Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 35 x sá sjúkdómur sem dró hann til dauða vinnur verk sitt á ótrúlega skömmum tíma, leggist hann á viðkvæm líffæri. Ari, ég þakka þér samfylgdina gegnum lífið. Við vorum ekki bara mikið skyldir heldur nokkurs konar uppeldisbræður, ólumst upp á sama tíma í sama húsinu á Djúpalæk, inn- an sömu fjölskyldu. Síðast en ekki síst vorum við nánir vinir. Ari, við Ninna þökkum þér samveruna gegnum árin. Það var gott að hafa þig hjá sér og vonandi að þér hafi líkað vistin sæmilega. Þín verður sárt saknað af frændum þínum og vinum og ekki mun blómabamið, hún frænka þín, sakna þín minnst. Við vottum systkinum Ara og öðrum vandamönnum innilega samúð. Þórhallur og Ninna. Kæri Ari, bróðir okkar, mágur og frændi, Þú varst svo skyndilega tekinn frá okkur. Við héldum að nú gætir þú farið að njóta lífsins, ferðast og hyggja að öðrum hugðarefnum þín- um eftir að þú hættir að vinna. En sá sem öllu ræður vildi greini- lega nýta sér starfskrafta þína og kallaði þig til sín. Þú varst okkur öllum svo kær, sannorður, traustur og sannarlega vinur vina þinna. Þín er víða sárt saknað. Lífið verður tómlegra án þín, sér- staklega hjá þeim sem þú deildir húsum með; Steina og Gullu og þeirra börnum og síðustu árin Svönu og Arna. Eins hjá Halla mági þínum sem vann með þér hjá Olís í 18 ár - og raunar hjá öllum sem fengu að kynnast þér á lífsgöng- unni. Oft var kátt á hjalla á Djúpalæk í gamla daga, æskuárin eru alltaf svo áhyggjulaus og full gleði og þrótti. Árin liðu en oft var nú gaman hjá okkur þegar við hittumst öll og spiluðum og spjölluðum og nutum þess að vera saman. Þó stundum bjátaði á eða hvessti í lífsins ólgusjó var jafnaðargeð þitt og æðruleysi hið sterka haldreipi. Það er gott á svona stundum að eiga minningar að orna sér við, þær eru margar og góðar eftir langa vegferð saman. Allar eru þær mikils virði, hvort sem þær snúast um heimsóknir þínar til Svans frænda míns á meðan á veikindum hans stóð. Einnig vil ég skila þakklæti til Kristjáns Jónassonar fyrir ómælda hjálp og stuðning síðustu daga. Megir þú öðlast hvíld og frið þar sem þú ert núna. Þinn elskandi sonur, Egill. Elsku afi minn, aldrei hefði ég getað ímyndað mér að við ættum eftir að eiga svona stuttan tíma sam- an. Þú varst alltaf reiðbúinn til að hjálpa mér og gefa mér eitthvað sem gladdi mig hvort sem það var óumbeðið eða umbeðið. Þú gafst mér margt eins og skíði og hjól og núna síðastliðið sumar gafstu mér golfsett og fórst með mig á golfvöllinn oft á kvöldin og ætlaðir að kenna mér að spila golf enda varst þú sjálfur kominn með golf- dellu á háu stigi. Þú lofaðir að kaupa handa mér vandað golfsett ef ég stæði mig vel og fengi golfbakt- eríuna sem ég svo sannarlega fékk eftir ferðirnar með þér á golfvöllinn. Ófáar ferðirnar fórum við saman í bíó og sund og fannst mér við vera orðnir mjög samrýndir og leit ég björtum augum til sameiginlegrar framtíðar okkar sem hefði getað veitt mér ómælda ánægju ef andlát þitt hefði ekki borið svona brátt að. