Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 32

Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LflSTIR Frásagnir í lit MYJVDLIST Norræna húsið MÁLVERK \ MARGRÉTREYKDAL Opið frá 14-18 alla daga nema mánu- daga. Til 8. nóv. „BJARTIR skuggar", eftir Margréti Reykdal. SÝNING Margrétar Reykdal í kjallara Norræna hússins mun vera hennar tíunda einkasýning, en hún mun vera búsett í Noregi og hefur starfað þar sem myndlistarmaður síðan á námsárum sínum á áttunda áratugnum. Hún hefur þó haldið „Öll mál eru fjölskyldumál“ m ■■ SALÓME ÞORKELSDÓTTIR fyrrv. forseti Alþingis „Það er Sjálfstaeðisflokknum nauðsynlegt að auka hlut kvenna í forystusveit, því styð ég Þorgerði hiklaust í 3. saeti.“ ELLERT EIRÍKSSON bæjarstjóri í Reykjanesbæ „Það er mikill fengur fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Reykjanesi að hafa unga, hæfileikaríka og vel menntaða konu, sem Þorgerði í forystusveit-" IVJU3U I I I Þorgeröi ' 3. sæti! 1 ÓLI BJÖRN KÁRASON ritstjóri Viðskiptablaðsins „Góður stjómmálamaður þarf að búa yfir hugmyndum og keppnisanda til að berjast fyrir framgangi þeirra. Þorgerður K. Gunnarsdóttir býr yfir báðum hæfileikum." ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR formaður SUS „Þorgerður er hæfileikarík forystukona og ég styð hana eindregið í 3. sæti eftir að hafa fylgst með frábærum störfum hennar meðal ungra sjálfstæðismanna." Kosningaskrifstofa að Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Síminn er 565 4699. Opið á milli kl. 16 og 21 virka daga og kl. 12 og 17 um helgar. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi, 14. nóvember 1998 einkasýningar hér á landi, síðast í Gallerí Umbru 95 og Hafnarborg 93. A sýningunni í Norræna húsinu eru þrjátíu og eitt málverk sem unnin eru á tímabilinu frá 1993. „Frásagnir“ er yfirskrift sýning- arinnar og hafa myndh-nar allar til- vísanir í eigin reynslu Margrétar. Það eru helst seinni myndirnar sem hafa í sér einhvern frásagnarþátt, með skírskotunum í umhverfi Margrétar, sem gætu falið í sér frá- sagnarlegt samhengi. Það er gi-einilegt að á þeim fimm árum sem verkin spanna þá hafa myndir Margrétar tekið nokkrum breyt- ingum. Fyrstu myndirnar á sýning- unni eru yfirleitt landslagsmyndir byggðar upp á afmörkuðum litaflöt- um og eru í föstum skorðum mynd- byggingar. En þegar líður fram á þetta ár má sjá hvernig Margrét hefur gjörbreytt uppbyggingu myndanna, til hins betra, held ég megi segja. Þar skiptast á hreinir litafletir og línuteikningar, gegnsæ- ir fletir og ógegnsæir, sterkir mass- ar og fljótandi litur. Imyndirnar og fletimir eru lagskiptir, án fyrir- framgefins samhengis, með sam- spili óhlutbundinna forma og teiknaðra fígúra. Það er líka mun frjálslegri stíll yfir seinni myndun- um og þær virðast byggjast á ósjálfráðari vinnubrögðum byggð- um á innsæi og tilfinningu, þar sem hugsanir og minningar leiða pensil- inn áfram fremur en viðleitni til að halda lit og formi í skefjum á fletin- um. Meðal þeirra málverka sem koma sterkust út á sýningunni eru nr. 8 „Milli landa“, nr. 10 „Skógur, og nr. 12 „Bjartir skuggar“. Það er óvænt og frjálslegt samhengi lita og hlutkenndra forma í þessum myndum, sem gefur þeim líf og býður upp á frásagnarlegan lestur. Það er greinilegt að Margrét er að færa listsköpun sína inn á nýjar brautir þar sem litagleði hennar og foi-mskyn njóta sín betur. Gunnar J. Árnason Tímarit • GUÐFRÆÐI, kirkja og sam- féíag nefnist 12. hefti ritraðar Guðfræðistofnunar Háskóla ís- lands og er efni þess tengt því að á sl. ári voru 150 ár liðin frá stofnun Prestaskólans í Reykja- vík. Flestar greinarnar eru erindi sem flutt voru á málþingi er haldið var í Háskólabíói sl. haust í tilefni af 150 ára afmæli Prestaskólans. Þeir sem rita greinar í tímaritið að þessu sinni eru: Dr. Páll Skúlason, sr. Olafur Skúlason biskup, dr. Einar Sigurbjörnsson, dr. Pétur Pétursson, dr. Hjalti Hugason, Aðalgeir Kristjánsson, sr. Sig- urður Sigurðarson vígslubiskup, dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, dr. Sigurður Árni Þórðarson, sr. Kristján Búason, Jón Svein- bjömsson, dr. Gunnlaugur A. Jónsson, Jón G. Friðjónsson, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, dr. Leif Grane prófessor við Kaupmannahafnarháskóla og dr. Duncan B. Forrester pró- fessor við Edinborgarháskóla, en þeir tveir síðartöldu voru sæmdir heiðursdoktorsnafnbót í guðíræði af guðfræðideild Háskóla Islands í tilefni afmæl- isins. Útgefandi er Guðfræðistofn- un og Skálholtsútgáfan, útgáfu- félag þjóðkirkjunnar. Dr. Gunn- laugurA. Jónsson erritstjóri Ritraðar Guðfræðistofnunar og í ritnefnd með honum sitja dr. Einar Sigurbjörnsson og dr. Pétur Pétursson. Ritröðin er 224 bls. og kostar 2.500 kr. Rit- röð Guðfræðistofnunar fæst í Kirkjuhúsinu við Laugaveg 31, Bóksölu stúdenta og í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.