Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 05.11.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 67 ’ BRÉF TIL BLAÐSINS Tilfinningin erValentino Örnefni á vogarskálum Frá Gurmari Páli Eydal og Hörpu Grímsdóttur: VIÐ undirrituð viljum gera nokkrar athugasemdir við þau skrif sem Gísli Sigurðsson hefur birt í Morg- unblaðinu varðandi örnefni á fjalli einu suðaustan Langjökuls. Mála- vextir eru þeir að í grein sem birtist í Morgunblaðinu hinn 30. septem- ber síðastliðinn var talað við okkur undirrituð og lýstum við aðstæðum við Eystri Hagafellsjökul sem nú er að skríða fram. Þar er m.a. minnst á fjallið Tröllhettu og einnig er rætt við Helga Björnsson jöklafræðing. I greininni „Land á vogarskálum" sem birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins hinn 17. október sagði Gísli Sig- urðsson að Helgi Björnsson jökla- fræðingur hefði mælt svo fyrir að fjallið skyldi kallað Tröllhetta í stað Stóra-Jarlhetta þó svo að korta- teiknarinn sem vann kortið hafi vit- að betur. Eins og fram kom í bréfi Helga Björnssonar til Morgun- blaðsins hinn 24. október kom hann þar hvergi nærri en í svari Gísla Sigurðssonar segir: „Staðreynd er að ömefninu á korti Morgunblaðs- ins var breytt á meðan kortið var í vinnslu, en hins vegar voru mér ekki gefnar alveg réttar upplýsing- ar. Kortateiknarar blaðsins hafa nú upplýst að það var gert að beiðni ungra ferðalanga og ljósmyndara sem tekið höfðu ljósmynd sem birt- ist með frétt í blaðinu um framskrið Eystri-Hagafellsjökuls. Helgi Björnnson jöklafræðingur kom þar hvergi nærri og er ekki nema sjálf- sagt að biðja hann afsökunar. En fjallamennirnir ungu sem létu breyta gamalgrónu örnefni ættu að leggja á minnið að fjallið heitir Stóra-Jarlhetta.“ Við, hinir „ungu fjallamenn“, vor- um beðin að koma í Morgunblaðs- húsið þegar verið var að vinna frétt- ina um framskrið Hagafellsjöklanna og sýna blaðamanni og kortateikn- ara hvar við tókum ljósmyndirnar sem fylgdu með greininni. A korti Morgunblaðsins sáum við að um- rætt fjall var nefnt Stóra-Jarlhetta. Við bentum blaðamanni og korta- teiknara á að við þekktum þetta fjall undir nafninu Tröllhetta en tókum skýrt fram að við værum ekki að halda því fram að Stóra- Jarlhetta væri rangt nafn. Þeir virt- ust ekki hafa neina skoðun á málinu og breyttu nafninu án nokkurra at- hugasemda. Enginn var neyddur til eins né neins. Ekki vitum við hvers vegna nafnið Hagafellsvatn í stað Hagavatns var í texta fréttarinnar. Komum við þar hvergi nærri. Blaðamaðurinn hlýtur að bera alla ábyrgð sjálfur á gi-ein sinni. En til þess að koma þessari um- ræðu yfir á áhugavert plan vildum við bæta við nokkrum athugasemd- um. Við erum ekki sammála því að rangt sé að kalla fjallið Tröllhettu, þótt það nafn hafí auðvitað ekki út- rýmt nafninu Stóra-Jarlhetta. Hvernig sem Tröllhettunafnið kom til, þá er það orðið mjög útbreitt nú. Það er t.d. á kortum Landmælinga íslands, bæði nýjustu DMA-kortun- um (frá 1990) svo og á dönsku kort- unum í mælikvarðanum 1: 100 000 og 1: 250 000. Hvergi höfum við séð fjallið kallað Stóru-Jarlhettu á