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Megir þú hvíla í friði. Þinn Stefán Barði. Kæri frændi. Það var mikið áfall að frétta um andlát þitt. Mig langar að þakka þér fyrir þann hlýhug og hjálpfýsi sem þú sýndir mér og fjöl- skyldu minni. Það verður sjálfsagt erfitt fyiir fjölskylduna að átta sig á þíns að horfa á fótbolta, ferðalög saman eða innlit til þín í bílskúrinn þar sem þú geymdir fallega bílinn þinn. Jólin voru alveg kapítuli útaf fyrir sig, þegar þrjár kynslóðir hitt- ust til að eiga saman gleðistund. Mikið var nú oft gaman þá. Þú varst alltaf boðinn og búinn að rétta öðrum hjálparhönd án þess að búast við miklum launum fyrir vik- ið. „Gerðu öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér“ var án efa þitt lífsmottó. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að deila ævinni með þér, án þess værum við öll fátækari. Nú tilheyrir þú eilífðinni, Dottinn blessi þig, elsku Ari. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Svanhildur, Árni, Þórdís, Þórhallur og Svanur. Er ég og sonur minn komum til landsins, eftir skamma dvöl erlend- is, barst okkur sú fregn að Ari frændi væri dáinn eftir skamma sjúkrahúslegu. Var mér að vonum mjög brugðið, því þó svo að ég hefði heyrt hvert stefndi bjóst ég við að hann fengi meiri tíma. Eftir stendur togstreita milli þrágandi sorgar annars vegar og léttis yfir því að hann þurfti ekki að heyja langa og kvalafulla baráttu hins vegar. En skrítið er það samt, Ari minn, að meðan ég dvaldi erlendis dreymdi mig draum. í honum komst þú til mín og sagðir mér að þú værir orðinn alheilbrigður en yrðir samt sem áður að kveðja. Satt að segja var ég búinn að gleyma þessum draumi og rifjaðist hann fyrst upp er ég heyrði fréttina af andláti þínu. Elsku Ari minn! Nú er við kveðjum þig geymum við í hjarta okkar minninguna um glaðværan og heil- steyptan mann sem öllum vildi vel og er ég þess fullviss að þér verður vel tekið hinum megin af þeim sem á undan þér eru gengnir. Megi Guð geyma þig. Jakob J. Jónsson, Jón Bragi Jakobsson. því að þú kemur ekki oftar í heimsókn. En minningin mun iifa. Páll, Guðrán, Hulda og Einar. Þá ert þú búinn að fá hvíldina eftir mjög stutt veikindi. Mig langar aðeins að minnast þín með nokkrum orðum. Fyrir tæplega fjörutíu árum hitt- ust kátir en feimnir táningar. Þú komst mér á óvart og bauðst mér í bíó eftir að hafa gefið mér hýrt auga um nokkuð langan tíma þar sem við bjuggum við sömu götu. En þegar myndinni var lokið heyrðist mikið fliss á bekknum fyrir aftan okkur. Eg vildi helst hverfa undir sæt- aröðina. Þú hafðir sagt skólabræðr- um þínum að þú ætlaðir í bíó með stelpu, tilgreindir bíóið og að sjálfsögðu mættu flestallir strákarn- ir í þínum bekk til þess að berja nýju kærustuna augum. En ég varð fljótlega ein af þessum fjöruga vina- hópi. Eitt laugardagskvöld vorum við öll á Spóastöðum ásamt öllum systkin- unum þar. Við fengum alla potta og pönnur lánaðar ásamt sleifum og ausum. Síðan fórum við öll syngjandi í gönguferð niður að gömlu brúnni á Brúará. Þar hittum við eldri hjón við hina alræmdu kröppu beygju að brúnni. Þar stöðvuðu hjónin bílinn og spurðu okkur hvort við værum svona drukkin. Þá var mér ýtt í átt- ina að bílnum af Garðari og sagt að svara. Hálfdauð af feimni sagði ég að við værum bara í svona góðu skapi og langaði til að sleppa örlítið fram af okkur beislinu. Eg sagði við Garðar manninn hennar Stennu að ég ætti eftir að hefna mín á honum fyrir þetta upp- átæki hans, dró pott sem hann var með á höfðinu niður fyrir eyru á hon- um. Eg hefði betur látið það ógert því ekki gekk vel að ná pottinum af Mig langar til