Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 33

Morgunblaðið - 05.11.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 33 SIGURÐUR Guðmundsson gengur með grasið í skónum á eftir Önnu Þóru Þórhallsdóttur. Árshátíðarkjólar Stuttirkjólar Síðirkjólar Jólakjólar verð frá 2490.- Opið fimmtudaga til kl. 21:00 á Laugavegi VEROmODA; Laugavegi 95 - 97 Kringlan Norsk sápa í Keflavík LEIKLIST Leikfélag Keflavfknr Frumleikhnsið, Keflavík MÁTTARSTÓLPAR SAMFÉLAGSINS eftir Henrik Ibsen. Leikstjórn og þýð- ing: Iluida Ólafsdóttir. Tónlist: Sig- urður Guðmundsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Búningar: Sveindís Valdiinarsdóttir. Leikcndur: Davíð Guðbrandsson, Andrea Þorvaldsdótt- ir, Einar Eiríksson, Freydís Kolbeins- dóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Einar Jónasson, Anna Þórhallsdóttir, Sig- urður Guðinundsson, Jdn Sigurðsson, Gísli Gunnarsson, Eggert Olafsson, Sigurður Sigurþórsson, Guðmundur Hreinsson, Bjarni Gunnarsson, Halla Sverrisdóttir, Ingibjörg Þorláksdótt- ir, Sólrún Steinarsdóttir, Erla Elías- dóttir, Eh'sabet Leifsdóttir. Sýning þriðjudaginn 3. ndvember. NÚ ER rúmt ár síðan Keflvíking- ar fengu sitt eigið leikhús, Frum- leikhúsið við Vesturbraut 17, þar sem áður voru skemmtistaðir af öðru tagi, danshús, ölkrár. Þessi staður er vottur þess að heimamenn vita af félagslegu og listrænu mikil- vægi leiklistarinnar í sinni byggð. Og ekki liggur leikfélagið á liði sínu, heldur hefur vetrardagskrána fyrst áhugaleikfélaga. Mikill kraftur er í Leikfélagi Keflavíkur um þessar mundir. Það frumsýndi þrjú verk í fyrra, og nú verður fyrir valinu Máttarstólpar samfélagsins eftir Henrik Ibsen, fullvaxið og efnismikið stykki sem sver sig efnislega og að uppbygg- ingu mjög í ætt við bandarískar sápur á borð við Dallas og Dínastíu (fortíðin lætur þá ríku ekki í friði fyrr en þeir gera upp við hana, taka sig á, og komast m.a. að því að kon- ur eru til ýmissa góðra hluta brúk- legar! En samt fer ekkert úr skorð- um, samfélagsmynstrið helst - styi-kist, ef eitthvað er). Hulda Ólafsdóttir leikstýrir Máttarstólpunum, en hún hefur um þessar mundir starfað með Leikfé- lagi Keflavíkur í áratug, tíu sinnum sem leikstjóri, og einu sinni á sviði. Þessi uppsetning ber vitni víðtækri leikhúsreynslu hennar og smekk- vísi: Rennslið er hnökralaust og Helga er fundvís á hið skoplega í leikritinu. Þá er textaþýðing hennar ágæt, lipur í munni án þess að vera flatneskjuleg. Umgjörðin öll er líka einfóld og smekkvís: Tónlist Sigurðar Guð- mundssonar lætur vel í eyra, og Nýjar bækur Gylfí Gröndal gestur Ritlistar- hópsins UPPLESTUR verður á vegum Rit- listarhóps Kópavogs, sem haldinn verður í Gerðar- safni í kvöld, fímmtudag, kl. 17. Gestur að þessu sinni verð- ur Gylfi Gröndal, en hann ritaði ævisögu Þorvald- ar í Síld og fisk, sem nefnist Saga athafnaskálds. Mun hann lesa úr bókinni og skýra tilurð hennar, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðgangur er ókeypis og stendur dagskráin í klukkustund. Gylfi Gröndal sviðsmynd og búningar vísa til tíma verksins án þess að njörva það um of niður í fortíðinni. Um leikendur er það að segja að allir standa sig vel, ekki síst þau sem fara með veigameiri hlutverkin, þau Davíð, Kristín og Sigurður. Unga fólkið í sýningunni vekur einnig athygli. Ánægjulegt er að sjá að leiklistarungliðarnir í Keflavík eru að Ijá leikfélaginu styrk. Mér er sagt að allt að fimmtíu ungmenni hafi boðið sig fram til að taka þátt í uppsetningunni. Það segir sitt um gróskuna í leiklistinni í Keflavík. Guðbrandur Gíslason Sturla Sighvatsson í skáldsögu Thors • MORGUNÞULA í stráum er skáldsaga eftir Tiior Vilhjálmsson. Sturla Sighvatsson er aðalper- sóna þessarar miklu sögulegu skáldsögu sem fjallar um aðdrag- anda og eftirmál þess þegar Sturla fór suður til Rómar til að fá aflausn páfa og var leiddur þar milli höfuð- kirkna, eins og segir frá í Sturl- ungu. Sturla Sig- Thor hvatsson ætlaði Vilhjálmsson sér na æðstu völdum á Islandi. Hann hafði allt til að bera - auð, öfluga bakhjarla og atgervi. En eitthvað fór úrskeiðis hjá þessum glæsilega höfðingja og um það fjallar þessi skáldsaga. Hún geym- ir dýi-keypta visku, er hugvekja um valdið og drambsemina, ofbeld- ið og kærleikann, uppgjör við þá hetjuhugsjón sem við höfum tekið í arf. Thor Vilhjálmsson er fæddur ár- ið 1925 í Edinborg. Eftir nám dvaldi hann í Frakklandi þar sem hann skrifaði sína fyrstu bók, Mað- urinn er alltaf einn, sem kom út árið 1950. Eftir það hefur hann verið mikilvirkur höfundur og sett mikinn svip á íslenskt menningarlíf. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Árið 1987 fékk hann Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir skáldsögu sína Grá- mosinn glóir. Hann hlaut einnig sérstök bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar árið 1992. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 290 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Verð: 3.980 kr. Helena Rubinstein Áhrifarík „andlitslyfting" án skurðaðgerðar Face Sculptor með Pro-Phosphor Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. 3 En í dag nálgumst við það með Face Sculptor serumi og kremi. Pro-Phosphor örvar náttúrulegan fosfór líkamans til að styrkja grunn húðarinnar. Samtímis strekkja mótandi efni á yfirborði húðarinnar. Árangur: Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi verða útlínur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum. Vetrartilboð: Askja með 30 mL kremi og 30 ml serumi á kr. 5.900. Venjulegt verð kr. 7.700. Þú sparar kr. 1.800. Kynning í dag, föstudag, og laugardag. U tttttD H Y G E A jnyrtivöruverjlun Kringlunni, sími 533 4533.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.