Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Reuters
BARBARA og George Bush samfagna syninum Jeb með sigurinn í rík-
isstjórakosningunum í Flórída.
Tvöfaldur sigur George og Jeb Bush
Halda Bush- #
nafninu á lofti
Dallas, Austin. Reuters.
ÞÓTT flestir repúblikanar séu held-
ur ósáttir við útkomu flokksins í
þing- og ríkisstjórakosningunum í
á þriðjudag gat
Bush-fjölskyldan
verið ánægð með
afrakstur dagsins
enda náðu bræð-
urnir George W. og
Jeb Bush báðir
kjöri, sá fyrri var
endurkjörinn ríkis-
stjóri í Texas en
Jeb Bush tókst nú,
í annarri tilraun, að
vinna sigur í ríkis-
stjórakosningunum í Flórída.
Afí bræðranna var öldungadeild-
arþingmaður fyrir Connecticut á sín-
um tíma og George Bush, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, er faðir
þeirra. Ræddu fréttaskýrendur um
það í gær að með tvöföldum sigri í
kosningunum væri nýtt ættarveldi
sannarlega farið að setja mark sitt á
bandarísk stjórnmál. Munu bræður
nú sitja á sama tíma í ríkisstjórastóli
í fyrsta skipti síðan á sjöunda ára-
tugnum þegar Nelson Rockefeller
var ríkisstjóri í New York og bróðir
hans Winthrop réð ríkjum í
Arkansas.
Bæði George W. og Jeb sögðu lyk-
ilinn að sigri vera nýja afstöðu þeirra
í stjómmálum. Sagði George W. að
hann hefði „slegið nýjan tón“ í Texas
með því að haga störfum sínum óháð
flokkslínum og benti á þann óvenju
mikla stuðning sem hann naut í þess-
um ríkisstjórakosningum meðal
spænskumælandi fólks í ríkinu,
kvenna og jafnvel skráðra flokksfé-
laga í Demókrataflokknum. Aldrei
lék vafi á að Bush yrði endurkjörinn
enda naut hann góðs af miklum upp-
gangi í Texas og fékk um 68%
greiddra atkvæða.
I Flórída bar Jeb Bush sigurorð af
demókratanum Buddy McKay en
ekki eru nema fjögur ár síðan Jeb
þurfti að þola ósigur fyrir Lawton
Chiles, fyrrverandi ríkisstjóra, í
kosningunum. Jeb Bush hagaði
kosningabaráttu sinni hins vegar
öðruvísi í þetta sinn, tók upp hófsam-
ari stefnumál og rétti út hönd sína til
ýmissa minnihlutahópa sem venju-
lega kjósa demókrata.
En George W. Bush þakkaði góð-
an árangur þeirra bræðra ekki síst
foreldrum þeirra. „Það er ekki verra
að eiga góða mömmu og góðan
pabba,“ sagði hann í samtali við
Reu ters-fréttastofuna.
George á leið í Hvíta húsið?
Ekki þykir ólíklegt að George W.
Bush, sem er 52 ára, verði frambjóð-
andi Repúblikanaflokksins í forseta-
kosningunum árið 2000 og er talið að
kosning Jebs, sem er 45 ára, í
Flórída styrki enn frekar stöðu Ge-
orge.
Það var Jeb Bush sem varð fyrri
til að hefja afskipti af stjórnmálum
og það var reyndar mat George og
Barböru Bush að yngri sonurinn
væri líklegri til frama í stjórnmálum.
Ósigurinn í ríkisstjórakosningunum í
Flórída fyrir fjórum árum breytti
hins vegar stöðunni og nú hefur Ge-
orge W. Bush, eftir fjögur ár á ríkis-
stjórastóli, vaxið ásmegin. Sýna
skoðanakannanir að Bush hefur for-
skot á A1 Gore, varaforseta Banda-
ríkjanna, og líklegan frambjóðenda
demókrata, hvað vinsældir meðal
Bandaríkjamanna varðar.
Bandaríkjunum
George Bush
yngri
Osigur D’Amatos í New York
Uppnefni og óvönduð
meðul þóttu ein-
kenna baráttuna
New York. Reuters.
