Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 13 FRÉTTIR Sýknaður af ákæru um skattsvik Bankamenn gagnrýna uppsögn starfsmanna Veðdeildarinnar Samningi við Veðdeildina sagt upp fyrir 18 mánuðum PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra segir að það ætti ekki að þurfa að koma neinum á óvart þó Ibúðalána- sjóður hafi kosið að gera ekki samn- ing við Veðdeild Landsbankans. Hús- næðisstofnun hefði sagt samningi sín- um við Veðdeildina upp eftir að Ríkis- endurskoðun gagnrýndi samninginn íyrir að vera of kostnaðarsaman fyrir Húsnæðisstofnun. Stjóm Sambands íslenskra bankamanna gangrýnir uppsögn starfsmanna Veðdeildarinn- ar og krefst þess að ráðherra endur- skoði ákvörðun um flutning verkefna hennar til Sauðárki'óks. „Fyrir 18 mánuðum sagði Hús- næðisstofun upp samningi við Veð- deild Landsbanka íslands m.a. vegna framkvæðis Ríkisendurskoð- unar sem hafði fundið mjög að þeim samningi í stjórnsýsluúttekt sem gerð var fyrir mig á Húsnæðisstofn- un. Rök Ríkisendurskoðunar voru að samningurinn væri alltof kostn- aðarsamur miðað við þá þjónustu sem Veðdeildin veitti," sagði Páll. „Þegar við fórum að kanna hvort hægt væri að breyta samningnum við Veðdeildina var þess enginn kostur. Landsbankinn bauð upp á óbreyttan samning til eins árs gegn frekari viðræðum um kostnaðartöl- ur á næsta ári. I framhaldinu létum við kanna hvort Ibúðalánasjóður gæti annast þessi verkefni sem Veð- deildin hefur annast. Til þess að það væri hægt þurftum við að ná samn- ingum við Reiknistofu bankanna. Reiknistofan hafnaði því algerlega og sagðist aðeins vinna fyrir eigend- ur sína, þ.e. banka og sparisjóði. A Sauðárkróki er hugbúnaðarfyr- irtækið Element, sem er í örri þró- un. Þeir á Sauðárkróki fóru að vinna heimavinnu sína í ljósi þess að ég hafði bent á að ég vildi koma störfum út á land sem íbúðalánasjóður þyrfti að vinna. Þeir gáfu sig fram og komu með hugmyndir um hvernig mætti leysa þetta. Niðurstaðan af viðræð- unum var að innheimtusvið Ibúða- lánasjóðs verður með undmdeild sem verður staðsett á Sauðárkróki, meðal annars vegna tengslanna við Elem- ent, sem gerir það mögulegt að sam- skiptin verða jafngreið og ef starf- semin hefði verið staðsett á höfuð- borgarsvæðinu. Samið hefur verið við Búnaðarbankann um að útibú bankans á Sauðárlo-óki taki að sér ákveðna umsýslu. í gegnum Búnað- arbankann getum við notið þjónustu Reiknistofu bankanna," sagði Páll. Húsvíkingar óhressir Bæjarráð Húsavíkur sendi félags- málaráðherra bréf um miðjan sept- embermánuð þar sem óskað var eftir viðræðum við hann um að íbúðalána- sjóði yrði fundinn staður á Húsavík. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sagði að þessar viðræður hefðu aldrei farið fram og ekkert svar hefði borist frá ráðherra. „Það liggur fyrir að félagsmála- ráðherra var spurður um þetta mál á Alþingi um miðjan mánuðinn. Inni- hald í hans svörum var að þetta væri seint fram komið og að vilyrði hefðu verið gefin um að núverandi starfs- menn Húsnæðisstofnunar gætu fengið störf hjá stofnuninni. Svörin voru því þess eðlis að ekki stæði ann- að til en að öll þessi starfsemi yrði á höfuðborgarsvæðinu. Engu að síður hlýtur þessi flutningur að hafa verið í undirbúningi þegar þetta svar var gefið því að þegar fréttir koma af þessu er búið að taka ákvörðun um flutning til Sauðárkróks. Það er því hægur vandi að segja mönnum að það sé of seint í rassinn gripið eins og ráðherrann orðaði það í þinginu þegar mál eru unnin svona. Við ósk- um hins vegar Sauðkræklingum til hamingju að fá þessa innspýtingu í atvinnulífið," sagði Reinhard. Páll sagðist hafa svarað bréfi Húsvíkinga óbeint í umræðum á Al- þingi við fyrirspurn frá Svanfríði Jónasdóttur alþingismanni. Það væri rétt að hann hefði ekki sent þeim formlegt svar, en sagðist gera ráð fyrir að þeir hefðu heyrt svör sín á Alþingi. I svarinu á Alþingi hefði hann bent á að óskir Húsvíkinga væru seint fram komnar. Núverandi starfsmönnum Húsnæðisstofnunar hefði verið lofað að ganga fyrir með störf hjá Ibúðalánasjóði. Hann sagð- ist hins vegar hafa sagst ætla að beita sér fyrir að koma fyrir úti á landi þeim verkefnum sem Ibúða- lánasjóður þyrfti að láta vinna. Með vísan til orða Páls um að Sauðkræklingar hefðu unnið heima- vinnu sína var hann spurður hvort Húsvíkingar hefðu ekki unnið sína heimavinnu. „Húsvíkingar báðu um allan sjóð- inn og vildu^ að hann yrði fluttur til Húsavíkur. I lögum um sjóðinn seg- ir að hann skuli taka við eignum og skuldbindingum Húsnæðisstofnunar og þær eru í Reykjavík. Það var því ekki hægt að verða við óskum um að flytja þessa starfsemi til Húsavíkur, sem vissulega hefði verið áhuga- vert.