Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
FRÉTTIR
Stærðfræðikeppni
framhaldsskólanema 1998-1999
Niðurstöður
úr fyrri hluta
Geir Kristjánsson
Gígja skordýi-afræðing-
ur var fæddur 5. nóv.
1898 að Hnjúki í Vatns-
dal, Húnavatnssýslu,
dáinn 6. október 1981.
Foreldrar hans voru
Kristján Magnússon
kennari, f. 19. júlí 1837,
d. 14. maí 1910 og kona
hans Sigríður Jósefs-
dóttir. Geir ólst upp hjá
Birni Leví Guðmunds-
syni og konu hans Þor-
björgu Helgadóttur á
Mai-ðanúpi í Vatnsdal,
frá 1899-1923. Hann
gekk í alþýðuskóla Húnvetninga á
Hvammstanga 1918-19. Var á garð-
yrkjunámskeiði í Reykjavík 1922.
Hann tók kennarapróf 1923 og var á
námskeiði í skólasmíði í Dansk
slöjdlærerskole, Khöfn, 1929. Hann
las náttúrufræði, aðalgrein skor-
dýrafræði í Dansk lærerhöjskole,
Khöfn 1929-1930. Kennari var hann
í Miðbæjarskólanum í Rvík
1923-1945. Hann starfaði að nátt-
úrurannsóknum á sumrum
1931-1944 til undirbúnings að út-
gáfu The Zoology of Iceland sem
var útgefín í Khöfn. Vísindalegur
starfsmaður atvinnu-
deildar Háskólans í
skordýrafræði var hann
frá stofnun hennar 1937
og síðar Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðar-
ins til 1973. Hann var
stundakennari við
Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur 1930-1933
og Kvennaskóla
Reykjavíkur 1950-51.
Hann kenndi á nám-
skeiðum í framhalds-
deild Bændaskólans á
Hvanneyri 1949-64.
Hann vann að ákvörðun
og uppsetningu skordýra á NátL
úrugripasafni íslands 1942-46. f
stjóm Hins ísl. náttúrufræðifélags
var hann 1942-46 og formaður Bý-
ræktarfélags íslands 1953-60.
Hann flutti mörg erindi í ríkisút-
varpið um náttúrufræðileg efni.
Hann stofnaði nýbýlið Naustanes í
Kjalarneshreppi, rak þar bú og átti
þar heima frá 1948. Hann var
sæmdur Garpsmerki FRÍ 1967,
gerður að heiðursfélaga Félags ísl.
náttúrufræðinga 1978 og sæmdur
riddarakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu 1980. Geir tók mikinn þátt í
frjálsum íþróttum, einkum hlaup-
um, bæði utan lands og innan á ár-
unum 1923-1930. Hann hlaut yfir 50
verðlaun og setti ísl. met í 800,1000
og 1500 m hlaupum, sem stóðu í 12,
15 og 18 ár.
Helstu rit Geirs eru: Jurtagróður,
1936. Sumardagur á Öskjuhlíð, Sól-
skin, 1937. Beitrag zur Kenntnis
der Káfer-Fauna in Siidost-Island
nebst Bemerkungen uber die
Geograpie, Fauna und flora des
untersuckten Gebiets (Vís.fél. ís-
lendinga), 1937. Grasafræði (rílris-
útg. námsbóka), 1938. Vatnakerfi
Ölfusár-Hvítár (ásamt Finni Guð-
mundssyni), 1941. Vatnakerfi
Blöndu (ásamt F.G.), 1942. Útilíf
(ásamt Jóni Oddgeiri Jónssyni o.
fl.), 1943. Kleifarvatn, 1944. Mein-
dýr í húsum og gróðri og vamir
gegn þeim, 1944. íslenskt skordýra-
tal (fylgirit skýrslu um Hið ísl. nátt-
úrufræðifélag), 1945. Vatnakerfi
Lagarfljóts og ár í Vopnafirði, 1946.