REPÚBLIKANINN Alfonse
D’Amato tapaði sæti sínu í banda-
rísku öldungadeildinni til
demókratans Charles Schumers í
kosningunum á þriðjudag og þykja
úrslitin afar eftirtektarverð enda
hefur D’Amato átt fast sæti í öld-
ungadeildinni síðan árið 1980.
Þótti kosningabarátta mannanna
tveggja ein sú harðvítugasta að
þessu sinni og voru þeir D’Amato
og Schumer ekki alltaf vandir að
meðulum sínum.
Schumer þótti í kosningabarátt-
unni hafa tileinkað sér ýmis vægð-
arlaus brögð sem D’Amato er
þekktur fyrir í gegnum tíðina til að
tryggja sér sigur, m.a. lagði
Schumer gífurlega áherslu á íjár-
öflunarherferð sína og eyddi síðan
miklum fjármunum í sjónvarpsaug-
lýsingaherferð þar sem D’Amato
voru ekki vandaðar kveðjurnar.
Var slagorð Schumers „of margar
lygar á of löngum tíma“ og svo virt-
ist sem slagorðið næði eyrum kjós-
enda því kannanir sýna að kjósend-
ur drógu heiðarleika D’Amato í efa,
auk þess sem þeir töldu að hann
hefði einfaldlega setið of lengi í
embættinu. Reyndi Schumer einnig
að sýna fram á að D’Amato væri
pólitiskur öfgamaður á meðan þeim
síðamefnda gekk ekki eins vel að
sannfæra kjósendur um að
Schumer væri Iatur og hættulega
fijálslyndur í skoðunum.
D’Amato mun einnig hafa tapað
miklu fylgi meðal gyðinga í New
York-ríki þegar hann uppnefndi
Schumer upp á jiddískan máta
„ballarhaus”, en Schumer er gyð-
ingur. Hefur D’Amato reyndar áð-
ur vakið hneykslan manna með um-
deildum ummælum sínum og þurfti
t.a.m. að biðjast opinberlega afsök-
unar eftir að hann gerði grín að
japönskum uppruna Lance Ito,
dómara f O.J. Simpson málinu víð-
fræga, 1 útvarpsþætti fyrir þremur
árum. Telja margir að útskýra
megi ósigur D’Amatos nú með því
að axarsköft hans hafi einfaldlega
verið orðin of mörg.
Kosningaúrslitin í Bandaríkjunum sigur fyrir demókrata
Staðbundnu málin
reyndust vega þyngst
Mikill stuðningur
kvenna og minni-
hlutahópa við
demókrata er
repúblikönum
áhyggjuefni
Reuters
GLEÐI Barböru Boxer, öldungadeildarþingmanns demókrata, með
sigurinn yfir Matt Fong í Kaliforníu, var ósvikin.
BANDARÍSKIR demókratar eru
sigrihrósandi að loknum kosningun-
um í fyiradag. Þvert ofan í allar spár
lengst af bættu þeir stöðu sína, unnu
eftirtektarverða sigra í mikilvægum
ríkisstjórakosningum, héldu stöðu
sinni í öldungadeildinni og bættu við
sig sætum í full-
trúadeildinni. Hef-
ur það ekki gerst
síðan 1934, að
flokkur forsetans
hafi unnið á í kosn-
ingum á miðju
kjörtímabili. Munu
kosningaúrslitin
óhjákvæmilega
hafa sín áhrif á
meðferð málsins gegn Bill Clinton
forseta á þingi en samkvæmt skoð-
anakönnun voru Clinton- og Lewin-
sky-mál ekki efst í huga fólks þegar í
kjörklefann var komið.
Repúblikanar höfðu vonast til, að
niðurstaða kosninganna yrði áskor-
un um, að Clinton yrði dæmdur frá
embætti en útkoman er allt önnur.
Undir það síðasta, þegar menn voru
farnir að átta sig á hvert stefndi,
voru margir forystumenn repúblik-
ana hættir að nefna Clinton-málin á
nafn og Trent Lott, öldungadeildar-
þingmaður repúblikana fyrir Miss-
issippi, sagði er tölumar fóru að ber-
ast, að þau hefðu haft lítil sem engin
áhrif á kjósendur. Landsmálin, stað-
bundin málefni og frambjóðendurnir
sjálfir hefðu vegið þyngst. Undh- það
taka margir en þó þykir Ijóst, að
hamagangur repúblikana gegn
Clinton hafi komið þeim sjálfum
verst að lokum.
