Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Olafur Ragnar Grímsson um sjávarútveg í ávarpi hjá FAO
Islendingar vilja hlutverk
í alþjóðlegri stefnumótun
Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands,
heimsótti Matvæla- og
landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna í
Róm í gær og bauð þar
fram reynslu og þekk-
----------------------
ingu Islendinga til al-
þjóðlegarar stefnumót-
unar í sjávarútvegi á
næstu öld. Guðmundur
Sv. Hermannsson er
í fylgd með forset-
anum á Italíu.
„SAGA íslands á síðari hluta 20.
aldar er fordæmi um það hvemig
hægt er að breyta fátækri þjóð
bænda og fiskimanna í eitt ríkasta
og tæknivæddasta þjóðfélag í
heimi, hvemig skynsamleg og hag-
kvæm nýting afurða sjávarútvegs
og landbúnaðar getur verið gmnd-
völlur velferðar og hagsældar,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Islands, þegar hann ávarp-
aði fastafulltrúa hjá Matvæla- og
landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna, FAO, í Róm i dag.
Ólafur Ragnar var þar í boði
Jacques Dioufs, framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar, en í fyldar-
liði Ólafs Ragnars voru m.a. Þor-
steinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra, Ami Kolbeinsson, ráðu-
neytisstjóri sjávarútvegsráðu-
neytis, og Sverrir Haukur Gunn-
laugsson, sendiherra og fastafull-
trúi íslands hjá FAO.
Ólafur Ragnar sagði í ræðu sinni
að sjávarafurðir yrðu stöðugt mik-
ilvægari í fæðuframleiðslu jarðar
og viðhald fiskistofnanna væri því
ein helsta undirstaða stefnumörk-
unar um hvemig ætti að tryggja
fæðu fyrir jarðarbúa á næstu öld. í
þeirri umræðu hefðu íslendingar
margt fram að færa.
Sagði Ólafur Ragnar að fjögur
skilyrði væru sérstaklega mikil-
væg þegar rætt væri um alþjóð-
legan sjávarútveg og samvinnu
um fiskveiðistjórnun. I fyrsta lagi
yrði að ná samningum um vernd-
un þeirra fiskistofna sem færu út
fyrir 200 mílna lögsögur landa og
mjög mikilvægt væri að byggja
upp stofna sem fæm um alþjóðleg
hafsvæði.
í öðm lagi sagði Ólafur Ragnar
að afnema yrði ríkisstyrki til sjáv-
arútvegs, sem væra við lýði bæði í
þróunarlöndum og þróuðum lönd-
um. Beint samband væri á milli of
mikillar afkastagetu fiskveiðiflota
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra, Guðrún Tinna Ólafsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson forseti,
Jacques Dioufs, framkvæmdastjóri FAO, og Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra ræðast við í
hðfuðstöðvum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.
--------------—_________________
ÓLAFUR Ragnar Grímsson for-
seti ávarpar fastafulltrúa FAO
í Róm á Ítalíu í gær.
og ríkisstyrkja. Því ætti að ræða
slíka styrki sérstaklega í næstu
lotu samninga innan Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar, WTÖ.
I þriðja lagði yrði að koma á al-
þjóðlegu kerfi fríverslunar með
fisk og sjávarafurðir og afnema
innflutningskvóta, tolla og tækni-
legar viðskiptahindranir með fisk.
Þetta væri einnig mikilvægt verk;
efni fyrir næstu WTO-viðræður. í
fjórða lagi yrði að koma á alþjóð-
legu gæðaeftirlitskerfi til að
tryggja hagsmuni neytenda.
Stórt hlutverk
Islendinga
I lok ræðu sinnar sagði Ólafur
Ragnar að íslendingar teldu að
styrkja þyrfti FAO til að stofnunin
gæti sinnt betur því starfi að afla
upplýsinga og koma þeim á fram-
Morgunblaðið/Emilía
ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti og Jacques Dioufs, framkvæmda-
stjóri FAO, slá á lótta strengi í höfuðstöðvum stofnunarinnar í gær.
færi, samræma aðgerðir og vinna
að fleiri aþjóðasamningum og siða-
reglum um umgengni við höfin.
„Það er tilgangur heimsóknar
minnar hingað, með sendinefnd
sem sjávarútvegsráðherra Islands
er í, að leggja áherslu á vilja okkar
tfi að takast á hendur stórt hlut-
verk í árangursríkri og ábyrgri al-
þjóðlegri stefnumótun í sjávarút-
vegi á 21. öldinni og hvetja FAO til
að takast á hendur djarflegt leið-
togahlutverk í því starfi,“ sagði
Ólafur Ragnar í ræðunni.
Við íslenska blaðamenn á eftir
sagðist hann telja það mjög mikil-
vægt fyrir íslendinga að átta sig á
því, að þótt þeir deildu mikið um
sjávarútveg væri árangur þeima
mjög markverður þegar hann væri
skoðaður frá alþjóðlegu sjónar-
homi.
Kosningafundur
Gijjjj-jsirs Sjjgks&rjai
í kvöld kl. 20:30.
Hlégarði Mosfellsbæ.
Það vantar kraft
í kjördæmið!
