Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
EYÞÓR
ÞÓRÐARSON
+ Eyþór Þórðar-
son fæddist á
Sléttabóli í Vest-
mannaeyjum 4. nóv-
ember 1925. For-
eldrar: Þórður
Þórðarson, skip-
stjóri í Vestmanna-
eyjum, f. 12.1. 1893,
d. 1.3. 1942, og Guð-
finna Stefánsdóttir,
f. 11.10. 1895, d. 5.5.
•> 1971. Systkini Ey-
þórs: 1) Sigríður, f.
24.3. 1921, d. 12.1.
1996. 2) Ása
Magnea, f.19.5.
1922, d. 19.12. 1931. 3) Bára, f.
23.2. 1924. 4) Stefanía, f. 20.10.
1930. 5) Ási Markús, f. 22.6.
1934. Eftirlifandi eiginkona Ey-
þórs er Svanlaug Jóhannsdóttir,
f. 26.7. 1922 í Blöndugerði, Hró-
arstungu, N-Múlasýslu. Þau
gengu í hjónaband 1. janúar
1952. Dætur þeirra: 1) Elfa, f.
29.3. 1952 í Reykjavík, kennari,
maki Jóhann B. Loftsson, sál-
fræðingur. Börn þeirra: Svan-
laug, f. 29.12. 1980, Birkir, f.
8.6. 1983, og Harpa, f. 16.6.
1986. 2) Þórey, f. 16.8. 1953,
bankastarfsmaður, Keflavík,
maki Gunnar V. Jónsson, f.
27.1. 1953, húsasmiður. Börn
þeirra: Bryndís Elfa, f. 17.9.
1977, Eva Björg, f.
30.6. 1982, og Hildur,
f. 27.7. 1985.
Eyþór lauk Barna-
skóla Vestmannaeyja
1939 og vélvirkjun úr
Iðnskóla Vestmanna-
eyja 1947. Vélstjóra-
prófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1949 og
rafmagnsdeild 1950.
Á árunum 1950-1952
vann hann í Vélsmiðj-
unni Héðni á veturna
en var á sumrin vél-
stjóri til sjós og véla-
og vinnslustjóri hjá
SR á Siglufirði og Raufarhöfn.
Vann við uppsetningu véla og
tækja í írafossvirkjun 1952-53.
Vann við verkstjórn og vélaeftir-
lit 1953-1960 á Keflavíkurflug-
velli og var undirverktaki þar við
viðhald og eftirlit á sviði kæli-
tækni 1960-1987. Var aðstoðar-
maður Jóns Böðvarssonar rit-
syóra Iðnsögu Islands 1987-88,
síðan starfsmaður í Þjóðskjala-
safni íslands til 1996. Meðstofn-
andi Sparisjóðs vélstjóra 1961.
Sat í stjórn Iðnaðarmannafélags
Suðumesja 1958-73, var formað-
ur þess 1966-73 og fulltrúi þess á
iðnþingum 1958-80. Hann var
formaður séreignasjóðs Iðnaðar-
mannafélags Suðurnesja, styrkt-
Þegar stórtíðindi verða með þjóð-
um koma fram leiðtogar sem axla þá
ábyrgð að þoka málum áleiðis. Mis-
jafnt er hvernig þeim reiðir af. Sum-
ir áorka litlu með brauki og bramli
en aðrir fara fram með hægðinni og
enginn skilur hvemig þeir komu öllu
'"í verk sem vitnaðist um gerðir
þeirra.
Nú er liðinn aldarfjórðungur síðan
heilt byggðarlag var lagt í eyði á
einni næturstund. Fjöldi fólks flýði
til meginlandsins og dreifðist um allt
land. Nokkur hluti settist að á Suð-
urnesjum og þar var fyrir Eyþór
Þórðarson sem skildi nauðsyn þess
að efla samheldni á meðal Vest-
mannaeyinga. Hann kvaddi sér því
fljótlega hljóðs og varð baráttumað-
ur fyrir kjörum þeirra. Hann stóð
fyrir borgarafundum, skemmtunum
og fræðslu þeim til handa, leiðbeindi
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐMUNDUR PÉTURSSON
vélstjóri,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfaranótt
22. október.
