Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 10

Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Utandagskrárumræða um úrræði fyrir ungmenni í vímuefnaneyslu Akveðin verkaskipting og samræming' er nauðsynleg Neysla svokallaðra harðra og hættulegra vímuefna fer vaxandi hér á landi og ekki síst meðal unglinga undir sextán ára aldri. Þetta var rætt í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær og voru þingmenn sammála um að þessa þróun bæri að stöðva. Morgunblaðið/Ásdís ÞINGMENNIRNIR Kristín Ástgeirsdóttir og Rannveig Guðmundsdótt- ir fylgjast með utandagskrárumræðu um ungmenni í fíkniefnavanda á Alþingi í gær. Rannveig hóf umræðuna og benti á að vandinn færi vax- andi, jafnvel meðal yngstu unglinganna. RANNVEIG Guðmundsdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, hóf umræð- una á Alþingi í gær og benti á að neysla áfengis, hass og harðra vímu- efna eins og amfetamíns hefði farið vaxandi hér á landi meðal unglinga, jafnvel meðal yngsta aldurshópsins. „Þetta er baksviðið á velferðar- kerfinu íslandi," sagði hún og full- yrti að stjómvöld hefðu ekki fylgt eftir áætluninni um ísland án eitur- lyfja með nauðsynlegu fjánnagni. „Mér fínnst mark- mið ríkisstjórnar- innar um fíkni- efnalaust ísland vera að snúast upp í andhverfu sína miðað við það ástand sem blasir við í dag.“ Rann- veig benti auk þess á að átta mánaða bið væri eftir greiningar- meðferð fyrir böm og unglinga og tólf mánaða bið eftir langtímameð- ferð. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra sagði það rétt að vímuefna- vandinn væri alvarlegasta vanda- málið sem við væri að etja í félags- og heilbrigðismálum hér á landi. Hún fullyrti hins vegar að engin rík- isstjórn hefði lagt jafn mikið fé til forvarna og úrræða vegna fórnar- lamba vímuefna og sú sem nú væri við völd. „Aukningin er á þriðja hundrað milljóna króna á tveimur árum. Aðgerðirnar staðfesta stefn- una. Starfsemi tollgæslu og lögi-eglu hefur verið samhæfð. Fjölskyldu- miðstöð hefur verið komið á fót í Reykjavík. Félagasamtök njóta stuðnings umfram það sem áður var og samtök foreldra og nemenda hafa verið virkjuð,“ sagði hún meðal ann- ars og sagði síðar að þessi stefna skilaði sér hægt og bítandi. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra benti einnig á að í mennta- málaráðuneytinu hefði fjölmargt verið gert á undanförnum árum til að stuðla að aukinni fræðslu um vímuefni og afleiðingar þeirra. „Einnig hefur verið lögð áhersla á forvarnarstarf almennt í samvinnu ólíkra aðila innan skólakerfisins. Bú- ast má við að á næstu árum muni þessi fræðsla styrkjast til muna vegna áherslna í nýrri skólastefnu," sagði hann meðal annars. Mikilvægt að efla barnaverndamefndir Páll Pétursson félagsmálaráðherra fullyrti að ríkisstjórnin væri að reyna að bregðast við aukinni vímu- efnaneyslu í þjóðfélaginu og að verið væri að kanna ýmsar leiðir til að mæta vímuefnavandanum. Hann benti m.a. á að það væri vandamál hve greining ung- mennanna tæki langan tíma eða um þrjá til fjóra mánuði og sagði að ef greiningar- tíminn væri stytt- ur mætti stytta biðlistana eftir meðferð. „Ég tel að það ætti að vera hægt að sjá á styttri tíma hvaða ungmenni þarfnast langtímameð- ferðar," sagði hann og bætti við: „Og við ættum að reyna að leggja áherslu á að fjölga langtímameð- ferðarúrræðunum svo sem frekast er kostur," sagði hann. í máli ráð- herra kom einnig fram að hann teldi það mikilvægt að efla barnaverndar- nefndir og reyna að láta þær starfa með „sem allra faglegustum hætti“. Um þriðjungur þingmanna tók til máls í umræðunum í gær og voru allir sammála um alvöru þeirrar þróunar sem ætti sér stað hér á landi varðandi neyslu vímuefna. Hins vegar töldu sumir að bregðast mætti betur við þein-i þróun en nú væri gert. Bryndís Kristjánsdóttir, þingmaður Kvennalista, sagði m.a.: „Stjórnvöld verða að marka heildar- stefnu í málefnum ungra vímuefna- neytenda. Byggja þarf upp mark- visst meðferðarkerfi þar sem for- eldrum er jafnframt auðveldað að- gengi að ráðgjöf og stuðningi og slíkt gerist ekki nema til þess sé ætlað nægilegt fjármagn. Akveðin verkaskipting og samræming er nauðsynleg