Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 67

Morgunblaðið - 05.11.1998, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 67 ’ BRÉF TIL BLAÐSINS Tilfinningin erValentino Örnefni á vogarskálum Frá Gurmari Páli Eydal og Hörpu Grímsdóttur: VIÐ undirrituð viljum gera nokkrar athugasemdir við þau skrif sem Gísli Sigurðsson hefur birt í Morg- unblaðinu varðandi örnefni á fjalli einu suðaustan Langjökuls. Mála- vextir eru þeir að í grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 30. septem- ber síðastliðinn var talað við okkur undirrituð og lýstum við aðstæðum við Eystri Hagafellsjökul sem nú er að skríða fram. Þar er m.a. minnst á fjallið Tröllhettu og einnig er rætt við Helga Björnsson jöklafræðing. I greininni „Land á vogarskálum" sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins hinn 17. október sagði Gísli Sig- urðsson að Helgi Björnsson jökla- fræðingur hefði mælt svo fyrir að fjallið skyldi kallað Tröllhetta í stað Stóra-Jarlhetta þó svo að korta- teiknarinn sem vann kortið hafi vit- að betur. Eins og fram kom í bréfi Helga Björnssonar til Morgun- blaðsins hinn 24. október kom hann þar hvergi nærri en í svari Gísla Sigurðssonar segir: „Staðreynd er að ömefninu á korti Morgunblaðs- ins var breytt á meðan kortið var í vinnslu, en hins vegar voru mér ekki gefnar alveg réttar upplýsing- ar. Kortateiknarar blaðsins hafa nú upplýst að það var gert að beiðni ungra ferðalanga og ljósmyndara sem tekið höfðu ljósmynd sem birt- ist með frétt í blaðinu um framskrið Eystri-Hagafellsjökuls. Helgi Björnnson jöklafræðingur kom þar hvergi nærri og er ekki nema sjálf- sagt að biðja hann afsökunar. En fjallamennirnir ungu sem létu breyta gamalgrónu örnefni ættu að leggja á minnið að fjallið heitir Stóra-Jarlhetta.“ Við, hinir „ungu fjallamenn“, vor- um beðin að koma í Morgunblaðs- húsið þegar verið var að vinna frétt- ina um framskrið Hagafellsjöklanna og sýna blaðamanni og kortateikn- ara hvar við tókum ljósmyndirnar sem fylgdu með greininni. A korti Morgunblaðsins sáum við að um- rætt fjall var nefnt Stóra-Jarlhetta. Við bentum blaðamanni og korta- teiknara á að við þekktum þetta fjall undir nafninu Tröllhetta en tókum skýrt fram að við værum ekki að halda því fram að Stóra- Jarlhetta væri rangt nafn. Þeir virt- ust ekki hafa neina skoðun á málinu og breyttu nafninu án nokkurra at- hugasemda. Enginn var neyddur til eins né neins. Ekki vitum við hvers vegna nafnið Hagafellsvatn í stað Hagavatns var í texta fréttarinnar. Komum við þar hvergi nærri. Blaðamaðurinn hlýtur að bera alla ábyrgð sjálfur á gi-ein sinni. En til þess að koma þessari um- ræðu yfir á áhugavert plan vildum við bæta við nokkrum athugasemd- um. Við erum ekki sammála því að rangt sé að kalla fjallið Tröllhettu, þótt það nafn hafí auðvitað ekki út- rýmt nafninu Stóra-Jarlhetta. Hvernig sem Tröllhettunafnið kom til, þá er það orðið mjög útbreitt nú. Það er t.d. á kortum Landmælinga íslands, bæði nýjustu DMA-kortun- um (frá 1990) svo og á dönsku kort- unum í mælikvarðanum 1: 100 000 og 1: 250 000. Hvergi höfum við séð fjallið kallað Stóru-Jarlhettu á kort- um