Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 39

Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 39 Minninguna um þig geymum við í hjörtum okkar. Guðrún Einarsdóttir, Gottskálk Eggertsson. Laufin á trjánum skipta fagurlega litum þetta haustið, grasið sölnar og blómin hneigja krónur sínar og deyja. Eftir yndislegt sumar hvolfdist haustið skyndilega yfir. En það haustaði líka snögglega í lífi As- -’} dísar Hafliðadóttur vinkonu minnar • sem lést aðeins örfáum vikum eftir þann úrskurð að hún væri dauðvona. Asdís var um margt mjög merki- leg kona. A tímamótum í lífi okkar kynntumst við fyrir nær tuttugu ár- um. Bakgrunnur okkar var þó ekki ýkja líkur en sameiginlegt áhuga- mál áttum við að mannræktarmál- um. Það var ekki komið að tómum kofunum þar sem Ásdís var því hún lagði metnað sinn í að kynna sér 9 bókmenntir varðandi málefnið og ! leita allra mögulegra leiða að frek- ari þekkingu í formi sjálfsskoðunar, fyrirlestra og námskeiða sem mögu- legt var sækja á þeim tíma. Hún var því mikill viskubrunnur þeim sem deildu þessum áhuga með henni. Hún var sannur og framúrskarandi góður vinur vina sinna. í raun finnst mér að hún hafi verið sönn og sjálfri ag, sér samkvæm í allri tilveru sinni frá því kynni okkar hófust. Það var þó • fjarri lagi að við værum alltaf sam- 9 mála um það sem bar á góma, en þó skipti það ekki máli vegna þess að hún bjó yfir þeim mannkostum að vera fullkomlega heiðarleg og ein- læg í samskiptum sínum við aðra þó svo að hispursleysi hennar þyldu ekki allir. Gagnkvæm virðing fyrir viðhorfum okkar í garð hvorrar annarrar gerði það að verkum að Sl aldrei féll skuggi á vináttu okkar. Tilveran fór ekki alltaf mjúkum höndum um Ásdísi. Áfóllin dundu á ■ henni eitt af öðru. Sagt er að tíminn græði öll sár en það er ekki rétt, missir margra ástvina með stuttu millibili markar einstaklinginn, en það hæfír minningunni um hana að hún hafi verið úr svo góðu efni gerð að hún brotnaði aldrei; var stærst þegar mest á dundi. Hún var tíguleg í fasi og smekkvís í klæðaburði svo eftir var tekið. Tein- rétt og enn gefandi til hinstu stund- ,“fj ar; glæsikona og mikill fagurkeri. V Kæra vinkona. Eg er ríkari fyrir að hafa átt þig að vini. Hafðu þökk fyrir allar gjafir þínar. Þær voru fæstar á veraldlega vísu heldur gjafir í formi þess trúnaðar og vin- áttu sem dýrmætust er. Laufey Kristjónsdóttir. manni líklegt, að til væru þau öfl sem bugað gætu manninn. Höfð- tp ingslund, góðmennska og örlæti við ™ samferðarmenn voru í góðu sam- ræmi við líkamlegt atgervi og var unun að vera samvistum við hann. Skemmtilegur bæði og fróður og fús til að miðla og leiðbeina þeim sem yngri voru og engir jafnokar. Mér voru það mikil foiréttindi að fá að eiga vináttu við hann lengi og vera vinnufélagi um árabil. Eg gæti skrifað mikinn bálk af sögum um Sigurjón, afrek hans og | ævintýri, sem ég sjálfur varð vitni að sumum. Vart hrykki þó heilt Morgunblað til þeirrai’ ritunar og er sjálfsagt betur komin í höndum rit- færari manns, en hér skrifar. Fal- legt var að fylgjast með hversu heitt hann elskaði og virti konu sína Kristínu og var það honum þungt áfall, þegar hún var kölluð burt, langt fyrir aldur fram í marsmánuði 1991. Til gamans má geta þess, að iiii Sigurjón taldi óhætt að láta vélar j skipa snúast hraðar, þegar hann var • á heimstími til Kristínar, en í annan tíma. Var hann þó með varkárustu mönnum í meðferð véla. Vinur, nú er komið að kveðju- stund og nokkrar fátæklegar línur geta aldrei verið verðugur þakklæt- isvottur fyrir allt sem þú gafst mér á samferð okkar. Ég leyfi mér þó að segja, að ég varð betri maður á við- j Sj kynningunni við þig og vona að ég hafi verið þér til nokkurrar ánægju á stundum. Nú siglir þú á nýju hafi hraðbyri, heim til Stínu. Jón Steinar. JÓN BACHMAN GUÐMUNDSSON + Jón Bachmann Guðmundsson fæddist 5. júlí 1923 í Reykjavík. