Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Saka Anwar
um misbeit-
ingu valds
VITNI saksóknara í réttar-
höldunum yfir Anwar Ibrahim,
fyrrverandi fjármálaráðherra
og aðstoðarforsætisráðherra
Malasíu, bar í gær að Anwar
hefði reynt að koma í veg fyrir
uppljóstranir um kynferðismál
sín með því að misnota emb-
ættisvald sitt.
Kjarnorku-
verum lokað
ÞÝSKI umhverfísmálaráðherr-
ann, Jiirgen Trittin, segir að
nokkrum kjamorkuverum
verði lokað í Þýskalandi á
næstu árum. Siiddeutsche Zeit-
ung hefur eftir ráðherranum að
sem stendur sé engin þörf á því
að útvega orku í stað þeirrar
sem umrædd kjarnorkuver
framleiði nú, þar sem nóg sé af
umframorku í Þýskalandi.
Breskur ráðherra minnti i gær
hina nýju stjóm á skuldbind-
ingar hennar samkvæmt samn-
ingi þýskra og breskra stjóm-
valda um endurvinnslu á kjam-
orkuúrgangi þýskra kjamorku-
vera í Bretlandi, en fyrir þessa
þjónustu eiga Þjóðverjar að
greiða um 120 milljarða kr.
Segjast ekki
hallir undir
Serba
FRANSKIR fjölmiðlar fuil-
yrtu í gær að franska majórn-
um sem er í gæsluvarðhaldi,
ákærður um njósnir fyrir
Serba, hafí tekist að koma mun
meiri upplýsingum til þeirra en
yfirvöld hafí viljað vera láta.
Hafí majórinn látið Serba hafa
25 síðna skjal þar sem fyrir-
hugaðar árásir Atlantshafs-
bandalagsins á skotmörk í Ser-
bíu eru til umfjöllunar. Hafi
Frakkinn borið við mannúðar-
ástæðum. Þá vísuðu frönsk
stjómvöld því á bug í gær að
þau væru höll undir Serba, en
mál majórsins er annað málið
sem upp kemur á þessu ári þar
sem Frakkar em sakaðir um
að hafa veitt Serbum leynileg-
ar upplýsingar.
Fagna ETA-
viðræðum
SPÆNSKIR stjómmálamenn,
hvar í flokki sem þeir standa,
fögnuðu í gær þeirri ákvörðun
Jose Maria Aznar, forsætisráð-
herra, að hefja viðræður við
Aðskilnaðarsamtök Baska,
ETA. Sögðu þeir ákvörðun
Aznars stórt skref í friðarátt.
ferm
GARÐURINN
-klæðirþigvel
POLLINI
Tjón af völdum fellibylsins Mitch metið á marga milijarða Bandaríkjadala
Verstu náttúruhamfarir í
Mið-Ameríku á þessari öld
London, Mexíkóborg, Taipei,
Tegucigalpa. Reuters.
JÓHANNES Páll páfí lýsti í gær yf-
ir harmi sínum vegna mannskaðans
sem fellibylurinn Mitch olli í ríkjum
Mið-Ameríku. Hvatti hann gervalla
heimsbyggðina til að leggja sitt af
mörkum til hjálparstarfs. I gær var
talið að ekki færri en 9 þúsund
manns hefðu farist af völdum felli-
byljarins, og um 13 þúsunda var
saknað.
Sendiherrar Hondúras, Níkarag-
va, E1 Salvador, Gvatemala og Kosta
Ríka hjá Sameinuðu þjóðunum fóra á
þriðjudag fram á hjálp írá alþjóða-
samfélaginu til að fæða og klæða eft-
irlifendur og grafa þá látnu. Þeir
sögðu að fellibylurinn hefði valdið
verstu náttúrahamfóram í Mið-Am-
eríku á þessari öld, og að endurapp-
bygging í Hondúras og Níkaragva,
sem urðu verst úti, myndi taka mörg
ár og kosta milljarða dollara.
í Hondúras létu ekki færri en 7
þúsund manns lífið. Sendiherra
landsins hjá Sameinuðu þjóðunum,
Hugo Neo-Pino, sagði að um hálf
milljón manna hefði misst heimili
sitt af völdum fellibyljarins, miklar
skemmdir hefðu orðið á samgöngu-
mannvirkjum og 70% vergrar
landsframleiðslu hefðu eyðilagst.