Alda Guðmundsdóttir, Hartvig Ingólfsson,
Friðrik Rúnar Guðmundsson, Hólmfríður Árnadóttir,
Hildur Guðmundsdóttir, Dýri Guðmundsson,
Pétur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
HJÖRTUR SIGURÐSSON,
Höfðavegi 14,
Húsavík,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 24. október kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vera Kjartansdóttir,
börn, tengdadóttir og barnabörn.
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi okkar og
langafi,
KRISTJÁN HÖGNI PÉTURSSON
frá Ósi,
verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungar-
vík, laugardaginn 24. október kl. 11.00.
Guðmunda Ó. Högnadóttir, Jón M. Egilsson,
Helga Jónsdóttir, Guðmundur Ragnarsson,
Högni Jónsson, Sunna R. Sigurjónsdóttir,
Egill Jónsson, Jóhanna Bjarnþórsdóttir
og barnabarnabörn.
arsjóðs frá 1971 og formaður
lífeyrissjóðs félagsins frá stofn-
un 1972. Hann var formaður
rit- og útgáfunefndar Iðnaðar-
mannatals Suðurnesja 1970-83.
I sfjórn Landssambands iðnað-
armanna 1973-75. í stjórn al-
menns lífeyrissjóðs iðnaðar-
manna frá stofnun 1964-96 og
formaður hans frá 1968. f stjórn
Landssambands lífeyrissjóða
1970-90. Formaður stjómar
Verkamannabústaða í Njarðvík
1970-74. Formaður félags Vest-
manneyinga á Suðurnesjum frá
stofnun 1973-1978. Formaður
Krabbameinsfélags Suðurnesja
1979-84. I stjórn Krabbameins-
félags íslands 1981-83. f stjórn
Húseigendafélagsins 1982-88. í
stjórn félags sjálfstæðismanna í
Háaleitishverfi frá 1988. For-
maður undirbúnings- og út-
gáfunefndar Niðjatals Longætt-
arinnar 1988-94. Stóð að stofn-
un félags niðja Richards Long
1994 og hefur síðan verið for-
maður þess. Hann hefur skrifað
fjöldann allan af greinum auk
bókarauka og ritgerða, einkum
úr sögu Suðurnesjabyggða, ævi-
minningaþætti, um iðnsögu,
iðnaðrmenn og húseigendamál.
Hann skrifaði Sögu Sameinaðra
verktaka 1951-1981. Hann var
sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu 1. des. 1995
fyrir fræða- og félagsstörf.
títför Eyþórs fer fram í Há-
teigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
fólki og kom því í samband við ein-
staklinga sem gátu greitt götu þess.
Hann var svo vel kynntur að honum
stóðu allar dyr opnar og þurfti sjald-
an að knýja lengi dyra áður en lokið
var upp.
I því umróti sem varð í kjölfar eld-
anna í Heimaey er mér óljóst
hvenær Eyþór birtist á sviðinu. En
frá fyrstu stundu var hann boðinn og
búinn að leggja fólki lið og sú lið-
veisla skilaði ríkum árangri. Hann
þekkti fjölmai-ga Vestmannaeyinga
og hafði einstakt lag á að leiða fólk
saman. Einhvem veginn virtist hann
vita hverjir hentuðu hverjum og
hvers mætti vænta af samstarfi
þeirra. Sjálfur var hann oftast nær
baksviðs og stýrði atburðum þaðan.
Eyþór var alltíður gestur í út-
varpsþættinum Eyjapistli eftir að
hann varð formaður Félags Vest-
mannaeyinga á Suðurnesjum. Fjall-
aði hann um ýmis þjóðþrifamál og
vakti athygli á fundum félagsins. Var
hann kallaður „Eyþór formaður" og
þótti honum það skondið og taldi að
fáir menn bæru slíkan titil hér á
landi nema þeir Mao formaður.