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Rósa Bach- mann Jónsdóttir saumakona, f. 1888 að Steinsholti í Leirársveit, d. 1951, og Guðmund- ur Jónsson, bif- reiðasmiður, f. 1898 að Hvammi í Landsveit, d. 1977. Systur Jóns voru Guðrún Vilborg, f. 1921, hennar maður er Jónas Ey- steinsson kennari. Hallfríður, f. 1925, hennar maður er Gunnar Guðmundsson rafverktaki, og Vilborg Jóna, f. 1927, d. 1993, hennar maður var Jón Þor- varðarson bifreiðastjóri, d. 1998. Jón hóf sambúð með Ragn- Ég vil í fáum orðum minnast mágs míns Jóns Bachmann Guð- mundssonar bifvélavirkja. Það eru nú um það bil 54 ár frá því að ég hitti Jón í fýrsta sinn, þá að reyna að koma mér í mjúkinn hjá systur hans. Hann tók mér svo sem ekkert fagnandi sem vonlegt var, sveitastrák að norðan og hún uppá- haldssystir. En einhvern veginn tókst með okkur kunningsskapur fljótlega og síðan vinátta sem hefur staðið óslitið síðan. Jón var fremur dulur maður og seintekinn en þegar komið var inn fyrir ysta lagið fann maður þar hlýjan, góðviljaðan og gamansaman mann. Fyrir u.þ.b. 50 árum hafði Guð- mundur faðir Jóns frumkvæði að því að við hófum byggingu húss í Nökkvavogi 15 hér í borg. Húsið var fjórar íbúðir og verkstæðispláss í kjallara. Þetta var stórhuga fram- kvæmd á þeim tíma og sýndi fyrir- hyggju og áræði Guðmundar þegar bókstaflega næstum allt var reyrt í fjötra og skömmtun á öllum sviðum. Sækja þurfti um leyfi til skriffinn- anna um næstum allt er gera þurfti, þá blómstraði fyrirgreiðslupólitík á öllum sviðum. Við bygginguna vann svo fjölskyldan næstum öllum frí- stundum þar til húsið var komið upp. Þá var ekki hægt að hringja í steypustöð og panta steypu í eitt stk. hús og greiða með plastkorti eða eftir minni. Það voru ófáar ferð- ir sem Jón fór upp á Kjalarnes að sækja sjávarmöl og sand í húsið og öllu var mokað með handafli upp á bflinn. Að moka sjávarmöl með handskóflu upp á bfl myndi enginn láta bjóða sér í dag, (jafnvel ekki rússneskir verkamenn). Ég fór í nokkrar ferðir með Jóni að sækja möl, í þeim túrum kynnt- umst við allvel, spjallað var um lífið og tilveruna og margt gert sér til gamans. Þar kynntist ég nýrri hlið á Jóni. Á þessum árum hóf Jón sambúð með Ragnheiði Magnúsdóttur og eignuðust þau soninn Magnús. Sam- búðin gekk ekki upp og slitu þau samvistum og fylgdi sonurinn móð- urinni eins og oft vill verða. Ekki er að efa að þetta hefur verið sárs- aukafullt eins og ætíð þegar til slíks kemur. Magnús er í sambúð með Eddu Pálsdóttur og eiga þau þrjá syni og tvö barnaböm. Jón hóf strax kornungur að vinna með fóður sínum við bílaviðgerðir en Guðmundur var eins og þeir sem til þekkja vita snillingur á þessu sviði og reyndar í hverju er hann tók sér fyrir hendur, þannig að það hafa verið forréttindi að fá að læra hjá honum. Jón gerðist bifvélavirki og vann með föður sínum lengst af eða þar til Guðmundur hætti starf- semi, þá tók Jón við verkstæðinu og vann þar þar til