Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 55*
+ Kristján R. Þor-
varðarson var
fæddur 30. janúar
1922. Hann lést 26.
október síðastlið-
inn. Foreldrar Kri-
stjáns voru hjónin
Sigríður Kristjáns-
dóttir og Þorvarður
Magnússon, Systir
Kristjáns er M.
Katrín Þorvarðar-
dóttir, f. 10.10.
1923.
7. febrúar 1942
kvæntist Kristján
Sigríði H. Guðjóns-
dóttur, f.18.7. 1921, d. 7.4. 1987.
Þau eignuðust þrjár dætur: 1)
Þórhildi, f. 26.4. 1942, gift Egg-
ert Bogasyni. Þau eiga þijú
börn og sex barnabörn. 2) Sig-
ríði, f. 11.1. 1952, gift Viðari
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
nu'n veri vöm í nótt
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku afí minn, nú er komið að
leiðarlokum. Hugurinn reikar til
æskuáranna. A heimili ykkar
ömmu átti ég margar ljúfar og góð-
ar stundir. Þar var öryggi og hlýja.
Alltaf var nægur tími til að hugsa
um barnabömin. Stundum komstu
þreyttur og pirraður heim úr vinn-
unni. Þá sagði amma okkur að vera
inni í stofu á meðan þú skiptir um
föt. Ekki leið langur tími þar til þú
birtist í stofunni endumærður.
Núna skil ég betur hvers vegna
þetta var svona. Starf brunavarðar
var og er erfitt, sérstaklega and-
lega. í þá daga þekktist ekki
„áfallahjálp". Það varð að taka því
sem að höndum bar. Þrátt fyrir allt
vom gleðistundimar margar. Eg
man sérstaklega eftir ánægju þinni
og stolti yfir stráknum sem þú
tókst á móti í sjúkrabíl á Miklu-
brautinni. Þér fannst þú eiga í hon-
um hvert bein.
Flestir fullorðnir hafa orðið fyrir
áfóllum í lífinu. Þú varst engin und-
antekning. Missir ykkar ömmu á
Gauju litlu var þungur kross að
Vilhjálmssyni. Þau
eiga þrjú börn og
eitt barnabarn. 3)
Guðjónu, f. 5.4.
1955, dó fárra vikna
gömul.
Kristján var
fæddur og uppalinn
í Reykjavik, vann
ýmsa verkamanna-
vinnu þar til hann
byijaði í Slökkviliði
Reykjavíkur 1958.
Þar starfaði hann
til 1988 er hann
hætti vegna van-
heilsu. Kristján
dvaldi síðustu æviár srn á hjúkr-
unardeild Sjúkrahúss Skagfirð-
inga, Sauðárkróki.
Utför Kristjáns verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
bera. Hún fæddist með ólæknandi
hjartagalla, henni var ekki hugað
langt líf. Þið þurftuð að vaka yfir
henni til skiptis. Nóttina sem hún
dó áttir þú að vaka. Alla tíð kennd-
ir þú þér um að hafa sofnað þrátt
fyrir að enginn vissi hve lengi hún
myndi lifa. En hvaða huggun var
það syrgjandi foður.
Helsta áhugamál þitt og ömmu
var fjölskyldan. Þegar þið voruð
ung og heilsugóð þótti ykkur gam-
an að fara á mannamót. Skemmti-
túrar voru farnir suður í Hafnar-
fjörð til að heimsækja ættingja og
vini. Þetta þóttu miklar reisur. Síð-
an þá hafa samgöngumálin breyst.
Það tekur aðeins nokkrar mínútur
að fara frá Reykjavík til Hafnar-
fjarðar. Þið amma voruð afar tón-
elsk. Þú gast spilað á munnhörpu
sem kom sér vel á góðri stundu.
Síðar eignaðist þú skemmtarann.
Ánægjan við að spila á hann af
fingrum fram var mikil.
