
þeir að vísa málum til úrskurðar-
nefndar sem ákveður fiskverð fyrir
þá.“
Líðum ekki breytingar á
hlutaskiptakerfinu
I umræðum um atvinnu- og
kjaramál voru margir þingfulltrúar
uggandi um stöðu hlutaskiptakerfis
sjómanna. í ályktun þingsins er öll-
um tilraunum LIU og stjórnvalda
til að breyta hlutaskiptakerfinu
harðlega mótmælt og skorað á öll
hagsmunasamtök sjómanna að
standa vörð um núverandi fyrir-
komulag. Sævar segir vissa aðfór
að hlutaskiptakerfinu hafa falist í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar í vet-
ur þegar breyta átti skiptahlutfalli
ef fækkaði í áhöfn skips. „Við óttuð-
umst þessa aðför að hlutaskipta-
kerfinu en tókst að koma í veg fyrir
að af þessum breytingum yrði. En
það er full ástæða til að vara við
þessu og við munum ekki líða að
hlutaskiptakerfi sjómanna verði
breytt.“
Ennfremur mómælti þingið í
ályktun sinni í gær þeim hugmynd-
um sem uppi eru um að leggja auð-
lindaskatt eða veiðileyfagjald á
sjávarútveginn. Taldi þingið fullvíst
að slíkar greiðslur yi'ðu sóttar beint
í vasa launafólks. Þá var því einnig
mótmælt að löggjafinn hafi með
lagabreytingu heimilað útgerðum
að flagga skipum sínum inn og út
úr landinu og var skorað á stjórn-
völd að setja nú þegar skýrar regl-
ur sem kæmu í veg fyrir slíkt.
Þá krafðist þingið þess að AI-
þingi samþykkti nú þegar að hefja
hvalveiðar á næsta ári í samráði við
vísindamenn Hafrannsóknastofn-
unar. I ályktun þingsins var bent á
að allar vísindalegar úttektir á
stærð hvalastofna við Island mæli
með því að hvalveiðar verði hafnar
og að hvalaskoðunarferðir með
ferðamenn og hvalveiðar geti vel
farið saman.
Aðalfundur SFÁÚ
Staða landvinnslu og
verðmyndun á fiski
Sunnuberg á
Raufarhöfn
TANGI hf. á Vopnafirði hefur
selt Jökli hf. á Raufarhöfn
helmings hlut sinn í nótaskip-
inu Sunnubergi NS. Fyrir átti
Jökull hf. 50% hlut í skipinu á
móti Tanga hf. Söluverð skips-
ins er nálægt bókfærðu verði
og því er ekki gert ráð fyrir
söluhagnaði eða sölutapi
vegna viðskiptanna að því er
segir í fréttatilkynningu. Skip-
inu fylgja veiðiheimildir úr
norsk-íslenska síldarstofnin-
um en á síðustu vertíð fékk
skipið úthlutað 3.447 tonnum
úr stofninum. Engar aðrar
veiðiheimildir fylgja með í
kaupunum. Skipið var afhent
Jökli hf. í gær.
AÐALFUNDUR Samtaka fisk-
vinnslu án útgerðar verður haldinn
á Grand Hótel í Reykjavík í dag,
föstudag. Á undan hefðbundnum
aðalfundarstörfum verður haldinn
opinn fundur um „stöðu land-
vinnslu og verðmyndun á fiski und-
ir áhrifum kvótakerfisins" eins og
það er nefnt í fundarboði.
Hinn opni fundur hefst með
ávarpi Oskars Þórs Karlssonar, for-
manns SFÁÚ, klukkan 16.30. Að
þvi loknu fjallar Kristinn Pétursson,
fiskverkandi, um stöðu landvinnslu
gagnvart sjófrystingu; Kristinn H.
Gunnarsson, alþingismaður, ræðir
um ráðstafanir til að styrkja stöðu
landvinnslu og fiskmarkaði; Guðjón
A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, ræð-
ir um markaðsverðmyndun á allan
fisk og Oskar Þór Karlsson fjallar
um verðmyndun á fiski og sam-
keppnina við kvótaeigendur. Að
loknum framsöguerindum verða
frjálsar umræður og fyrirspumir.
Gert er ráð fyrir því að hinum
opna fundi ljúki eigi síðar en
klukkan 19 og verði þá aðalfundi
SFÁÚ haldið áfram samkvæmt
hefðbundinni dagskrá.
Fræðsluátak Landssambands íslenzkra útvegsmanna
Boðið um borð á fjórum
stöðum um næstu helgi
UM KOMANDI helgi bjóða út-
gerðarmenn almenning velkominn
um borð í skip sín í fjórum ver-
stöðvum, Fáskrúðsfirði, Keflavík,
Reykjavík og Þorlákshöfn. Heim-
boðið er liður í fræðsluátaki ís-
lenskra útvegsmanna en tilgangur
þess er að glæða áhuga og auka
þekkingu landsmanna á undir-
stöðuatvinnuvegi íslensku þjóðar-
innar.
Fáskrúðsfjörður
Á Fáskrúðsfirði býður Loðnu-
vinnslan hf. almenningi í móttöku
Hoffells SU-80 sunnudaginn 25.
október frá kl. 15 til 18. Við það
tækifæri mun séra Carlos Ferrer
sóknarprestur flytja bæn og kór Fá-
skrúðsfjarðarkirkju flytja nokkur
lög. Fiskimjölsverksmiðja Loðnu-
vinnslunnar verður einnig opin.