kort- um Landmælinga Islands. Einnig er fjallið nefnt Tröllhetta í viður- kenndum ferðabókum. T.d. segir í bókinni Landið þitt ísland (1981): „Sú Jarlhetta sem mest ber á í sunnanverðri röðinni er almennt nefnd Tröllhetta." Hvenær er örnefni orðið viður- kennt? Er það ekki viðurkennt ör- nefni sem skráð er á öll helstu kort, í margar bækur og notað er af stór- um hópi fólks? Hvaðan eiga ferða- menn að fá upplýsingar um „rétt“ örnefni í umhverfinu, ef ekki af kortum og ferðahandbókum? Er nauðsynlegt að banka upp á öllum bæjum til að komast að hinum „einu réttu“ örnefnum sem vogandi er að láta hafa eftir sér? Til eru fjölmörg dæmi um tvö ör- nefni á sama fjallinu og öðrum nátt- úrufyrirbærum. Mörg fjöll heita mismunandi nöfnum eftir því hvað- an horft er á þau. Auk þess er það vel þekkt að örnefni breytast með tímanum. Vatnajökull hét áður Klofajökull og Snæfellsjökull hét áður Snjófell. Ættum við að leggja á minnið að Klofajökull og Snjófell eru hin réttu nöfn jöklanna? Er ekki bara allt í lagi að hafa tvö ör- nefni á sama fjallinu, hér á Garðars- hólma (íslandi)? GUNNAR PÁLL EYDAL jarðfræðingur, HARPA GRÍMSDÓTTIR landfræðingur. Athugasemd ÞAÐ er rétt sem fjallamennirnir ungu segja að Stóra-Jarlhetta er nefnd Tröllhetta á kortum Land: mælinga íslands og að í Árbók FÍ 1981 er einnig að finna þetta nýja örnefni, en staðhæfingin þar að fjallið sé „almennt nefnt Tröll- hetta“, er beinlínis rangt. Það er vel að fjallamennirnir ungu vilja hafa það heldur er sannara reynist og fletta upp í Árbókinni. Þeir ættu þá að fletta upp í Árbókinni 1998 þar sem undirritaður fjallar um hálend- ið ofan Biskupstungna og geta þá séð að Stóra-Jarlhetta hefur verið nefnd svo frá ómunatíð. Heima- mönnum finnst það ekki viðkunnan- legt að búin séu til ný nöfn á fjöll sem þeir hafa haft fyrir augunum alla ævi. Tvö nöfn samkvæmt uppá- stungu fjallamannanna ungu eru gersamlega óþörf og valda einungis ruglingi. GÍSLI SIGURÐSSON. \ I- \ \AI .1 ,M l\0 Nýr ilimii; ný upplifun! Kynning i dag, fimmtudag, 10% kynningarafsláttur! Yesturbæjar Apótek Melhaga 20-22, sími: 552 2190. Kynnum nýju Oroblu tísku- línuna ’98 -’99 fimmtudaginn 5. nóv. ld. 14-18 20% afsláttur OROBLU AP TEK SIMI 511 5070 HRINGBRAUT 119 Sparifatnaður f rá AH\ Ný sending Tískuverslun • Kringlunni 8-12«Sími 5533300 HOTEL SKJALDBREIÐ, LAUGAVEGI 16 Á BESTA STAÐ í MIÐBORGINNI Persónulegþjónusta áfyrsta flokks hóteli. Afar þœgileg og vistleg herbergi. Fyrir utan er iðandi mannlífið - veitingastaðir, kajfihús, verslanir og leikhús. N0VEMBERTILB0Ð Verðfrá kr. 2.700 á mann i 2ja manna herbergi. Morgunverðarhlaðborð innifalið. Frír drykkur á veitingahúsinu Vegamótum. HOTEL SKJALDBREIÐ Sími 511 6060, fax 511 6070 guesthouse@eyjar.is Frábært tilboð á kremum og glæsilegir kaupaukar. Dæmi: Taska og ó hlutir fylgja þegar keypt er fyrir 4.000 kr. eða meira* (sjá mynd) KYNNING í DAG, föstudag og laugardag. Ráðgjafi frá LANCÖME aðstoðar við val á snyrtivörum og gefur góð ráð. Laugavegi 80, simi 561 1330 * Gildir ekki með öðrum tilboðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.