Áfram með meirihluta
en minni en áður
Repúblikanar hafa eftir sem áður
meirihluta í báðum deildum Banda-
ríkjaþings og staðan í öldungadeild-
inni er óbreytt, 55 repúblikanar á
móti 45 demókrötum. Vegna þess, að
venjan er sú, að flokkur forsetans
tapi í kosningum á miðju kjörtíma-
bili, svo ekki sé talað um kosningar á
sjötta ári stjórnartíðar hans, þá líta
demókratar á útkomuna sem sigui-.
Þótt fulltrúadeildin samþykkti að
höfða mál á hendur Clinton myndi
það trúlega stranda í öldungadeild-
inni því að þar þarf aukinn meiri-
hluta fyrir því eða 67 atkvæði.
Repúblikanar unnu þrjú öldunga-
deildarsæti af demókrötum, í Illino-
is, Ohio og Kentucky, og demókratar
tóku sama sætafjölda af repúblikön-
um, í Norður-Karólínu, Indiana og
New York. Var síðastnefndi sigurinn
sætastur en þar féll hinn litríki Al-
fonse D’Amato fyrir demókratanum
Charles Schumer. Hafa demókratar
gert mjög harða hríð að þessu sæti í
18 ár en árangurs fyrr en nú. Ekki
skipti síðan minna máli, að þeir öld-
ungadeildarþingmenn demókratar,
sem taldir voru tæpir, unnu sæti sín
aftur.
Ljúkið Monicu-málum
Richard Gephardt, leiðtogi
demókrata í fulltrúadeildinni, sagði í
fyrrakvöld, að kosningaúrslitin væru
sögulegur sigur, „sögulegur viðsnún-
ingur“, og skilaboð til þingsins um að
klára sig af Clinton- og Monicu-mál-
um sem fyrst.
„Bandarískir kjósendur lýstu því
yfir í dag, að við ættum að einbeita
okkur að heilbrigðis-, mennta- og fé-
lagsmálum en ekki að Lewinsky-
hneykslinu," sagði Gephardt.
Kosninqaúrslitin í
Bandaríkjunum
kosningar
FULLTRÚADEILDIN
206 demókratar 211
228 repúblikanar 223
1 óháðir 1
ÖLDUNGADEILDIN
45 (kosið um 18) dem. 45
55 (kosið um 16) rep. 55
RÍKISSTJÓRAR
17 (kosiðum 11) dem. 17
32 (kosið um 24) rep. 31
1 (kosið um 1) óháðir 2
Kosið var um öll 435 sætin í full-
trúadeildinni og staðan var þannig,
að repúblikanar höfðu 228 á móti 206
sætum demókrata. Fyrir aðeins fá-
um vikum spáðu repúblikanar því, að
þeir myndu bæta við sig 30 þingsæt-
um í fulltrúadeildinni en niðurstaðan
er sú, að 22 sæta meirihluti þeirra
fer í 12.
Um 90% blökkumanna
studdu demókrata
Það voru ekki síst konur, blökku-
menn og fólk af mið- og suður-amer-
ískum ættum, sem slógu skjaldborg
um Clinton í þessum kosningum. 55%
kvenna kusu demókrata, kosninga-
þátttaka blökkumanna tvöfaldaðist
miðað við kosningarnar 1994 og 89%
þeirra studdu demókrata. Kosninga-
þátttaka síðastnefnda hópsins tvöfald-
aðist einnig og þar voru hlutfóllin 65%
á móti 31% demókrötum í vil.
Flokkur sitjandi forseta hefur
ekki bætt við sig í kosningum á
miðju kjörtímabili síðan 1934 og úr-
slitin komu því stjórnmálaskýrend-
um og öðrum á óvart. Orrin Hatch,
öldungadeildarþingmaður repúblik-
ana fyrir Utah, sagði er úrslitin lágu
fyrir, að ljóst væri, að flokkur sinn
þyrfti að taka sér tak. Hann hefði
ekki lengur efni á því að sniðganga
stóra minnihlutahópa eins og hann
hefði gert.
