Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 56
%56 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ EIRÍK EYLANDS + Eirík Eylands vélfræöingur fæddist í Reykjavík 19. apríl 1924. Hann andaðist á heimili sfnu í Reykjavík 22. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Margit Eylands fædd Foss- tveit, f. 5. ágúst 1896, d. 12. maí 1986, og Árni G. Eylands fram- kvæmdastjóri, f. 8. maí 1895, d. 26. júní 1980. Árni og Margit eignuðust tvö börn: Ið- unni, f. 22. janúar 1919, d. 9. mars 1974, og Eirík. Hinn 21. mars 1953 kvæntist Eirík eftirlifandi konu sinni, Þórunni Kristjánsdóttur Eylands, f. 31. maí 1938. For- eldrar hennar voru Kristján Jónsson bakarameistari, f. 7. nóvember 1886, d. 29. apríl 1972, og kona hans Elísa Ragú- elsdóttir húsmóðir, f. 16. sept- ember 1895, d. 5. maí 1952. Ei- ríkur og Þórunn eignuðust þijú börn. 1) Sveinbarn, fæddist and- vana 4. mars 1955. 2) Margrét Elísa, f. 11. október 1956, gift Frank Brandsás, f. 14. október 1957. Þeirra börn eru Elísa, f. 6. apríl 1986, og Eirík, f. 12. apríl 1989. 3) Þóra Guð- rún, f. 15. desember 1960, gift Herði Sigurðssyni f. 12. október 1956. Eirík varð stúd- ent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1945. Hann útskrif- aðist vélfræðingur frá Oslo tekniske skoie árið 1948 og stundaði einnig nám við norsku Búnaðartæknistofn- unina. Hann sótti námskeið í meðferð og viðhaldi landbúnaðar- og dísilvéla í Danmörku, Englandi, Noregi og Bandaríkjunum. Ei- rík starfaði hjá Vélanefnd ríkis- ins (Vélasjóði) 1948 til 1955 við eftirlit með vélakosti ræktunar- sambanda, kennslu á traktor- námskeiðum og við skurðgröf- ur vélasjóðs; Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) í Róm og Pakistan 1955 til 1957; Búnað- arsambandi Eyjafjarðar 1956 til 1961 og var deildarstjóri hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík frá 1961 þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Eiríks verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. Eirík Eylands lést í svefni aðfara- nótt 22. október síðastliðins. Þrátt fyrir að við hefðum fengið nokkrar viðvaranir á liðnum vetri og vori gerðist þetta allt of fljótt. Þórunn — 'hafði skyndilega misst eiginmann sinn, Margrét og Þóra fóður og Elísa og Eirík sinn eina afa. Hörður og ég misstum tengdaföður. ísland missti traustan talsmann. Þú hafðir alltaf tíma ef einhver bað um hjálp eða ráð. En í þetta sinn gast þú því miður ekki beðið á hálfan sólarhring eftir því að Mar- grét og Eirík litli næðu heim frá Noregi til að njóta þess að vera nokkrar vikur með þér og Þórunni. Þú vildir koma htutunum í verk. Það var þér líkt að láta verkin tala. Frekar en að bíða eftir því að ein- hver annar ynni þau. Þú varst góður tengdafaðir. Þú varst einatt þolinmóður gangvart .„gtmér og mínum skrýtnu spurningum um ísland og íslendinga. Ég var svo heppinn að komast með þér í margar lærdómsríkar ferðir. Hvort sem við fórum eldsnemma af stað til að ná ferjunni til Akraness, eða bara keyrðum um Reykjavík, alltaf hafðir þú frá einhverju að segja. Þú kenndir mér líka að þykja vænt um ísland. Ég minnist sérstaklega einnar af mínum fyrstu ferðum til íslands. Þú vildir sýna mér Gullfoss að vetrar- lagi. Ég var áhugasamur ljósmynd- ari og að þínu mati var Gullfoss í vetrarböndum