Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 1

Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913 252. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skammt í matar- þurrð í Rússlandi Moskvu. Reuters. RÚSSNESKA stjórnin kynnti í gær fyrirhugaðar aðgerðir gegn efnahagskreppunni og viðurkenndi jafnframt í fyrsta sinn að Rússar myndu eiga í erfiðleikum með að greiða af erlendum lánum. Pá var- aði Júrí Masljúkov, fyrsti aðstoðar- forsætisráðherra, við því að matar- birgðir í landinu væru hættulega litlar, aðeins til tveggja eða þriggja vikna. Masljúkov sagði í gær nauðsyn- legt að Rússar semdu að nýju um endurgreiðslur erlendra lána. Þeim ber að greiða 3,5 milijarða dala af erlendum lánum fram að áramótum og 17,5 milljarða dala á næsta ári. Nú þegar eru 685 milljónir dala gjaldfallnar. Vegna gengishruns rúblunnar í ágúst sl. hefur dregið svo úr inn- flutningi matvæla, að matarbirgðir landsmanna eru ríflega sexfalt minni en á sama tíma 1 fyrra, að sögn Masljúkovs. Vilja skýrslu um heilsu Jeltsíns Dúman, neðri deild þingsins, samþykkti í gær að krefjast skýrslu um heilsufar Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, sem hefur dvalist á heilsuhæji við Svartahaf frá því íyr- ir helgi. I dag mun þingið ennfrem- ur taka fyrir frumvarp um að komið verði á reglulegu eftirliti með heilsu forsetans. Ekki eru þó neinar líkur á að frumvarpið nái fram að ganga þar sem hann verður sjálfur að staðfesta það. „Mitch“ genginn yfír Mið-Ameríku og orðinn að hitabeltislægð yfír Mexíkóflóa Milljón manns heimilislaus og hætta á hungursneyð Managua. Reuters. DAUÐSFÖLL af völdum fellibyljar- ins „Mitch“, sem nú er hitabeltis- lægð á hægri ferð yfir Mexíkóflóa, voru í gær komin í að minnsta kosti níu þúsund, og örlög enn fleiri Mið- Ameríkubúa eru óljós. A að gizka þrettán þúsund manns, aðallega í Hondúras og Níkai-agva, var enn saknað í afskekktari héruð- um sem höfðu orðið harðast úti í fimm daga sleitulausu úrhellinu sem fylgdi einu mesta fárviðri aldarinnar í þessum heimshluta. Um það bil ein milljón manna missti heimili sín, flestir í Hondúras og Níkaragva, en líka í nágrannaríkjunum Gvatemala og E1 Salvador. Mexíkósk stjómvöld stóðu fyrir umfangsmestu loftbrú í sögu sinni til að reyna að koma hjálpargögnum á hamfarasvæðin og Evrópusamband- ið sagðist ætla að senda neyðarað- stoð fyi’ir 560 milljónir króna, sem bættist við þær 245 milljónir sem Bandaríkin hefðu þegar lofað. Samgöngur í rúst En það er miklum erfiðleikum bundið að koma mörgum fórnar- lömbum hamfaranna til hjálpar, þar sem vegir og brýr eru meira eða minna í rúst. „Samgöngukerfið er ónýtt að mestu leyti og margir staðir sem við náum ekki til neyðarhjálpar þurfi,“ sagði Carlos Flores, forseti Hondúras, í viðtali við sjónvarps- stöðina CNN. Hann sagði fellibylinn hafa rústað 70% allra brúa í landinu, 60% vatnsveitna og 70% landbúnað- arins. Reuters VERKAMENN að störfum við Ieifarnar af hruninni brú í Gvatemala, sem flóð af völdum „Mitch“ skolaði burt. Flóð og aurskriður eyddu um 70% akurlendisuppskerunnar, bæði í Hondúras og Níkaragva, en auk hennar eyðilagðist útsæði næsta árs að miklu leyti, auk þess sem bændui' misstu mikið af tækjum sínum og tólum. Þannig er fyrirsjáanlegur skortur á matvælum til lengii tíma. Heilbrigðisstarfsmenn óttast að kólerufaraldur brjótist út á flóða- svæðunum, þar sem lík rotna í hrönn- um í flóðvatninu. Einnig er talin hætta á útbreiðslu malaríu og bein- brunasótt þar sem moskítóflugur, sem eru smitberar þessai'a sjúkdóma, fjölga sér gífurlega í flóðvatninu. í Níkaragva bætti eldgos í fjallinu Cerro Negro gráu ofan á svart. Gjóska og hraun runnu úr fjallinu í um 30 km fjarlægð ft'á Casita-eld- fjallinu, þar sem allt að 2.000 manns fórust í aurskriðu fyrir helgina. ■ Verstu náttúruhamfarir/26 Deilan um vopnaeftirlit SÞ í Irak Urslit þing- og rikisstjórakosninga í Bandarikjunum Samkomulag um öryggisráðsályktun New York, Doha, Bagdad. Reuters. ORYGGISRAÐ Sameinuðu þjóð- anna náði seint í gærkvöldi víðtæku samkomulagi um drög að ályktun, þar sem fordæmd er ákvörðun