Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TÍMAMÓTAÞING
ÞJÓÐKIRKJUNNAR
ÞRÍTUGASTA kirkjuþing þjóðkirkjunnar, sem nýlok-
ið er, var tímamótaþing. Það var kallað saman af ný-
lega kjörnum biskupi. Það starfaði á grundvelli nýrrar
kirkjulöggjafar, sem gerir kirkjuna sjálfstæðari, skilvirk-
ari og sterkari. Vald, sem áður var i höndum Alþingis og
kirkjumálaráðuneytis, hefur verið fært til kirkjunnar.
Þingið var og í fyrsta sinni skipað leikmönnum að meiri-
hluta og forseti þingsins var úr þeirra hópi.
Fleira kemur til sem veldur tímamótum. Fjórir áratug-
ir eru liðnir frá því kirkjuþing var fyrst kallað saman.
Hálf öld er síðan Alkirkjuráðið, sem þjóðkirkjan á aðild
að, hóf störf og framundan er kristnihátíð, kristin þjóðhá-
tíð, í tilefni þess að árið 2000 eru eitt þúsund ár liðin frá
því að íslendingar gengust undir kristinn sið á Þingvöll-
um. Þá er m.a. stefnt að landsþingi kirkjunnar með prest-
um, sóknarnefndum og fulltrúum stofnana kirkju og þjóð-
ar.
Meðal viðfangsefna kirkjuþings var setning nýrra
reglna um kjör til kirkjuþings og þingsköp þess sem og
um val á prestum og skipting sókna, prestakalla og pró-
fastsdæma. Ný jafnréttisáætlun kirkjunnar og stefn-
mörkum um vímuefnavarnir hafa og vakið verðskuldaða
athygli.
Kristnitakan á Þingvöllum skilaði þjóðinni dýrmætum
arfi, sem mótað hefur lífshorf og menningu okkar, kyn-
slóð eftir kynslóð. Það er skylda okkar að varðveita og
ávaxta þennan dýrmæta arf í samtíð og framtíð. Þess-
vegna eru eftirfarandi orð biskups kirkjunnar, herra
Karls Sigurbjörnssonar, sögð í stefnuræðu á kirkjuþingi,
þjóðinni gleðiefni: „Kirkjan hefur aldrei haft betri for-
sendur á Islandi til kristniboðs meðal þjóðarinnar, aldrei
eins vel menntað starfsfólk, aldrei eins góða starfsað-
stöðu, aldrei eins almennar væntingar, aldrei jafngóð
skilyrði.“
Kristnitökuhátíðin árið 2000 þarf að vera kirkjunni og
þjóðinnni, sem samleið hafa átt í þúsund ár, bæði þakkar-
hátíð og kristin stefnumörkun inn í 21. öldina.
AÐGERÐIR GEGN EINELTI
AUGU FOLKS eru tekin að opnast fyrir einelti, gömlu
og erfiðu vandamáli, sem er til staðar víða í þjóðfé-
laginu. Það er til á vinnustöðum, hvers kyns félagsstarfi
en þó fyrst og fremst í skólum, þar sem einelti getur haft
alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir börn og ung-
linga. Mikilvægt er, að fólk geri sér grein fyrir umfangi
og afleiðingum þessa vandamáls svo auðveldara verði að
gera þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til að koma í
veg fyrir það og aðstoða þá einstaklinga, sem fyrir því
verða.
Það er því ánægjulegt, að félög framhaldsskólanema
munu taka þátt í alþjóðlegu rannsóknarverkefni um fé-
lagslegt umhverfí í framhaldsskólum, þar sem orsakir of-
beldis og eineltis verða rannsakaðar. Menntaskólinn í
Kópavogi hefur verið valinn til þátttöku í verkefninu.
Síðustu árin hefur verið talsvert rætt og ritað um ein-
elti og fyrir fáum dögum boðaði umboðsmaður barna til
fundar með börnum og unglingum, svo og fulltrúum ým-
issa samtaka, til að ræða þetta vandamál. Eðlilegt er, að
augun beinist fyrst og fremst að skólunum, þar sem mest
ber á þessum vanda. Þar er líka mest hætta á sálrænum
áföllum barna og unglinga vegna eineltis. Því miður hefur
kennurum og skólastjórum reynzt erfitt að ráða við vand-
ann af ýmsum ástæðum. Úrræði kennara og skólastjórn-
enda til að framfylgja aga eru einnig mjög takmörkuð og
t.d. er ekki hægt að vísa böldnum ólátaseggjum úr skóla
tímabundið, þótt þeir lami kennslu í heilu bekkjunum. Að
vísu hefur komið til sálfræðiþjónusta í skólum, ráðning
námsráðgjafa og annars sérhæfðs fólks, en miðað við aga-
vandamálin og frásagnir um einelti hefur það ekki reynzt
nægjanlegt. Haldgóðra lausna er þörf.