ákjósanlegt við- fangsefni. Enda kom það á daginn, að þú sem þekktir landið svo vel, --^hafðir á réttu að standa. En það var kalt við Gullfoss þennan janúardag. Ég hélt að ég væri nógu vel klæddur, en þú vissir betur. Aukafatnaðurinn sem þú lán- aðir mér dugði vel. í hvert sinn sem ég kom að bflnum til að segja að ég þyrfti meiri tíma, var ég þess albú- inn að þú værir orðinn leiður á að bíða. En í stað þess að kvarta þá bauðstu upp á kex og kaffi. Þannig vil ég muna þig. Þú naust þess að sýna Island. Ég veit að ég er ekki eini útlendingur- inn sem naut þess að hafa þig sem leiðsögumann. Vegna starfa þinna fyrir Vegagerð ríkisins áttir þú samskipti við fólk frá öllum heims- hornum. Og þeir sem komu til ís- lands - hvort heldur sem um var að ræða forstjóra í stóru fyrirtæki eða einhvern af norskum vinum mínum - allir fengu sömu góðu móttökurn- ar hjá þér. Þú veittir gestum þínum innsýn og upplifun sem var einstæð. Þú keyrðir um, sýndir og útskýrðir. Enginn sveitabær var of lítill til að eiga einhverja sögu. Þú varst sann- ur fulltrúi fyrir fallegt land. Nú síðustu daga þegar ég hef hringt í norska vini þína, ættingja og menn sem þú kynntist í viðskipt- um, til að tilkynna þeim þessi sorg- legu tíðindi, þá voru margir sem nefndu ferðimar og frásagnir um ísland. En þótt þú værir hrifinn af land- inu þínu varstu ekki svo hrifnæmur að þú værir blindur fyrir því sem betur mátti fara. Einmitt þetta gaf frásögnum þínum um Island í nútíð og fortíð meiri trúverðugleika. Einn staður var þér meira virði en nokkuð annað - sumarbústaður- inn Brattahlíð á Þingvöllum. Bú- staðurinn var eins og þú: Með norskum einkennum, en þó svo ís- lenskur að það var enginn vafi hvar ræturnar lágu. Saga Þingvalla er ótæmandi. Það voru því engin tak- mörk fyrir þeim sögum sem þú gast sagt, bæði um Þingvelli og aðra hluta landsins. Eftir ótal kaffibolla á veröndinni finnst mér eins og ég þekki bæði prestinn og bóndann á næsta bæ. Ég varð líka hrifinn af öllu þessu. Þú varst líka góður afi barnanna t Eiginmaður minn, MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON fyrrverandi ráðherra, andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 3. nóvember. Hinrika Kristjánsdóttir. minna. Þú hafðir tíma til að ráða krossgátur með krökkunum. Þú kenndir þeim að leggja kapal. Þú fórst með þau niður að Tjörn til að gefa öndunum. Þetta varð fastur liður. Það voru farnar margar ferð- ir í Bláa lónið, svo ekki sé talað um allar þær ferðir sem þú keyrðir Elísu í eitthvert hesthúsið. Á með- an hún fór í reiðtúr beiðst þú þolin- móður. Þú hefðir átt að sjá hve ánægð Elísa varð þegar ég sagði henni að hún mundi fá hnakkinn sem þú hef- ur varðveitt frá yngri árum þegar þú hafðir áhuga á hestum. Samtímis því að Elísa hefur erft áhuga þinn á hestum þá hefur Eirík erft færni þína á skíðum. Með þolinmæði, líkt og þér var tamt, gengur hann hring eftir hring. Hvorki hann eða ég urð- um nokkru sinni leiðir á að hlusta á frásagnirnar um Birger Ruud og aðra þekkta Norðmenn sem þú hitt- ir. Þann tíma sem liðinn er frá því að við fengum þessi sorglegu tíðindi hefur Elísa minnst þín með því að koma upp nokkurs konar minning- arborði, þar sem lítil stytta af skíða- manni ásamt mynd af þér, frá þeim tíma þegar þú varst lítill, standa í miðju. Þessa