Sagði hann að þetta færi sér, sjálf-
stæðismanninum einkar vel. Eyþór
var einkar gamansamur. Einhverju
sinni var hann spurður hvort leitað
yrði á mönnum sem hygðust sækja
dansleik á vegum Félags Vest-
mannaeyinga. Eyþór kvað ekki saka
þótt brjóstvasinn bungaði örlítið út.
Þetta mislíkaði áfengisvarnarráði og
setti ofan í við stjórnendm-
Eyjapistils. Síðar varð Eyþór félagi í
góðtemplarareglunni.
I samtölum okkar Eyþórs kom
fram hin yfirgripsmikla þekking
hans á sögu íslensks iðnaðar og sjáv-
arútvegs. Hann kunni skil á ótrúleg-
ustu atburðum og þekkti deili á flest-
um þeim einstaklingum sem bárust í
tal. Hann fann hverjum og einum
jafnan eitthvað til síns ágætis. Bæri
einhver vandkvæði á góma var hann
jafnan með á reiðum höndum ráð
sem dugðu og voru sumar lausnir
hreint unaðslegar. Eitt sinn var til
umræðu maður nokkur sem setið
hafði lengi í stjóm félags hér á landi.
Þótti sumum félagsmönnum hann
býsna þaulsætinn og ráðríkur.
„Blessaðir, gerið manninn að heið-
ursfélaga. Þar með kippið þið honum
úr sambandi og gerið hann áhrifa-
lausan," sagði Eyþór. Hann bætti
síðan við að enginn gæti afþakkað
þann heiður að verða kjörinn heið-
ursfélagi.
Eyþór fékkst við margvísleg störf.
Lengi sinnti hann viðhaldi véla á
Keflavíkurflugvelli. Eftir að hann
hætti störfum þar vann hann við
Þjóðskjalasafn Islands. Á því sviði
voru hugðarefni hans eins og sést
best á Sögu Islenskra aðalverktaka
sem hann tók saman. Hann sinnti
ýmsum fræðistörfum á sviði sagn-
fræði og ættfræði og engum bland-
aðist hugur um vönduð vinnubrögð
hans. Það var því ekki að ósekju að
hann var sæmdur heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu.
Þegar Eyþór flutti til Reykjavíkur
ásamt eiginkonu sinni, Svanlaugu
Jóhannsdóttur, tók hann til óspilltra
málanna innan Sjálfstæðisflokksins.
Sinnti hann þar einkum málefnum
aldraðra. Hann skildi glöggt að
hagsmunir öryrkja og aldraðra gátu
farið saman og kom á góðum sam-
skiptum milli samtaka aldraðra og
Öryrkjabandalags íslands. Þannig
hélt hann áfram að leggja góðum
málum lið.
Eyþór hafði þann sið að heim-
sækja aldraða Vestmannaeyinga og
+
Ástkær systir okkar, mágkona og frænka,
SONJA HÓLM INGIMUNDARDÓTTIR
leiðsögumaður
frá Lækjamóti,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 22. októ-
ber.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 28. október kl. 15.00.
Elín R. Líndal, Þórir ísólfsson,
Jónína Líndal, Guðmundur Pálmason,
Anna Líndal, Magnús Tumi Guðmundsson,
Grétar Á. Árnason, Sesselja Stefánsdóttir
og systkinabörn.
+
Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir,
JÓN ÓSKAR,
rithöfundur,
lést á heimili sínu, Ljósvallagötu 32, þriðjudaginn 20. október.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 28. október kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameins-
félagsins og Minningargjafasjóð Landspítalans.
Kristín Jónsdóttir,
Una Margrét Jónsdóttir, Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson.
Lokað
Vegna útfarar SIGRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR verða skrifstofur okk-
ar lokaðar frá kl. 14.00 í dag, föstudaginn 23. október.
