Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK A Isafjörður Tvö snjóflóð féllu TVÖ snjóflóð féllu síðdegis í gær. Kom annað flóðið úr Eyr- ai'hlíð og féll á veginn milli ísa- fjarðar og Hnífsdals, og hitt flóðið féll skammt frá Arnar- neshamrí við Súðavík. Að sögn lögreglunnar á Isa- fírði féll flóðið við Súðavík um klukkan 17 í gær og myndaði það um tveggja metra háa skafla á veginum. Strax var hafist handa við að ryðja veginn og var hann opnaður aftur um klukkan 21 í gærkvöld. Flóðið úr Eyrarhlíð var held- ur minna og var vegurinn rudd- ur á u.þ.b. hálfri klukkustund. Ekki hefur verið gefin út aðvör- un um snjóflóðahættu, og var reiknað með því að vind lægði með nóttinni fyrir vestan, en þar var mikill vindur og úr- koma. Laun á almennum vinnumarkaði hafa hækkað um 7,2% á einu ári Tvöfalt meiri hækkun hjá opinberum starfsmönnum LAUN opinberra starfsmanna og bankamanna hafa að meðaltali hækkað nær tvöfalt meira í ár en laun á almennum markaði sam- kvæmt mælingum launavísitölu Hagstofu Islands, sem birtar voru í vikunni. Frá ársmeðaltali síðasta árs til þriðja ársfjórðungs í ár hafa laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkað um 14% að meðal- tali, en á sama tíma hafa laun á al- mennum markaði hækkað um 7,2% að meðaltali. Launavísitalan í heild hefur hins vegar hækkað um 9,9% á þessu tímabili. Það sem af er þessu ári hefur vísitala launa á almennum mark- aði, þ.e. á milli 1. og 3. ársfjórð- ungs, hækkað um 0,6%, en á sama Laun heil- brigðisstétta hafa hækkað mest í ár tíma hefur vísitala launa opinberra starfsmanna og bankamanna hækkað um 3,3%. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofu Islands eru það einkum launahækkanh- heilbrigðisstétta um mitt þetta ár sem hafa áhrif nú til hækkunar á vísitölunni, auk þess sem úrskurðir kjaranefndar um hækkanir til handa einstökum stéttum, eins og prófessorum, hafa einnig áhrif. Þá hafa þeir aðlögunarsamning- ar sem ríkið hefur gert við starfs- menn sína á undanförnum misser- um í framhaldi af kjarasamningum á síðasta ári einnig haft áhrif, en áhrif einstakra samninga í þeim efnum eru mjög mismikil. Ef litið er lengra aftur í tímann og borin saman launaþróun á al- mennum markaði og hjá opinber- um starfsmönnum kemur í ljós að launavísitalan hefur hækkað að meðaltali um 33,75% síðastliðin tæp sjö ár eða frá því í ársbyrjun 1992. A sama tímabili hafa laun á almennum markaði samkvæmt mælingum vísitölunnar hækkað um 28,3% og laun opinberra starfsmanna og bankamanna um 42,5%. Drykkja kvenna eykst ÖLL aukning á áfengisneyslu lands- manna síðustu 25 árin er tilkomin vegna meiri drykkju kvenna. Drykkja karla hefur lítið breyst. Þetta kemur fram í skýrslu um áfengis- og fíkniefnamál á íslandi, sem gefin er út af Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörnum. í skýrslunni kemur fram að áfeng- issala jókst stöðugt frá bannárunum, þegar áfengissala á mann var innan við 0,5 lítrar af 100% alkóhóli, upp fýrir 4 lítra á mann árið 1989 þegar sala á bjór var leyfð á Islandi. Arið 1989 jókst sala á áfengi um 23% en minnkaði svo aftur til ársins 1993 en hefur verið að aukast síðan. Neysla sterkra drykkja hefur minnkað á sama tíma og neysla léttra vína og bjórs hefur aukist. Einnig kemur fram í skýrslunni að írá 1984 hefur sala á tóbaki hér á landi dregist saman um 23% og að neysla á e-töflum fylgir sama mynstiá og neysla annarra ólöglegra fíkniefna öfugt við það sem áður var talið. Veturinn minnir Morgunblaðið/RAX I Aukin/12 Niðurstöður rannsókna á þrávirkum klórkolefnum í fuglum rækilega á sig Tífalt meira magn eitur- efna í fuglum við sorphauga FYRSTI vetrardagur er á morgun og hefur vetur konung- ur heldur betur látið á sér kræla víða um land. Samgöng- ur fóru úr skorðum, einkum þó í lofti, og röskun varð á skóla- starfi. Það var kalsamt á Hellis- heiði í gær þar sem Garðar Þorleifsson flutningabílstjóri setti keðjur á bíl sinn áður en haldið var niður Kamba með þungt hlass. Til að koma keðj- unum fyrir þurfti að taka af aurhlífar og búa um þær á bíl- grindinni. RANNSÓKNIR á mengandi eitur- efnum í íslenskum fuglum hafa leitt í Ijós að fálkar reyndust mikið meng- aðir af þrávirkum klórkolefnum og fannst svipað magn PCB-efna í ís- lenskum og norskum fálkum. Einnig sýna niðurstöður úr rann- sóknum, þar sem sjónum var beint að fuglum sem fálkar veiða sér til matar, að þeir fuglar sem lifa aðeins á fæðu af landi höfðu nær ekkert magn umræddra efna í sér, öfugt við fugla sem afla sér fæðu úr sjó. Þetta kemur fram í grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag eftir fjóra íslenska vísindamenn, Ævar Peter- sen fuglafræðing, Kristínu Ólafs- dóttur lífefnafræðing, Þorkel Jó- hannesson lækni og Karl Skírnisson dýrafræðing. Frekari rannsókna þörf Greina höfundarnir m.a. frá því að rannsóknir hafí verið gerðar á send- lingum frá tveimur stöðum á land- inu, úr vestfirskum fjörum og fjör- unni neðan við gömlu sorphauga Reykjavíkurborgar í Gufunesi. „í stuttu máli voru niðurstöður þær að tífalt meira magn PCB-efna og DDT var í fuglunum úr Gufunesi en frá Vestfjörðum. Þær bentu til umtalsverðrar staðbundinnar meng- unar frá haugunum, en menn hafa óttast að slík mengunarhætta sé til staðar. Nánari athugana er samt þörf áður en fullyrt er hversu víð- tækt vandamál er á ferðinni," segir í greininni. Telja greinai'höfundar að skýringa á sjávarmengun sé bæði að leita hér- lendis og að hún berist frá útlöndum með hafstraumum og/eða lífverum. Vistkerfí þurrlendis og ferskvatns hér á landi virðast hins vegar vera mjög hrein. ■ Er íslenzk náttúra/30

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.