litlu leirstyttu fékkst þú sem barn. Fyrir nokkrum árum gafst þú Eirík þessa styttu. Skíða- maður er líka góð lýsing á þér: Skíðamaður stendur aldrei kyrr. Þú hefðir líka átt að heyra við- brögð Eiríks, þegar Þórunn sagði í síðustu viku að hann væri ekki leng- ur lítill drengur: Nei, nú er ég Stóri- Eirík! Ég trúi að það sé ekki í anda Ei- ríks að dvelja við söknuðinn. Eirík hafði óskað þess allt hefði sinn gang áfram. En fráfall Eiríks er áminn- ing um að vera viðbúinn. Það varstu alltaf sjálfur. Á sama hátt og þú lagðir alltaf snemma af stað til að vera örugglega kominn í tæka tíð á áfangastað. Bara ekki í þetta eina sinn. Nú fórstu of snemma. Hugur minn dvelur sérstaklega hjá Þórunni. Frank Brandsás. Eirík frændi er dáinn. Þegar ég heyrði þessa fregn að morgni 22. október að móðurbróðir minn hefði látist í svefni þá um nóttina kom það á óvart þótt hann hefði kennt sér meins fyrr á árinu. Aðeins nokkrum dögum áður hafði hann fengið þær fréttir að bati eftir áfall í sumar væri góður og hann hafði lát- ið þau orð falla skömmu áður að nú ætlaði hann að njóta lífsins og láta sér líða vel. En enginn ræður sínum sköpum og við slík kaflaskil er ekki laust við að ýmis minningabrot komi fram í hugann. Þegar ég var lítill strákur þá horfði ég mjög upp til móðurbróð- ur míns og fylgdist vel með því sem hann var að gera. Hann hafði verið virkur þátttakandi í þeirri miklu tækniuppbyggingu sem átti sér stað í kjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri. Á námsárunum í mennta- skóla vann hann að því i sumar- vinnu 1942 í Eyjafirði að gangsetja og vinna með annarri af tveimur fyrstu skurðgröfunum sem komu til landsins, og árið eftir á fyrstu jarðýtunni sem íslendingar eignuð- ust og reynd var í Garðaflóa við Akranes það sumar. Var greinilegt að Eirík var stolt- ur af því að hafa verið þátttakandi í þessum verkefnum og átti sinn þátt í að hann valdi sér þennan vettvang til ævistarfs. Þær voru ófáar sög- urnar sem hann sagði úr þessari brautryðjandavinnu og það var ekki síður stoltur strákpjakkur sem fékk að fara með Eirík á Vélasjóðs- landróvernum í heimsókn til kall- anna sem voru að grafa skurði út í sveit, og ekki síður þegar hann bauð í bfltúr í fína Pacardinum sem hann átti á þessum árum. Ekki minna ævintýri var að fylgj- ast með því þegar Eirík slóst í hóp þeirra vösku manna sem héldu á Bárðarbungu á Vatnajökli í apríl og maí 1951 til að grafa upp banda- rísku skíðaflugvélina sem hafði orð- ið innlyksa á jöklinum árið áður við björgun áhafnarinnar í Geysisslys- inu. Ekki minnkaði ævintýraljómi þessa atburðar þegar við rifjuðum þetta afrek upp síðar á ævinni, en Eirík taldi þetta jafnan eitt það skemmtilegasta, en um leið það erf- iðasta verkefni sem hann tók sér fyrir hendur um ævina. Hver sá sem haldið hefur á jökul hin síðari ár, í hlýjum og notalegum fjallafarartækjum nútímans, á erfitt með að ímynda sér þann aðbúnað að fara á jökulinn á óyfirbyggðum jarðýtum og sitja á þeim í marga daga að grafa frá flugvélinni. Eftir þriggja daga stanslausan mokstur var búið að grafa svo frá vélinni að menn voru orðnir vongóðir um að nú væri hægt að ná henni upp úr holunni, en um kvöldið byrjaði að blása og snjóa og næsta morgun var skíðavélin komin aftur á kaf. Einn leiðangursmannanna í