Hann sagði að mikil þörf væri fyrir
matvæli, lyf, fatnað og aðrar Kfs-
nauðsynjar og ríkisstjórnin væri
ekki í stakk búin að mæta vandan-
um.
700 milljónir í neyðaraðstoð
Rauði krossinn telur að
Hondúras þurfi um 10 milljónir
dollara, eða um 700 milljónir króna,
í neyðaraðstoð. Bráðabirgðamat
samtakanna á tjóninu í landinu
hljóðar upp á minnst tvo milljarða
dollara, eða um 140 milljarða króna.
Svipaða sögu er að segja í Ník-
aragva, en þar hefur eldgos, sem
hófst í fjallinu Cerro Negro á
þriðjudag, enn aukið á neyðina.
Eldfjallið er í um 32 km fjarlægð frá
fjallinu Casita, þar sem aurskriður
urðu um tvö þúsund manns að bana
á laugardag.
Matvælastofnun Sameinuðu þjóð-
anna hefur sent yfír 100 þúsund
tonn af matvælum til Níkaragva, og
hefur einnig dreift mat í Hondúras.
Barnahjálparsjóður Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, hefur heitið að
leggja til drykkjarvatn, matvæli, lyf
og ábreiður.
Hjálp frá Tævan
Tilkynningar um neyðaraðstoð til
Mið-Ameríkuríkja hafa borist víða
að. í gær tilkynntu stjómvöld á
Tævan að þau hyggðust gefa jafn-
virði um 175 milljóna króna, en Mið-
Ameríkuríkin era meðal þeirra 26
ríkja sem eyjan hefur diplómatísk
samskipti við.
Innflytjendur frá Mið-Ameríku-
ríkjum í New York hafa hafíð söfnun
til styrktar fórnarlömbum fellibylj-
arins, og opnað móttökustöðvar fyr-
ir matvæli, fatnað og lyf. Leiðtogar
samtaka innflytjenda hafa þó lýst
áhyggjum af því að erfítt geti reynst
að koma hjálpargögnum á þau svæði
þar sem þeirra er mest þörf, því þar
hafi flestir vegir og brýr eyðilagst.
f sjónum í sex daga
Breskt herskip, sem var við leit-
arstörf undan ströndum Mið-Amer-
íku, fann konu frá Hondúras um 50
mílur frá landi. Hún hafði þá hafst
við á braki í sjónum í sex daga, eftir
að fellibylurinn feykti henni á haf
út, ásamt eiginmanni og þremur
bömum. Ekki er vitað um afdrif
þeirra.
Reuters
Jarðarför í Gautaborg
UM 2.000 manns fylgdu í gær til grafar níu af var fyrsta jarðarförin eftir harmleikinn. Sex
ungmennunum 63, sem létu Iífið í brunanum í þeirra voru frá Sómalíu, tveir voru Tyrkir
diskóteki í Gautaborg í síðustu viku. Þetta og einn Líbani.
EMU-aðild Bretlands
ákveðin „eftir nokkur ár“
Lundúnum. Reuters, Tlie Daily Telegrapli.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og viðskiptaráðherrann
Peter Mandelson reyndu í gær að
slá á orðróm þess efnis, að ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins hefði
þegar ákveðið þátttöku Bretlands í
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, EMU. Blair sagði í þingræðu
að það yrði að liggja fyrir að Bret-
land ætti efnahagslega hagsmuni
sína undir því að ganga í mynt-
bandalagið áður en brezka stjórnin
sækti um inngöngu, og Mandelson
sagði að ákvörðun um þetta yrði
ekki tekin íyrr en „eftir nokkur ár“.
Mandelsons tjáði þingnefnd, sem
spurði ráðherrann hvenær hann
teldi það samræmast efnahagsleg-
um hagsmunum Bretlands að ger-
ast aðili að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu (EMU) og hvert
gengi pundsins gagnvart evrunni
ætti að vera þegar pundið rynni inn
í Evrópugjaldmiðilinn, að of
snemmt væri að ræða heppilegasta
gengið að svo stöddu. „Þetta era
spurningar sem við án efa getum og
munum velta fyrir okkur þegar nær
dregur mögulegri inngöngu okkar í
myntbandalagið. Það verður ekki
fyrr en eftir nokkur ár,“ sagði
Mandelson.
Þingmennirnir höfðu einkar mik-
inn áhuga á því að fá Mandelson til
að skýra betur það sem hann sagði í
ræðu sem hann flutti iðnjöfram á
mánudaginn, þar sem hann sagði að
það væri frekar spurning um
hvenær en ekki hvort Bretland
gengi í EMU.
