Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 3^-
eins og sagt er, enda áhrifamaður í
tískuheiminum í áraraðir.
Hann var mikill fagurkeri, unni
listum. HeimOi Hrefnu og hans var
með þeim glæsOegustu í bænum.
Lengi vel á Hagamelnum og nú í
Gnitanesi. Húsið í Gnitanesi var
hannað í samvinnu við þau hjónin af
tengdasyninum Ingimundi Sveins-
syni. Er það hús svo vel útfært við
þeirra þarfir, að leitun er að öðru
eins. Allt hnitmiðað, hagkvæmt og
afburða smekklegt.
Fræg voru jólaboðin og veislurn-
ar sem þau hjónin héldu. Jólatréð
náði upp í loft, fagurlega ski-eytt,
veisluborðið bungaði út og allir
leystir út með gjöfum. Þetta var
eins og hjá kóngafólki.
Okkur langar að þakka Arnbirai
fyrir þá einstöku hjálpsemi og elsku
í garð móður Axels, Sigrúnar í
hennar þrengingum, er hún stóð ein
með fjórar dætur sínar. Þá var gott
að eiga góða að.
Að leiðarlokum vdjum við þakka
honum og Hrefnu áralanga vináttu.
Innilegar samúðarkveðjur sendum
við Hrefnu, börnum þeirra, tengda-
bömum og afkomendum.
Hann hvfli í friði.
Sigurbjörg Axelsdóttir,
Axel Ó. Lárusson.
Fyrir áratugum kynntumst við
hjónin Ambirni Óskarssyni og konu
hans, Hrefnu Karlsdóttur, og var
það allt að þakka skólabróður mín-
um og æskuvini, Ólafi Hallgríms-
son, syni Guðmunds Hallgrímsson-
ar, læknis á Siglufirði. Sá góði
drengur kvaddi þennan heim fyrir
aldur fram. Blessuð sé minning
hans.
Við andlát góðs vinar sækja óhjá-
kvæmilega á mann margar ólíkar
og ljúfar minningar frá liðnum ár-
um, já, minningar sem era í raun og
vera fjársjóður, sem aldrei getur
glatast. Seint mun mér t.d. líða úr
minni heimsókn okkar í veiðikofann
við ósa Hrófár í Steingrímsfirði
endur fyrir löndu þegar mér algjör-
um viðvaningnum var m.a. boðið að
spreyta mig á að veiða lax á flugu.
Eg stóð þarna einn á steini við árós-
inn úti í kalsaveðri á meðan Arn-
björn og gestir hans kneyfðu drykki
í hlýjunni inni í veiðikofanum og
hentu óspart gaman að klaufanum,
sem var með allt færið úti í ánni.
Loks sá einn gestanna, Sverrir Sig-
urðsson úr Sjóklæðagerðinni, sá
landskunni laxveiðimaður, aumur á
mér, kom mér til bjargar og kenndi
mér réttu tökin og endirinn var sá
að ég krækti í tvo laxa og þar með
lauk laxveiðiævintýri mínu.
Ástæðan fyrir því að þessi gamla
og ómerkOega veiðisaga mín er rifj-
uð hérna upp er aðeins sú að sýna
hvers konar mann Arbbjörn hafði
að geyma. Hann var í sannleika
sagt ávallt reiðubúinn að gera allt
fyrir vini sína og gesti. Hann var
með öðrum orðum gestgjafi af guðs
náð, höfðingi í lund, einkar hlýr í
viðmóti, kíminn í betra lagi og fag-
urkeri fram í fingurgóma eins og
heimili þeirra hjóna ber ótvírætt
vitni um.
Hann kom ár sinni vel fyrir borð
á lífsleiðinni, enda gæddur óvenju-
lega miklu fjármálaviti. Hann var
sjálfstæður i öllum hugsunum sín-
um og gjörðum. Ekkert var fjarri
skapi hans en að koma sér í mjúk-
inn hjá valdhöfum í von um fyrir-
greiðslu eða fljótfenginn gróða eins
og nú er sumra manna háttur. Vin-
ur minn, Arnbjörn Óskarsson, var
glaður á góðri stundu og góðu
stundirnar munu ekki hafa verið fá-
ar í hans lífi.
Nú er Arnbjörn látinn eftir langa
og erfiða legu. Síðast þegar ég
heimsótti hann á Landakot ekki alls
fyrir löngu, sagðist hann hafa farið
þrisvar sinnum til himnaríkis, en
alltaf verið sendur jafnharðan tU
baka. Nú hefur hann loksins lagt
upp í sína hinstu ferð, sem hann
mun ekki eiga afturkvæmt úr. Hon-
um er óskað fararheilla á leiðar-
enda.