Fróði hf.
lét sér annt um hag þeirra. Hann
hafði einnig þann góða sið að heim-
sækja vini sína og sitja lengi á tali
við þá. Síðastliðið sumar heimsótti
hann móður mína, Guðrúnu Stefáns-
dóttur, en hún hafði orðið níræð þá
fyrir skömu. Á efth’ heiðraði hann
okkur hjónin með nærveru sinni og
enn var sest að spjalli um sagnfræði
og skyld mál. Tíminn leið fljótt og
fyrr en varði var komið að skilnaðar-
stund. Svo undarlega brá við þegar
hann kvaddi okkur hjónin að hann
fór að tala um að nú væri hann búinn
að velja tónlist í útfór sína. Skipt-
umst við á nokrum gamanorðum um
þessi mál og bað ég hann að minna
eiginkonu mína á mitt tónlistarval ef
hann lifði mig. „Til þess kemur von-
andi ekki, Arnþór minn,“ sagði hann
með sínu hýra viðmóti. Við kvödd-
umst síðan og hétum því að nú skyldi
verða skemmra milli heimsókna._
Enginn veit sitt endadægur. Óháð
er aldri hvenær menn eru kvaddir
héðan. Sumir eldast að árum og anda
en aðrir eru síungir. Eyþór var einn
þeirra ungu manna sem áttu svo
mörgu ólokið því að hugurinn var sí-
starfandi. Fjölskylda hans hefur
mikið misst. Horfinn er á braut ljúf-
ur vinur og glaðvær samferðamaður
á vegi lífsins. Eyþór var vammlaus
maður. Verður hann mörgum
harmdauði.
Arnþór Helgason.
Elsku afi.
Okkur kom alltaf vel saman, sama
hvað það var, en það var sérstaklega
þrennt sem okkur þótti báðum svo
gaman að tala um: heimildir, fjármál
og bílar. Við gátum talað um þessi
mál endalaust og alltaf varst þú jafn
elskulegur og tilbúinn til að hjálpa
mér og fræða.
Manstu þegar við vorum að koma
úr boðinu hjá Þóreyju og þú tókst
mig í fræðsluferð um Keflavík og
Njarðvík? Þá sýndirðu mér hvar þú
hafðir búið og einnig allar merkileg-
ustu byggingarnar. Það er nokkuð
sem ég mun aldrei gleyma. Þú sagðir
mér frá ríka fólkinu á Islandi, hvaða
fólk það væri og hvemig það hafði
aflað sér fjár. Þú sagðir mér hvar og
hvernig þú hafðir eignast það gríðai'-
lega heimildasafn sem þú skilur eftir
þig og allt um ameríska bíla.
Þakka þér fyrir hvað þú varst
duglegur að hjálpa mér að afla mér
heimilda þegar ég átti að skrifa rit-
gerðir. Mér er það minnisstætt eitt
sinn þegar ég ætlaði að skrifa rit-
gerð um skipið Goðafoss og hringdi í
þig og spurði hvort þú ættir ein-
hverjar heimildir um það. Þú sagðist
ætla að athuga það og varst mættur
eftir tíu mínútur með fulla skjala-
tösku af bókum og blöðum um skip-
ið.
Alltaf varst þú til í að keyra eða
sækja mig og vini mína, hvort sem
klukkan var 9 um morgun eða 11 um
kvöld, alltaf varstu mættm-. Svo
þegar við vorum komnir á leiðar-
enda þakkaðir þú mér fyrir að
hringja í þig og leyfa þér að keyra
mig, svo elskulegur varstu, og
ávannst þér þar með virðingu og
væntumþykju vina minna, eins og
allra þeirra sem þú kynntist. Núna
ertu víst farinn til himna. Þú átt svo
sannarlega skilið að fá hvíld, en ef
ég þekki þig rétt ertu strax farinn
að flokka skjöl og skýrslur hjá Guði.
Afi minn, þú gafst mér eins mikla
ást og umhyggju og einn maður get-
ur veitt öðrum og ég mun alltaf
minnast þín sem afans sem fannst
ekkert of mikið, dýrt eða hallæris-
Persónuleg,
alhtiða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/