Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fulltrúar Sjálfsbjargar ganga á fund forsætisráðherra Segja kjör öryrkja hafa verið skert FULLTRÚAR Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, gengu í gær á fund Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra og kynntu- honum kröfur samtakanna í kjaramálum fatlaðra. Fatlaðir telja að kjör þeirra hafí verið skert til muna þrátt fyrir almennt góðæri í land- inu, en samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalagi Islands hefur ör- orkulífeyrir hækkað um 17,4% á síð- ustu fimm árum á meðan lágmarks- laun hafa hækkað um 52% og launa- vísitala um 30%. „Ástæða þess að við leituðum eft- ir fundi forsætisráðherra var sú að kjaramál öryrkja eru orðin þannig að ef ekki verður tekið á þeim strax er hætt við að fátækt og efnaleysi öryrkja aukist enn svo mikið að ástandið gæti á nýrri öld orðið svip- að og í þriðja heiminum," sagði Arn- ór Pétursson, formaður Sjálfsbjarg- ar, á blaðamannafundi í gær. í kjaramálaályktun Sjálfsbjargar, sem samþykkt var á 29. þingi sam- KARI Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, segir að skoða verði ummæli Ernis Snorra- sonar geðlæknis um gagnagrunns- frumvarpið í ljósi þess að honum hafí ekki verið fundinn staður inn- an fyrirtækisins þrátt fyrir að vera einn af stofnendum þess. Skoða verði ummæli einnig í ljósi gífuryrða sem hann lét falla á að- alfundi Læknafélagsins. Jafn- framt verði að líta til þess að Ern- ir eigi viðskiptahagsmuni undir erlendu lyfjafyrirtæki sem sé í samkeppni við Islenska erfða- greiningu. „Emir Snorrason var í hópi þeirra manna sem ég hafði samráð við þegar ég stofnsetti Islenska erfðagreiningu. Það tókst hins veg- ar ekki að finna honum hlutverk innan fyrirtækisins og hann tók það töluvert næri-i sér og hefur upp á síðkastið rætt talsvert um að við viljum ekki hafa hann innan fyrirtækisins. Það er rangt að því leyti að mér þykir vænt um Emi og hefði gjaman viljað hafa hann nálægt mér og nota óhefta orku hans, en rétt að því leyti að við höf- um ekki fundið pláss fyrir hann innan þessa fyrirtækis. Það ber að skoða ummæli Emis í ljósi þeirra sárinda sem þetta hefur valdið,“ sagði Kári. Kári sagði að einnig bæri að skoða ummæli Emis um gagna- takanna í sumar og kynnt var for- sætisráðherra, er skorað á stjóm- völd að setja reglugerð um hækkun frítekjumarks, sem hækki í sam- ræmi við launavísitölu, felldar verði úr gildi reglugerðir, sem skerða eða svipta öryrkja tekjutryggingu vegna tekna maka, að atvinnuþátt- taka fatlaðra leiði aldrei til þess að ráðstöfunartekjur minnki vegna skerðingarákvæða í lögum al- mannatrygginga, lögum um félags- lega aðstoð og lögum um félags- þjónustu sveitarfélaga, að fótluðum verði tryggt jafnrétti til náms og að lokum að nægilegt framboð af hús- næði verði tryggt fotluðum á viðun- andi kjörum. Amór Pétursson sagði að forsæt- isráðherra hefði tekið fulltrúum Sjálfsbjargar vel og bætti því við að hann væri vongóður um að kjara- mál fatlaðra yrðu leiðrétt í fram- haldi af fundi með ráðherranum. „Forsætisráðherra vitnaði í stefnu- ræðu sína á Alþingi þar sem hann grunnsfrumvarpið í tengslum við önnur ummæli sem hann lét falla í ræðu á aðalfundi Læknafélagsins. Þar hefði hann haft uppi gífuryrði um sig persónulega, forsætisráð- herra og formann utanríkismála- nefndar. Hann