Ríkisstjórakosningarnar voru ekki
síður spennandi en kosningamar til
þingsins. Demókratar unnu Suður-
Karólínu, Alabama, Iowa og Kali-
fomíu af repúblikönum og þeir unnu
svo aftur Florida, Nebraska og
Nevada af demókrötum.
Fyrir demókrata er sigurinn í
Kaliforníu mjög mikilvægur en þar
hafa repúblikanar ráðið ríkjum í 16
ár. Nú vann demókratinn Gray Dav-
is öraggan sigur á repúblikanum
Dan Lundgren. Árið 2000 verður al-
mennt manntal í Bandaríkjunum og í
kjölfarið má búast við töluverðum
breytingum á kjördæmaskipan inn-
an ríkjanna. Munu ríkisstjóramir
ráða miklu um það og til dæmis í
Kalifomíu og víðar mun það líklega
verða til að fjölga þingmönnum
demókrata og gera repúblikönum
erfiðara en áður að halda meirihluta
í fulltrúadeildinni.
Af öðram merkilegum tíðindum úr
ríkisstjórakosningunum má nefna,
að tveir synir George Bush, fyrrver-
andi forseta, eru nú ríkisstjórnai’.
George W. Bush var endurkjörinn í
Texas með um 70% atkvæða og Jeb,
yngri bróðir hans, sigraði í Florida.
Stendur George W. Bush nú mjög
vel að vígi sem hugsanlegur fram-
bjóðandi síns flokks í forsetakosn-
ingunum árið 2000.
I Minnesota var sigurvegarinn
Jesse „skrokkur” Ventura, fyrrver-
andi glímukappi og lífvörður Rolling
Stones um tíma. Bauð hann sig fram
sem óháður og sigraði tvo kunnustu
stjórnmálamenn í ríkinu,
demókratann Hubert Humphrey III
og repúblikann Norm Coleman,
borgarstjóra í St. Paul.
Þróuninni í Suðurríkjunum
snúið við
„Flokkurinn er í sókn um allt
landið," sagði Steve Grossman, for-
maður landsnefndar Demókrata-
flokksins, er úrslitin lágu nokkurn
veginn fyrir og þá átti hann ekki síst
við árangurinn í Suðurríkjunum. Þar
hafa repúblikanar stöðugt verið að
styrlga stöðu sína sl. tuttugu ár en
nú hafa demókratar blásið þar til
sóknar á ný, a.m.k. í svipinn. Þeir
endurheimtu ríkisstjóra í Alabama
og Suður-Karólínu, stóðust atlögu
repúblikana í Georgíu, tóku öldunga-
deildarþingsæti af repúblikönum í
Norður-Karólínu og héldu sínu í
Suður-Karólínu. Alls staðar þar sem
mjótt var á mununum sigruðu
demókratar.
í kosningunum í Suðurríkjunum
var raunar margt, sem lagðist á sveif
með demókrötum, ekki síst heldur
misheppnaðir frambjóðendur
repúblikana. Demókratar högnuðust
líka á tillögum um ríkislottó, sem
yrði aðallega rekið til að kosta um-
bætur í menntamálum, og mikil
kosningaþátttaka blökkumanna kom
þeim vel.
Ánægð þjóð með áhuga
á menntamálum
„Þessi þjóð er almennt sátt við
hlutskipti sitt. Engin sérstök óá-
nægja, engin sérstök ósk um breyt-
ingar,“ sagði einn helsti kosninga-
stjóri Repúblikanaflokksins um síð-
ustu helgi. Niðurstöður kosninganna
virðast staðfesta það. í skoðana-
könnunum kemur fram, að 10% kjós-
enda hafi farið á kjörstað til að
styðja Clinton og önnur 10% til að
kjósa gegn honum. Rúmlega þrír
fjórðu nefndu félagsmál, heilbrigðis-
mál, atvinnu- og skattamál en það
vora menntamálin, sem voru efst á
baugi hjá flestum.
Heimildir: Reuters, The New York Times
Jesse Ventura