Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 44

Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Frelsi og frelsi „Opið samfélag er ekki bara afnám rík- isafskipta og hafta. Það er flókin og fáguð bygging sem ekki verður reist án knitmiðaðs framtaks. “ George Soros G etur frelsi verið slæmt? Ekki virðist manni líklegt að svo sé. Frelsi er eitt af þessum hugtökum - líkt og framfarir - sem eru allt að því sjálfkrafa eitthvað gott og eftirsóknarvert. Hverjum gæti dottið í hug að vera á móti framfórum og frelsi? En frelsi er flókið. Það eru til margar tegundir af því. Ein teg- und frelsis er frelsi undan áþján - til dæmis fátækt. Önnur gerð frelsis er frelsi til að velja - til dæmis á milli vörutegunda. Hinn sífelldi einkavæðingarboð- skapur sem VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson nú glymur hærra en oft- ast áður er fluttur á for- sendum frels- is til að velja - á forsendum aukins frelsis neytenda. Þetta frelsi neytenda á helst að auka með minnkuðum ríkis- afskiptum og jafnvel algeru af- námi þeirra. Boðorðið virðist skilyrðislaust og einfalt: Því minna af ríki því meira af frelsi. Og það sem meira er, aukið val- frelsi á um leið að verða til auk- ins frelsis undan áþján. Það er að segja, áðurgreindum tveim gerðum frelsis er skellt saman og boðskapurinn verður sá, að með því að auka frelsi til að velja auki maður um leið frelsi undan áþján. En þetta er misskilningur. Að minnsta kosti röklega séð. Mað- ur getur auðveldlega haft frelsi til að velja án þess að njóta um leið frelsis undan áþján. Til dæmis myndi allt heimsins vöruúrval ekki geta létt áþján þess sem sökum fátæktar getur ekki einu sinni keypt brýnustu nauðsynjar. Þetta segir sig nú reyndar sjálft, en um leið sýnir þetta fram á, að frelsi til að velja er ekki um leið frelsi und- an áþján. Eins og heimspekingarnir myndu orða það: Frelsi til að velja er ekki fullnægjandi for- senda frelsis undan áþján. Þvert á móti virðist margt benda til þess að orsakarunan sé í hina áttina: Að aukið val- frelsi auki áþján. Á sama tíma og markaðir eru að opnast og framleiðsla og úrval að aukast er bilið milli fátækra og ríkra að aukast, til dæmis í Norður-Am- eríku. Niðurstöður rannsókna sýna að sífellt meiri auður safn- ast á sífellt færri hendur. Nú er svo komið að borgaryfirvöld í Toronto í Kanada hafa lýst því yfir að fjöldi heimilislausra í borginni sé orðinn slíkur að neyðarástand hafi skapast. (Og kannski er rétt að taka fram að Kanada er í klúbbi sjö auðug- ustu og áhrifamestu ríkja heims, G7.) Það ber þó að hafa í huga að ekki er sjálfgefið að það sé or- sakasamhengi á milli aukinnar framleiðslu og opnunar mark- aða annars vegar og aukinnar fátæktar hins vegar. Sannfæringarkraftur einka- væðingarboðskaparins eykst um allan helming þegar munur- inn á frelsi til að velja og frelsi undan áþján er orðinn óljós eða horfinn með öllu. Og það sem meira er, þegar þessar tvær tegundir frelsis hafa runnið saman í eitt þá eru þeir, sem andvígir eru aukinni einkavæð- ingu, allt í einu líka orðnir and- vígir auknu frelsi undan áþján. Eða svo virðist að minnsta kosti. Og hver vill andmæla auknu frelsi undan áþján? Og þar eð minnkuð ríkisaf- skipti eru forsenda aukins frels- is til að velja verða minnkuð rík- isafskipti einnig forsenda þess að auka fi-elsi undan áþján, ef áðumefndar tvær tegundir frelsis era gerðar að einni. En það verður ekki með nokkru móti séð að minnkuð ríkisaf- skipti leiði sjálfkrafa til minni fátæktar. (Það er auðvitað held- ur ekki gefið að ríkisafskipti dragi úr fátækt, en þó verður að telja það vænlegri kost.) En þótt það sé röklegur mis- skilningur að frelsi til að velja og frelsi undan áþján séu frelsi í sama skilningi þá er ekki víst að þetta sé raunveralegur mis- skilningur. Þetta gæti jafnvel virst eftirsóknarverður mis- skilningur. Það er eitt einkenni neysluþjóðfélaga að þessi mun- ur hefur þurrkast út. Jafnvel mætti ganga svo langt að segja að þarna sé kominn kjaminn í neysluþjóðfélaginu. Flest bendir til þess að þrátt fyrir allt sé áþján minni í neysluþjóðfélögum en í öðram þjóðfélögum. Það væri fráleitt að segja neyslu vera skilyrðis- laust af hinu slæma - þvert á móti, hún