hann réðst til Iðn- skólans í Reykjavík sem tækjavörð- ur. heiði Magnúsdótt- ur, með henni eign- aðist hann soninn Magnús. Þau slitu samvistir. Sambýl- iskona Magnúsar er Edda Pálsdóttir og eiga þau þrjá syni og tvö barnabörn. Jón var í sambúð með Sigurlaugu M. Björnsdóttur um þrjátíu ára skeið, hún átti fjórar dæt- ur frá fyrra hjóna- bandi. Jón hóf störf strax á unga aldri hjá föður sínum við bifreiðaviðgerðir, eftir að hann hætti störfum rak Jón verkstæðið uns hann réðst til Iðnskólans í Reykjavík þar sem hann starfaði um tíu ára skeið sem tækjavörður. Útför Jóns Bachmanns Guð- mundssonar fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag kl. 15.00. Jón hafði mörg áhugamál, hann hafði mjög gaman af að ferðast um landið og þá sérstaklega um hálendið enda átti hann alltaf bfla sem voru færir í slíkar ferðir. Þá hafði hann mikið gaman af að renna íyrir fisk, það eins og margt annað hafði hann tekið í arf frá fóður sínum. Við stríddum honum oft á því að hann væri alger tækjafíkill. Hann fékk sér litla kvikmyndatökuvél áður fyrr og þegar myndbandstökuvélar komu á markað hér fékk hann sér a.m.k. eina slíka. Mikið er til eftir hann af myndum úr fjallaferðum hans svo og úr fjölskyldusamkomum. í rúmlega 30 ár var Jón í sambúð með Sigurlaugu M. Bjömsdóttur eða þar til hún lést 1991. Hún átti fjórar dætur frá fyrra hjónabandi. Síðustu ár Sigurlaugar þurfti hún að dvelja á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Sambúðin með Sigur- laugu voru Jóni hamingjurík ár, þau voru einstaklega samhent. Hún var mikil áhugamanneskja um garð- rækt og smitaði Jón af þeim áhuga enda fékk skrúðgarður Sigurlaugar viðurkenningu frá Kópavogsbæ. Þegar Sigurlaug þurfti að flytja á Sunnuhlíð sýndi Jón hvern mann hann hafði að geyma, slík umhyggju er hann sýndi henni var einstök. Á hverjum degi fór hann til hennar eft- ir vinnudag og sat hjá henni til að stytta henni stundir og þegar krafta hennar þraut reyndi hann að hjálpa henni við að matast og sat hjá henni svo lengi sem hann mátti. Jón var einlægur trúmaður, las mikið hina helgu bók þegar hann var enn í Fellsmúlanurn og maður kom til hans var bókin ætíð í nálægð og minnismiðar til uppflettingar. Við ræddum oft um lífið eftir dauðann, um betra tilverustig eftir jarðvistina, hann var efalaus. Hann kveið ekki ferðinni sem hann hefur nú hafið. Fyrir hönd aðstandenda Jóns viljum við þakka því góða fólki sem hefur annast hann á undanförnum áimm fyrir allt það sem það hefur gert til að stytta honum erfiðar stundir. Guð blessi minningu Jóns Bach- mann Guðmundssonar. Gunnar Guðmundsson. í dag 23. október þegar útför Jóns Bachmanns Guðmundssonar fer fram langar okkur systurnar að kveðja hann með nokkrum orðum og þakka honum fyrir liðin ár er við höfðum náin kynni af honum. Fyrir u.þ.b. 30 árum þegar móðir okkar og Jón, eða Nói eins og hann var oft kallaður, fóru að búa saman vorum við sumar systurnar ungar. Því var ekki að neita að nokkurs kvíða gætti meðal okkar hvernig til tækist um heimilishaldið. Sá kvíði varð fljótt ástæðulaus, því Nói reyndist okkur góður og varð vinur okkar og félagi. Skiljanlegt er að oft er erfitt að koma inn til nokkuð stórrar fjöl- skyldu eins og hann gerði. Þá ber að virða að hann varð síðar vinur og fé- lagi barna okkar systranna. En mestar þakkir á hann þó skilið íyrir hversu góður og nærgætinn hann var móður okkar. Sérstaklega þó á