milli þeirra aðila og stofnana sem koma að vanda þessa hóps. Það er ekki vænlegt til árang- urs að margir séu að bítast um sömu kökuna og allra síst ef lítið eða tak- markað er til skiptanna." Sigríður Jóhannesdóttir, þing- maður Alþýðubandalags, kvaðst þess fullviss að með sameinuðu átaki væri hægt að finna lausn á vandan- um og Sólveig Pétursdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks og formað- ur allsherjamefndar Aiþingis, benti á að allsherjarnefnd hefði fullan hug á því að halda sameiginlegan fund með félagsmálanefnd og heilbrigðis- og tryggingamálanefnd Alþingis til þess að fara betur yfir stöðu þessara mála. „Við þurfum samstillt átak í þessum efnum,“ sagði hún. Áfengfisauglýsingar þvei’sögn Jóhanna Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði m.a. að efla þyrfti áróður og fræðslu meðal unglinga um skaðsemi vímuefna. Hafði hún eftir ónefndum fulltrúa í nefnd sem ynni að aðgerðum í fíkni- efnamálum að unglingar í dag stæðu í þeirri meiningu að hassneysla væri með öllu hættulaus. Fleiri þingmenn töluðu um mikil- vægi þess að efla forvarnir í landinu. Á þeim nótum töluðu meðal annarra Isólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Framsóknai-flokks, og Gísli S. Ein- arsson, þingflokki jafnaðarmanna. Þuríður Backman, þingflokki óháðra, sagði m.a. að ekki mætti gleyma því að neysla ólöglegra efna hæfist á neyslu löglegi-a efna, þ.e. tóbaki og áfengi. „Er það ekki þver- sögn að horfa upp á það hvert stefn- ir í neyslu sterkra fíkniefna á sama tíma og það er talin skerðing á per- sónulegu tjáningarfrelsi að mega elcki auglýsa áfengi eins og hverja aðra neysluvöru. Og að öllum líkínd- um munu tóbaksauglýsingar fylgja í kjölfarið." Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, velti því m.a. fyrir sér hvernig bæta mætti eftirlit með sölu eiturlyfja á götunni. Taldi hann að lausnin fælist m.a. í því að fjölga lögreglumönnum á götunni sem væru skipulega að leita að eiturlyfj- um. Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók því næst til máls og sagði að ef til vill væri tísk- an, tíðarandinn og sýndarveruleik- inn í þjóðfélaginu hættulegasti áhrifavaldurinn í allri þessari þróun og jafnframt sá þáttur sem erfiðast væri að meta og berjast gegn. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, benti á að í ágúst sl. hefði birst í tímaritinu The European úttekt á því hversu um- fangsmikil vímuefnasala og fíkni- efnasala væri í Bretlandi og að nið- urstaðan hefði verið sú að umfangið svaraði til hálfs prósents af vergri landsframleiðslu þar. „Ef við heim- færum þessar tölur upp á ísland er niðurstaðan sú að verg landsfram- leiðsla hér á landi er röskir 580 milljarðar króna. Hálft prósent þýð- ir það að sams konar tala á Islandi er 2,9 milljarðar króna, sem gæti þá verið velta í ólöglegri eiturlyfjasölu hér á landi,“ sagði hann m.a. Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, gerði þá niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að umtalsefni sem sýknaði fram- kvæmdastjóra Ölgerðarinnar af því að hafa auglýst áfengi. „Þetta þykir mér mjög alvarlegt. Ég tel að ef Hæstiréttur staðfestir þessa niður- stöðu fari okkar forvarnir fyrir ansi lítið,“ sagði hún. „Meðan þessum héraðsdómi er ekki hnekkt telur lögreglan sér ekki fært að grípa í taumana á auglýsingum á áfengi og það er mjög alvarlegt." j:_ uiii- ;£li mm ItÉiÉ: ■ ■/,' ‘ ý', r,'] D' i’ ’þ- * ijj-v: ALÞINGI Heilbrigðisráðherra um afnám skerðingar bóta til öryrkja vegna tekna maka skrefín tekin um Fyrstu INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra kvaðst í fyrir- spurnartíma á Alþingi í gær myndu standa við fyrri yfírlýs- ingu sína um að fyrstu skrefin yrðu tekin á þessu þingi til þess að afnema skerðingu bóta til ör- yrkja vegna tekna maka. „Nú er verið að ljúka útfærslu þessara breytinga í ráðuneytinu og ég vonast til þess að þær geti tekið gildi um áramót.