er auðvitað nauðsyn- leg. Hún getur leyst efnahags- vanda. Fólk leysir jafnvel sálar- kreppu með neyslu - það getur lyfst á manni brúnin ef maður kaupir sér eitthvað nýtt (þótt það sé kannski bara til skamms tíma getur það skipt miklu máli). Það er ekki undarlegt að áðurnefndar tvær tegundir frelsis hafi runnið saman í sam- félagi sem er fyrst og fremst mótað af neysluhyggju. En þetta er engu að síður tví- bent. Sú áþján sem fylgir fá- tækt magnast í neysluþjóðfélagi því það er hlutskipti fátæks fólks að geta ekki tekið þátt í neyslunni, geta ekki neytt í neysluþjóðfélagi - enda er fá- tækt fólk hinir sönnu útlagar nútímans í hinum vestræna heimi. Ekki einungis að það geti ekki fylgt boðorðinu (og er þar af leiðandi heiðingjar ofan í kaupið) heldur er það beinlínis dragbítur á framfarir - það er að segja á hagvöxt, sem er mælikvarði framfara í neyslu- samfélagi - því það tekur svo lítinn þátt í neyslunni. En þrátt fyrir alla þessa aug- ljósu annmarka er einkavæðing- arboðskapnum haldið til streitu og því fer að læðast að manni sá granur að valfrelsistrúin kunni að vera farin að blinda boðend- ur sína. Eins og þeir séu farnir að hugsa sem svo: Það skal vera satt. Full eining um málefni, en hvað svo? Laugardagurinn 31. október var býsna merkilegur í pólitískri sögu þjóðarinnar. Á miðstjórnarfundi Al- þýðubandalagsins var alger eining um að halda núverandi starfi um sameiginlegt fram- boð áfram og formanni flokksins var gefið fullt umboð til þess að ljúka því starfi. Bæði Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds lýstu yfir full- um stuðningi við þann málefnagrandvöll sem verið er að vinna að og báðir hvöttu þeir alla flokksmenn til þess að standa þétt saman fram að kosningum. Það er því full eining innan Alþýðubanda- lagsins um þá stefnu sem starfa á eftir. Á landsfundi Kvennalistans var jafn mikil eining á laugardaginn um þann málefnagrann sem fram- boðið mun byggjast á. Ein forystu- kvenna Kvennalistans lýsti því yfir í fjölmiðlum að samtökin hefðu náð ótrúlega miklu fram í því að koma viðhorfum sínum að í stefnu þessa nýja afls. Það er því fullkomlega ljóst að nú hefur tekist alger eining milli A- flokkanna og Kvennalistans um mál- efnahliðina í væntanlegu sameigin- legu framboði. Auðvitað hefur þetta kostað miklar fómir sums staðar, en þetta er engu að síður umtalsverður árangur. Tilgangm- þessa nýja afls er auðvitað að vinna sigra í kosing- um og hafa áhrif. Það gerist fyrst og fremst á grandvelli þeirrar stefnu sem boðið er upp á. Þrátt fyrir þennan um- talsverða árangur era samt enn ljón á vegin- um. Skilyrði Kvennalistans Kvennalistinn valdi að lýsa yfii’ stuðningi með þeim skilyrðum að fá eitt af þremur efstu sætunum á fraamboðs- listum í öllum kjör- dæmum. Skilyrði af þessu tagi era mjög undarleg. I fyrsta lagi er verið að gera lítið úr stefnunni. Kvennalist- inn treystii’ samstarfsflokkunum greinilega ekki að framkvæma þá stefnu sem ákvörðuð hefur verið. Það er skrýtið að segjast ekki vilja Við eigum að treysta stórum hópi, segir Ari Skúlason, til að velja hverjir eiga að fram- kvæma þá stefnu sem við erum sammála um. vera með nema maður komist sjálfur öragglega að. Dettur nokkrum t.d. í hug að Gunnar Birgisson hætti stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn ef hann nær ekki árangri í prófkjörinu? I öðra lagi er skilyrðið mjög vafasamt vegna þess að víða er styrkur Kvennahstans mjög lítill. Eg á þannig mjög erfitt með að sjá Ari Skúlason að Kvennalistinn geti sjálfkrafa fengið eitt af þremur efstu sætun- um í Reykjaneskjördæmi, þrátt fyrir að staða flokksins sé sterkari þar en víðast hvar. Þótt Kvenna- listinn eigi þingmann í kjördæminu náði hún ekki kjördæmakosningu í síðpstu kosningum. I þriðja lagi er augljóst að það er ekki hægt að verða við kröfum Kvennalistans á heildstæðan hátt. Röðun á framboðslista er ákvörðuð í hverju kjördæmi fyrir sig og um slíkt hefur landsfundur Kvennalist- ans ekkert að segja, frekar en aðrir slíkir fundir innan hinna flokkanna. Þessar kröfur Kvennalistans era því undarlegar og algerlega óskilj- anlegar. Allir sjá að nær ómögu- legt er að verða við þeim eins og þær eru settar fram. Það þarf að opna málið