Jurtasjúkdómar og meindýr (ásamt
Ingólfi Davíðssyni), 1947. Co-
leoptera auf Islandischen Hochland,
1935. Leyndardómur Kleifarvatns,
1941. Skaðsemi skordýranna, 1942.
Skrá yfir íslensk skordýranöfn,
1937. Nýjar skordýrategundir fyrir
ísland, 1939. Skordýr í Vestmanna-
eyjum (árbók FÍ), 1948. Rannsókn á
hnúðormum (ás. I.D.) 1954. Greinar
um meindýr í gróðri og húsum í
Vasahandbók bænda 1954 og 1960.
Meindýr í mannahýbýlum, fræðslu-
rit BÍ, 1954. Ljóð í „Húnvetninga-
ljóðum" 1955. Kartöfluhnúðormur-
inn og útrýming hans (ás. I.D.),
1956. Coleoptera I. Synopsis of the
species (ás. Sven G. Larson), The
Zoology of Iceland, III. 1959.
Grasafræði (ríkisútg. námsb.), 1961.
Grasfiðrildi og grasmaðkur á ís-
landi, 1961. Náttúrufræði (ás.
Pálma Jósepssyni), 1963. Skaðleg
dýr í skreið, 1964. Vatnafræðilegar
athuganir við Mývatn, 1971. Dalrím,
ljóð 1974. Geir kvæntist 1924 Krist-
jönu Gísladóttur frá Öskubrekku í
Amarfirði. Þau áttu sex böm en af
þeim komust fimm til fullorðinsára.
Þau skildu. Geir kvæntist aftur
Svanhvíti L. Guðmundsdóttur, kenn-
ara, frá Bfldsfelli í Grafningi og áttu
þau fjögur börn.
í tilefni þessara timamóta var
haldið veglegt ættarmót ó Húnavöll-
um í Húnavatnssýslu sl. sumar en af-
komendur Geirs em nú um 130 tals-
ins.
Guðmundur Gígja.
Frágangur
áfmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali em ’nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfm
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallinubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skímarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
FYRRI hluti stærðfræðikeppni
framhaldsskólanema var haldinn
hinn 13. október. I ár mættu alls 698
nemendur úr 22 skólum til leiks.
Keppnin fer fram í skólunum undir
umsjón kennara. Á neðra stigi, sem
er ætlað nemendum á tveimur
fyrstu áram framhaldsskólans, vora
379 keppendur og 319 á efra stigi.
Úrslit vora kunngerð í Skólabæ
sunnudaginn 25. október.
Alls fengu 20 nemendur á neðra
stigi og 21 nemandi á efra stigi við-
urkenningar fyrir góðan árangur.
Stærðfræðingarnir og alþingis-
mennirnir Kristinn H. Gunnarsson
og Pétur H. Blöndal afhentu viður-
kenningarnar. Auk þess fengu þau
sem urðu í þrem efstu sætunum á
hvora stigi að gjöf nýútkomna bók
með dæmum og lausnum dæmanna
úr keppni fyrri ára. Bókin er gefin
út af IÐNU bókaútgáfunni og af-
henti Ingvar Ásmundsson, stærð-
fræðingur og skólameistari Iðnskól-
ans, bækurnar. Kaupþing hf., sem
kostar keppnina, gaf aukaverðlaun,
Einingabréf að verðmæti 10.000 kr.
Fulltrúi Kaupþings, Helgi Bergs,
dró vinningshafann út og var sá
heppni Davíð Gunnarsson úr
Menntaskólanum í Reykjavík.
Úrslit fyrri hluta voru sem hér
segir: Neðra stig:
1. Mac Chen Zhang Menntaskól-
anum á Akureyri, 2. Steinunn Arn-
björg Stefánsdóttir Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, 3.-4. Benedikt
Steinar Magnússon Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti, 3.-4. Yuyun
Feng Kvennaskólanum í Reykjavík,
5.-6. Indriði Einarsson Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, 5.-6.
