Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 19

Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 19 Thatcher vill að Pinochet verði leystur úr haldi Járnfrúin til varnar „vini Bretlands“ Lundúnum. Reuters, The Daily Telegraph. MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvatti í gær eindregið til þess að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, yrði látinn laus úr haldi brezkrar lögreglu, sem handtók hann á einkasjúkrahúsi í Lundúnum fyrh- síðustu helgi á grundvelli fram- salsbeiðni spænskra dómara. I bréfi sem Thatcher skrifaði dag- blaðinu The Times segir hún að leyfa verði Pinochet að snúa til síns heima- lands tafarlaust; hann hafi „gert svo mikið til að bjarga lífi Breta“ á með- an á Falklandseyjastríðinu stóð árið 1982, þegar Chile studdi Bretland í átökunum við Ai’gentínu. Ekki eru nema tvær vikur síðan Pinochet naut síðast gestrisni Thatcher á heimili hennar í Lundúnum. Spillt fyrir lýðræðisumbótum? Thatcher, sem hlaut viðurnefnið ,járnfrúin“ á stjórnarárum sínum á níunda áratugnum, sagði að ákvörð- un brezkra stjórnvalda að handtaka Pinoehet stefndi lýðræðisumbóta- ferlinu í Chile í hættu. „Það hefur þurft að gæta við- kvæms jafnvægis af varfærni á leið Chile til lýðræðis, jafnvægis sem við spillum okkar eigin hagsmunum með því að blanda okkur í,“ skrifaði Thatcher, sem varð 73 ára fyrr í þessum mánuði. Talsmaður brezka forsætisráð- herraembættisins sagði að Thatcher hefði misskilið eðli máls Pinochets. ,Athugasemdir hennar bera þess merki að hún kysi að þetta væri póli- tiskt má!,“ sagði hann. „Þetta er ekki pólitískt mál. Þetta er dómsmál,“ sagði talsmaður Tonys Blairs. Brezka stjórnin hefur verið hik- andi við að blanda sér í málið og í viðtölum við evrópsk dagblöð í vik- unni hefur Blair lagt áherzlu á að stjórn hans álíti handtökuna vera mál sem heyrði undir dómskerfið en hefði ekkert með stjórnmál að gera. Blair sagði að endanleg ákvörðun um það hvort Pinochet yrði framseldur til Spánai- lægi hjá innanríkisráð- hen’anum Jack Straw, en hann myndi taka á málinu „sem dómari, ekki stjórnmálamaður, og byggja dóm sinn á [hinum lögfræðilegu] staðreyndum eingöngu." En þegar Blair var spurður í einu viðtalinu um stjórnartíð Pinochets sagðizt hann „fordæma allt sem hann [Pinochet] gerði á þessu tíma- bili“. Pinochet stjórnaði Chile harðri hendi í 17 ár, frá 1973 til 1990. Handtaka Pinochets hefur orsak- að mikla kreppu í stjómmálum Chile, þar sem þjóðin skiptist í tvennt, með og á móti einræðisherr- anum fyrrverandi, sem nýtur frið- Reuters FORSÆTISRÁÐHERRANUM fyrrverandi, Margaret Thatch- er, þykir ómaklega með Augu- sto Pinochet farið sem fyrrver- andi bandamann Breta í Falklandseyjastríðinu. helgi í Chile sem öldungadeildar- þingmaður fyrir lífstíð. Thatcher segir mikilvægan þátt í því jafnvægi sem náðst hefði á lýð- ræðisumbótabrautinni í stjórnmál- um Chile felast í þeirri lendingu sem menn hefðu náð um stöðu Pinochets, „og það er ekki Spánar, Bretlands eða nokkurs annars lands að blanda sér í það sem er innanríkismál Chile“, skrifaði hún. Einnig sagði Thatcher það vera „skammarlegt“ að í næstu viku stæði til að taka á móti Carlos Menem, for- seta Argentínu, með pompi og pragt sem opinberum