“ Bankamenn mótmæla Stjórn Sambands íslenskra banka- manna sendi í gær frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt þeim fyrirætlunum félagsmálaráðherra að flytja með stjórnvaldsaðgerðum störf bankastarfsmanna í Reykjavík til fyrirtækis í kjördæmi ráðherrans, eins og komist er að orði. „Stjórnin telur einsýnt að starfs- menn Veðdeildar Landsbanka Is- lands séu hér fórnarlömb í pólitísk- um leik ráðherrans. Ef skipta á um þjónustufyrirtæki er eðlilegast og í samræmi við reglur ríkisins að bjóða verkefnið út. Athygli er vakin á að þessum ráðagerðum er hrint í framkvæmd án þess að samband sé haft við SIB, sem er stéttarfélag starfsmanna Veðdeildar Lands- bankans og ber að standa vörð um hagsmuni þeirra." VEITINGAMAÐUR, sem rak veitingastaðina Apríl í Hafnar- stræti 5, Glætuna og „Tongs Take Away í Hafnastræti 9 og Blúsbar- inn á Laugavegi 73 var á mánudag, í Hérðaðsdómi Reykjavíkur, sýkn- aður af ákæru um stórfellt brot á lögum um virðisaukaskatt. Ákærða var gefið að sök að hafa vantalið skattskylda veltu á árunum 1992- 1994 við rekstur veitingastaðanna fyrrgreindu um rúmar 15 milljónir og þannig komist hjá því að greiða rúmar 3 milljónir í virðisauka- skatt. Steingrímur Þormóðsson héraðs- dómslögmaður og verjandi ákærða krafðist frávísunar málsins og byggði kröfu sína m.a. á því að ákvörðun opinberra gjalda ákærða, þar á meðal ákvörðun virðisauka- skatts, fyrir tímabil það sem ákært var vegna, hefði í raun ekki farið fram þar sem úrskurður frá 15. september sl. byggðist á áætlun og yrði kærður. Dómurinn taldi ekki þá leið færa, að byggja mat sitt á áætlunum og mati á svipaðan hátt og gert er í skýrslu skattrannsóknarstjóra rík- isins og þar með að áætla andlag brotsins. Dóminum þótti ekki að fullnægjandi sönnun hefði komið fram um að ákærði hefði vantalið virðisaukaskattskylda veltu í einka- rekstri sínum og þess vegna varð að sýkna ákærða. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn og með- dómarar voru Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari og Stefán D. Franklín löggiltur endurskoð- andi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Borgarráð Kanna áhuga á heilsurækt í Laugardal BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um að kannað verði hvort áhugi sé enn til staðar hjá þeim, sem lýst hafa áhuga á rekstri heilsuræktarstöðvar við sundlaug- arnar í Laugardal. Lagt er til að í framhaldi fari fram forval, þar sem auglýst yrði eftir þeim sem áhuga kunna að hafa á að semja við borg- aryfii-völd. Gert er ráð fyrir að í forvali verði tilgreint hvers konar starfsemi og hve umfangsmikla þeir hafi áhuga á að reka, hversu stórt hús þeir hafi áhuga á að reisa, hvaða þjónusta verði í boði og hvort þeir samþykki setta skilmála. Að auki skal gefa upp upplýsingar um umsvif og rekstur fyrirtækisins og veita upplýsingar um fjárhagslega stöðu þess. Kjördæmisþing sjálfstæðismanna á Norðurlandi vestra Norðurland sameinist í öflugt kjördæmi KJÖRDÆMISÞING sjálfstæðis- manna á Norðurlandi vestra telm- að sameina eigi Norðurlandskjör- dæmi vestra og eystra og þar með mynda öflugt Norðurlandskjördæmi sem hafi mikla burði til sóknar fram á við. Hins vegar bókuðu fulltrúar sjálfstæðisfélaganna í Vestur-Húna- vatnssýslu að þeir tækju ekki af- stöðu til þess hvort kjördæmið sam- einaðist Norðurlandi eystra eða Verfurlandi og Vestfjörðum. I ályktun kjördæmisþingsins vegna fyrirhugaðra breytinga á kjör- dæmaskipan og kosningalögum, seg- ir