„Okkur hefur tekist að leysa
mörg þau vandamál sem þjóðir
heims glíma nú við, og kannski
með því að reiða okkar reynslu
fram og vera reiðubúnir að lýsa
henni fyrir öðram eram við að
leggja meira fram til alþjóðlegrar
þróunai- en talið væri í tugmilljón-
um dala. Mannkynið stendur
frammi fyrir því að stjórn á auð-
lindum hafsins er eitt stærsta
verkefni nýrrar aldar og það eru
fáir í betri stöðu en við til að koma
með góð ráð.“
Ólafur sagði að innan Samein-
uðu þjóðanna væri vaxandi viður-
kenning á þessu mikilvæga hlut-
verki Islands og vísaði hann í því
sambandi m.a. í viðræður sínar við
Kofi Annan, framkvæmdastjóra
SÞ, fyrr á þessu ári. „Ég held þess
vegna að það sé mikilvægt að við á
íslandi, stjórnvöld, almenningur,
samtök og fyrirtæki í sjávarút-
vegi, átti sig á því að það þjónar
hagsmunum íslands að efla þetta
hlutverk. Það þjónar markaðsað-
stöðu okkar í sjávarútvegi, það
styrkir alþjóðlegt álit okkar og
það gerir okkur einnig auðveldara
um vik að ná samkomulagi við aðr-
ar þjóðir um að stýra fiskistofn-
um,“ sagði Ólafur Ragnar.
Alþjóðleg ráðstefna á íslandi
á vegum FAO?
Ólafur Ragnar sagði greinilegt
af fundum sínum með yfirmönnum
FAO í gær að hlustað væri á Is-
lendinga og menn vildu virkja
krafta þeirra meira. „Það kom
fram hjá framkvæmdastjóra FAO
að hann hefur mikinn áhuga á að
innan eins til tveggja ára verði
boðað til fundar á Islandi í nafni
FAO þar sem stefnumótandi full-
trúar, ráðherrar og aðrir úr
stjórnsýslu aðildarlandanna
kæmu til Islands til að ræða
stjórn sjávarauðlinda á nýrri öld.
Og þessir menn fengju einnig
tækifæri, til hliðar við þessa ráð-
stefnu, til að heimsækja íslensk
sjávarþorp og fyrirtæki, ræða við
sjómenn, framleiðendur, sérfræð-
inga hjá Hafrannsóknastofnun og
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Þetta væri eins konar sýnikennsla
fyrir þetta áhrifafólk frá aðildar-
ríkjum FAO sem á að móta sjáv-
arútvegsstefnuna í sínum heima-
löndum.“
Ólafur sagði að utanríkisstefna
nýrrar aldar væri annarrar ættar
en sú sem hefur ríkt á þessari öld.
„Þjóðir verða meira dæmdar af
hugmyndum sínum, árangri, fram-
lagi til efnislegrar umræðu og
reyndar einnig því siðferði og
þroska sem þær sýna við varð-
veislu auðlinda af ýmsu tagi. Þess
vegna mun framlag Islands á sviði
sjávarútvegsmála og ábyrgrar
nýtingar sjávarauðlinda hafa ríku-
leg áhrif á það hver verður sess
Islands í alþjóðlegu samfélagi. Við
verðum að byggja upp orðstír
okkar á margvíslegan hátt; bók-
menntirnar og menningin hafa
þjónað því um aldir, en ég held að
árangur vísindamanna, vísindasið-
fræði og verndun lífríkisins muni
ráða miklu um hver sess Islands
verður í alþjóðlegu samfélagi á
næstu öld. Þar er árangur okkar í
sjávarútvegi mjög mikilvægur
þáttur og því er mikilvægt fyrir
utanríkisstefnu íslands að við
ræktum þetta hlutverk."
Ábyrgar þorskveiðar
Eftir að Ólafur Ragnar hélt
ræðu sína var haldinn stuttur upp-
lýsingafundur fyrir íslensku
sendinefndina þar sem M. Hayas-
hi, aðstoðarframkvæmdastjóri
FAO, og fjórir deildarstjórar
stofnunarinnar héldu stutt erindi
um það starf sem þar fer fram.
Meðal þeirra var Grímur Valdi-
marsson, sem fjallaði um alþjóðleg
viðskipti með sjávarafurðir.
Þorsteinn Pálsson gaf þar einnig
stutt yfirlit yfir íslenskan sjávarút-
veg og þann árangur sem náðst
hefur á undanfórnum áram. Hann
notaði tækifærið og gerði athuga-
semdir við að í fréttatilkynningu,
sem FAO gaf út í síðustu viku, er
hvatt til þess að dregið verði veru-
lega úr veiðigetu fiskveiðiflota
heimsins svo hægt verði að byggja
upp fiskistofna sem eru á undan-
haldi. Eru þar sérstaklega nefndh-
þorskstofninn í Atlantshafi, ýsa og
túnfiskur á úthöfunum. Þorsteinn
sagði að íslenski þorskstofninn
væri sérstakur stofn sem Islend-
ingar teldu sig hafa stjómað veið-
um úr með ábyrgum hætti og
stofninn væri vel á vegi staddur nú.
Þorsteinn afhenti Hayashi ýms-
ar upplýsingar um íslenskan sjáv-
arútveg og fiskveiðistjórnunarkerf-
ið. Sagði Ölafur Ragnar í lok fund-
arins að því væra takmörk sett
hvað íslendingar gætu lagt fram af
fé til alþjóðlegs samstarfs, en þeir
gætu boðið fram reynslu, hug-
myndir og ráð. Og hugmyndir og
góð ráð kynnu að vera verðmætari
en peningar, þegar fjallað væri um
nýtingu sjávarauðlinda.
Opinber heimsókn hefst
formlega í dag
Dagskrá opinberrar heimsókn-
ar forseta íslands til Ítalíu hefst
formlega í dag og verður móttöku-
athöfn í Quirinale-höll, þar sem
Oscar Luigi Scalfaro, forseti ítal-
íu, tekur á móti Ólafi Ragnari. Að
því loknu heimsækir forsetinn há-
tæknifyrirtæki rétt utan við Róm,
og eftir það ræðir hann við forseta
neðri deildar ítalska þingsins. í
kvöld verður hátíðarkvöldverður
fyrir Ólaf Ragnar og fylgdarlið
hans í boði Scalfaros.