Kristín Vilhjálmsdóttir, enskunemi við HÍ, hefur í
grein í Morgunblaðinu lýst á áhrifamikinn hátt afleiðing:
um eineltis, sem hún varð fyrir um árabil í grunnskóla. í
lok greinarinnar segir Kristín: „Ég óska ekki nokkurri
manneskju að þurfa að ganga í gegnum sama helvíti og ég
hef gert, því ákalla ég þjóðina alla að taka á þessu vanda-
máli nú þegar. Okkur ber skylda til þess, þetta eru okkar
börn.“
Er íslenzk náttúra
eins ómenguð
og af er látið?
Þrávirk klórkolefni
í íslenskum fuglum
Vistkerfi þurrlendis og
ferskvatns virðist hreint
af þrávirkum efnum. Þau finn-
ast á hinn bóginn í nokkrum
mæli í sjávarfangi. Er skýring-
anna að leita hérlendis?
Eða berast efnin hingað
með hafstraumum? Ævar
Petersen, Kristín Olafsdóttir,
Þorkell Jóhannesson og
Karl Skírnisson fjalla um
þetta efni í eftirfarandi grein.
I henni segir m.a.: Tífalt meira
magn PCB-efna og DDT var
í fuglum úr Gufunesi en
frá Vestfjörðum.
Ljósmynd/Magnús Magnússon.
TEISTAN er sjófugl og svartfugl skyldur lundanum. Hún
verpir víða með ströndum landsins og lifir á hryggleys-
ingjum og smáfiskum sem hún kafar eftir í fremur grunnu
vatni. Magn eiturefna í teistum ætti að gefa góða
vísbendingu um mengunarástand á grunnsævi við landið.
UNDANFARIN ár hafa
rannsóknir verið stundað-
ar á þrávirkum, lífrænum
efnum í villtum íslenskum
fuglum. Efnin sem hér er fjallað um
eru einkum ýmsar PCB-afleiður,
DDT (og umbrotsefni þess DDE),
HCB og HCH-sambönd (m.a. lind-
an). Um er að ræða samstarf Rann-
sóknastofu Háskóla Islands í lyfja-
fræði og Náttúrufræðistofnunar Is-
lands, en rannsóknir á æðarfugli
voru unnar í samstarfí Rannsókna-
stofu í lyfjafræði við Tilraunastöð
Háskólans í meinafræði að Keldum.
Efnaáhrif og flutningsleiðir
Efni þau sem hér um ræðir eru
ýmis klórkolefnissambönd sem yfir-
leitt eyðast seint í náttúrunni. Þau
eru jafnframt stöðug í lífverum og
safnast því smám saman í fítuvef
dýi-a þegar þau éta aðrar lífVerar
sem hafa fengið efnin í sig. I hvaða
dýr þau safnast og í hvaða mæli fer
eftir því hvar dýrin eru í fæðukeðj-
unni, hvers konar fæðu þau neyta og
í hvers konar umhverfí þau lifa.
Hvaðan eiturefnin eru ættuð er síðan
önnur hlið málsins, en þau eru eða
hafa verið notuð í mismunandi til-
gangi og berast ætíð út í náttúrana
fyrir tilstilli manna.
PCB-efni voru lengi mikið notuð til
ýmissar einangranar, í spennubreyta
og til margs annars, hér á landi sem
erlendis. Þau geta valdið lifrar-
skemmdum, exemi og að því talið er
krabbameini eða hvetja til myndunar
þess. DDT er vel þekkt skordýraeit-
ur og úti í náttúranni myndast um-
brotsefni þess, einkum DDE. Ahrif
þessa eiturefnis eru einna best þekkt
á skurn ránfuglaeggja sem þynnist
svo eggin klekjast ekki. Það var eink-
um vegna þessara áhrifa DDT sem
athygli manna beindist á sínum tíma
að skaðsemi klórkolefnissambanda
fyrir lífríkið og heilsu manna. HCB
var m.a. notað til að fúaverja timbur
og hefur myndast sem hliðarefni við
ýmsan iðnað. Afleiða HCH (lindan)
var notuð hér á landi til að baða sauð-
fé allt fram á síðustu ár og í garð-
yrkju en finnst í óverulegum mæli í
íslenskum fuglum.