meira Sú staða er greinilega komin upp innan Samfylkingarinnar að allir era orðnir sammála um málefni en það á eftir að ganga frá spurning- um um fólk. Auðvitað era fleiri spurningar eftir eins og um fjár- mál, skipulagningu o.s.frv. sem bæði leysast í umræðum á milli flokkanna og í kjördæmunum. En um spuminguna hvernig á að raða fólki á ekki að taka ákvarðanir um í bakherbergjum flokkanna. Við er- um með stefnuna klára og við eram fullkomlega sammála um hana. Þess vegna eigum við að opna spuminguna um röðun á fólki gagnvart almennum félagsmönnum í flokkunum og öllum öðram stuðn- ingsmönnum þessa samstarfs. Við eigum að bera gæfu til þess að treysta stóram hópi að velja hverjir eiga að framkvæma þá stefnu sem við eram sammála um. Það tryggir mesta sátt um framboðin, sterka lista og nauðsynlega endurnýjun. Prófkjör og skoðanakannanir má framkvæma á ýmsan hátt og ég tel mjög mikilvægt að einhver slíkur háttur sé hafður á í vali á framboðs- lista Samfylkingarinnar. Höfundur situr í stjórn Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi og framkvæmdastjórn flokksins. Opið bréf til sjávar- útvegsráðherra Jón Sigurðsson aði ég um það mjög langa og ítarlega yfh’- litsgrein, sem birtist í Mbl. 16. október sl. Þar leiði ég fram með ítarlegri greiningu og rökstuðningi, hvernig þetta fiskveiðistjórnun- arkerfi mun að óbreyttu leiða miklar hremmingar yfir út- gerðina í landinu og þar með þjóðarhag og ekki síst hinar dreifðu sjávarbyggðir landsins. Eg kynni þar einnig drög að nýrri leið til raunveralegrar mark- aðsvæðingar kvótaút- hlutunarinnar í stað þeirrar skrípa- myndar af markaðsumhverfi, sem nú ríkir á þessu sviði, þar sem lög- helgaðar forgjafir og lögskipaður aðstöðumunur hinna stóra og hinna smáu, en ekki samkeppnishæfnin ræður þróuninni. í ávarpi þínu höfum við Benjamín Eiríksson verið stimplaðir einhverj- ir hagsmunagæslumenn í málflutn- ingi okkar. Eg hef ekkert umboð til að spyrja neins fyrir hönd Benja- míns, en fyrir mína eigin hönd spyr ég þig, hvaða hagsmuna ég á skv. þínum málflutningi að vera að gæta, þegar ég gagnrýni þetta fiskveiði- stjómarkerfi með góðum rökum? Eg hélt í einfeldni minni, að ég væri að gera almenningi í landinu gagn með því að leiða fram og greina í sundur staðreyndir málsins. Svo bamalegur var ég, að ég hélt jafn- vel, að slík greining gæti komið ráð- herranum að haldi, ef hann kynni að ÉG undirritaður hef kynnt mér frásögn Morgunblaðsins og ívitnanir þess í ræðu þína á nýafstöðnum ársfundi LIU. Þar skautar þú á æðiþunn- um ís yfír gagnrýni í þjóðfélaginu á gildandi fiskveiðistj órnarkerfi með því að lýsa henni sem einhvers konar naggi sérhagsmunaað- ila. Svo vill til, að enginn maður hefur gagnrýnt þetta kerfí, eðli þess og afleiðingar snjallar eða gagnorðar en Benja- mín Eiríksson fyrrverandi banka- stjóri, í greinum, sem eru eldri en svo, að ég hafi tilvísanir handbær- ar. Hvaða sérhagsmunum ætli hann að hafa verið að þjóna? Fáir, ef nokkrir, landsmenn hafa hins vegar skrifað lengra mál um þetta efni í Morgunblaðið en ég, sem þetta bréf skrifa. Síðast skrif- Nybýlavegi 30, (Dalbrekkumegin), sími 554 6300. www.mira.is Ráðherra skautar á þunnu svelli, segír Jón Sigurðsson, ef hann flokkar ítarlega gagnrýni mína á fisk- veiðistj órnunarkerfið undir „nagg sérhags- munaaðila“. meta og skilja málefnalega umræðu. Fyrir mig tekur þó út yfir, þegar þú, ráðherra góður, staðhæfir í ræðu þinni, að enginn hafi „sett fram heildstæðar tillögur um annað kerfi“. Það gerði ég í fyrrnefndri grein minni tveimur vikum áður en þú fluttir þína ræðu, svo óneitan- lega finnst mér nærri mér höggvið að vera skilgreindur af ráðherra í opinbem ræðu sem enginn. Og í leiðinni væri ekki til of mik- ils mælst af sjávarútvegsráðherra landsins, að hann svaraði efnislega slíkri málefnalegri gagmýni, sem ég hef borið fram, með öðru en þeim órökstuddu staðhæfingum og orðaleppum, sem var að finna í fyrrgreindu ávarpi ráðherrans í hójoi umbjóðenda hans á ársfundi LIU. Ráðherra má aðeins minnast þess af og til, að hann er líka í vinnu hjá mér og öðrum borguram þessa ríkis, sem ekki eram í LÍÚ. Með kveðju. Höfundur er fyrrv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.