seinni árum hennar en hún átti við veikindi að stríða í mörg ár, fyrst heima og síðan á sjúkraheimili. Á seinni árum missti hann sjálfur heilsuna og að lokum varð hann að dvelja á dvalarheimili. Við systurn- ar fylgdumst með honum í veikind- um hans þar sem móðir okkar hvarf aldrei úr huga hans. Við systumar sendum syni hans, öðrum ættingjum og vinum Jóns innilegar samúðarkveðjur. Svala, Erna, Mjöll, Drífa og fjölskyldur. Með nokkmm orðum langar mig að minnast móðurbróður míns, Jóns B. Guðmundssonar eða Nóa eins og við kölluðum hann alltaf. Nói rak bflaverkstæði með föður sínum Guðmundi að Nökkvavogi 15. í því húsi átti ég mitt æskuheimili. Fyrstu minningar mínar um sam- skipti okkar Nóa em þegar ég fimm ára gutti, sentist fyrir hann í bak- aríið sem var þá við Langholtsveg til að kaupa vínarbrauð eða snúða með kaffinu. Fyrir snúninginn fékk ég ávalt marenskökutopp, sem var mikið lostæti í litlum munni. Við Nói urðum miklir vinir upp frá þessu, hann mjög barngóður og hafði oftast tíma til að spjalla smá- stund, enda áhugamálin nokkuð svipuð, bfladellan okkur í blóð bor- inn. Árin liðu og margar urðu ferð- imar á verkstæðið til þeirra Nóa og afa til að þiggja góð ráð. Þar vom líka margar sögur sagðar af bílum og veiðiferðum. Nói hafði mjög gaman af að skreppa í veiðiferðir og naut þá mjög fallegrar náttúm t.d í Mjóanesi við Þingvallavatn. Nói var mikill jeppkarl og átti margann jeppan í gegnum tíðina, hann hafði gaman að ferðast torfæra slóða um fjöll og firnindi. Það skiftust á skin og skúrir í lífi Nóa eins og flestra annara og sýndi hann mikla umm- hyggju og natni er lífsfommautur hans Sigurlaug veiktist af erfiðum sjúkdómi, sem hún lést úr. Á þessum tíma seldi Nói verk- stæðið sitt og hóf störf við Iðnskól- ann í Reykjavík. Upp frá þessum breytingum í lífi Nóa varð hann tíð- ur gestur á heimili okkar hjóna og var það okkur sönn ánægja. Þá var nú ýmislegt spjallað. Eitt sinn sagði hann mér sögu af kunningja sínum sem hafði farið á jeppa upp á Skjaldbreið, þetta þótti mikið afrek á þeim tíma. Nói hafði mikinn hug á að við prófuðum þetta einhvern tím- ann. Ég sagði honum að nú væri þetta lítið mál á betri jeppum og stærri dekkjum, bauð honum með í vetrarferð á Skjaldbreið. Um vetur- inn var farin mikil fjölskylduferð á jeppum og vélsleðum sem Nói próf- aði og hafði mikið gaman af þó rúm- lega sjötugur væri. Þessi ferð var okkur öllum mikil ánægja og lengi í minnum höfð, þær urðu miklu fleiri ferðirnar sem við nutum með Nóa þar á meðal í Kerlingarfjöll, Fjalla- baksleið í Landmannalaugar, Veiði- vötn og fleiri slíkar ferðir, því erfið- ara sem færið var og reyndi meira á bfla og ökumenn, því meira gaman hafði Nói af ferðinni. Þetta eru okk- ur ljúfar minningar. Nói var sér- staklega bamgóður og nutu okkar börn þess mjög að hafa frænda með í svona ferðir. Höfðu þau einnig mikla ánæju af að heimsækja frænda í Fellsmúlann meðan hann bjó þar, síðan á Arnarholt þar sem hann dvaldi síðustu árin. Hafðu þökk fyrir allt og allt, kæri frændi, blessuð sé minning þín. Friðgeir, Árný og börn. Minn kæri frændi, Jón Bach- mann Guðmundsson, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 14. þ.m. var maður, sem ég gleymi seint. Hann var hvers manns hugljúfi og ávallt reiðubúinn, efth’ bestu getu, að greiða veg allra, sem til hans leit- uðu. Hann vann lengst af að bifvéla- virkjun með föður sínum. Þegar erfitt