Enda þótt öll þessi efni hafí verið
notuð umtalsvert hér á landi, verður
þó að ætla, að notkun þeirra hafí ver-
ið hlutfallslega mun minni hér en í
flestum nálægum löndum. Þessi
mengunarefni geta hins vegar borist
langan veg, bæði með loft- og haf-
straumum eða með lífverum, auk
þess sem þau geta lekið út í umhverf-
ið, til dæmis frá sorphaugum eða
með affallsvatni. Lítið er vitað um
raunveraleg eiturhrif á dýrin enda er
ekki nóg að mæla magn eiturefna án
þess að skilgreina hver áhrifin eru.
Eiturhrifín geta verið breytileg eftir
dýrategundum og einstaklingum þótt
magn eiturefna sé svipað. Bæði fer
það eftir líkamsástandi dýranna og
þau era misviðkvæm. Helstu eitur-
hrifín era talin tengjast hormónlíkum
áhrifum efnanna sem geta þannig
haft margvísleg áhrif á frjósemi og
þroska dýranna. Eins hafa efnin
ónæmisbælandi áhrif og gera dýrin
viðkvæmari gagnvart sýkingum en
ella. Rannsóknir verða framvegis að
beinast í auknum mæli að skaðsemi
eiturefna og hvaða áhrif þau hafa á
lífríkið og heilsu manna.
Efstur í fæðukeðjunni -
íslenski fálkinn
Sameiginlegar rannsóknir okkar
snerast upphaflega um þrávirk klór-
kolefnissambönd í fálkum. Þeir
reyndust mikið mengaðir og litlar
breytingar virtust hafa átt sér stað
milli tímabilanna 1966-1973 og
1979-1992. Svipað magn PCB-efna
fannst í íslenskum og norskum fálk-
um en magn efnanna virtist vera
meira hér en í fálkum í Alaska. Miðað
við hve DDT hefur lítið verið notað
hérlendis kom á óvart í hve miklum
mæli það var í íslenskum fálkum.
Hins vegar var greinilegt að PCB og
DDT-efnin höfðu borist saman í fálk-
ana sem benti til þess að um að-
komna en ekki staðbundna mengun
væri að ræða.
Fálkar eru efstir í fæðukeðjunni
og af þeim orsökum var við því að bú-
ast að þeir væru mengaðri en fuglar
sem lifa til dæmis á gróðri. Mörg eit-
urefni safnast smám saman fyrir í
fituvef dýra en hvernig og hversu
mikið getur verið breytilegt eftir efn-
um. Til dæmis kom í ljós að magn
PCB-efna eykst þúsundfalt frá því
fálkaungi kemur úr eggi og næstu
tvö ár, sem hann lifir. Eftir það virð-
ast PCB-efni ná ákveðnu jafnvægi í
fálkunum (og ef til vill einnig í öðrum
dýram). Þetta atriði þarfnast samt
frekari rannsókna og era þær í und-
irbúningi þar sem ráðgert er að nota
teistur sem efnivið.
Islenskir fálkar era staðfuglar og
því var rökrétt að álykta að þeir fái
eiturefni í sig helst úr rjúpum sem
eru langþýðingannesta fæða þeirra.
Öllum á óvart virðist svo ekki vera
því PCB-efni reyndust varla mælan-
leg í rjúpum. Eðlilegt framhald rann-
sóknanna var því að skoða aðrar
fuglategundir sem fálkar nýta sér til
fæðu. Niðurstöður fálkarannsókn-
anna bentu engu að síður til að ís-
lenskur lífheimur væri ekki eins laus
við mengandi efni og áður var talið.
Takmark okkar hlaut því að vera að
skilgreina betur hvernig fálkar fá
þessi mengandi efni í sig og hvort
þau eru innlend að uppruna eða er-
lend. Enn er langt í land með að
svara þeirri spurningu til fullnustu,
en vísþendingar eru um í hverja átt
áframhaldandi rannsóknum skuli
beint.
Hvernig berast
eiturefni í fálkann?