gesti, á meðan Pin- ochet væri haldið föngnum. Fyrirhuguð heimsókn Menems er sú fyrsta sem forseti Argentínu fer til Bretlands frá hinu tíu vikna langa stríði sem stóð um yfirráð yfir TILKYNNT var í Moskvu í gær að ferð Borís Jeltsíns Rússlandsforseta til Austurríkis í næstu viku yrði stytt vegna anna hans heima fyrir. Ráðgert var að Jeltsín yrði í tvo daga í Austurríki til að sitja leiðtoga- fund Rússa og Evrópusambandsins en ákveðið hefur verið að hann verði þar aðeins í einn dag, á þriðjudag. „Dagskráin hefur ekki verið skert, henni hefur aðeins verið þjappað saman,“ sagði talsmaður Jeltsíns. „Það er hentugra þannig, því forsetinn hefur verk að vinna héma í Moskvu." Falklandseyjum í Suður-Atlantshafi árið 1982. Þetta stríð varð Thatcher mesti happafengur í stjórnmálum; vinsældir hennar meðal Breta jókust stórlega á meðan á því stóð og það tryggði henni og íhaldsflokknum góðan kosningasigur. Klofningur í dómaraliði? Að sögn The Daily Telegraph er djúpstæður klofningur innan hinnar sérskipuðu dómaranefndar, sem hef- ur það hlutverk að skera úr um hvort beiðni rannsóknardómarans Baltasars Garzon, sem olli handtök- unni, væri byggð á nægilega traust- um grunni til að Spánn færi form- lega fram á framsal Pinochets. Garzon vill yfirheyra einræðisherr- ann fyrrverandi vegna ásakana um að hann beri ábyrgð á dauða og pyntingum fjölda spænskra ríkis- borgara. Garzon vitnar til spænskra laga, sem heimila lögsókn vegna „glæpa gegn mannkyni" hvai- sem þeir eru framdir. Sumir dómaranna í sérdómstólnum munu ekki vera til- búnir til að styðja þennan málatil- búnað Garzons. Jose Maria Aznar, forsætisráð- herra Spánar, hefur sagt að stjórnin muni eftirláta dómstólnum að taka ákvörðun um hvort farið skuli fram á framsal Pinochets. Augusto Pinochet yngri, sonur hins handtekna, sagði í gær að Chile kynni að beita harkalegum efnahags- legum refsiaðgerðum gegn Spáni, ef farið verði formlega fram á að hann verði framseldur þangað. „Eg er ekki að tala um stríð, heldur aðrar aðferðir sem gætu valdið eins miklum skaða eða meiri,“ sagði Pin- ochet yngri. „Spænskar fjárfestingar eru mjög miklar í Chile og margir Spánveijar eru mjög gramir yfir því sem er að gerast,“ sagði hann. Jeltsín er sagður hafa náð sér af lungnakvefi, sem varð til þess fyrr í mánuðinum að hann varð að flýta heimfór sinni frá Mið-Asíu, þar sem hann var í fyrstu utanlandsferð sinni í hálft ár. Forsetinn mætti óvænt til starfa í Kreml í gær þótt embættismenn hans hefðu sagt fyrr um daginn að hann myndi dvelja í bústað sínum skammt frá Moskvu. Talsmaður Jeltsíns sagði að ekki skipti máli hvort forsetinn væri í Kreml eða bú- staðnum, því hann gæti starfað á báðum stöðunum. Austurríkisferð Borís Jeltsíns stytt Moskvu. Reuters. EINIR M EÐ EFR A I5LAND Síminn GSM hefur aukið hljóðgæðin í GSM kerfinu með EFR tækninni. EFR stendur fyrir bætt stafrænt hljóð. Með EFR tækninni geta viðskiptavinir Símans GSM notið hljóðgæða sem eru sambærileg við gæði hefðbundinna heimilissíma. EFR tæknin er innbyggó í flesta þá nýju síma sem verið er að selja um þessar mundir (sjá nánar í leiðbeiningabæklingi GSM símans). SIMINN-GSM Nánari upplýsingar á www.gsm.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.