Það er ekki hægt að skrifa minn-
ingargrein um þig, afi minn, án
þess að minnast allra ferðanna
heim til mín, jafnvel eftir langan
vinnudag til þess að gera við hjólið
mitt. Hjólið sem amma hafði fengið
í fermingargjöf, hjólið sem þær
systur vora búnar að nota á undan
mér. Já, hlutirnir voru nýttir, það
var ekkert til sem hét einnota í þá
daga.
Eftir að þú misstir heilsuna
komst þú hingað á Sjúkrahúsið á
Sauðárkróki. Hér leið þér vel. Þú
vildir ekki fara suður aftur þegar
þér bauðst vistunarrými þar.
Heilsan var ekki upp á það besta.
Sjúkdómurinn hafði þau áhrif að
erfitt var að koma hugsunum í
orð. Þessir erfiðleikar urðu
stundum til þess að geðvonskan
náði yfirtökunum. Þrátt fyrir
þennan brest þótti þér vænt um
þá sem sinntu þér, starfsfólk og
ættingja.
Kveðjustundin nálgast. I dag
verður þú borinn til grafar frá Bú-
staðarkirkju. Kirkjunni ykkar
ömmu. Þið fylgdust með uppbygg-
ingu þessarar fyrrverandi sóknar-
kirkju ykkar allt frá fyrstu
skóflustungu af miklum áhuga.
Trúin var ykkar styrlcur. Með
þessum fátæklegu orðum bið ég
Guð að geyma minningamar um
ykkur ömmu. Einnig bið ég hann
að styrkja þá sem eftir lifa, vini,
vandamenn og alla þá sem komu að
umönnun þinni með einum eða öðr-
um hætti.
Kristín G. Friðbjörnsdóttir.
Hann Kristján er látinn, hann
andaðist á sjúkrahúsi Skagfirðinga
á Sauðárkróki 26. október síðast-
liðinn.
Kristján var búinn að vera fjög-
ur ár á sjúkrahúsinu fyrir norðan,
en áður var hann bæði búinn að
vera á Vífilsstöðum og sjúkrahúsi í
Reykjavík. Kristján var búinn að
missa konu sína fyrir 11 árum eða
1987 og ári seinna fékk hann slag
og lamaðist nokkuð öðram megin.
Eg sem skrifa þessar línur
kynntist Kristjáni er ég kom á
heimili hans að Hólmgarði 27 sem
heimilishjálp árið 1991-1994 og var
ég þrisvar í viku hjá honum, og það
kunni hann vel að meta, en það
hefði bara þurft að vera alla daga
vikunnar.
Kristján náði sér aldrei að fullu
eftir áfallið, en samt gat hann
gengið um og verið á rölti, en
handleggurinn var aldrei góður.
Það er margs að minnast er
maður fer að hugsa til baka og all-
ar þær stundir sem við röbbuðum
saman í Hólmgarðinum.
Eg sendi dætram hans og þeirra
fjölskyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Kristjáns.
Guðrún.
KRISTJÁN R.
ÞORVARÐARSON
GUÐLAUG
BENEDIKTSDÓTTIR
+ Guðlaug Bene-
diktsdóttir
fæddist á Vatns-
leysu í Glæsibæjar-
hreppi við Eyjaíjörð
19. apríl 1937. Hún
lést 9. september
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Garðakirkju 15.
september.
I dag verður haldin
minningarathöfn um
Guðlaugu
Benediktsdóttur hjúkranarfræðing
á Starfsmannaheilsugæslu
Sameinuðu Þjóðanna í New York.
Hún fæddist 19. aprfl 1937 og lést á
íslandi þann 9. september 1998.
Hér í Sameinuðu Þjóðunum var
hún alltaf kölluð Guja Jonsson.
Hún var þekkt fyrir ljúfmennsku
og vel unnin störf sem hún gegndi
hér i 14 ár. Hún var íslandi til
mikils sóma og íslenskri
hjúkranarstétt ekki síður. Hún
reyndist mér fyrirmynd i starfi og
mikil stoð og stytta hér i New
York. Ég verð henni ævinlega
þakklát fyrir þá vinsemd og
stuðning sem hún sýndi mér hér í
störfum okkar saman á
heilsugæslunni. Það var gaman að
fylgjast með Guju í störfum hennar
hér, með fólki frá
öllum þjóðernum og
mismunandi stéttum.