var að fá varahluti í bifreið, sem bilaði, var oftast hægt að leita til þeirra feðga og fá ótrúlega»=.. lausnir á því, sem að var eða bilað hafði. Hagleikur þeirra feðga og út- sjónarsemi voru einstæð. Þegar við hittumst var ekki erfitt að fá gleðibros á vanga Jóns. Það var eins og maður kæmist í annan heim, gleði og glaðværðar, er við áttum tal saman. Áhyggjur hurfu ef einhverjar voru og erfiðleikar urðu auðleystir. Hann galt ávallt létt hjal með gleði og góðvild og aldrei vissi ég til að hann legði illt til nokkurs manns. Hjálpsemi Jóns og um- hyggja fyrir þeim, sem hjálpar _ þurftu með var einlæg og ótvíræðT Hún lýsti sér ekki síst á þeim tíma sem hann naut þess að halda heimili með fjölskyldu. Magnús sonur Jóns var honum mikil hugarfylling og hamingja, þótt hann gæti lítið notið návistar hans. Af ýmsum ástæðum gat ég ekki heimsótt Jón eftir að hann varð að fara á Sjúkrahús Reykjavíkur. Ef heimsókn mín hefði orðið honum einhver léttir, finn ég fyrir því að af henni gat ekki orðið. Ég hef hins vegar í huga mér hið síðasta gleði- bros hans til mín, frá því nokkru áð- ur en hann fór á sjúkrahúsið og það mun hjá mér verða. Ég sendi aðstandendum frænd^ míns, Jóns Bachmanns Guðmunds- sonar, samúðarkveðjur um leið og ég sakna góðs drengs, sem brosti við lífinu bæði í blíðu og stríðum sjúkdómsferli síðustu árin og bið honum og minningu hans Guðs blessunar. Friðgeir Grímsson. Móðurbróðir minn Jón, oftast kallaður Nói, er fallinn frá. Hann hefur strítt við veikindi undanfarin ár, en varð að lokum undir í þvf’ * stríði. Ég kynntist Nóa þar sem hann starfaði á bílaverkstæði afa í kjallara húsins sem móðurfjöl- skylda mín hafði byggt í Nökkvavogi 15. Nói var mjög barn- góður og ætíð tiibúinn til þess að aðstoða okkur með hjólin okkar og svo síðar bílana þegar við komumst upp fyrir hjólaaldurinn. Eftir að afi féll frá rak Nói verkstæðið einn í nokkur ár, en fór síðan til starfa sem aðstoðarmaður á bflaverkstæði Iðnskólans. Öll skólaverkstæði skól- ans nutu þess að þar var kominn völundur í smíðum og viðhaldi hvers konar tækja og tóla sem nota þurfti við kennsluna. Nói var einfari og vann nánasfy- allan sinn starfsferil einn, en hann var hvers manns hugljúfi í fjöl- menni. Aldrei minntist ég þess að hann skipti skapi svo sjáanlegt væri, en samt vissi ég að hann var mikill skap- og tilfinningamaður. Hann eignaðist einn son, Magnús, en ekki varð af sambúð með bams- móður. Hann kynntist samferðar- konu sinni Sigurlaugu nokkuð seint en þau voru mjög samhent og var heimili þeirra glæsilegt og ekki síð- ur garðurinn. Við fráfall Sigurlaug- ar var söknuður hans mikill og náði Nói sér aldrei almennilega á strik eftir það. Ég kom nokkrum sinnum til hans á Kársnesbrautina eftir það. Honum var mikið niðri fyrir ogC sótti mikið í biblíuna sér til halds og trausts. Nói flutti síðar til Reykja- víkur og kom nokkrum sinnum á heimili okkar Helenu eftir það. Maður varð ekki mikið var við að hann væri í heimsókn, þar sem hann sat og horfði á sjónvarpið og virtist njóta þess að vera á heimili þar sem var hávaði og skarkali af krökkum í leik og staifi, hlýjan og ánægjan geislaði af honum. Nói var tryggur og góður vinur. Við Helena og liömin kveðjum góðan mann og þökkum fyrir samfylgdina. - Guðniundur Gunnarsson. r 3lómabú3m öai^ðskom J . v/ T-ossvogskirkjwgarö / Sími. 554 0500 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.