Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 15
Morgunblaðið/Silli
PÉTUR Jónasson ljósmyndari
ásamt starfsmönnunum, Fríði
H. Kristjánsdóttur og Emelíu
Aðalsteinsdóttur.
Fullkomin
ljósmynda-
þjónusta á
Húsavík
Húsavík - Ljósmyndastofa Péturs á
Húsavík hefur nú fengið nýja og
fullkomna framköllunai-vél svo hún
býður upp á framköllunarþjónustu
eins og hún gerist best hér á landi
og munu aðeins Akureyri og
Reykjavík geta boðið sams konar
þjónustu.
Pétur Jónasson hefur starfað sem
ljósmyndari á Húsavík í 36 ár og er
þekktur meðal ljósmyndara fyrir
þekkingu sína í tölvutækni og hvað
hann fylgist vel með öllum nýjung-
um og er fljótur að tileinka sér þær
þó að vélakostur sé ávallt dýr.
Hin nýja framköllunarvél Péturs
er byggð á nýjustu skannatækni
þar sem hægt er að skoða hverja
mynd á skjá þegar filmunni er
rennt í gegnum vélina. Par með er
hægt að tryggja hámarksgæði í
framkölluninni. Einnig getur vélin
unnið úr nýju APS-filmugerðinni.
I vélinni er hægt að stækka
myndir í 30x40 en til þessa hefur
Pétur þurft að handstækka þessa
stærð. Þetta mun stytta afgreiðslu-
tíma á stækkunum verulega frá því
sem áður var og að sögn Péturs er
jafnvel hægt að fá stækkaða mynd
samdægurs ef mikið liggur við.
Hægt er að tengja við framköll-
unarvélina háupplausnartölvuskrif-
ara þannig að Pétur er vel undirbú-
inn til að mæta framtíðarþróuninni í
ljósmyndavinnslu.
Pétur ljósmyndari hefur oft með
tækni sinni sent myndir frá Húsa-
vík til Morgunblaðsins og þær hafa
verið komnar suður á skammri
stund.
Grunnskóli Grindavíkur með í alþióðlesfu skólaverkefni
__________________________JL_tz_ö____________
Höfðar til
smárra
byggðarlaga
Grindavík - Gestir frá Hollandi,
Irlandi og Danmörku eru að
vinna með skólamönnum frá Gr-
indavík í svoköliuðu Comeníusar-
verkefni. Þetta verkefni er á veg-
um Evrópusambandsins en það
hefur skapað farveg fyrir víð-
tækt samstarf Evrópuþjóða undir
samheitinu Sókrates.
Comeníusar-verkefnið tekur
til leikskóla, grunnskóla og
framhaldsskóla og er heitið á
þessu tiltekna verkefni „Small is
beautiful“. Það eru skólarnir í
Thyberon á Jótlandi í Dan-
mörku, Loreto Secondary
School frá Balbriggan á írlandi,
Jóhannes Brands-skólinn frá
Burgun í Hollandi og síðast en
ekki síst Grunnskóli Grindavík-
ur sem vinna saman að þessu
verkefni. Heitið á verkefninu er
til komið vegna smæðar þeirra
bæja sem eru með í því. Þetta er
þriðja árið sem þessir skólar eru
að vinna saman og gengur verk-
efnið út á það að nemendur við-
komandi skóla kynna bæinn
sinn, náttúruna og nánasta um-
hverfi. I vetur er áherslan lögð á
skapandi starf barna og ung-
linga í bæjunum.
Kennarar frá þátttökuskólun-
um voru í Grindavík síðustu daga
október til að skipuleggja vetur-
inn og í leiðinni kynnast erlendu
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
ÞÁTTTAKENDUR á Comeníusar-verkefninu.
gestirnir ýmsu sem suðvestur-
horn landsins hefur uppá að
bjóða. Þrátt fyrir stranga dag-
skrá gáfu þeir sér tíma til að
stilla sér upp fyrir fréttaritara
Morgunblaðsins.
Slökkviliðsæfing
á Flúðum
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
Reykholtsdal - Brunamálastofnun
ríkisins hélt slökkviliðsæfíngu á
Flúðum í vikunni fyrir slökkvilið
Flúða, Grímsness og Búrfells.
Æfíngin fór fram í gám Bruna-
málastofnunar þar sem líkt er eft-
ir eld í herbergi. Æfíngin felst í
því að slökkva eldinn með litlu
vatni til að valda sem minnstu
vatnstjóni og reyklosun með
vatni. Æfíngin gekk vel og voru
þátttakendur ánægðir með þessa
þjálfun sem Brunamálastofnun
veitir.
Á myndinni eru þátttakendur
slökkviliðsæfíngarinnar.
LLINIQUt
100% ilmefnoloust
SENN munu þessir raflínustaurar verða teknir niður.
Raflínur lagðar í jörð á
utanverðu Snæfellsnesi
Hellissandi - Undanfarnar vikur
hefur flokkur raflínumanna unnið
að því að leggja raflínu í jörð milli
Rifs og Hellissands og jafnframt
innan Hellissands. A næstu vikum
verða loftlínurnar teknar niður.
Það gleður augað að sjá þessar
loftlínur hverfa en mestu skiptir
þó að með þessu munu rafmagns-
truílanir minnka verulega því lín-
an milli Rifs og Hellissands var
verulega slæm, oft á tíðum vegna
seltu og særoks. Gerði línan íbúum
og starfsmönnum Rarik lífið leitt í
vetrarveðrum.
Þessi kafli sem um ræðir er 2,5
km á lengd og var hann plægður í
jörð af Rarik með aðstoð Tómas-
ar Sigurðssonar verktaka í Olafs-
vík. Að sögn Snorra Böðvarsson-
ar rafveitustjóra er nú aðeins
einn slæmur kafli eftir sem þarf
að koma í jörð en hann er á milli
flugvallarins í Rifi og Gufuskála.
Snorri kvaðst bjartsýnn á að það
myndi ekki dragast lengi að koma
honum í jörð líka. Ibúar hér
munu því væntanlega búa við
aukið rafmagnsöryggi í framtíð-
inni.
Við uppfyllum sérhverja þörf
Ciinique-andlitsfaröar. 6 gerðir. 40 litir.
Clinique hefur farða sem hentar öllum
húðgerðum, hvorf sem húðin er feit,
þurr eða eðlileg. Dökk eða Ijós, ung
eða þroskuð eða allt þar ó milli.
Það sem er mikilvægast er a5 við getum
fundið rétta farðann fyrir þig.
Komdu og fóðu ókeypis húðgreiningu og
við finnum fullkominn farða fyrir þig.
Komdu eða hringdu og pantaðu tíma í ókeypis húðgreiningu og róðgjöf.
Róðgjafi fró Clinique verður í Lyfju, Lógmúla fimmtudag, föstudag og laugardag.
LYFJA
Lágmúla, simi 533 2308
- lake the day off augnhreinsir 30 ml.
- Rakakrem 15 ml.
- Varalitur ■ Creamy Nute
Fylgja með ef keypt er farði og púður
frú Clinique