Konan mín og ég vottum vinkonu
okkar, Hrefnu Karlsdóttur, og
börnum hennar samúð okkar.
Halldór Þorsteinsson.
SIGRÚN
ÓLAFSDÓTTIR
+ Sigrún Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 7. janúar
1955. Hún lést á
heimili sínu Kvista-
landi 1, fimmtudag-
inn 15. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eni Lilja
Emilía Gunnlaugs-
dóttir húsmóðir og
Ólafur Gunnarsson
málmsteypumeistari
og sjómaður. Lengst
af bjó Sigrún og fjöl-
skylda hennar
Kópavogi.
Bræður hennar eru: Jón Þór,
bifreiðastjóri Mosfellsbæ, maki
Ólöf Högnadóttir. Gunnlaugur
Dan, skólastjóri Grindavík,
maki Stefanía Guðjónsdóttir.
Kjartan, byggingaverkamaður
Mosfellsbæ, maki Susanne
Sig-
Arni, bfl-
sljóri Reykjavík
ókvæntur. Árið 1986
giftist Sigrún Frið-
geiri Sigtryggssyni,
rafvirkja frá Breiðu-
mýri í Reykjadal.
Fóstursonur þeirra
er Ólafur ísak. Þau
slitu samvistum.
Sambýlismaður Sig-
rúnar er Einar
Óskarsson, líffræð-
ingur og kennari við
Menntaskólann við
Hamrahlíð. Sigrún
vann lengst af við sjálfstæðan
verslunarrekstur og skrifstofu-
störf, síðast hjá bóka- og blaða-
útgáfunni Fróða hf.
Utför Sigrúnar fer fram í dag
frá Bústaöakirkju og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Kveðja
Hljóð og klökk og hlý er okkar lund,
hugur ristur sárri hjartans und.
Komin hinsta kveðjustundin er
kallið hljómar, leiðir skiljast hér.
Skilning sýndir umhyggju og ást,
aldrei hjálp né fórnarvilji brást.
Velferð okkar fyrir brjósti barst,
bh'ð og trú og ráðholl jafnan varsh
Dóttir og systir okkur afar kær,
frá innstu rótum þakkarrósin grær.
Lýsa mun um lífs ófarinn stíg
ljúf og fógur minningin um þig.
Hinsta kveðja frá
foreldrum.
í fáum orðum langar mig til að
kveðja þig, elsku systir.
Það þrek og sá lqarkur sem þú hef-
ur sýnt undangengna mánuði lýsir
best þinni persónu. Ekki skorti vilj-
ann né kjarkinn til að brjóta á bak
aftur þann skelfilega vágest sem
skyndilega knúði dyra og náði síðan
yfii-höndinni.
Minningar streyma um hugann og
með þeim fyrstu eru hversu ákveðnar
skoðanir þú hafðir á því hvernig ég
væri klæddur í það og það skiptið,
hversu viðræðugóð þú varst, hversu
gott var að leita til þín þegar eitthvað
bjátaði á og þegar sest var niður yfir
kaffibolla var ávallt komist að ákveð-
inni niðurstöðu um framvindu mála
og hvert næsta skref yrði.
í gegnum tíðina hefur þú á ótrúleg-
an hátt staðið af þér óveður og breytt
því í andstæðu sína með ákveðni og
þrautseigju. Ég þakka þær stundir er
við höfum átt saman í gleði og sorg,
þú ert og verður ávallt besta systir í
heimi.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið,
þar lýsandi stjömur skína.
Og birtan himneska björt og heið,
hún boðar náðina sína.
En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilifú minningu þína.
Elsku Óli, megi algóður guð varð-
veita þig og veita þér styrk í sorg
þinni.
Sigtryggur Árni.
Við viljum minnast okkar kæru vin-
konu. Nú er hennar baráttu lokið. Við
kynntumst fyrir tæplega tuttugu ár-
um er við unnum allar saman í Póst-
gíró og höfum æ síðan haldið hópinn.
