Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 38
J88 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLADIÐ GUÐRÚN ÁSDÍS HAFLIÐADÓTTIR + Guðrún Ásdís Hafliðadóttir fæddist í Reykjavík 21. september 1936. Hún lést 17. október síðastlið- inn. Guðrún Ásdís var dóttir hjónanna Jónínu Loftsdóttur, f. 11.11. 1900, og Hafliða Hafliðason- ar, f. 12.12. 1902. Systkini Ásdísar voru: Kristján Haf- steinn, f. 10.3. 1931; Loftur, f. 26.9. 1934, og Hákon Jarl, f. 13.4. 1944, sem er lát- inn. Eiginmaður Guðrúnar Ásdís- Áki bif- f. 10.5. 1934, d. 7.7. 1990. Gunnar og Ásdís gengu í hjónaband 19. maí 1958. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Nínu Krist- ínu, f. 25.3. 1960. 2) Hafliða Gísla, f. 11.4. 1964, d. 20.10. 1985. 3) Lindu Björk, f. 2.6. 1964. Barnabörn þeirra hjóna eru níu tals- ins. Utför Ásdísar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Spes frá mér til þín elsku mamma mín Ef ég gæti ég gæti bara haft þig hjá þér nú og alltaf þá yrði lífið lífið mitt svo allt öðruvísi -2 ailt á betri veg því vegurinn er lífið oglífmittvarstþú þú gafst mínu lífi lit og litimir voru þú þú sem alltaf ert ert og aldrei gleymist annan veg þú gengur nú gangi þér allt í haginn. Þín dóttir Linda Björk Gunnarsdóttir. Ömmuljóð Lítill drengur lófa stiýkur létt um vota móóurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt. Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijústi sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undirblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Lilja, Gunnar, Hafliði, Elías, Ægir, Haukur og Bergrós. Elsku amma mín, þegar ég sit hérna og hripa niður þessi orð er mér efst í huga þakklæti fyrir að fá að vera ömmustelpan þín. Sá missir sem ég upplifi núna, nokkrum tím- um eftir andlát þitt er ólýsanlegur. Þegar ég hugsa til allra góðu stundnna okkar saman, þegar ég kom og gisti hjá þér og afa á Nes- balanum bugast ég nærri því en samt ekki alveg því þú sagðir mér að syrgja þig ekki því ef ég syrgði endalaust myndir þú verða leið í himnaríki. Þokki þinn og glæsileiki varð tíðrætt umræðuefni hjá öllum sem þig þekktu, jafnvel þegar þú varst orðin sem veikust lá við að fólk tryði því ekki að þú værir svo veik sem raun bar vitni. Alltaf varstu með lakkaðar neglur, varalit og í fallegum vönduðum fötum. Þeg- ar ég hugsa til baka man ég hve mikið ég leit upp til þín og var stolt af þér útá við. Þú og afí áttuð það fallegasta heimili sem ég hef augum litið. Þið voruð líka svo afskaplega glæsilegt par, bæði falleg að innan SIGURJON GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON + Sigurjón Guð- mundur Þórðar- son fæddist 30. mars 1922 á fsa- flrði. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 14. október V. síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þórður Þórðarson og Sigþrúður Guð- mundsdóttir. Hann kvæntist Kristínu Sigurðardóttur, f. 11. desember 1926, d. 2. mars 1991. Böm þeirra em: 1) Helga, f. 11.7. 1946. 2) Gróa, f. 2.12. 1949. 3) Þórður, f. 4.10. 1954. 4) Örn, f. 2.9. 1956. 5) Sig- þrúður, f. 10.1. 1962. Utför Sigurjóns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Dáinn er einn skólabróðir minn; við vorum saman við nám bæði í Iðnskólanum í Reykjavík og svo í Vélskóla Islands og útskrifuðumst j^946. Þaðan lá svo leiðin til skip- anna, var Sigurjón á ýmsum skipum sem vélstjóri, bæði verslunarskipum og togurum, og nokkur ár vélaeftirlitsmaður hjá Bæjarútgerð Reykja- víkur, sem um tíma gerði út 8 togara. Seinna var hann á tog- aranum Víkingi frá Akranesi, þá togaran- um Vigra frá Reykja- vík, en var seinna vél- stjóri á sanddæluskip- um frá Björgun hf. í Reykjavík. Sigurjón