hefði á fundinum einnig fullyrt að hjá íslenskri erfðagreiningu störfuðu 200 líf- fræðingar sem ekkert gætu og ekkert kynnu til verka og að erfða- fræðin væri gagnslaust fag. í viðræðum vegna einka leyfís á lyfi „í þriðja lagi ber að skoða um- mæli Ernis í ljósi þess að hann hefur upp á síðkastið átt í tölu- verðum viðræðum við lyfjafyrir- tæki víða um heim út af lyfi sem hann hefur einkaleyfi fyrir. Eitt af þeim fyrirtækjum sem mér skilst á Erni að hann hafi verið að ræða við er fyrirtæki sem hefur eytt miklum kröftum í að reyna að grafa undan íslenskri erfðagrein- ingu bæði hér á íslandi og erlendis vegna þess að það lítur svo á að það sé í samkeppni við okkur. Ég held að það sé þess virði að athuga hvort ummæli hans um fyrirtæki okkar eigi ekki rætur í því að hann líti svo á að hann eigi meiri hags- muna að gæta við að hjálpa þessu fyrirtæki við að grafa undan okkur en hann eigi innan þessa fyrirtæk- is.“ tók á málefnum varðandi tekju- trygginguna," sagði Arnór. „Hann virtist vera sér þess mjög vel með- vitandi hvernig tekjutryggingin virkar og hafði á hraðbergi dæmi sem hann þekkti til persónulega." Þótt Arnór segðist vera mjög von- góður um að kjaramál fatlaðra yrðu leiðrétt, benti hann hins vegar á að ríkisstjórnin, ýmsir stjómmála- menn og -flokkar hefðu komið fram með yfirlýsingar um bætt kjör fatl- aðra, en enginn hefði sagt nákvæm- lega hvernig ætti að bæta og leið- rétta kjör fatlaðra. „Margt, ef ekki flest, höfum við heyrt áður, en oft- ast hefur verið minna um efndir," sagði hann. Fatlaðir fái ekki minna en 90 þúsund á mánuði Samkvæmt því sem forsætisráð- herra nefndi við fulltrúa Sjálfs- bjargar var að samkvæmt lögum ættu bætur að hækka um áramót í samræmi við kjarasamninga, sem Búnaðar- bankinn hlítir Hér- aðsdómi STJÓRN Búnaðarbanka ís- lands mun ekki áfrýja úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um aðgang að upplýsingum um gesti í íbúð bankans í London. Bankinn hefur þegar farið eftir úrskurðinum og afhenti Hauki Hólm, fréttamanni Stöðvar tvö, umbeðin gögn í gær. Gögnin sem Haukur Hólm fékk voru afrit af minnisbókum, sem í eru skráðir þeir sem gistu í íbúðinni til 31. desember 1997, þ.e. til þess tíma sem bankanum var breytt í hlutafélag. Tveir piltar handteknir fyrir innbrot LÖGREGLAN í Hafnarfirði gómaði tvo átján ára pilta í Garðabæ aðfaranótt miðviku- dags þar sem þeir voru að brjótast inn í bifreiðir. Við handtökuna fannst meira þýfi sem piltamir höfðu komist yfir með innbrotum í bifreiðir á þessu ári. Aðallega var um að ræða hljómflutningstæki og geisladiska. Piltarnir hafa ver- ið kærðir fyrir athæfið og telst málið upplýst af hálfu rann- sóknardeildar lögreglunnar í Hafnarfirði. Kári Stefánsson um ummæli Ernis Snorrasonar Skoða ummælin í ljósi sárinda í samskiptum Morgunblaðið/Arnaldur ARNÓR Pétursson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, fyrir miðju og Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í gær. .. —' næmi rúmlega 3%. „Ég gerði hon- um grein fyrir því að ég teldi það vera of lítið og að það þyrfti að hækka gmnninn mun meira,“ sagði Arnór. í dag kemst fatlaður ein- staklingur með 75% örorku ekki upp fyrir 62 þúsund krónur frá Tryggingastofnun og sagði Arnór að sú tala þyrfti að hækka upp í a.m.k. 90 þúsund krónur. „Velflestir öryrkjar þurfa að mæta verulegum útgjöldum vegna örorku sinnar í lyfjum, þjálfun og fieira. Þá vil ég einnig að felld sé niður sú regla að öryrkjar gangi með skírteini sem veita þeim afslátt víða. Mörgum ör- yrkjum þykir minnkun að þvi að sýna örorkuskírteinin til að fá af- slátt á vöram og þjónustu, því þeir vilja taka þátt í þjóðfélaginu af jafn miklum ki-afti og aðrir.