I öðram áfanga rannsóknanna var
sjónum beint að fuglum sem fálkar
veiða sér til matar. Tegundirnar voru
valdar þannig að þær gætu gefíð vís-
bendingu um eftir hvaða leiðum hin
mengandi efni berast í fálkana. Við
völdum tegundir sem lifa á landi
(rjúpu, heiðlóu), fersku vatni (stokk-
önd, skúfónd) og á eða við sjó (teistu,
sendling). Tegundirnar voru enn-
fremur valdar með það í huga að þær
væru bæði staðfuglar og farfuglar.
Niðurstöður voru sláandi og sýndu
að fuglar sem lifa aðeins á fæðu á
landi höfðu nær ekkert magn áður-
nefndra efna í sér, öfugt við fugla
sem afla fæðu úr sjó. Við teljum að
klórkolefnissambönd berist í fálka
einkum með því að þeir éta fugla sem
lifa á sjávarfangi. Fyi-stu vísbending-
ar era því þær, að lífræn, þrávirk efni
eru umtalsverð í sjó en nánast engin
á landi. Hvort sjávarmengun eigi
Ljósmynd/Trausti Tiyggvason.
SENDLINGUR er lítill vaðfugl sem er mjög algengur vetrarsetufugl hérlendis kringum allt landið.
18600 ng/g
rjúpa stokkönd skúfönd æöarfugl sendlingur heiölóa teista fálki
SAMANBURÐUR á magni þrávirkra klórkolefnissambanda í bijóstvöðva
úr nokkrum íslenzkum fuglategundum.
upprana sinn að einhverju leyti hér á
landi eða erlendis þarfnast þó frekari
rannsókna. Fuglar sem eru jafnframt
farfuglar voru einnig mun mengaðri
en staðfuglar. Ein leiðin sem ber
efnamengun inn í íslenskt lífríki er
því sú að farfuglar fá efnin í sig er-
lendis á veturna, bera þau til landsins
og eru sumir étnir af fálkum í sumar-
heimkynnunum á Islandi.
Tífalt magn eiturefna
í sendlingum við sorphauga
Sendlingur var meðal þeirra teg-
unda sem voru skoðaðar, en fálkar
veiða þá endram og sinnum. Þeir eru
fjörufuglar allt að 10 mánuði ársins
(um það bil á tímabilinu júlí til apríl)
en verpa inn til landsins þar sem
þeir éta smálanddýr. Sendlingar eru
langalgengustu fjörufuglar hér að
vetrarlagi og lifa þar á ýmsum sjáv-
ar hryggleysingj um.
Sýnishorn af sendlingum komu frá
tveimur stöðum á landinu, úr vest-
firskum fjörum og fjörunni neðan við
gömlu sorphauga Reykjavíkurborg-
ar í Gufunesi. I stuttu máli voru nið-
urstöður þær að tífalt meira magn
PCB-efna og DDT var í fuglunum úr
Gufunesi en frá Vestfjörðum. Þær
bentu til umtalsverðrar staðbund-
innar mengunar frá haugunum, en
menn hafa óttast að slfk mengunar-
hætta sé til staðar. Nánari athugana
er samt þörf áður en fullyrt er
hversu víðtækt vandamál er á ferð-
inni.
Þessar niðurstöður urðu til þess
að við ákváðum að afla betri upplýs-
inga um hugsanlega mengun í nánd
sorphauga annars staðar á landinu.
Rannsóknaráætlunin, sem við vonum
að Alþingi muni styrkja, miðar að því
að kanna sendlinga og eina valda
fæðutegund þeirra (klettadoppu) úr
fjörum við sorphauga og bera saman
við sams konar gögn frá svæðum
fjarri sorphaugum. Erfiðleikar við
túlkun gagna felast meðal annars í
því að ekki er fyllilega vitað hvaðan
sendlingarnir eru komnir, auk þess
sem óþekkt er hve lengi þeir hafa
dvalist á söfnunarstaðnum. Þess
vegna er ráðgert að safna einnig
fjörudýram sem vitað er að sendling-
ar éta og eru staðbundnari. Ráðgert
+
er að safna fuglum frá hausti til vors
við sorphaugana við Eskifjörð,
Stykkishólm og Olafsfjörð, en einnig
burtu frá hugsanlegum mengunar-
svæðum utarlega við Reyðarfjörð, í
Breiðafjarðareyjum og á Upsaströnd
í Eyjafirði til viðmiðunar. Þessi
svæði ættu að vera nokkuð dæmi-
gerð fyrir strandsvæði og gefa
nokkra hugmynd um heildarástand
mála við strendur landsins.