átti sín bemsku- og unglingsár á ísafírði, sem honum þótti ákaflega vænt um og hélt mikla tryggð við. Hann átti þrjá bræður, sem allir fóru í vélsmiðju að læra jámsmíði og allir í Vélskólann, sannir Vest- firðingar. Sigurjón kvæntist 8. febrúar 1946 Kristínu Sigurðardóttur. Faðir hennar hafði farist 1940 með togar- anum Max Pemberton. Kristín dó 1991 og var það ákaflega sár missir fyrir Sigurjón. Höfðu þau eignast fimm mannvænleg böm. Upp úr þessu veiktist hann og lamaðist, var svo í nokkur ár á Hrafnistu í Hafn- sem utan. Það var eins að það streymdi frá ykkur hlýja og um- hyggja fyrir öllu og öllum sem til ykkar komu. Þegar ég hugsa um öll þau veikindi og erfiðleika sem þú gekkst í gegnum síðastliðna tvo og hálfan mánuð hefur þú sennilega verið hvíldinni fegin. Þegar afí dó var mikil sorg í fjölskyldunni en þótt þú værir örmagna af sorg stóðstu samt alltaf teinrétt og barst höfuðið hátt. Daginn áður en þú fórst yfír til afa og Hadda fór ég ein á spítalann. Það var eins og eitthvað togaði í mig að hitta þig. Þú varst sofandi og það var svo mikill friður yfir þér að ég þorði ekki að vekja þig. Þú lást þarna eins og lítill fugl, dúðuð inn í hvítt lín á alla kanta. Þú minntir mig á lítið barn sem þyrfti að hugsa vel um. Eg stóð þarna og horfði á þig nokkrar mínútur en fór svo heim. Næsta morgun varstu öll. Þótt ég hefði reynt að undirbúa mig fyrir þetta var þetta samt áfall og þegar ég kom til að kveðja þig á spítalann brast eitthvað innra með mér. Þegar ég horfði á þig þama fannst mér eins og þetta væri ekki þú lengur, þetta var bara hulstrið og ekkert innan í. Sálin var farin til afa Hadda og pabba. Þar hafa ör- ugglega orðið fagnaðarfundir. Eg veit að við hittumst einhverntíma aftur og hver veit nema þú sért einmitt núna á meðal okkar. Alltaf þegar við afi komum úr fjöruferðum úti á nesi hafðirðu tilbúið brauð með „ramileik" og mjólk. Það varst þú sem kenndir mér að vera dama, ganga fallega og sitja rétt. En það sem stendur upp úr voru bæjarferð- irnar okkar nú síðustu ár. Alltaf varstu til í að hlusta á mínar skoð- anir og sjónarmið og oft enduðu þessar ferðir á kvöldverði á Pítunni eða KFC. Þú varst yndisleg mann- eskja og þótt ég verði hundrað ára gleymi ég aldrei „ömmulykt". Það skarð sem höggvið hefur verið nú verður aldrei fyllt, en við reynum að skakklappast áfram í gegnum lífíð án þess að þú sért hjá okkur á jörð- inni. Ég elska þig alltaf og guð geymi þig. Einsog þú sagðir alltaf áður en við Ásdís sofnuðum I love you. Þín ömmustelpa. Brynja Björk. Veturinn er að ganga í garð og haustið að kveðja með einstaklega fallegum haustlitum þetta árið. Esj- an hefur fengið sinn hvíta vetrarkoll og jörðin er hulin hvítu líni. Lokið hefur lífshlaupi sínu vin- kona mín Guðrún Ásdís Hafliða- arfirði. Þar naut hann ákaflega góðrar umönnunar og var gaman að sjá hvað starfsfólkið var honum virkilega alúðlegt alla tíð. Hann fell- ur nú skyndilega frá, en hann var alla tíð mjög hress andlega. Sigurjóni á ég upp að unna mjög gleðilegar samverustundir og árin þau voru góð. Við leigðum í tvö ár herbergi saman á skólaárunum. Ég sendi mínar hjartans alúðar- kveðjur til bama hans og tengda- barna og barnabarna. Jens Hinriksson vélstjóri. Nú þegar komið er að leiðarlok- um hjá Sigurjóni Þórðarsyni, mági mínum, langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka. Stína systir og Sigurjón gengu í hjónaband 1946 og gengu því sam- an veginn í 45 ár eða þar til að Stína lést árið 1991. Sigurjón var mér sérlega kær alla tíð enda var hann einstaklega greiðvikinn og traustur maður. Áður en ég gifti mig bjó ég í fjögur ár undir vernd- arvæng þeirra hjóna