Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 33 SIGURÐUR Guðmundsson gengur með grasið í skónum á eftir Önnu Þóru Þórhallsdóttur. Árshátíðarkjólar Stuttirkjólar Síðirkjólar Jólakjólar verð frá 2490.- Opið fimmtudaga til kl. 21:00 á Laugavegi VEROmODA; Laugavegi 95 - 97 Kringlan Norsk sápa í Keflavík LEIKLIST Leikfélag Keflavfknr Frumleikhnsið, Keflavík MÁTTARSTÓLPAR SAMFÉLAGSINS eftir Henrik Ibsen. Leikstjórn og þýð- ing: Iluida Ólafsdóttir. Tónlist: Sig- urður Guðmundsson. Lýsing: Árni Baldvinsson. Búningar: Sveindís Valdiinarsdóttir. Leikcndur: Davíð Guðbrandsson, Andrea Þorvaldsdótt- ir, Einar Eiríksson, Freydís Kolbeins- dóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Einar Jónasson, Anna Þórhallsdóttir, Sig- urður Guðinundsson, Jdn Sigurðsson, Gísli Gunnarsson, Eggert Olafsson, Sigurður Sigurþórsson, Guðmundur Hreinsson, Bjarni Gunnarsson, Halla Sverrisdóttir, Ingibjörg Þorláksdótt- ir, Sólrún Steinarsdóttir, Erla Elías- dóttir, Eh'sabet Leifsdóttir. Sýning þriðjudaginn 3. ndvember. NÚ ER rúmt ár síðan Keflvíking- ar fengu sitt eigið leikhús, Frum- leikhúsið við Vesturbraut 17, þar sem áður voru skemmtistaðir af öðru tagi, danshús, ölkrár. Þessi staður er vottur þess að heimamenn vita af félagslegu og listrænu mikil- vægi leiklistarinnar í sinni byggð. Og ekki liggur leikfélagið á liði sínu, heldur hefur vetrardagskrána fyrst áhugaleikfélaga. Mikill kraftur er í Leikfélagi Keflavíkur um þessar mundir. Það frumsýndi þrjú verk í fyrra, og nú verður fyrir valinu Máttarstólpar samfélagsins eftir Henrik Ibsen, fullvaxið og efnismikið stykki sem sver sig efnislega og að uppbygg- ingu mjög í ætt við bandarískar sápur á borð við Dallas og Dínastíu (fortíðin lætur þá ríku ekki í friði fyrr en þeir gera upp við hana, taka sig á, og komast m.a. að því að kon- ur eru til ýmissa góðra hluta brúk- legar! En samt fer ekkert úr skorð- um, samfélagsmynstrið helst - styi-kist, ef eitthvað er). Hulda Ólafsdóttir leikstýrir Máttarstólpunum, en hún hefur um þessar mundir starfað með Leikfé- lagi Keflavíkur í áratug, tíu sinnum sem leikstjóri, og einu sinni á sviði. Þessi uppsetning ber vitni víðtækri leikhúsreynslu hennar og smekk- vísi: Rennslið er hnökralaust og Helga er fundvís á hið skoplega í leikritinu. Þá er textaþýðing hennar ágæt, lipur í munni án þess að vera flatneskjuleg. Umgjörðin öll er líka einfóld og smekkvís: Tónlist Sigurðar Guð- mundssonar lætur vel í eyra, og Nýjar bækur Gylfí Gröndal gestur Ritlistar- hópsins UPPLESTUR verður á vegum Rit- listarhóps Kópavogs, sem haldinn verður í Gerðar- safni í kvöld, fímmtudag, kl. 17. Gestur að þessu sinni verð- ur Gylfi Gröndal, en hann ritaði ævisögu Þorvald- ar í Síld og fisk, sem nefnist Saga athafnaskálds. Mun hann lesa úr bókinni og skýra tilurð hennar, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðgangur er ókeypis og stendur dagskráin í klukkustund. Gylfi Gröndal sviðsmynd og búningar vísa til tíma verksins án þess að njörva það um of niður í fortíðinni. Um leikendur er það að segja að allir standa sig vel, ekki síst þau sem fara með veigameiri hlutverkin, þau Davíð, Kristín og Sigurður. Unga fólkið í sýningunni vekur einnig athygli. Ánægjulegt er að sjá að leiklistarungliðarnir í Keflavík eru að Ijá leikfélaginu styrk. Mér er sagt að allt að fimmtíu ungmenni hafi boðið sig fram til að taka þátt í uppsetningunni. Það segir sitt um gróskuna í leiklistinni í Keflavík. Guðbrandur Gíslason Sturla Sighvatsson í skáldsögu Thors • MORGUNÞULA í stráum er skáldsaga eftir Tiior Vilhjálmsson. Sturla Sighvatsson er aðalper- sóna þessarar miklu sögulegu skáldsögu sem fjallar um aðdrag- anda og eftirmál þess þegar Sturla fór suður til Rómar til að fá aflausn páfa og var leiddur þar milli höfuð- kirkna, eins og segir frá í Sturl- ungu. Sturla Sig- Thor hvatsson ætlaði Vilhjálmsson sér na æðstu völdum á Islandi. Hann hafði allt til að bera - auð, öfluga bakhjarla og atgervi. En eitthvað fór úrskeiðis hjá þessum glæsilega höfðingja og um það fjallar þessi skáldsaga. Hún geym- ir dýi-keypta visku, er hugvekja um valdið og drambsemina, ofbeld- ið og kærleikann, uppgjör við þá hetjuhugsjón sem við höfum tekið í arf. Thor Vilhjálmsson er fæddur ár- ið 1925 í Edinborg. Eftir nám dvaldi hann í Frakklandi þar sem hann skrifaði sína fyrstu bók, Mað- urinn er alltaf einn, sem kom út árið 1950. Eftir það hefur hann verið mikilvirkur höfundur og sett mikinn svip á íslenskt menningarlíf. Skáldsögur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hann hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir ritstörf sín. Árið 1987 fékk hann Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir skáldsögu sína Grá- mosinn glóir. Hann hlaut einnig sérstök bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar árið 1992. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 290 bls., unnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Ingibjörg Eyþórsdóttir. Verð: 3.980 kr. Helena Rubinstein Áhrifarík „andlitslyfting" án skurðaðgerðar Face Sculptor með Pro-Phosphor Húðsnyrtivörur hafa aldrei komið í stað andlitslyftingar. 3 En í dag nálgumst við það með Face Sculptor serumi og kremi. Pro-Phosphor örvar náttúrulegan fosfór líkamans til að styrkja grunn húðarinnar. Samtímis strekkja mótandi efni á yfirborði húðarinnar. Árangur: Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi verða útlínur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur úr línum og hrukkum. Vetrartilboð: Askja með 30 mL kremi og 30 ml serumi á kr. 5.900. Venjulegt verð kr. 7.700. Þú sparar kr. 1.800. Kynning í dag, föstudag, og laugardag. U tttttD H Y G E A jnyrtivöruverjlun Kringlunni, sími 533 4533.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.