Keflavík
í Keflavík sýnir Útvegsmannafé-
lag Suðurnesja Þuríði Halldórsdótt-
ur, Happasæl og fleiri skip í Helgu-
vík sunnudaginn 25. október frá kl.
14 til 17. Loðnuverksmiðja SR-
Mjöls verður til sýnis á sama tíma.
Reykjavík
Laugardaginn 24. október munu
Pétur Jónsson RE-69, sem er eitt
fullkomnasta fiskiskip í heimi, og
Þemey RE-101 verða opin almenn-
ingi við Miðbakkann íUteykjavíkur-
höfn frá kl. 13 til 17. Á Miðbakkan-
um verður komið upp tjöldum þar
sem Hafrannsóknastofnunin og Vél-
skólinn kynna starfsemi sína sem
og fyrirtækin Hampiðjan, Skeljung-
ur, Snakkfiskur og Tæknival.
Þorlákshöfn
í Þorlákshöfn verða Arnar ÁR-
55, Friðrik Sigurðsson ÁR-17, Sæ-
berg ÁR-20 og lóðsbáturinn Ölver
opnir almenningi laugardaginn 24.
október kl. 14 til 17. Frystihús Ár-
ness hf. verða einnig opin almenn-
ingi ásamt Fiskverkun Vers hf., Is-
stöð Þorlákshafnar og Hafnarvog-
inni. Léttar veitingar verða í boði í
verstöðvunum fjórum og gestum
verða afhend veggspjöld með fróð-
leik um íslensku fiskiskipin.
Höf undir
yfirborði
tungla
Júpíters?
BANDARÍSKIR vísindamenn
segja að fundist hafi vísbending-
ar um að höf kunni að vera undir
ísskorpunni á tveimur tunglum
Júpíters og það geti hugsanlega
bent til þess að líf þrífist undir
yfirborði tunglanna.
Vísindamenn við Kaliforníu-
háskóla í Los Angeles segja í
grein í tímaritinu Nature, sem
kom út í fyrradag, að gögn frá
geimfarinu Galíleó bendi til þess
að tunglin Evrópa og Kalistó
raski segulsviði reikistjörnunnar.
Hvorugt tunglanna hafi eigið
segulsvið þannig að fyrirbærið
kunni að vera best skýrt með því
að saltvatn sé undir yfirborði
þeirra.
Vísindamenn telja að Iíf kunni
að vera eða hafi verið í slíkum
höfum. „Einu af skilyrðunum fyr-
ir upphafi lífs er fullnægt í þess-
um tunglum," sagði einn vísinda-
mannanna, Fritz Neubauer.
Bandaríska geimrannsókna-
stofnunin, NASA, birti í gær
þessa tölvumynd af Kalistó
(minni myndin). Stofnunin birti
einnig myndir, sem teknar voru
með stjörnusjónaukanum Hubble
af stórri og heitri stjörnu í Vetr-
arbrautinni, stjörnuþokunni sem
sólkerfi okkar tilheyrir. Á stærri
myndinni sést glóandi gashjúpur
umhverfis stjörnuna, sem er
10-20 sinnum stærri en sólin.
Hjúpurinn mótast af snörpum
vindum frá stjömunni.
Tekur Prodi
við af Santer?
Varese. Reuters.
JACQUES Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, ESB, sagði í gær að hann teldi
Romano Prodi, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Italíu, vera vel til þess
fallinn að taka við af sér þegar
embættistímabili sínu lýkur á
næsta ári.
„Starf Prodis sem forsætisráð-
herra var sérlega skilvirkt og þess
vegna tel ég
hann vera stór-
kostlegan evr-
ópskan stjórn-
málamann sem
gæti, að sjálf-
sögðu, verið jafn-
oki hvers sem er
hinna fjölmörgu
sem koma til greina til að taka við
mikilvægum embættum í forystu
ESB,“ sagði Santer í ávarpi á ráð-
stefnu í norður-ítalska bænum
Varese.
Santer, sem er kristilegur
demókrati frá Lúxemborg og hefur
gegnt embættinu frá 1995, hefur
þegar gefið til kynna að hann hafi
áhuga á að gegna því eitt skipunar-
tímabil til viðbótar, en þar sem nú
háttar þannig til að þrettán af
fimmtán ríkisstjórnum ESB-land-
anna eru jafnaðarmanna- eða
miðju-vinstristjórnir gerir hann sér
grein fyrir að möguleikar hans hafi
minnkað.
I fremstu röð
Embættismenn ESB segja að
Prodi, sem missti naumlega stjórn-
armeirihluta sinn á Ítalíuþingi fyrir
tveimur vikum og hefur nú vikið
fyrir Massimo
D’Alema, fyrr-
verandi komm-
únista og leið-
toga stærsta
ítalska vinstri-
flokksins, væri
nú kominn í
fremstu röð
hugsanlegra arftaka Santers. Aðrir
sem áður hafa verið nefndir í því
sambandi eru Felipe Gonzales,
fyn-verandi forsætisráðherra Spán-
ar, en hann hefur útiiokað framboð,
og Antonio Guterres, forsætisráð-
herra Portúgals. En þingkosningar
sem fara fram í Portúgal haustið
1999 slá Guterres eiginlega úr leik.
Leiðtogar ESB-ríkjanna taka um
það ákvörðun í lok næsta árs hver
taki við þessu lykilembætti sam-
bandsins.