að minnast Ara frænda míns með nokkrum orð- um. Eg man fyrst eftir honum á Djúpalæk, þegar ég kom þangað í sveit 5 ára gömul. Þá bjó móðir hans þar ásamt börnum sínum. Þar dvaldist ég í tvö sumur við gott atlæti. Oft rifjuðum við Ari þennan tíma upp og skemmtum okkur vel. Til okkar hér í Höfða kom Ari fyrst vorið 1973, þá kom hann beint í sauðburðinn og þar naut hann sín virkilega. Hann var mjög natinn við skepnurnar og umgengni til fyrirmyndar hjá honum. Síðan þá var hann hér svo að segja á hverju vori, einhvern tíma og einnig yfir vetrartímann ef hann átti þess kost. Það var alltaf mikil tilhlökkun hjá okkur þegar von var á Ara, sér- staklega hjá dætrum okkar og sýndi hann þeim mikla þolinmæði. T.d. einhvem tíma þegar þær voru búnar að spila „Emil í Kattholti" daginn út og daginn inn í nokkrar vikur. Þá sagði Ari bara: Það fyrsta sem maður heyrir þegar maður vaknar og það síðasta áður en maður fer að sofa, er þetta lag. Þá voru allir aðrir búnir að fá yfir sig nóg. Ari naut þess að vera í varpinu með okkur og tína dúninn, ásamt öðrum verkum sem til- heyrðu því. Ekki óraði okkur fyrir því síðla sumars, að við værum að kveðja hann í síðasta sinn. Við töluðum um að hann kæmi í rétt- irnar í haust. En skömmu áður en að því kom, fékk hann þær ömur- legu fréttir að hann væri með ólæknandi sjúkdóm og ekkert væri hægt að gera. Við þökkum þér kæri frændi og vinur fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu aó kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fýrir allt og allt. (V. Briem.) Þórdís Þórhallsdóttir og fjölskylda, Höfða. hausnum á honum. Sjaldan hef ég séð Þorfinni jafnskemmt. Egill fyrr- verandi tengdafaðir minn sá þetta allt í sjónauka frá sumarbústaðnum sem tengdaforeldrar mínir fyiTver- andi eiga og var þeim ekki síður skemmt yfir þessum aðförum. Þetta var ein sú eftirminnilegasta nótt sem ég átti með Þorfinni og frændsystkinum hans. Og það má aldrei gleymast að þótt hjónaband okkar Þorfinns hafi ekki gengið upp áttum við okkar góðu stundir og voru margar þeirra tengdar veru okkar í sumarbústaðn- um á Spóastöðum. Nú vil ég að lokum segja að ég veit að þú færð góða heimkomu og það verður vel tekið á móti þér. Að lokum vil ég færa fyrrverandi tengdaforeldrum mínum innilegar samúðarkveðjur, Agli, Dúu og Stefáni Barða. Hugo biður einnig að senda ykkur sínar samúðarkveðjur. Margrét. Látinn er um aldur fram Þorfmnur Egilsson, lögfræðingur í Reykjavík, eftir tæpa heilsu hin síðari ár, þó vissulega kæmi andlátsfregnin á óvart. Vísast var heilsa Þorfinns frænda míns tæpari en við héldum og þetta árið var honum erfitt, svo sem sjá mátti. Þorfinnur átti ættir að rekja ann- arsvegar að Spóastöðum í Biskups- tungum, þ.e. í föðurætt sína og hins- vegar í Norðfjörð, þaðan sem móðir hans kom frá Miðbæ. Þorfinnur ólst upp í foreldrahúsum í Keflavík. Hann var nokkur sumur í sveit í Miðbæ hjá þeim afa og ömmu, Jóni og Sigríði, og síðar Skúla og Jónu. Þorfinnur undi vel hag í Miðbæ, þar sem hann lærði ögn um bústörfin og rölti á eftir kúnum niður í Bergsodda. Þetta var góður tími og Við kveðjum í dag kæran vin, sem fór of fljótt frá okkur. Við minnumst ljúfmennsku hans og greiðvikni. Gaman var að sitja með honum og tala um löngu liðna atburði, oftast úr sveitinni okkar sem var honum kær. Ari var minnugur og sagði