Sigrúnar verður sárt saknað úr
saumaklúbbnum okkar því það brást
aldrei að hún væri hrókur alls fagnað-
ar. Þvílíkum frásagnarhæfileika höf-
um við aldrei kynnst, við fengum
munnherkjm- og magakrampa af
hlátri yfir lýsingum hennar á hinum
ýmsu viðburðum - og þá var ekki
hlegið að ófóram annarra, heldur
ávallt að hennar eigin glappaskotum
og því sem hana hafði hent, nei, hún
tók sjálfa sig svo sannarlega ekki of
alvarlega. Við brölluðum mikið sam-
an, jafnt innanlands sem utan á liðn-
um árum, nú verður skai’ð fyrir skildi
í ferðunum okkar.
Sigrún var alltaf mikfl barnagæla
og laðaði að sér bömin okkar. Því
varð það mikil hamingjustund í lífi
Sigrúnar og Friðgeirs þegar þau
fengu Óla í fóstur, þá tæplega tveggja
ára gamlan. Óli varð æ síðan sólar-
geislinn í lífi Signínar.
Líf hennar var sveiflukennt - skipt-
ust á tímabil mikilla erfiðleika og
ákafrar hamingju. Sigrún var glæsi-
leg, hún hafði drottningarfas og
heima hjá henni vai- alltaf allt svo fal-
legt. Hún bjó sér yndisleg heimili
hvort sem umgjörðin var víð eða
þröng.
Áinn með Einari voru hamingjurík.
Mikið var um ævintýri og ferðalög.
Hún ljómaði af gleði og kátínan ein-
kenndi allt þeirra samband þar til
baráttan við sjúkdóminn hófst fyrir
tæpu ári. Lífsþrótturinn sem hafði
ávallt einkennt allt hennar líf braust
nú íram á nýjan hátt í baráttunni við
hinn illvíga sjúkdóm. Hún gafst aldrei
upp og barðist fyrir lífi sínu til hinstu
stundar. Kjai-kur hennar var ótráleg-
ur. Sigrán sá björtu hliðamar þar
sem við gestkomandi sáum bara
svartnætti - þá gat hún hughreyst
okkur og jafnvel gert að gamni sínu.
Við vottum ástvinum og aðstand-
endum öllum okkai- dýpstu samúð.
Megi minningin um yndislega konu
veita okkur öllum styrk í sorginni.
Nú ertu leidd, mín jjúfa
lystígarð drottíns í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna fri;
við guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
(Hailgrímur Pétursson.)
Vinkonur úr saumaklúbbnum.
Það er komð að leiðarlokum, þótt
vitað væri að hverju stefndi kom lát
hennar mér í opna skjöldu. Af hetju-
skap, dugnaði og ósérhlífni barðist
hún fram á síðustu stundu gegn þeim
alvarlega sjúkdómi sem er banamein
alltof margra í dag. Minningarnar
hafa streymt gegnum huga mér síð-
ustu daga. Við Sigrán kynntumst
fyrst fimmtán ára gamlar, fyrir tutt-
ugu og sjö árum, í Kópavogi. Við náð-
um strax vel saman og varð hennar
heimili mér sem annað heimili. Ég
kem úr stórri fjölskyldu en í gegnum
Sigránu stækkaði hún enn frekar því
hennar fjölskylda varð líka mín.
Þetta voru árin þegar við voram að
byrja að fara út á lífið og kannski
ekkert of öruggar með okkur, stóð-
um fyrir framan spegilinn, mátuðum
fót og skiptum og skiptum svo aftur
endalaust og Lilja, mamma hennar
Sigránar, var ekki uppi að horfa á
sjónvarpið heldur sat hjá okkur og
skemmti sér yfir aðfórunum. En vin-
átta okkar gekk ekki bara út á það að
standa fyrir framan spegilinn og
skipta um föt, ævintýraþráin blund-
aði í okkur báðum. Við vorum ekki
nema sextán og sautján ára þegar við
vorum búnar að sannfæra Lára
ömmu mína sem bjó í Silkiborg um
að það væri gráupplagt að við mynd-
um koma til hennar og vinna á
sveitahótelinu sem hún vann á. Þar
voram við í tæpt ár og héldum ömmu
minni við efnið þegar við vorum að
skríða inn um gluggann í morgunsár-
ið eftir ævintýri næturinnar. Næstu
árin snerast í kringum það að vinna
sér inn fyrir næstu ævintýraferð, við
fórum aftur til Silkiborgar og til Ital-
íu. Okkur fannst svo spennandi að
vera á Italíu að við réðum okkur í
vinnu hjá Utsýn og vorum heilt sum-
ar á Lignano. Sigrán fór líka til
Spánar og vann þar eitt sumar sem
bamfóstra. Þá var ævintýraþránni
svalað í bili og við tók alvara lífsins.