Landmælinga Islands. Einnig er fjallið nefnt Tröllhetta í viður- kenndum ferðabókum. T.d. segir í bókinni Landið þitt ísland (1981): „Sú Jarlhetta sem mest ber á í sunnanverðri röðinni er almennt nefnd Tröllhetta." Hvenær er örnefni orðið viður- kennt? Er það ekki viðurkennt ör- nefni sem skráð er á öll helstu kort, í margar bækur og notað er af stór- um hópi fólks? Hvaðan eiga ferða- menn að fá upplýsingar um „rétt“ örnefni í umhverfinu, ef ekki af kortum og ferðahandbókum? Er nauðsynlegt að banka upp á öllum bæjum til að komast að hinum „einu réttu“ örnefnum sem vogandi er að láta hafa eftir sér? Til eru fjölmörg dæmi um tvö ör- nefni á sama fjallinu og öðrum nátt- úrufyrirbærum. Mörg fjöll heita mismunandi nöfnum eftir því hvað- an horft er á þau. Auk þess er það vel þekkt að örnefni breytast með tímanum. Vatnajökull hét áður Klofajökull og Snæfellsjökull hét áður Snjófell. Ættum við að leggja á minnið að Klofajökull og Snjófell eru hin réttu nöfn jöklanna? Er ekki bara allt í lagi að hafa tvö ör- nefni á sama fjallinu, hér á Garðars- hólma (íslandi)? GUNNAR PÁLL EYDAL jarðfræðingur, HARPA GRÍMSDÓTTIR landfræðingur. Athugasemd ÞAÐ er rétt sem fjallamennirnir ungu segja að Stóra-Jarlhetta er nefnd Tröllhetta á kortum Land: mælinga íslands og að í Árbók FÍ 1981 er einnig að finna þetta nýja örnefni, en staðhæfingin þar að fjallið sé „almennt nefnt Tröll- hetta“, er beinlínis rangt. Það er vel að fjallamennirnir ungu vilja hafa það heldur er sannara reynist og fletta upp í Árbókinni. Þeir ættu þá að fletta upp í Árbókinni 1998 þar sem undirritaður fjallar um hálend- ið ofan Biskupstungna og geta þá séð að Stóra-Jarlhetta hefur verið nefnd svo frá ómunatíð. Heima- mönnum finnst það ekki viðkunnan- legt að búin séu til ný nöfn á fjöll sem þeir hafa haft fyrir augunum alla ævi. Tvö nöfn samkvæmt uppá- stungu fjallamannanna ungu eru gersamlega óþörf og valda einungis ruglingi. GÍSLI SIGURÐSSON. \ I- \ \AI .1 ,M l\0 Nýr ilimii; ný upplifun! Kynning i dag, fimmtudag, 10% kynningarafsláttur! Yesturbæjar Apótek Melhaga 20-22, sími: 552 2190. Kynnum nýju Oroblu tísku- línuna ’98 -’99 fimmtudaginn 5. nóv. ld. 14-18 20% afsláttur OROBLU AP TEK SIMI 511 5070 HRINGBRAUT 119 Sparifatnaður f rá AH\ Ný sending Tískuverslun • Kringlunni 8-12«Sími 5533300 HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 Á BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI Persónulegþjónusta áfyrsta flokks hóteli. Afar þœgileg og vistleg herbergi. Fyrir utan er iðandi mannlífið - veitingastaðir, kajfihús, verslanir og leikhús. N0VEMBERTILB0Ð Verðfrá kr. 2.700 á mann i 2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frír drykkur á veitingahúsinu Vegamótum. HOTEL SKJALDBREIÐ Sími 511 6060, fax 511 6070 guesthouse@eyjar.is Frábært tilboð á kremum og glæsilegir kaupaukar. Dæmi: Taska og ó hlutir fylgja þegar keypt er fyrir 4.000 kr. eða meira* (sjá mynd) KYNNING í DAG, föstudag og laugardag. Ráðgjafi frá LANCÖME aðstoðar við val á snyrtivörum og gefur góð ráð. Laugavegi 80, simi 561 1330 * Gildir ekki með öðrum tilboðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.