og á ég þeim mikið að þakka frá þeim tíma. Fjöl- skyldur okkar bjuggu ávallt í miklu návígi hvor við aðra og eigum við hjónin og fjölskylda margar minn- ingar um yndislegar samveru- stundir innanlands og utan sem við áttum með Stínu og Sigurjóni. Sig- urjón var mjög mannblendinn og hafði gaman af að vera á ferðinni og hitta fólk. Það varð honum því dóttir. Hún var þriðja barn foreldra sinna. Fyrir voru tveir synir. Ham- ingjan hefur verið mikil hjá foreldr- unum við fæðingu hennar. Hún Ás- dís var sannarlega óskabarn for- eldra sinna. Hún er fædd rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina. Faðirinn var vel metinn vélstjóri á farskipum Eim- skipafélagsins, sem sigldu um heimsins höf á hættutímum stríðs- áranna. Móðirin heima með börnin og uppeldið. Bernskuheimili Ásdísar var einstaklega glæsilegt, þar ólst hún upp og bar þess mót alla tíð, þar sem hún fór. Ætíð var tekið eft- ir henni sakir glæsileika og fágaðar framkomu. Lífið lék svo sannarlega við hana Ásdísi mína á sínum bernsku- og æskuárum. Hún gekk í sinn barna- skóla, fór síðan í gagnfræðaskólann á Núpi við Dýrafjörð. Leiðin lá síð- an til Danmerkur til náms í hús- stjórnarskóla eins og siður var í þá daga, að mennta stúlkur vel til heimilishalds. Ekki leið langur tími er heim á Frón var komið, þar til hjartað fór að slá örar í brjósti ungu stúlkunnar. Á vegi hennar verður ungur hár og fallegur mað- ur úr Tjarnargötunni. Hann heill- aðist af þessari háu fallegu ljós- hærðu stúlku. Þau voru svo sann- arlega glæsilegt par, hann Gunnar Áki og hún Asdís. Saman ákveða þau að ganga sitt æviskeið í blíðu og striðu. Nú taka við bestu árin hennar Ásdísar minnar. Börnin komu í heiminn hvert af öðru. Fyi’st Nína Kristín, þá Hafliði Gísli og síðan Linda Björk. Það var fal- leg fjölskylda sem fór í sunnudags- bíltúrana sína. Ávallt á fallegustu bílum bæjarins, því Gunnar Áki var bifvélavirki og þúsundþjala- smiður á bíla. Allt sem Ásdís gerði var vel gert. Hún var einstaklega nákvæm og vandvirk. Er hún stofnaði heimili sitt var það af slíkum myndarskap að við vinkonur hennar dáðumst að. Heimili Ásdísar og Gunnars Áka var ávallt með fallegustu heimilum sem komið var á. Það var alveg sama hvort um litla íbúð, eða glæsi- legt hús var að ræða, alltaf réð smekkvísi Ásdísar þar. Nú er komið að þeim kafla í lífi Ásdísar er börnin fara að vaxa úr grasi og yfirgefa móðurfaðminn. En þá var eins og góðu örlagadísirnar hennar hefðu yfirgefið hana. Nína, elsta dóttirin, hitti eiginmann sinn og haldið var glæsilegt brúðkaup en ungi eiginmaðurinn var allur innan fjögurra mánaða. Bróðir Ásdísar, Hákon Jarl, varð bráðkvaddur í blóma lífsins tveimur mánuðum síð- ar. Reiðarslagið kom stuttu síðar, einkasonurinn Hafliði deyr af slys- fórum. Síðan er eiginmaðurinn Gunnar Áki látinn 5 árum síðar eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ég veit að Ásdís mín hefur oft þurft í hjarta sínu að spyrja góðan Guð af hverju ég? Aftur og aftur varð hún að sjá á bak ástvinum sínum. Hvers vegna gerði Guð henni þetta? En hún Ásdís mín fékk engin svör. En hún var eins og björkin í storminum, hún brotnaði aldrei, nei hún bognaði ekki einu sinni. Bein í baki en drjúpandi höfði með kramið hjarta bar hún kistu einkasonarips Hafliða Gísla út kirkjugólfið. Ég held að við sem sáum það gleymum því aldrei. Nú síðsumars fannst örlagadísun- um hennar hún hafa fengið nóg af þessu jarðneska lífi okkar. Nú fær hún þann læknisúrskurð að tími hennar sé kominn, einungis nokkrir mánuðir eftir af hennar lífshlaupi. Við erum tvær saman er síminn hringir og færir henni fréttirnar. Viðbrögðin eins og við var að búast af henni. Hugsunin