hópnum hef- ur oft rifjað það upp að þegar hóp- urinn kom út um morguninn og sá hvað hafði gerst þá var sem mönn- um félli allur ketill í eld, en Eirík snaraðist upp á jarðýtuna og byrj- aði aftur að grafa, og þar með hófust allir hinir handa líka. Það var á grundvelli þeirrar reynslu sem Eirík hafði áunnið sér á árdögum þessarar vélaaldar hér á íslandi að hann var fenginn til þess að fara til Pakistans á vegum FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðana, en þar dvaldi hann á árunum 1955 til 1957 og leið- beindi heimamönnum um notkun stórvirkra vinnuvéla í miklum jarð- arbóta- og áveituframkvæmdum. Eftir heimkomuna frá Pakistan settist Eirík að á Akureyri ásamt Þórunni konu sinni, í góðu nábýli við fjölskyldu hennar, og skilaði þar góðu starfi, sem kom eyfirskum bændum vel, því í fáum sveitum á landinu hugsa menn eins vel um bú- vélai-nar sínar og í Eyjafirði. Ég átti þess kost að dvelja sumarlangt sem unglingur hjá þeim hjónum á Akur- eyri og lærði þar að meta marga þá kosti sem Eirík hafði að bera. Hann vildi að hlutirnir gengju hratt fyrir sig, gekk í þá sjálfur frekar en að bíða þess að einhver annar gerði það. Það var líka gaman að ferðast með honum um landið. Hann virtist þekkja nánast alla, eftir margra ára þeysing um landið fyrir Vélasjóð, kunni góð skil á örnefnum og lands- háttum og hafði oft ótrúlega þolin- mæði til að bera þegar útskýra þurfti hlutina nánar og hætti ekki fyrr en hann var viss um að fullur skilningur hefði komist til skila. Eftir að Eirík kom suður á ný og hóf störf hjá Vegagerðinni þá naut ég þess að fá þar sumarvinnu í ná- býli við hann. Það var ekki síst þeirri vinnu og ferðum um landið með Eirík að þakka að ég lagði seinna fyrir mig landmælingar og kortagerð, enda fylgdist hann vel með því sem ég var að gera á þeim árum, og einnig síðar þegar ég hóf að fjalla um sameiginlegt áhugasvið okkar, bíla og tækni. Þá voru það oft góð símtöl sem komu frá frænda eftir að hann hafði lesið eitthvað sem ég hafði skrifað um bíla, bæði ábendingar eða hug- myndir um það sem betur mætti fara, nú eða bara um eitthvað sem honum hafði dottið í hug. Eirík var farinn að njóta þess að eiga frístundir þegar löngum starfs- degi var lokið. Hann naut þess mjög að dvelja í Brattahlíð, sumarbú- staðnum á Þingvöllum, en ekki síð- ur að vera með fjölskyldu sinni, en þar skyggði aðeins á að Magga og barnabörnin tvö, Elísa og nafni hans Eirík, eiga heimili sitt í Nor- egi, en hann naut þess ennþá betur að sækja þau heim eða fá þau í heimsókn. Magga dóttir þeirra Þór- unnar og Eiríks var einmitt á leið- inni í heimsókn til Islands með litla Eirík sama dag og hann féll frá, en ætlunin var að njóta þess að dvelja hér heima í nokkrar vikur á meðan Þóra systir væri í fríi í Bandaríkj- unum. Þannig atvikaðist að báðar dæturnar voru erlendis þegar faðir þeirra féll frá og þeirra er söknuð- urinn mikill, en ekki síður Þórunn- ar, sem sér á eftir góðum eigin- manni. Við Bima sendum Þórunni, Möggu, Þóru og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Jóhannes Reykdal. Deyrfé deyja frændr, deyr sjálfur it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. Eirík svili var fljótur í heiman- búnaði, er hann lagði upp í hinstu förina, enda sá háttur hans í lífinu að vera fljótur