Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 05.11.1998, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 61 FRÉTTIR FRÁ félagsstarfi aldraðra í Ásgarði í Glæsibæ. Heilsa og hamingja á efri árum Námskeið fyrir eldri borgara FÉLAG eldri borgara í Reykjavík og nágrenni gengst fyrir sérstakri ráðstefnu fyrir félaga sína í Ásgarði í Glæsibæ um heilsu eldri borgara og hvað hægt er að gera til að stuðla að betra heilsufari þegar aldurinn fær- ist yfir. Ráðstefnan hefur hlotið nafnið „Heilsa og hamingja á efri ár- um“ og vísar til þess að hægt sé að gera ýmislegt til að stefna að betri heilsu með heilbrigðara líferni á miðjum aldri, sem eykur líkur á því að menn nái efri árum í betra heil- brigðisástandi. Ráðstefnan fer fram 2 laugardaga, 14. og 21. nóvember, siðdegis frá kl. 13 til 17 og verða haldin 4-5 sjálf- stæð erindi hvorn dag. Þetta er end- urgjaldslaust fyrir félaga okkar, en þeir þurfa að hringja í síma 588 2111 á skrifstofu félagsins í Álfheimum 74 í Glæsibæ og skrá sig fyrir miðviku- daginn 11. nóvember. Jafnframt verða 10 fyrirtæki með sýningu á vörum, sem snerta frekar eldri borg- ara. Erindin fjalla um hin ýmsu heilsu- farsvandamál og helstu ráð til að koma í veg fyrir þau eða bæta, svo að menn geti lifað við þau. Fyrirles- arar eru þessir: Pálmi Jónsson yfir- læknir, „Sögusagnir um ellina“ og „Forðist sjúkdóma og fótlun“. Rík- arður Sigfússon læknir, „Slitgigt og liðskipti". Guðmundur Vikar Einars- son og Benedikt Sveinsson um „Kynlíf aldraðra". Seinni daginn, „Hreyfing og hreysti", Guðrún Nielsen formaður FÁIA og Bergþóra Baldursdóttir, yfirsjúkraþjálfi Landakoti. „Bein- þynning“, Gunnar Sigurðsson pró- fessor. „Augnsjúkdómar aldraðra", Einar Stefánsson prófessor. „Þvag- leki“, Þór Halldórsson yfirlæknfr. Þá verður einnig fyrirlestur um fjármál aldraðra. Gefinn er tími til fyrir- spurna til fyrirlesara. ----------------- Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndihjálp. Fyrra nám- skeiðið hefst fóstudaginn 6. nóvem- ber kl. 18. Námskeiðinu verður lokið um helgina. Seinna námskeiðið hefst 12. nóv- ember kl. 19. Kennt verður til kl. 23. Einnig verður kennt 16. og 17. nóv- ember á sama tíma. Bæði námskeið- in eru 16 kennslustundir. Kennt verður í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Sænskur Rosen-nuddari á Islandi CHRISTINA Wranghede, löggiltur Rosen-nuddari, verður stödd í Reykjavík í nóvember og desember. Hún mun eftir því sem hún annar bjóða landsmönnum að kynnast Rosen-aðferðinni. Rosen-aðferðin er nuddaðferð sem er þróuð af Marion Rosen eftir 50 ára starf í Bandaríkjunum. Nuddaðferðin er létt og mjúkt nudd sem vinnur að því að fá vöðva til að sleppa spennunni. Jafnframt því sem spennunni sleppir, losar um or- sök spennunnar, segir í fréttatil- kynningu. Sérhver meðhöndlun tekur u.þ.b. eina klst. og fer að mestu fram í þögn, ívafinni einföldum spurning- um og svörum um þau áhrif sem meðhöndlunin framkallar. -------------- Breskra hermanna minnst í Fossvogs- kirkjugarði MINNINGARATHÖFN um her- menn frá Bretlandi og Bresku sam- veldislöndunum verður haldin í her- mannagrafreitnum í Fossvogs- kirkjugarði sunnudaginn 8. nóvem- ber kl. 10.45. Athöfnin er til minningar um þá sem létu lífið í heimsstyrjöldunum. Sr. Arngrímur Jónsson stjórnar at- höfninni og öllum er velkomið að taka þátt í henni. ------♦-♦-♦--- V erkamannasambandið Stuðningur við aðgerðir SR FORMANNAFUNDUR Verka- mannasambands Islands, haldinn á Akureyri 28.-29. október 1998, lýsir yfir fullum stuðningi við réttmæta baráttu Sjómannafélags Reykjavík- ur fyrir þvi að íslenskir kjarasamn- ingar séu virtir á skipum í áætlun- arsiglingum til íslands, segir í sam- þykkt fundarins. wpiníver ’skorinn í 8 hluta (en ekki 9 eins og algengast er). Hver skammtur er tv eir hlutar, annað hvort heill bringubiti og leggur saman, eða læri og vængur saman. Þannig verða skaimntarnir sein jalnastir og þú ftvrð alltaf fjórðung úr kjúklingi. Hver skammtur (1/4 fugl) á aðeins 295,- (Kynning - tímabundið tilboð) McDonaid's Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 K JARNI Verslunarmiðstöð Þverholti 2, Mosfellsbæ Opnum í dag kl. 17 nýjar verslanir V fYj^ Full búð^l ( yuy af fínum \2/ fötum - frábær föt fyrir flotta krakka nú í Kjarna Mosfellsbæ BflSK TfSKA & SPORT er ný tískuvöruverslun í KJARNA í Mosfellsbæ. Við höfum opið len?ur Opið mán.-fös.ii - 21 Iau?ard. 1118 I wO fyrstu viðskiptavinirnir fó BASIC boli. f ? FANNAR SKARTGRIPIR ÚR GJAFAVARA ÁLETRANIR VIÐGERÐ AÞJ ÓNU STA ——— ^ OPIÐ TIL KL. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.