Iraksstjómar að hætta samstarfí við vopnaeftirlitsnefnd SÞ, UNSCOM, og þess krafist að ákvörðunin verði tekin til baka skil- Bretadrottn- ing til írlands? Dublin. Reuters. MARY McAleese, forseti ír- lands, segir að landar sínir séu reiðubúnir til að bjóða Elísa- betu Englandsdrottningu vel- komna í opinbera heimsókn, fyrstu heimsókn bresks þjóð- höfðingja til þessarar fyrrver- andi nýlendu Bretaveldis síðan írland fékk fullveldi árið 1920. Er haft eftir McAleese að sú ákvörðun Elísabetar að vera viðstödd minningarathöfn í Belgíu um írska hermenn sem létust í fyrri heimsstyrjöld í næstu viku auki líkur á opin- berri heimsókn hennar. yrðislaust. Þetta hafði Reuters- fréttastofan eftir ónafngreindum embættismönnum. Bretar hyggjast leggja ályktunina fram formlega á fundi öryggisráðs- ins í dag, fímmtudag. En ráðamenn í hinum fimmtán aðildarríkjum ráðs- ins eiga eftir að fara yfir ályktunar- drögin og því gæti það dregist eitt- hvað. Cohen heimsækir arabaríki William Cohen, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, heimsótti í gær löndin á Ai-abíuskaga til að reyna að tryggja stuðning landanna þar við þær kröfur að írakar endur- skoði ákvörðun sína um að slíta sam- starfinu við vopnaeftirlitsnefndina. Hafa Bandaríkjamenn og Bretar áð- ur lýst því yfir að beiting hervalds gegn Irak sé alls ekki útilokuð. Heimsótti Cohen Kúveit, Bahrain og Qatar eftir að hafa komið fyrst við í Saudi-Arabíu þar sem hann sagðist sannfærður um að Banda- ríkin myndu hljóta þann stuðning sem þau þyrftu. Mun Cohen í dag fara til Sameinuðu arabísku fursta- dæmanna og Oman og á morgun heimsækir hann Tyrkland. Demókratar lýsa yfír góðum vamarsigri Clinton segir kjós- endur hafa tekið „framfarir fram yfir flokkadrætti“ Washington. Reuters. BANDARÍSKI Demóki-ataflokkur- inn lýsti því yfir í gær að varnarsigur hans í þing- og ríkisstjórakosningun- um sýndi að demókratar ættu í fullu tré við pólitíska mótherja sína og að bandarískir kjósendur vildu að öllu tali yrði hætt um málshöfðun til embættismissis á hendur Bill Clint- on forseta. Repúblikanar viðurkenndu að þeir hefðu farið halloka í kosningunum miðað við það sem þeir hefðu gert sér vonir um, en minntu á að þrátt fyrir allt hefðu þeir ennþá meii'ihluta í báðum þingdeildum. Að þessu sinni var kosið í 435 sæti fulltrúadeildar- innar, 34 sæti öldungadeildarinnar og embætti 36 ríkisstjóra, auk ým- issa annarra embætta í stjórnsýslu hinna einstöku ríkja. Fyrstu ummæli Clintons forseta um úrslitin voru á þá leið, að kjós- endur hefðu tekið „framfarir fram yftr flokkadrætti“, og „fólk fram yfir stjórnmál". Clinton vildi ekki tjá sig opinberlega um áhrif kosningaúrslit- anna á rannsóknina til embættismissis á hend- ur honum að öðru leyti en því að nú væru lyktir þess máls í höndum þingsins og þjóðarinn- ar. Demókrötum íjölgaði um fimm í fulltrúadeild- inni en þetta er í fyrsta sinn sem flokkur sitj- andi forseta vinnur á í kosningum sem fara fram á miðju kjörtímabili forsetans frá því 1934. Demókratar héldu sínu í öldungadeildinni og heildarfjöldi ríkisstjóra úr röðum demókrata hélzt einnig óbreyttur. Repúblikanar halda meirihluta sínum í fulltrúadeildinni með 223 sætum á móti 211 sætum demókrata og einum óháðum þingmanni. I öld- ungadeildinni héldust hlutfóllin óbreytt, 55 repúblikanar gegn 45 demókrötum. Aherzla á stefnumið Talsmenn beggja flokka settu upp ábyrgð- arsvip i fjölmiðlum í gær - demókratar til að láta ekki líta út fyrir að þeir sæju ástæðu til að hreykja sér og repúblikanar til að láta ekki bera á vonbrigðum yfir úrslitunum - og lögðu áherzlu á stefnumið sín og þörfina á að fulltrúar hennar tækju allir höndum sam- an í þágu þjóðarinnar. Demókratar, með A1 Gore vara- forseta fremstan í flokki, sögðust setja á oddinn að tryggja fjármögn- un opinbera lífeyi-istryggingakerfis- ins en repúblikanar, með Newt Gingrich í broddi fylkingar, hétu skattalækkunum þegar þingið kem- ur aftur saman í janúar. ■ Staðbundnu málin/22 Ánægja Bills Clintons forseta með úrslitin leyndi sér ekki í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.