ennfremur að forsenda breytinga til jöfnunai- atkvæðavægis sé að raunhæfar aðgerðir séu gerðar til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, fjölgun íbúa og uppbyggingu at- vinnulífs á landsbyggðinni. Nauðsyn- legar fjárveitingai- til slíkra verkefna verði að koma samhliða því að at- kvæðavægi sé breytt. Þá telja sjálf- stæðismenn á Norðurlandi vestra æskilegt að núverandi kjördæmi skiptist ekki upp við breytinguna, þar sem slíkt gæti rofíð þau tengsl sem hafi myndast milli byggðalag- anna í kjördæminu og stefnt í hættu margvíslegri uppbyggingu og sam- starfi sem þar sé nú. Þungar áhyggjur af atvinnuástandi I ályktun um atvinnumál segir að sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra hafi þungar áhyggjur af at- vinnuástandi í kjördæminu og þeirri þróun sem eigi sér stað í búferla- flutningi til höfuðborgarsvæðisins. Stuðla beri að eflingu atvinnullfs í kjördæminu strax. Auka þurfi fjöl- breytni í atvinnustarfsemi og treysta þær greinar sem fyrir séu. Telja sjálfstæðismenn meðal annars biýnt að nýta fjármagn Framtaks- sjóðs Nýsköpunarsjóðs til að setja á stofn fjárfestingarsjóð í kjördæm- inu, en sjóðnum beri að stuðla að auknum fjárfestingum á svæðinu. Fram kemur að við leit að fjár- festingarkostum í iðnaði beri að hafa að leiðarljósi að fyiTÍrtækin nýti sem mest það hráefni sem sé til staðar á einstaka svæðum í kjör- dæminu og skili launum yfír meðal- lagi. Þá telja sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra að standa þurfi vörð um að fiskveiðistefna stjórn- valda verði ekki til þess að sjávarút- vegur dragist saman í kjördæminu. „Til mótvægis við að störf í fisk- vinnslu hafa í ríkari mæli færst á haf út, þarf að finna leiðir til að stuðla að uppgangi bátaútgerðar í kjördæminu og tryggja með því hráefni til starfa í landi. I fisk- vinnslu ber einnig að stefna að frek- ari fullvinnslu sjávarafurða úr sjó- frystu hráefni," segir ennfremur. í stjórnmálaályktun þingsins seg- ir meðal annars að uppbygging op- inberrar þjónustu á landsbyggðinni sé ein af forsendum þess að hún vaxi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Því verði að treysta núverandi starfsemi í mennta- og heilbrigðis- kerfinu á landsbyggðinni og leggja kapp á að hvers kyns opinber starf- semi á sviði rannsókna og þjónustu við atvinnulífið eflist þar einnig. Þá segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í forystu fyrir ríkisstjóm frá 1991 og glímt hafi verið við margs konar viðfangsefni á þessu tímabili. Með góðærinu komi ný viðfangsefni og ný markmið og eitt þeirra sé að tryggja að landsbyggðin fái notið góðærisins til jafns við höfuðborgar- svæðið. „Sjálfstæðisflokkurinn er það stjórnmálaafl sem hefur mesta burði til þess að ná árangri á þessu sviði og sjálfstæðismenn á Norðurlandi vestra treysta því að ekki verði hvik- að frá settu marld,“ segir að lokum. FRAMKVÆMDASTJÓRNIN kom sarnan í fyrsta skipti í gær eftir að konur komust þar í meirihluta. F.v. eru Friðrik Sophusson, Ásdís Halla Bragadóttir, Davíð Oddsson, Sigríður Anna Þórðardóttir og Ellen Ingvadóttir. Framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins Konur í meirihluta í fyrsta skipti KONUR eru nú í fyrsta skipti í meirihluta í framkvæmdastjórn Sjálfstæðisflokksins. Konur náðu meirihluta í framkvæmda- stjórninni þcgar Sigríður Anna Þórðardóttir var kjörin formað- ur þingflokksins. Fram- kvæmdastjórnin kom saman í gær, miðvikudag, í fyrsta skipt- ið eftir þessa breytingu. í framkvæmdastjórn Sjálf- stæðisflokksins sitja formaður og varaformaður flokksins, Da- víð Oddsson og Friðrik Sophus- son, Sigríður Anna Þórðardótt- ir, formaður þingflokksins, og tveir fulltníar kosnir af mið- stjórn, Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Ellen Ingvadóttir, formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Fundi framkvæmdasljórnar sitja einnig Kjartan Gunnars- son, framkvæmdasljóri flokks- ins, og Hanna Birna Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri þing- flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.