skemmtilega frá, hann var sérstak- lega umræðugóður í garð annarra. Eg minnist allra góðu áranna þegar við unnum saman hjá Olís í Breiðholti. Á vinnustað var hann vinsæll bæði hjá samstarfsfólki og viðskiptavinum. Við kveðjum hann með söknuði og hryggð í huga um leið og við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Margs er að miimast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ása og Stefán. Mig langar með þessum orðum að minnast Arinbjöms móðurbróður míns, eða Ara, eins og hann var alltaf kallaður. Hann lést á Land- spítalanum eftir stutt veikindi hinn 12. þ.m. Raunar var baráttan við vá- gestinn varla hafin er henni lauk svo snöggt, að mér vannst varla tími til að kveðja hann. Ari hafði fram á síðustu ár verið heilsuhraustur með afbrigðum og þó að hann hefði átt við hjartasjúkdóm að stríða að und- aníömu, sem læknar höfðu ráðið að mestu bót á, kom mér ekki til hugar að hann væri á fömm frá okkur svo skjótt sem raun varð á. Enda varð hjartað ekki til að svíkja hann Ara að lokum, hvorki í eiginlegri né óeiginlegri merkingu þess orðs. Krabbamein, hið hræðilega vopn dauðans, felldi hann í valinn með undraskjótum hætti. Ekki man ég hvenær ég sá Ara fyrst. Enda breytir það engu. Fyrir mér hefur Ari einfaldlega alltaf ver- ið einn af þessum föstu póstum í til- vemnni, maður sem alltaf var til staðar, án þess þó nokkurntíma að Þorfinnur var ávallt bundinn þess- um stað æskudaganna og sótti þangað flest sumur á vit frænda og vina. Mikill vinskapur var með þeim frændum Þorfmni og Skúla Jóns- syni, móðurbróður hans, sem var ljúfmenni og allir unglingar löðuðust að. Þorfinnur bauðst til þess að vera hjálparmaður Skúla 1974, þegar sá síðarnefndi þurfti að gangast undir erfiða hjartaaðgerð í London. Greiðasemi og góðar artir vom Þor- finni í blóð bornar, svo og frændrækni, og átti hann ekki langt að sækja þá eðliskosti. Foreldrar Þorfinns, þau Egill og Ásta, byggðu sér sumarbústað í landi Spóastaða uppúr 1957. Þangað sótti Þoifinnur gjarnan um helgar og í fríum. Mér var ljóst að þessi staður var honum kær og þangað sótti hann hugarró og orku til þess að mæta daglegu amstri. Honum leið vel á þessum stað. Vísast var Þorfinnur sterklega tengdur Bisk- upstungunum og kom mér ekki á óvart að hann skyldi óska þess að eiga hinstu hvíld í Skálholti. Þegar Þorfinnur 16 ára hleypti heimdraganum, fór í gamla MR í Reykjavík, bjó hann hjá Svein- björgu móðursystur sinni og manni hennar Olafi Pálssyni, sem reyndust piltinum vel á fjögurra vetra dvöl, sem foreldrar og batt hann mikla tryggð við þau. Ekki var það viðvik sem Þorfinnur hefði ekki viljað fyrir Sveinu frænku gera og veit ég að hann sýndi henni mikla natni í veik- indum er hún stríddi við á síðustu ámm sínum. Eftir menntaskólann lá leiðin í Háskólann, þar sem Þorfinnur nam lögfræði. Þar var hann í hópi góðra félaga og naut sín vel, glaðvær og veitull. Bjó um tíma í Garði. Á þess- um árum festi Þorfinnur ráð sitt. trana sér fram í sviðsljósið. Ari var einfaldlega ein af þessum hvunn- dagshetjum, sem rækta sinn garð án mikilla tilfæringa eða hama- gangs. Hann sinnti sínu af alúð, hvort sem um fólkið hans, starf eða annað var að ræða. Hann var ef- laust ekki allra, enda hlédrægur að eðlisfari, en sá sm eignaðist vináttu hans og traust, var ríkari maður á eftir. En Ari átti líka sitt