“ Arnór sagðist hafa heyrt að af hálfu heilbrigðisráðuneytisins yrði unnið að breytingum á kjömm fatl- aðra í áföngum, en sagðist ekki myndu sætta sig þá aðferð. Andlát MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON MAGNÚS Torfi Ólafs- son, fyrrverandi al- þingismaður og ráð- herra, lést á heimili sínu 3. nóvember sl. Hann var 75 ára að aldri. Magnús Torfi fædd- ist 5. maí 1923 á Lambavatni á Rauða- sandi í Vestur-Barða- strandarsýslu. For- eldrar hans voru hjónin Ólafur Sveinsson bóndi og Halldóra Guðbjört Torfadóttir húsmóðir. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1944 og var blaðamaður á Þjóðviljanum frá árinu 1945-1962, lengst af fréttastjóri erlendra frétta, og ritstjóri frá árinu 1959-1962. Hann var deildarstjóri í Bókabúð Máls og menningar á ár- unum 1963-1971 en vorið 1971 var hann kjörinn alþingismaður Reykvíkinga fyrir Samtök frjáls- lyndra og vinstrimanna og sat á Al- þingi til ársins 1978. Hann var landskjörinn þingmaður árið 1974 og sat á átta þingum alls. Magnús Torfi var menntamála- ráðherra á árunum 1971-1974 og jafnframt félagsmála- og sam- gönguráðherra í nokkra mánuði sumarið 1974. Hann var 1. varafor- seti neðri deildar á árunum 1974-1978. Eftir það var hann blaðafulltrúi ríkisstjómarinnar frá 1978-1989. Magnús Torfi var formaður Al- þýðubandalagsins í Reykjavík 1966-1967 og formaður Samtaka frjálslyndra og vinstri- manna á ámnum 1974-1982. Hann átti sæti í menntamálaráði frá árinu 1967-1971, var skipaður í stjórnar- skrárnefnd árið 1986 og var formaður stjórnar Þjóðhátíðar- sjóðs frá árinu 1986-1994. Hann var formaður sendinefndar fslands á umhverfis- málaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna árið 1972 og var í sendinefnd íslands á hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna frá 1976 til 1978. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, minntist Magnúsar Torfa við upphaf þingfundar í gær og sagði hann hafa verið víðlesinn frá unga aldri, minnugan með afbrigðum og hann hefði fljótt gerst fjölfróður um heimsviðburði fyrr og síðar. Þeir kosth’ hefðu notið sín vel í starfi blaðamanns. Hann hefði verið um fimmtugt þegar hann kom á Alþingi og settist í ráðherrastól og sagði Ólafur að hann hefði verið vel búinn undir störf sín þar. Hann hefði unn- ið að framgangi mála af hógværð og festu. Hvarvetna sem hann kom að störfum hefði hann verið vandvirk- ur og hreinskiptinn. Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Hinrika Kristjánsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. Sérblöð í dag istsmm VIÐSiaPTI MVINNULÍF HLUTABREF KEAá markað Nýtt líf /B6 GLÓBUS VÉLAVER 25% veltu- aukning Góð sala á árinu /B4 AUGLÝSING f dag fylgir 8 síðna auglýsinga- bæklingur frá Fjárfestingar- banka atvinnu- lífsins, „Kynning á útboði Fjárfest- ingarbanka at- vinnulífsins hf.“ Norrköping gerir Þórði Þórðarsyni tilboð / C1 Tap Rússa í Reykjavík kallar á uppstokkun / C1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.