Hún var eins við alla,
háa sem lága, og hafði
næma tilfinningu fyrir
fólki. Hún hafði lag á
að láta öllum h'ða vel í
kringum sig og mikill
var mátturinn í
hennar dillandi hlátri
sem hljómaði á
deildinni þegar Guju
var skemmt. Hún var
fræg hér í
byggingunni fyrir
frískleika og kraft. Það muna allir
eftir íslenska
hjúkranarfræðingnum sem sentist
út á götu í hverju hádegi, sama
hvernig viðraði, til að hlaupa
nokkra kflómetra og fannst það
ekki neitt til að stæra sig af.
Hennar var sárt saknað eftir að
hún hætti að vinna hér í byrjun
ársins 1997. Sjúklingar og
starfsfólk komu reglulega til að
spyrja um hana og biðja fyrir
kveðju til hennar. Við glöddumst
öll með Guju að fá nú tækifæri til
þess að vera með börnum og
barnabörnum og endurnýja gamla
vináttu á íslandi.
Nú kemur fólk með tárin i
augunum og finnur svo til með
Guju að hafa þurft að takast á við
mikil veikindi og svo ótímabæran
dauða. Það er sárt til þess að hugsa
að hún Guja okkar skyldi ekki fá að
njóta þess aðeins lengur að vera á
íslandi með fjölskyldu sinni og
vinum.
Við sameinumst í dag í
hugleiðsluherbergi aðalbyggingar
S.Þj. og minnumst mikils metinnar
samstarfskonu og vinkonu sem
verður ævinlega sárt saknað.
Við starfsfólkið sem eftir erum,
sendum Sigurði Jónssyni
eiginmanni Guju, börnum hennar
og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Erla Erlingsdóttir,
hjúkrunarfræðingur í S.Þj.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
böm, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐJÓN ÞÓR ÓLAFSSON,
Jörundarholti 170,
Akranesi,
er látinn.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Jóna Kristín Ólafsdóttir,
Ólafur Rúnar Guðjónsson, Hrafnhildur Geirsdóttir,
Valur Þór Guðjónsson, Hulda Birgisdóttir,
Bryndís Ólöf Guðjónsdóttir, Júlíus P. Ingólfsson,
Smári Viðar Guðjónsson, Guðlaug M. Sverrisdóttir,
Garðar Heimir Guðjónsson Kristín L. Hallbjörnsdóttir,
Hugrún Olga Guðjónsdóttir, Haraldur Helgason,
Kristín Mjöll Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ARNFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Veghúsum 31,
lést á Landspítalanum að morgni 3. nóvem-
ber.
Arnar Björgvinsson,
Jón Elvar Björgvinsson, Kolbrún Steinsdóttir,
Guðbjörg Björgvinsdóttir,
Ágúst Björgvinsson, Guðríður Dóra Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar,
UNNUR ÓLADÓTTIR
frá Bakka,
andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, þriðju-
daginn 3. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Kjartansdóttir,
Ásdís Kjartansdóttir,
Guðrún Kjartansdóttir,
Auður Kjartansdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÚNÍA SUMARRÓS STEFÁNSDÓTTIR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstu-
daginn 6. nóvember kl. 11 árdegis.
Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Gufunesi
strax að lokinni athöfn.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög.
Þorkell Kristinsson, Guðrún Ármannsdóttir,
Stefán Jónsson, Halldóra Jónsdóttir
og fjölskyldur.
+
KRISTÍN ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Fossheiði 9,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar-
daginn 7. nóvember kl. 13.30.
Jarðsett verður í Ólafsvallakirkjugarði.
Auðunn Gestsson,
Guðleif Selma Egilsdóttir,
Valgerður Auðunsdóttir, Guðjón Vigfússon,
Gestur Ólafur Auðunsson, Anastasia Auðunsson,
Guðrún Auðunsdóttir, Jón Sigurpáll Salvarsson,
Ingileif Auðunsdóttir, Sigmundur Stefánsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.