Æðarfugl - landsins
mesti nytjafugl
Rannsóknir á PCB-efnum, DDT
og HCH-samböndum í æðarfuglum
úr Skerjafirði styðja fyllilega fyrri
niðurstöður að mengun af völdum
þessara efna sé miklu fremur að
finna í hafinu við landið en á landi.
Magn efnanna í æðarfuglum var
sambærilegt við það sem við höfum
fundið í teistum og sendlingum, þótt
magnið hafi einnig verið mjög
breytilegt eftir árstíma. Þannig var
magn efnanna mest í vöðva og lifur
um varptímann þegar æðarfuglar
eru léttastir og minnst fita í þeim.
Astæðan er sú að eiturefnin sitja
fyrst og fremst í fitulaginu sem er
innan á hamnum eða umhverfis inn-
yflin. Þegar sú fita minnkar og fugl-
arnir leggja af um varptímann
hverfa eiturefnin ekki úr líkamanum
en berast með blóðstraumnum til
annarra hluta líkamans. Æðarfugl-
um er því hættast við eiturhrifum af
völdum klórkolefnissambanda um
varptímann, ef þeir hafa á annað
borð hættulega mikið magn í sér.
Niðurlag og
framtíðarrannsóknir
Framhaldsrannsókn sú á send-
lingum sem hér hefur verið imprað á
er hluti af víðtækari áætlunum um
könnun á mengandi eiturefnum í ís-
lenskum fuglum. Einnig er fyrirhug-
að að skoða frekar magn PCB-efna,
DDT og umbrotsefna þess og HCH-
sambanda í teistum og afla þannig
nánari vitneskju um mengun í hafinu
við landið. Rannsóknin beinist að því
að skoða hvort fuglar haldi áfram að
safna eiturefnum í sig eftir því sem
þeir eldast eða hvort jafnvægi kom-
ist á eftir vissan tíma. Þessi efniviður
mun og, ef að líkum lætur, leiða í
ljós, hvort mengun hafi aukist eða
minnkað á síðastliðnum 20-25 árum.
Efniviðurinn sem teisturannsókn-
irnar byggja á er einstæður, hvort
sem litið er hérlendis eða út fyrir
landsteinana. Margir fuglanna höfðu
verið merktir sem ungar og fundust
seinna dauðir í gi-ásleppunetum og
er Hafsteini Guðmundssyni og Haf-
þóri Hafsteinssyni í Flatey á Breiða-
firði þökkuð ómetanleg aðstoð við
söfnun fuglanna. Merkingarnar era
hluti viðamikilla rannsókna á lifnað-
arháttum teistu er staðið hafa yfir í
aldarfjórðung. Til eru mörg hundruð
fuglar á mismunandi aldri af sama
svæði og gefa því tækifæri til rann-
sókna sem sjaldnast era fyrir hendi,
það er að kanna magn eiturefna eftir
aldri en átta sig jafnframt á því, eins
og áður segir, hvort magn efnanna
hafi aukist eða minnkað í náttúrunni.
Rannsóknir þær sem hér hefur
verið gi-eint frá falla vel að nýlegum
hugmyndum um könnun á þrávirk-
um lífrænum efnum, sbr. þingsálykt-
unartillögu á Alþingi 1997-98 (428.
mál) og úttekt á PCB-mengun og
öðrum þrávirkum lífrænum efnum í
íslensku lífríki, sbr. þingsályktunar-
tillögu 1997-98 (535. mál). Okkur ís-
lendingum er nauðsynlegt að vita
meira um hve mengað íslenskt lífríki
er þar eð við byggjum afkomu okkar
að umtalsverðu leyti á nýtingu lif-
andi náttúruauðlinda.
Fyrstu rannsóknir (allt frá 1968)
sem gerðar voru hér á þrávirkum
klórkolefnissamböndum bentu til
þess að íslenskt lífríki væri lítt
mengað, en þær náðu einungis til
ákveðinna dýi-a á þurru landi og í
vötnum. Fálkarannsóknir okkar gefa
öndverða niðurstöðu. Fálkar lifa
bæði á land- og sjávarfuglum, og svo
virðist sem fálkarnir fái mengunina
fyrst og fremst í sig úr fuglum sem
lifa á eða við sjó. Vistkerfi þurrlendis
og ferskvatns virðast hins vegar
vera mjög hrein.