snýst einungis öll um dæturnar tvær og barna- börnin sem orðin eru níu. Nei, hún Ásdís mín þurfti engan stuðning né vorkunnsemi. Nú tók við barátta við erfiðan sjúkdóm. Barátta sem hún vissi fyrirfram að var töpuð. Hugsun hennar snerist öll um að gera biðina eins létta og hægt væri fyrir dætumar Nínu og Lindu. Hún var svo sannarlega sú sem gaf af sér fram á síðasta dag og ætlaðist til einskis af öðrum. Dæturnar sáu til þess að mömmu vanhagaði ekki um neitt sem mögulegt var að veita henni. Aðdáunarvert var að sjá um- önnun þeirra dag og nótt þar til yfir lauk. Ekkert var of gott fyrir mömmu. Nú er komið að leiðarlokum, elsku Ásdís mín. Svo lengi sem við lifum erum við að læra. Ég þakka þér fyrir að hafa fengið að vera vin- kona þín og að þú trúðir mér fyrir gleði þinni og sorgum. Hafi það ekki gert mig örlítið þroskaðri þá er erfitt að þroska okkur mannfólkið í þessum heimi. Nú ert þú sofnuð, elsku Ásdís mín, og eins og blómin vakna á vor- in, munt þú vakna í faðmi eigin- manns, einkasonar og annarra ætt- ingja. Fuglasöngurinn, voranganinn og sólarylurinn verður mun meiri og unaðslegri hjá þér, en sá sem við vöknum við sem lifum næsta vor. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við hjónin þig, elsku Ásdís. erfitt að missa heilsuna fyrir 4 ár- um. En þá fékk hann dyggan stuðning frá börnum sínum sem sýndu honum umhyggju í þeim erf- iðleikum sem á eftir fylgdu. En aldrei kvartaði hann undan veik- indum sínum og fram á síðasta dag var hugur í honum, m.a. lagði hann það á sig nú síðsumars að fara með vistfólki á DAS í Hafnarfirði að skoða Hvalfjarðargöngin, þótt hann væri sárþjáður. Elsku Helga, Gróa, Þórður, Örn og Dúa. Börnin hans, barnabörnin og barnabarnabörnin voru það dýr- mætasta sem hann átti. Við Grétar biðjum Guð að styrkja ykkur á sorgarstundu. Blessuð sé minning okkar ást- kæra Sigurjóns og hafi hann þökk fyrir allar samverustundirnar. Sigríður og Grétar. Með örfáum orðum langar mig að kveðja Sigurjón vin minn, sem nú er fallinn frá. Állt frá því ég kynntist Sigurjóni fyrst, 16 ára gömul, naut ég vináttu hans. Vináttu, án skil- yrða. Vináttu, fulla af væntum- þykju. Vináttu, sem stóðst tímans tönn. Vináttu, án vafa og það var dýrmætast. Vissan um að eiga alltaf vináttu hans, alveg sama hvernig og hvert lífsbrautin lagðist. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu, sem aldrei bar skugga á í 26 ár. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Guð geymi þig. Þorbjörg. Elsku Sigurjón. Margs er að minnast þegar þú eri allur. Margar ánægjustundir höfum við átt saman ásamt Stínu og fleirum á Þingvöllum í Vinarminni og í hjól- hýsinu hjá Sissu og Grétari. Þú hringdir í mig þegar ég var sem veikust og þótti mér afar vænt um það. Þegar þú lagðist inn á Hrafnistu kom ég stundum í heimsókn til þín en alltof sjaldan. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég sagði alltaf að þú værir minn uppáhalds frændi og það varst þú að öllum hinum frændum ólöstuð- um. En nokkrar ánægjustundir áttum við í sumar, t.d. er við fórum í ferða- lag saman upp í Munaðarnes og nokki'um sinnum er þú komst til okkar í mat í Faxatúnið og er það okkur ógleymanlegt. Þakka þér, Sigurjón minn, hvað þú hefur gefið mér og minni fjöl- skyldu í gegnum árin. Sjáumst. Þín einlæg, Sigþrúður. Sagt er að allra bíði sama hlut- skipti, að fæðast, lifa og deyja. Hins vegar var Sigurjón vinur minn þannig maður, að ég hélt um tíma að hann gæti upphafið þau lögmál, sem gilda um aðra dauðlega menn. Líkamlegir og andlegir kraftar hans voru svo miklir, þegar hann var upp á sitt besta, að ekki þótti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.