Við fengum okkur fasta vinnu hér
heima, Sigrán fór að vinna hjá Sam-
bandinu og ég hjá Sjónvarpinu.
Sigrán var jafnan stór hluti af lífi
mínu. Hún var viðstödd fæðingu
yngsta sonar míns og var ógurlega
montinn af því að fá að vera fyrst til
þess að baða hann. Sigrán var ein-
staklega bamelsk og nutu bræðra-
böm hennar og börnin mín kærleika
hennar og að sjálfsögðu hennar eigin
sonur Ólafui- ísak. Það var mikil
gleðistund þegar Sigrán eignaðist
hann. Það er ekki auðvelt fyrir hann
að horfa á eftir mömmu sinni svona
ungur en Sigrán hlúði svo vel að hon-
um og hafði svo mikið að gefa að ég
trái því, elsku Óli minn, að þú getir
sótt í kærleik hennar og styrk, kraft
til að takast á við lífið. Elsku Einar
og Óli ísak, guð gefi ykkur, foreldr-
um Sigránar, bræðrum og öðrum
ástvinum styrk til að takst á við sorg-
ina.
Elsku Sigrán mín, ég þakka þér
fyrir samfylgdina og vináttuna sem
var mér og fjölskyldu minni mikils
virði. Takk fyrir allt.
Guð geymi þig.
Hildur Björnsdóttir.
Elsku Didda okkar, núna ert þú
loksins orðin heil aftur og farin á veg
nýrra ævintýra í öðrum og betri
heimi. Við vitum að þú ert hjá Jesú,
laus við byrði líkamans og að þótt
ástæðan sé okkur óskfljanleg, þá er
hún verðug og mikilvæg.
Við eigum eftir að sakna þín svo
sárt, þakka þér fyrir allar frábæra
stundimar okkar, minningamar um
þig eru margar og bjai-tar. Það vora
forréttindi að fá að vera þér samferða
í gegnum áinn.
Kæra amma, afi, Einar og Óli ísak,
Guð veri með ykkur.
Lilja og Högni.
Elskuleg frænka mín og vinkona er
látin. Þjáningum hennar er lokið og
hefur hún hafið göngu sína á leið sinni
til ljóssins.
Sigrán Ólafsdóttir var einstök
kona. Hún var vfljasterk, heiðarleg,
afar glaðlynd og hlý persóna. Þegar
hún kom í heimsókn fylgdi henni
hressflegur andblær og fersklefld.
Hún hreif fólk með sér. Hlátur henn-
ar hijómaði um húsið, hún tók bömin,
knúsaði þau og kyssti og umvafði þau
kærleika.
Áhugi hennar og umhyggja fyrir
fólki, þó sérstaklega bömum, var
mjög áberandi í fari hennar. Velferð
samferðafólksins skipti hana miklu
máli. Hún ræktaði vináttuna. Á sinn
smekkvísa hátt skapaði hún það nota-
lega umhverfi sem laðaði fólk að
heimili hennar. Hún kunni þá list
gestgjafans að hlusta á gesti sína og
láta þeim líða vel. Heimili Sigránar
og Einars stóð ætíð opið fyrir fjöl-
skyldunni og vinunum, sem nýttu sér
þann kost og nutu vel.
í minningunni vora það mér hátíð-
arstundir þegar Sigrán kom norður
til Akureyrar með mömmu sinni og
bræðram á sumrin. Uppáhaldsleikur-
inn okkar vai- búðarleikur. Þá vai-
handavinnukistillinn hennar mömmu
dreginn fram og notaður sem búðar-
kassi og tölur af ýmsum stærðum og
gerðum og afrif af dagatali notað sem
peningar. Það var okkar æðsta tak-
mark að verða búðarkonur þegar við
yrðum stórar. Þetta voru sælustundir
bemskunnar.
Eitt sinn sagði Sigrán við mig. „Þú
ert stóra systir mín og ég er litla syst-
ir þín.“ Vertu sæl „litla systir“. Guð
veri með þér á leið þinni til ljóssins.
Guðrún.
Hver hefði tráað því í janúarmán-
uði sl. er sjúkdómur þinn var greind-
ur að slík væri þörfin fyrir gleðigjafa
á himnum að við fengjum aðeins að
hafa þig fram á haust.
Leiðir okkar lágu fyrst saman hjá
Hagvirki-Kletti árið 1991. Heillandi
bros þitt, hrífandi kraftur þinn og
dugnaður hreif alla. Ég sá strax að
þama fór einstök manneskja.