til. Hann hafði líka látið þau orð falla að einmitt svona vildi hann hafa vistaskiptin. Og hon- um varð að ósk sinni. Leiðir okkar lágu saman, er við með stuttu milli- bili tengdumst báðir sömu fjölskyld- unni. Síðan höfum við átt margar ánægjulegar samverustundir bæði fyrir norðan og sunnan. Þær eru einnig margar gistinætumar, sem ég þáði hjá þeim hjónum eftir að þau fluttust suður og ég á þeim ár- um oft í Reykjavík. Þakka ég þá gestrisni. Þegar við Eirík kvöddumst í Reykjavík 15. sept. sl. hvarflaði ekki að mér að þetta yrði síðasta hand- takið. En það sannast ávallt að eng- inn ræður sínum næturstað. Við höfum átt ánægjustundir með þeim hjónum í sumarbústað þeirra Brattahlíð á Þingvöllum. Síðast þegar við vorum með þeim þar héldu þau ugp á 100 ára afmæli föð- ur Eiríks, Árna G. Eylands, með ættingjum hans og venslafólki. Var það hinn ánægjulegasti dagur, sem við áttum þar með þeim öllum. Á yngri áram stundaði Eirík mik- ið skíðaíþróttina og var í keppnisliði Skíðadeildar Glímufélagsins Ár- manns. Á menntaskólaáram sínum vann Eirík m.a. hjá Vélasjóði ríkisins. Ár- ið 1942 vann hann á nýinnfluttri skurðgröfu sjóðsins á Staðarbyggð í Eyjafirði. Var þetta framraun til framræslu með slíku tæki. Var þetta því nokkurt brautryðjenda- starf í notkun slíkra stórvirkra véla. Má segja að þetta hafi kannski ver- ið upphaf þess er síðar varð lengi starf hans, þ.e.a.s. vinna á stórvirk- um vinnuvélum, viðhald þeirra og kennsla í meðferð þeirra og þá eink- um landbúnaðarvéla. Enda mennt- aði hann sig til þeirra starfa. Árið 1955 er hann ráðinn til að kenna Pakistönum meðferð og notkun slíkra stórvirkra vinnuvéla á vegum FAO. Eirík var mikill náttúraunnandi og hafði ánægju af ferðalögum. Kom það sér vel þar sem mikil ferðalög urðu hluti starfs hans, einkum framan af ævinni, enda held ég að vart finnist sá hreppur á land- inu sem hann hefur ekki komið í ýmist í leik eða starfi nema hvort tveggja hafi verið. Einnig átti hann margar ferðir á hálendinu á sínum yngri árum. Hann var meðal annars einn í hópi með þeim Loftleiða- mönnum, sem náðu skíðaflugvélinni af Vatnajökli árið 1951. Eirík var félagi í Rotary-klúbbi Reykjavíkur - Austurbær og starf- aði þar af mikilli alúð og ósér- plægni. Hafði hann hlotið viður- kenningu Rotary-hreyfingarinnar fyrir störf sín innan hennar vé- banda. Eirík var ekki allra, en hann var vinur vina sinna og enn héldu vin- áttubönd er hann bast á sínum æskuárum. Þegar synir okkar voru í skóla í Reykjavík áttu þeir og þeirra ávallt gott athvarf hjá þeim hjónum og tók Eirík þeim öllum mjög vel. Var þetta þeim mikils virði og hafa þau tengsl haldist æ síðan. Fyrir þetta erum við Mattý mjög þakklát. Eirík minn, nú þegar leiðir skilj- ast um sinn þökkum við samfylgd- ina í rúm fjörutíu og fimm ár. Elsku Þórann, dætur, tengdasyn- ir, barnabörn og annað venslafólk, ykkur öllum sendum við, ég og fjöl- skylda mín, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minnumst Eiríks með vinsemd og virðingu. Friður sé með sálu hans. Friðhelg veri minning hans. Jónas Þorsteinsson. Skjótt skipast veður í lofti. Mér komu þessi fornu sannindi í hug þegar ég frétti hið skyndilega lát Eiríks Eylands. Aðeins nokkrum dögum áður höfðum við setið hlið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.