Sveinn Orri Snæland Menntaskól-
anum í Reykjavík, 7.-8. Ásta Ás-
geirsdóttir Menntaskólanum í
Reykjavík, 7.-8. Héðinn Björn
Hjaltested Menntaskólanum við
Hamrahlíð, 9.-11. Harpa B.
Óskarsdóttir Menntaskólanum í
Reykjavík, 9.-11. Kristinn Bjarna-
son Menntaskólanum í Reykjavík,
9.-11. Stefán Sturla Gunnsteinsson
Flensborgarskólanum í Hafnar-
firði, 12.-13. Andri H. Kristinsson
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
12.-13. Hólmfríður Þorsteinsdóttir
Menntaskólanum á Akureyri, 14.
Ingvar Sigurjónsson Menntaskól-
anum í Reykjavík, 15. Einar Þór
ívarsson Berndsen Verzlunarskóla
fslands, 16.-18. Guðni Ólafsson
Menntaskólanum í Reykjavík,
16.-18. Matthías Kormáksson
Menntaskólanum í Reykjavík,
16.-18. Þorsteinn Már Arinbjarnar-
GUÐMUNDUR Bjamason, um-
hverfisráðherra, hefur sett reglu-
gerð um akstur í óbyggðum. Sam-
kvæmt henni er allur akstur utan
vega og merktra slóða þar sem
náttúruspjöll geta af hlotist, bann-
aður. Með náttúraspjöllum er m.a.
átt við spjöll á gróðri, jarðvegi og
jarðmyndunum og myndun nýrra
slóða, hvort sem er á grónu eða
ógrónu landi og skiptir ekki máli
hvort líkur era á varanlegum skaða
eða tímabundnum.
Nauðsynlegum akstri utan vega
í óbyggðum skal jafnan hagað svo
að engin náttúruspjöll eða lýti á
landi hljótist af. Með nauðsynleg-
um akstri utan vega er m.a. átt við
akstur vegna rannsókna eða björg-
unarstarfa. Við undirbúning ferða-
áætlunar skal haft samráð við
Náttúravernd ríkisins sem getur
son Menntaskólanum í Reykjavík,
19. Helgi Þór Helgason Verzlunar-
skóla íslands og 20. Ágúst
Flygenring Verzlunarskóla íslands.
Efra stig: 1.-2. Marteinn Þór
Harðarson Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði, 1.-2. Stefán Ingi Valdi-
marsson Menntaskólanum í Reykja-
vík, 3. Bjarni Kristinn Torfason
Menntaskólanum í Reykjavík, 4. Jó-
el Karl Friðriksson Menntaskólan-
um í Reykjavík, 5. Tryggvi Þor-
geirsson Menntaskólanum í Reykja-
vík, 6. Jens Hjörleifur Bárðarson
Fjölbrautaskóla Suðurlands, 7.-8.
Eyrún Linnet Flensborgarskólan-
um í Hafnarfirði, 7.-8. Grétar Karl
Guðmundsson Fjölbrautaskóla Suð-
urlands, 9.-10. Alfreð Kjeld Mennta-
skólanum í Reykjavík, 9.-10. Pawel
Bartoszek Menntaskólanum í
Reykjavík, 11.-14. Haukur Þor-
geirsson Menntaskólanum í Reykja-
vík, 11.-14. Hörður Mar Tómasson
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
11.-14. Páll Melsted Menntaskólan-
um í Reykjavík, 11.-14. Páll Ragnar
Jóhannesson Menntaskólanum í
Reykjavík, 15.-17. Eleanor Boyce
Fjölbrautaskóla Suðurlands, 15.-17.