Hvernig sjávarfang fær þessi
mengunarefni í sig þarfnast frekari
rannsókna. Eins og staða þekkingar
er nú, virðist skýringa á sjávarmeng-
un að leita bæði hérlendis og að hún
berist frá útlöndum með hafstraum-
um og/eða lífverum. Á Rannsókna-
stofu í lyfjafræði hefur einnig verið
unnið að rannsóknum á magni þrá-
virkra klórkolefnissambanda í ís-
lenskri móðurmjólk. Fyrstu niður-
stöður benda til þess, að efnamagn í
brjóstamjólk sé svipað hér á landi og
í nálægum löndum. Frekari rann-
sóknir beinast að því að tengja magn
efna í brjóstamjólk við búsetu og
neyslu sjávarfangs. Rannsóknir á
efnamengun í fuglum og mönnum
styðja því hvor aðra og hjálpa að
túlka niðurstöður um mengun í ís-
lenskum lífheimi.
Ævar Petersen er fuglafræðingur
(Náttúrufræðistofmm íslands), Kristfn
Ólafsdóttir er lífefnafræðingur (Rann-
sóknastofa i lyfjafræði), Þorkell Jó-
hannesson er læknir (Rannsóknastofa
f lyfjafræði) og Karl Skírnisson er
dýrafræðingur (Tilraunastöð í meina-
fræði).
Greinargerð Ríkisendurskoðunar um
lögreglustjoraembættið í Reykjavik
Annmarkar á
innra eftirliti
embættisins
Ríkisendurskoðun telur ýmsa annmarka á
innra eftirliti lögreglustjóraembættisins í
Reykjavík. Þá telur stofnunin að hlutverk
varalögreglustjóra í Reykjavík sé óljóst sam-
kvæmt núgildandi skipuriti embættisins.
DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið
óskaði eftir stjórnsýsluúttekt á emb-
ætti lögreglustjórans í Reykjavík í
febrúar sl.
í greinargerð Ríkisendurskoðun-
ar segir að við fjárhagsendurskoðun
á embætti lögreglustjórans í
Reykjavík komi fram ýmsir ann-
markar á innra eftirliti hjá embætt-
inu. Ríkisendurskoðun leggur til að
allt innra eftirlit verði endurskoðað
af yfirstjórn embættisins og það lag-
fært. Ríldsendurskoðun segir starfs-
menn embættisins hafa víðtækari
aðgang að skráningarmöguleikum
bókhalds en unnt sé að fallast á út
frá sjónarhóh innra eftirlits. 18
starfsmenn geti fært inn álagningar
og 16 starfsmenn geti fært inn
greiðslur. „Miðað við umfang og
skipulag embættisins væri eðlilegt’
að 2-3 starfsmenn hafi heimild til að
færa greiðslur inn í tekjubókhalds-
kerfi. Þeir ættu hins vegar ekki að
geta fært inn álagningar eða breyt-
ingar á þeim.“
Ríkisendurskoðun telur nauðsjm-
legt að yfirfara þennan þátt kerfisins
og skilgreina mjög þröngt þær að-
gangsheimildir sem menn hafa að
tekjubókhaldi embættisins.
Lögreglustörf og önnur
störf aðgreind
Ríkisendurskoðun telur ástæðu til
að aðgreina betur en nú er gert hin
eiginlegu lögreglustörf og ýmis önn-
ur störf hjá embættinu sem ekki
krefjast lögreglumenntunar. Nokk-
uð sé um það að lögreglumenn gegni
störfum sem falli undir síðarnefndu
skilgreininguna. Þeir njóti engu að
síður allra starfskjara lögreglu-
manna. Almenna reglan ætti að vera
sú, að mati Ríkisendurskoðunar, að
lögreglumenn gegni einungis eigin-
legum lögreglustörfum en til ann-
arra starfa sé ráðið starfsfólk sem
hefur annars konar menntun og
reynslu.
Þá telur Ríkisendurskoðun að
æskilegra sé að lögreglustjóra verði
sjálfum fengið vald til að ráða starfs-
menn og leysa þá frá störfum en eins
og nú háttar eru yfirmenn ráðherra-
skipaðir.