skap og hafði sínar skoðanir sem hann fylgdi af festu ef þörf var á. Og sá sem vildi fá uppáskrift sem góður drengur hjá honum móðurbróur mínum, varð að sýna kosti sína í verki sem og í orði. Ef Ara mislíkaði eitthvað lét hann menn finna það án þess að vera með hávaða eða læti, fasið og látbragðið eitt nægði. < Ég hafði alltaf sérstaka ánægju af að koma við á benzínstöð Olís við Álfabakka þar sem hann vann í fjölda ára við góðan orðstír og fylgj- ast með honum og Halla „frænda" ræða landsins gagn og nauðsynjar. Að hlusta á hvernig Ara tókst að greina kjarnann frá hisminu með örfáum vel völdum orðum og hnyttnum athugasemdum var alltaf skemmtileg upplifun. Ari kvæntist aldrei og kann ég ekki skýringu á því, sérstaklega í ljósi þess að hann var stórglæsi- legur ungur maður eins og hann á kyn til. En í stað eiginkonu og barna, gaf hann ást sína þeim sem honum stóðu næst, systkinum sín-'.* um og frændfólki og hafði hann það meðal annars fyrir sið að eyða lunganum úr hverju sumri í frænd- garði fyrir norðan og austan þar sem hann dvaldist ætíð í góðu yfir- læti að eigin sögn. Er það gleðilegt að hann skyldi geta eytt síðasta sumrinu sínu á sama hátt og venja hans var. Nú þegar hann er allur, sakna ég þess mest að hafa ekki eytt meiri tíma með honum um ævina en raun varð á. En við svona atburð er mað- _ ur enn minntur á hversu mikilvægt ~ það er að sinna sínum núna, meðan tækifærin eru til staðar, því að á morgun getur það verið of seint. Ég og kona mín kveðjum Ara með söknuði. Við erum þakklát fyrir að hafa þekkt hann og biðjum al- máttugan Guð um að varðveita þennan góða dreng. Hann mun lifa í minningunni. Þórarinn J. Jónsson. Strax að lögfræðiprófi loknu hóf Þorfinnur rekstur eigin stofu. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyr- ir héraðsdómi 1967 og síðar löggild- ingu sem skipasali. Þorfinnur dvald- ist erlendis í liðlega eitt ár 1981-82 og hafði af því bæði ánægju og góða reynslu. Hann starfaði 1982-84 hjá Vélbátatryggingu Reykjaness, en þá hóf hann á ný rekstur eigin lög- mannsstofu. Þorfinnur hafði ávallt mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum, tók virk- an þátt í þeirri umræðu og hafði mótaðar skoðanir á atvinnumálum þjóðarinnar. Hann skipaði sér í flokk og vildi fi-amsókn á miðju stjórnmálanna, en vissulega lagði hann einnig mikla áherslu á einstak- lingsframtakið. Frásagnir af reynslu fyrri ára léku Þorfinni á tungu, mundi menn og atburði, ekki síst úr Norðfirði, allt aftur til barnsára. Þorfinnur hafði yndi af ferðalög- um bæði hér innan lands og erlend- is, fyrr á tímum. Hann naut tónlistar á breiðum skala og hafði góðan húmor. Börn Þorfinns fóru bæði til náms í MR og luku þaðan stúdentsprófi og það líkaði honum vel. Egill starfaði um árabil hjá Flugleiðum, en hin síðari ár hjá verktakafyrirtæki Friðjóns og Viðars í Hafnarfirði. Sigþráður eða Dúa, svo sem hún er ávallt nefnd, lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1994 og starfar hjá Reykjavíkurborg. Lífið lék ekki alltaf við frænda, og hann mátti þola verulegar ágjafir, þegar siglingin var brött. Heilsan bilaði of fljótt og aðeins 58 ára var lífsþrótturinn þorrinn. Ég votta börnum Þorfinns, sonar- syni, öldruðum foreldrum og systur, samúð mína. Friðjón Guðröðarson. *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.