Ingvar Rafn Gunnarsson Mennta-
skólanum í Reykjavík, 15.-17. Snæ-
björn Gunnsteinsson Menntaskólan-
um í Reykjavík, 18. Haukur Bald-
ursson Menntaskólanum á Akur-
eyri, 19. Reynir Sævarsson Mennta-
skólanum í Reykjavík, 20.-21. Berg-
þór Ævarsson Menntaskólanum á
Akureyri og 20.-21. Karl Sigurjóns-
son Menntaskólanum í Reykjavík.
í fyrsta skipti síðan keppnin byrj-
aði tóku skiptinemar þátt og náðu
frábæram árangri. Niðurstöður
stærðfræðikeppninnar voru hafðar
til hliðsjónar við val þátttakenda í 9.
Eystrasaltskeppninni í stærðfræði,
sem verður haldin í Varsjá 6.-10.
nóvember næstkomandi. Fyrir ís-
lands hönd keppa þar Bjarni Krist-
inn Torfason, Jóel Karl Friðriksson,
Marteinn Þór Harðarson, Stefán
Ingi Valdimarsson og Steinunn Arn-
björg Stefánsdóttir. Einnig stendur
til að taka þátt í Norðurlandakeppni
í stærðfræði í aprfl á næsta ári og
Alþjóðlegu ólympíukeppninni í
stærðfræði, sem fer fram í Rúmeníu
í júlí á næsta ári.
íslenska stærðfræðafélagið og
Félag raungreinakennara í fram-
haldsskólum standa að keppninni:
Félögin njóta stuðnings Kaupþings
hf., menntamálaráðuneytisins, skóla
keppendanna, Raunvísindastofnun-
ar Háskólans og Seðlabanka ís-
lands.
sett skilyrði varðandi tækjabúnað
og leiðaval. Tilkynna skal fyrirfram
um akstur til viðkomandi sýslu-
manns eða lögreglustjóra, en nauð-
synlegan fyrirvaralausan akstur
utan vega skal tilkynna til viðkom-
andi sýslumanns við fyrsta tæki-
færi.
Náttúruvernd ríkisins getur í
verndarskyni takmarkað umferð
tímabundið eða lokað svæðum í
óbyggðum enda hafi stofnunin að
jafnaði gert grein fyrir fyrirhugaðri
lokun í skýrslu til umhverfisráð-
herra. Náttúravernd ríkisins og
vegamálastjóri gefa út kort m.a. á
vorin, með upplýsingum um ófærð á
vegum og hvar óheimilt er að aka
og á hvaða tímabili.
Brot gegn reglum þessum varða
sektum eða fangelsi allt að tveimur
áram.
+
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
HALLFRÍÐAR STEFANÍU AXELSDÓTTUR.
Reynir Ölversson,
Ólafur Ágústsson,
Matthildur Ágústsdóttir,
Friðfinnur Ágústsson,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærrar móður minnar,
tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNARJÖRUNDARDÓTTUR,
Guilsmára 9,
Kópavogi.
Starfsfólki lyflæknisdeildar St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði þökkum við sérstaklega góða
umönnun og hlýju við hana og okkur í
veikindum hennar.
Helga Sigurbjörg Árnadóttir, Helgi Freyr Kristinsson,
Árni Freyr Helgason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför móður okkar og
tengdamóður,
KRISTBJARGAR LÍNEYJAR
ÁRNADÓTTUR
frá Garði.
Borghildur Garðarsdóttir, Sveinbjörn Blöndal,
Hulda Garðarsdóttir, Böðvar Valdimarsson,
Páll G. Björnsson, Erla Emilsdóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
föður okkar, sonar og afa,
ÞORFINNS EGILSSONAR
lögmanns,
Næfurási 14,
Reykjavík.
Sigþrúður Þorfinnsdóttir, Egill Þorfinnsson,
Ástrún Jónsdóttir, Egill Þorfinsson,
Stefán Barði Egilsson.
GEIR GIGJA
Reglugerð um akstur
í óbyggðum