“ Fyrirspyrjandinn, Steingrímur J. Sigfússon, þingflokki óháðra, spurði hana m.a. um áætlaðan kostnað vegna breytinganna og sagði hún að hann lægi ekki end- anlega fyrir. Líklega væri hann þó á bilinu 200 til 250 milljónir, eins og áður hefði komið fram. „Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingu til þessara breytinga í ffumvarpi til fjárlaga næsta árs eins og það liggur fyrir nú, enda var ekki ljóst við frágang þess hvað breytingin myndi kosta eða hvernig unnt væri að útfæra hana til þess að tryggja að hún kæmi þeim til góða sem mest þyrftu á henni að halda. Ég mun hins vegar beita mér fyrir því að nauðsynlegt fjármagn verði ætlað til verkefnisins við af- greiðslu fjárlaga." Nokkrir þing- menn stjórnarandstöðu voru ekki ánægðir með þessi svör heilbrigð- isráðherra. Þar á meðal Ásta R. Jóhannesdóttir og Jóhanna Sig- urðardóttir, þingflokki jafnaðar- mana. Þá sagði Ögmundur Jónas- son, þingflokki óháðra, m.a. að ekki ætti að afnema mannrétt- indabrot í mörgum skrefum held- ur í einu skrefí. Heilbrigðisráðherra benti á í lok umræðunnar að þau lög sem hér um ræddi hefðu verið í gildi síðan 1936 og að Jóhanna Sigurðardóttir hefði ekki séð ástæðu til að afnema áramót þau þegar hún var félagsmálaráð- herra. Heilbrigðisráðherra sagði síðan: „Mig langar að segja ykkur það að ef við myndum samþykkja á morg- un frumvarp sem liggur fyrir AI- þingi frá Ástu R. Jóhannesdóttur myndu 70 öryrkjar missa sitt frí- tekjumark. Þess vegna eru fulltrú- ar Öryrkjabandalagsins að vinna með heilbrigðisráðuneytinu að því að engir verði fyrir skerðingu vegna þessara breytinga. Þetta er sannleikur málsins. Við erum að vinna að því að breyta áralöngu óréttlæti." Brýtur norski húsbankinn samkeppnis- reg*lur? DEILT er um norska húsnæðis- lánakerfið í máli sem var flutt munnlega í gær fyrir EFTA-dóm- stólnum í Lúxemborg. íslenska rík- ið notaði rétt sinn til að skýra sjón- armið sín og flutti Einar Gunnars- son í utanríkisráðuneytinu málið. Með honum í réttinum var Ingi Val- ur Jóhannesson í félagsmálaráðu- neytinu. Samband norskra viðskiptabanka sendi kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA og taldi norska húsbankann njóta forréttinda sem útilokuðu að viðskiptabankar gætu keppt við hann og væri þetta andstætt sam- keppnisreglum Evrópuréttar. Eftirlitsstofnunin vísaði kærunni frá en bankasambandið áfrýjaði til EFTA-dómstólsins. Eftirlitsstofn- unin, norska ríkið, Island og stjórn- arnefnd Evrópusambandsins töldu frávísunina fá staðist en bankasam- bandið eitt hélt öðru fram. Niður- stöðu EFTA-dómstólsins er senni- lega að vænta í desember. ----------------- Guðlaugur Þór kjörinn varaformaður IYDU GUÐLAUGUR Þór Þórðarson borgarfulltníi Sjálfstæðisflokksins var kjörinn varaformaður alþjóða- samtaka ungra hægrimanna, IYDU, á aðalfundi samtakanna í London á föstudaginn var. Þetta er í fyrsta skipti sem Is- lendingur er kjörinn í stjóm sam- takanna. IYDU era dóttursamtök alþjóðasamtaka hægrimanna, IDU, þar sem William Hague og Carl Bildt eru á meðal stjómannanna. „Þetta er viðurkenning á því öfl- uga starfi sem Samband ungra sjálfstæðismanna hefur staðið fyrir á alþjóðavettvangi," segir Guðlaug- ur Þór af þessu tilefni. „Ekki síst með það í huga að kosningabarátt- an var hörð.“ I stjórninni eru fulltrúar frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Nýja- Sjálandi, Ástralíu, Argentínu, Pól- landi, Grikklandi, Svíþjóð og Frakklandi „og það var mjög ánægjulegt að sjá Island efst á blaði í varaformannskjöri í þessum hópi,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er gott tækifæri til að fylgjast með því sem er efst á baugi í alþjóða- stjórnmálum." Michael Howard, fyn-v. innanrík- isráðherra Bretlands, stýrði fund- inum. Alþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfar- andi mál eru á dagskrá: 1. Kosning sérnefndar um stjómarskrármál. 2. Kosning fimm manna og jafnmargra varamanna í bankaráð Seðlabanka Islands til fjögurra ára. 3. Skýrsla utanríkisráð- herra um utanríkismál. 4. Brottför hersins og yfír- taka Islendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar. Fyrri umr. 5. Friðlýsing íslands fyrir kjamorkuvopnum. 1. umr. 6. Endurskoðun viðskipta- banns á Irak. Fyri'i umr. 7. Eftirlitsstarfsemi á veg- um hins opinbera. 1. umr. 8. Náttúrufræðistofnun ís- lands. 1. umr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.