Þrjú svið í
stað fjögurra
Nýtt skipurit íýrir embættið tók
gildi 1. maí 1998. Samkvæmt því
skiptist embættið í íjögur meginsvið
sem era almenn deild, ákæra- og
lögfræðisvið, rannsóknardeild og
skrifstofudeild. Ríkisendurskoðun
telur eðlilegt að hugað sé að skipu-
lagsbreytingum og nefnir tvær leiðir
í þeim efnum. Fyn-i tillagan felur í
sér að embættinu verði skipt upp í
þrjú aðalsvið, þ.e. löggæslusvið,
rannsókna- og ákærasvið og stjórn-
sýslu- og rekstrarsvið. Lagt er til að
yfirstjórn rannsóknardeildar og
ákæru- og lögfræðisviðs verði sam-
einuð. „Þar sem lögfræðingar
ákæru- og lögfræðisviðsins hafa í
reynd forræði allra þeirra mála sem
era til rannsóknar hjá rannsóknar-
deildinni er eðlilegt að þeir komi að
þeim þegar í upphafi og leggi línurn-
ar um málsmeðferð," segir í greinar-
gerðinni.
Ríkisendurskoðun telur nauðsyn-
legt að á skrifstofu lögreglustjóra
sinni einn eða fleiri starfsmenn innri
endurskoðun hjá embættinu. Slíkt
eftirlit fælist í því að fylgjast með
framgangi mála, sjá til þess að settar
séu nauðsynlegar starfsreglur og að
fylgjast með að þeim sé fylgt og
rannsaka ýmis inriri mál embættis-
ins.
Það er mat Ríkisendurskoðunar
að mörg þeirra verkefna varalög-
reglustjóra, sem talin era upp í
drögum að starfslýsingu frá árinu
1997, séu þess eðlis að þau eigi frek-
ar heima á verksviði annarra yfir-
manna embættisins, s.s. yfirmanna -
einstakra sviða. Ríkisendurskoðun
telur að eðlilegt sé að innan embætt-
isins sé til starf varalögreglustjóra
sem sé staðgengill lögreglustjóra en
að það starf ætti að fela aðila sem
jafnframt myndi eftir atvikum vera
yíirmaður löggæslusviðs eða ákæra-
og lögfræðisviðs. Eðlilegt sé að
starfskjör varalögreglustjóra og
hinna sviðsstjóranna verði sambæri-
leg við kjör sýslumanna.
Takmarkað svigrúm
til grenndarlöggæslu
Lagt er til að heiti almennu deild-
arinnar verði breytt í löggæslusvið
og heiti skrifstofudeildar í stjórn-
sýslu- og rekstrarsvið. Undir stjórn-
sýslu- og rekstrarsvið heyrðu sömu
verkefni og skrifstofudeildin annast
núna. Að mati Ríkisendurskoðunar
er eðlilegt að sektarinnheimtan til-
heyri þessu sviði enda sé þar um að
ræða verkefni sem er af fjárhagsleg-
um og bókhaldslegum toga.
Hin tillagan felur í sér sömu
breytingar nema að gert er ráð fyrir
að skrifstofudeildinni verði skipt upp
í tvö svið, þ.e. fjármálasvið og stjórn-
sýslusvið, þannig að sviðin yrðu fjög-
ur.
Ríkisendurskoðun bendir á að efl-
ing grenndarlöggæslu kalli væntan-
lega á að starfsstöðvum lögreglunn-
ar í hverfunum verði fjölgað og þær '
efldar sem fyrir era. Þetta hefði
væntanlega í för með sér aukinn
kostnað og núverandi fjái-veitingar
til embættisins takmarki talsvert
það svigrúm sem fyrir hendi sé í
þessu efni.
Starfsmenn embættis lögreglu-
stjórans í Reykjavík era 387, þar af
278 lögreglumenn. Á árinu 1997 nam
kostnaður við rekstur embættisins
liðlega 1.205 milljónum kr. í skýrslu
Ríkisendurskoðunar frá maí sl. kom
fram að gera mætti ráð fyrir að fjár-
vöntun embættisins vegna rekstrar
næmi þá um 115 milljónum kr. Til
viðbótar mætti síðan gera ráð fyi-ir
útgjöldum vegna breytinga á hús-
næði og nýs vaktafyrirkomulags sem
næmu um 67 milljónum kr. Ríkis-
endurskoðun telur að fjárhagsvanda
embættisins megi að hluta til rekja
til nýrra lögreglulaga sem fólu m.a. í
sér flutning á 26 stöðugildum frá
Rannsóknarlögreglu í'íkisins.