Lafontaine gagnrýndur
Fjölmiðlar, bankamenn, embætt-
ismenn og fleiri gagnrýndu Oskar
Lafontaine, hinn nýja fjármálaráð-
herra Þýzkalands, fyrir að þrýsta
opinberlega á um að seðlabanka-
stjórar Evrópu lækki vexti í því
skyni að ýta undir hagvöxt og at-
vinnusköpun í álfunni, í stað þess
að láta stjórnast eingöngu af því
markmiði að halda verðlagi stöð-
ugu.
Bankamenn í Frankfurt sögðu
Lafontaine ekki gera annað með
þessu en að grafa undan trausti á
hina væntanlegu Evrópumynt. „Ef
til vill hugsar Lafontaine sér á laun
að geta hjálpað þýzkum efnahag
með því að fá fram gengislækkun
[marksinsj gagnvart dollaranum,“
sagði Ulrich Ramm hjá Commerz-
bank, en ef áform ráðherrans gegnu
út á þetta væru þau dæmd til að
mistakast.
Wim Duisenberg, aðalbankastjóri
Seðlabanka Evrópu, sem ber
ábyi-gð á peningamálastefnunni að
baki evrannar, sagði í fyrradag að
sér dytti ekki í hug að láta pólitísk-
an þrýsting hafa nokkur áhrif á sig.
Lionel Jospin, forsætisráðherra
Frakklands og leiðtogi franskra
sósíalista, varaði í gær við pólitísk-
um afskiptum af stjórn evrópska
seðlabankans.
Lávarðar
taka mál
Pinochets
fyrir
London, París. Reuters.
FIMM dómarar í lávarðadeild
breska þingsins, sem er æðsta dóm-
stig Bretlands, hófu í gær tveggja
daga réttarhald í máli Augustos Pin-
ochets, íyrrverandi einræðisherra í
Chile, til að skera úr um hvort hann
verði framseldur til Spánar og sóttur
til saka fyrir morð og pyntingar. Bú-
ist er við að dómaramir tilkynni nið-
urstöðu sína síðar í vikunni.
Dómstófl í London hafði úrskurðað
að handtaka Pinochets 16. október
væri ólögmæt og að hann nyti frið-
helgi þar sem hann var þjóðhöfðingi
þegar meintir glæpir hans vora
framdir, en úrskui-ðinum var áfrýjað.
Lögfræðingur Amnesty talar
fyrir hönd fórnarlambanna
Um 300 manns, margir þeúra út-
lagar frá Chile og ættingjar fólks
sem „hvarf1 á 17 ára valdatíma Pin-
ochets, komu saman í þinghúsinu í
London þegar fimm lagalávarðar
hófu réttai'haldið. Fórnarlömb mann-
réttindabrotanna fá ekki að bera
vitni en lögfræðingi mannréttinda-
samtakanna Amnesty Intemational
hefur verið leyft að tala fyrir hönd
þeirra.
Lögfræðingur Amnesty
International heldur því fram að
mannréttindabrotin í Chile á valda-
tíma Pinochets jafngildi „glæp gegn
mannkyninu“ og séu því í alþjóðlegri
lögsögu samkvæmt þjóðarétti frá
Numberg-réttarhöldunum eftir lok
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Lögfræðingar á vegum spænska
dómarans Baltasars Garzons, sem
óskaði eftir því að Pinochet yrði
handtekinn, taka einnig þátt í réttar-
haldinu.
Verði niðurstaða lávarðanna Pin-
ochet í hag kann hann að verða leyst-
ur úr haldi strax og líklegt er að til-
raunir til að fá hann framseldan til
Frakklands, Svíþjóðar, Ítalíu, Þýska-
lands, Sviss, Belgíu og Lúxemborgar
fari þá einnig út um þúfur. Chílesk
flugvél bíður nú þegar á flugvelli ná-
lægt London og á að flytja hann til
Chile verði framsalinu hafnað.
Franskur dómari hefur gefið út al-
þjóðlega beiðni um handtöku Pin-
ochets vegna þriggja Frakka, sem
hurfu í Chile, og dómsmálaráðhema
Frakklands kvaðst í gær ætla að
senda Bretum beiðni um framsal
hans um leið og dómarinn óskaði eft-
ir því formlega.