Lífsglaðari manneskju hef ég ekki
kynnst og þú kenndir mér að líta
alltaf á það jákvæða í fari sérhvers
einstaklings. Með orðum Heiðreks
Guðmundssonar er vel lýst þínu lífs-
viðhorfi.
Aldrei skaltu að leiðum lesti
leita í fari annars manns.
Aðeins grafa ennþá dýpra
eftír bestu kostum hans.
Geymdu ekki gjafir þínar
góðum vini í dánarkrans.
Hjá okkur var ekki talað um þig í
eintölu heldur alltaf Sigránu og Óla.
Óli var stolt þitt og líf þitt gekk út á
að þið værað saman, að þú næðir a<þ>~
gefa honum hlýju, öryggi og vera
honum góð fyrirmynd, enda hafðir þú
af svo miklu að gefa. Þrátt fyrir að
kynni okkar hafi ekki staðið nema í
sjö ár finnst mér eins og þú og Óli
hafið ávallt verið partur af minni fjöl-
skyldu.
Ófárra göngutúra, sumarbústaða-
og skíðaferða minnumst við með ykk-
ur Óla þar sem við nutum saman blíð-
viðris náttúrunnar. Ekki skipti máli
hversu brattar brekkumar vora held-
ur hitt að vera úti öll saman. Að lok-
um endaði gjaman „klessufjölskyld-
an“ eins og Óli kallaði okkur í kvöld-
verði í Suðurgötunni.
Vomótt eina 1995 hittum við Einar
og með honum fannst þú hamingjuna,
Þið áttuð saman yndislegt heimiÍT
sem var öllum opið. Þið fenguð bai'a
alltof stuttan tíma saman. Einar hef-
ur staðið við hlið þér eins og klettur í
þessari erfiðu baráttu allt þetta ár.
Við Anna Kristín gátum ekki verið
hjá þér á þeirri stundu er þú skildir
við, en með þér voram við í anda, í
kirkju á Florída og báðum Guð um að
breiða faðm sinn á móti þér.
Elsku Óli, þú áttir einstaka móður
og varst augasteinninn hennar.
Mamma vfldi hlífa þér fyrir veikind-
unum en þú fórst aldrei úr hug<x_
hennar og hún mun fylgja þér í gegn-
umallt lífið.
Ég bið Guð að styrkja Einar, Óla,
Lilju, Ólaf, bræður Sigránar og alla
aðra ástvini. Megi minningin um ftmá-
bæra unnustu, móður, dóttur, systur
og einstaka vinkonu verða sorginni
yfirsterkari.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt
GekkstþúmeðGuði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(Vald.Briem)
Sigrún Traustadóttir.
r
Þótt starfsferill Sigránar Ólafs-
dóttur hjá Fróða hf. yrði ekki langur
skilur hún eftir dýrmætar minningar
hjá okkur öllum er henni kynntumst
og með henni störfuðum. Allt frá því
að hún kom fyrst til starfa auðgaði
hún umhverfi sitt með hlýju og glað-
legu viðmóti sem varð tfl þess að hún
varð fljót að eignast allt samstarfs-
fólkið að vinum. Trámennska og
samviskusemi var henni í blóð borin
og því vart hægt að hugsa sér betri
starfsmann til þeirra vandasömu
verka, sem henni voru falin hjá
Fróða hf„ en í þeim þurfti hún að
hafa samband og eiga samskipti við
Qölda fólks víða um land. Og svo vel
var Sigránu borin sagan að viö^.
skiptavinir höfðu oftsinnis að fyrra
bragði samband við fyrirtækið tfl
þess að þakka störf hennar og lofa
fallega framkomu.
Það var okkur öllum, samstarfs-
fólki og vinum, mikið áfall er spurðist
að Sigrún hefði greinst með Ulvígan
sjúkdóm. Við fylgdumst með hetju-
legri baráttu hennar og þrá eftir að
vinna sigur í þeirri baráttu. En smátt
og smátt varð bæði henni og okkur
ljóst að baráttan myndi tapast. Það
er sárt þegar fólk í blóma lífsins, eins
og Sigrán var, fellur frá en huggun
okkar allra, sem áttum hana að vini
og samstarfsmanni, er hin góða
minning, sem hún skilur eftir með
okkur.
Við færam manni hennar, Einari
Óskarssyni, syni, Ólafi ísak Frið-
geirssyni, foreldram hennar og öðr-
um nánum innilegustu samúðar-
kveðjur. Megi góður Guð veita þeim
styrk og líkn í sorg þeirra.
Magnús Hreggviðsson.