Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Dágott debút
Morgunblaðið/Theodór.
Tónleikar í Borgarneskirkju
TOiVLIST
Ilaf'na rborg
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Söngverk eftir Scarlatti, Purcell,
Schubert, Brahms, J. & R. Strauss,
Mozart,, Bishop, Atla Heimi Sveins-
son, Þorkel Sigurbjörnsson og Bern-
stein. Guðrún Ingimarsdóttir sópran;
Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pianó;
Ashildur Haraldsdóttir, flauta. Hafn-
arborg, Hafnarfirði, miðvikudaginn
21. október kl. 20:30.
GUÐRÚN Ingimarsdóttir
sópransöngkona, sem lauk námi í
einsöngvaradeild tónlistarháskól-
ans í Stuttgart í marz sl., efndi
ásamt Steinunni Bimu Ragnars-
dóttur píanóleikara og Ashildi Har-
aldsdóttur flautuleikara til fyrstu
tónleika sinna á höfuðborgarsvæð-
inu í menningarmiðstöðinni
Hamraborg í Hafnarfírði á mið-
vikudagskvöldið var við góða að-
sókn.
Dagskráin var fjölbreytt og
hófst á verki frá miðbarokktíma,
Solitudine awenne! eftir
Alessandro Scarlatti, sem tónleika-
skráin kynnti sem kantötu fyrir
sópran, flautu og píanó. Kantatan
var mun styttri en við eigum að
venjast hjá síðbarokkmeisturam
eins og Baeh, og skiptust á söng-
leskaflar og aríur með flautu í
fylgirödd; fæstar þeirra með da
capo sniði, en þó brá fyrir mottó-
aríuformi síðari tíma á einum stað.
Kóloratúr eða flúrsöngur var fyrst,
en ekki síðast, uppi á teningnum í
Purcell-aríunni Hark! the echoing
air. Þar næst tóku við Die Forelle
og Auf dem Wasser zu singen eftir
Schubert, Madchenlied (með
flautu) og Das Mádchen spricht e.
Brahms, All mein Gedanken og Die
Nacht e. Richard Strauss og - síð-
ast fyrir hlé - Lo! here the gentle
Lark e. Henry R. Bishop. Tókst
kantatan allvel en Purcell nokkra
miður, m.a. fyrir þá sök að fram-
stæð enskan virtist söngkonunni
ekki jafntöm og meginlandstung-
urnar. Silungur Schuberts var full
eirðarlaus, og sporðaköstin í run-
um píanósins hefðu mátt vera jafn-
ari og skýrari. Bezt tókust í iyrri
hluta Auf dem Wasser, Das
Mádchen spricht og Die Nacht,
sem vora flutt af innileika, en í
Mádchenlied bar svolítið á aftur-
reigingslegri ördýnamík bæði í
söng og flautu sem gerði flutning-
inn óþarflega órólegan, þó að dún-
mjúkur flaututónn Ashildar væri
að vanda gulls ígildi.
Lævirkjasöngur Bishops, sem
auk píanós skartaði samleik flautu
og sóprans með dúókadenzu í lok-
in, var stássstofustykki af þeirri
sort sem var í uppáhaldi meðal
burgeisa viktoríutímans, en hefur
heldur gengið úr sér síðan og verk-
ar hálftilgerðarlegt nú á tímum.
Þær stöllur náðu vel saman, og
varð hér vart við töluvert meiri
kraft en áður í söng Guðrúnar, sem
skilaði sínum fuglatrillum dável við
góðar undirtektir áheyrenda.
Eftir hlé fluttu þau Guðrún og
Steinunn tvö lög eftir Atla Heimi
Sveinsson, Vorið góða og hið óslít-
andi Það kom söngfugl að sunnan,
þar sem einkum hið síðara var flutt
af fersklegum elegans, líkt og hið
frábæra lag Hjálmars H. Ragnars-
sonar næst á eftir, Söngur Sólveig-
ar, hið fyrsta af þremur söngvum
hennar úr sviðstónlist Hjálmars við
Pétur Gaut. Hátíðasöngurinn hefði
mátt vera hreinni í inntónun, en
Vögguvísa Sólveigar með sérkenni-
legum medianta-hljómaskiptum
sínum naut góðs af innilegri túlk-
un.
Bester Jungling, hin punkteraða
aría Frau Silberklang úr lítt
þekktri ópera Mozarts, Der
Schauspieldirektor, var að líkind-
um of hægt flutt til að flúrsöngstil-
þrifín næðu fullu flugi, og sömu-
leiðis lét undirr. ekki alveg forfær-
ast af táldrætti söngkonunnar í
aríu Adele úr Leðurblökunni, Spiel
ich die Unschuld vom Lande, þótt
hann gerði greinilega mikla lukku
meðal áheyrenda; kannski sumpart
vegna þess að píanóniðurfærslan
verður aldrei nema fölur skuggi af
hljómsveitarútgáfunni, auk þess
sem manni finnst farið að slá veru-
lega í ferskleika vínaróperettunn-
ar, sem verður æ sér-þýzkari með
tímanum - líkt og brezkur Music
Hall-söngur, sem hjarir nú ein-
göngu meðal Breta sjálfra.
Lokaatriðið var Glitter and be
Gay, hin ki'öfuharða „fjölstíla-aría“
Cunigonde úr söngleik Leonards
Bemsteins um Birting Voltaires.
Tókst arían að mestu vel nema
undir lokin, þar sem krossrytmar
Bemsteins vildu hrökkva úr liði
milli söngs og píanós, auk þess sem
vaðið var einum um of á súðum í
polka-köflunum sem voru allt of
hraðir. Miðað við undangengna
heillandi framkomu Guðrúnar og
sviðsræna hæfileika kom á óvart
hvað hún lagði lítið upp úr texa-
túlkun talkaflans. Undirtektimar
vora þó eftir sem áður stormandi
góðar, og má segja að dágott
„debút“ hafi þar með verið komið í
höfn, þrátt fyrir á köflum skynjan-
legan taugaóstyrk, með lyktum
þessarar fítonserfiðu aríu.
Ríkarður Ö. Pálsson
GUÐRUN Ingimarsdóttir söng
við píanóundirleik Steinunnar
Birnu Ragnarsdóttur. í Borgar-
neskirkju sl. sunnudag og má
Á VEGUM Aflvaka hf. og Kvik-
myndasjóðs íslands verður haldið
málþing um kvikmyndaiðnaðinn á
Island á Kornhlöðuloftinu í dag,
fostudag, kl. 13-16. Tilefnið er út-
gáfa Aflvaka hf. á skýrslu um kvik-
myndaiðnaðinn á Islandi.
Aðalfyrirlesari málþingsins er
Andy Paterson, kvikmyndafram-
leiðandi. Hann mun m.a. ræða um
uppbyggingu bresks kvikmyndaiðn-
aðar og hvernig sú reynsla getur
segja, að þar hafi Guðrún verið á
heimaslóðum því hún er fædd og
uppalin á Hvanneyi’i í Borgar-
firði.
nýst íslenskum aðilum. Kristján Jó-
hannsson, frá viðskiptafræðistofnun
Háskóla Islands, mun kynna helstu
niðurstöður skýrslu Áflvaka hf.
Friðrik Þór Friðriksson, kvik-
myndagerðarmaður, fjallar um
kvikmyndagerð á Island og Gylfi
Ambjörnsson, eignarhaldsfélagi AI-
þýðubankans, fjallar um aðkomu
fjárfesta að íslenskum kvikmynda-
iðnaði. Að loknum framsögum verða
fyrirspurnir og umræður.
Málþing um kvik-
myndaiðnaðinn