Morgunblaðið - 15.11.1998, Side 2

Morgunblaðið - 15.11.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Könnun á efni útvarpsstöðvanna Talað mál 23%, tónlist 73% og auglýsingar 4% Lést í bflslysi MAÐURINN sem beið bana í bílslysinu á Suðurlandsvegi við Kotströnd á fimmtudag, hét Alfreð Bjarni Jörgensen múrari og tamningamaður, fæddur 29.4. 1960, til heimilis að Háaleitisbraut 89 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og átta ára son. KÖNNUN sem nemendur í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands gerðu á íslenskum útvarpsstöðvum í þrjá stundarfjórðunga einn dag í október leiddi í Ijós að 77% allrar tónlistar voru erlend, nánast öll ensk eða bandarísk, 18% tónlist án orða og 5% íslensk tónlist. Hlutfall talaðs máls reyndist hæst á Rás 1, eða 69%, en lægst á Stjörnunni, 3,5%. Mestur tími fór í auglýsingar á Bylgjunni og Matthildi, eða 15% af því tímabili sem kannað var. Þetta kom fram í fyrirlestri nem- endanna á Málræktarþingi sem haldið var í gær á vegum Islenskrar málnefndar og Utvarpsréttarnefnd- ar. Nemendurnir tóku upp 45 mínút- ur af efni allra útvarpsstöðvanna 23. október síðastliðinn, 15 mínútur um morguninn, 15 mínútur síðdegis og 15 mínútur um kvöldið, og mældu síðan með skeiðklukku lengd mis- munandi efnis. Talað mál reyndist vera 23% af öllu efni sem flutt var meðan á könn- uninni stóð, tónlist 73% og auglýs- ingar 4%. Á þeim 495 mínútum sem teknar voru upp voru aðeins flutt fjögur lög með íslenskum texta, þrjár stöðvar léku tónlist án orða, ein stöðin flutti tvær aríur, aðra á frönsku og hina á ítölsku, en afgangur tónlistarinnar var allur enskur eða bandan'skur. Slettur á unglingastöðvum Skráðar voru villur og slettur í máli útvarpsmanna og viðmælenda þeirra og reyndust þær einkum vera áberandi á þeim stöðvum sem eiga að höfða til unglinga. Engin stöðv- anna reyndist vera laus við slettur en á þremur þeiira heyrðust engar málvillur, þar af var ein sem höfðar mest til unglinga. Utvarp á erlendum málum í frumvarpi til nýrra útvai-pslaga, sem kynnt hefur verið stjórnarfiokk- unum, er nýmæli að heimild er til að gefa leyfi til útvai-pssendinga á er- lendum málum ef sérstaklega stend- ur á. Þetta kom fram í ávarpi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við upphaf málræktarþings sem haldið vai- í gær. „Er þetta ákvæði sett til þess að unnt sé að sinna þörfum útlendinga, sem hér kunna að dveljast um lengri eða skemmri tíma, og er þá hljóð- varp fyrst og fremst haft í huga,“ sagði Bjöm. „Þykir rétt vegna jafn- réttis og tjáningarfrelsis að orða þessa heimild berum orðum í lögum, þó að ekki sé gert ráð fyrir ásókn í að reka hér á landi stöðvar til út- varps á öðrum tungumálum en ís- lensku." Forsætis- ráðherra í heimsdkn í Berlín Berlín. Morgunblaðið. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra skoðaði sameiginlega sendiráðslóð Norðurlandanna í Berlín í gær í fylgd Ingimundar Sigfússonar sendiherra íslands í Þýskalandi. í kjölfar sameiningar Þýska- lands og flutnings Sambands- þingsins og ríkisstjórnarinnar til Berlínar ákváðu Norðurlöndin að flytja höfuðstöðvar sínar til nýju höfuðborgarinnar. Ai-kitektar og byggingastjóri svæðisins kynntu verkefnið fyrir forsætisráðherran- um og fylgdarliði hans. Hönnun og heildarskipulag til fyrirmyndar í samtali við fréttaritara Morg- unblaðsins í Berlín sagði Davíð hönnun og heildarskipulag svæðis- ins vera til fyrirmyndar. Utfærsla verkefnisins og byggingarlistin sjálf undirstrikar að mati Davíðs gott norrænt samstarf. Enda tákn- rænt fyrir samstöðu þjóðanna fimm út á við að ráðast í slíkar framkvæmdir. Islenska sendiráðið flytur til Berlínar 1. maí 1999. Að lokinni skoðunarferðinni ætl- aði forsætisráðherrann að skoða byggingaframkvæmdir í borginni sem nú eru í fullum gangi til að undirbúa flutning Sambandsþings- ins og stjómarráðanna á komandi vori. HEFURÞU SPURNINGAR VARÐANDI FJÁRFESTINGAR ocLÍFEYRISMÁL? rXogmfarokkar 5VARA SPURNINCUM Á VERÐBRÉFADÖGUM 18.-20. NÓVEMRFR IÚTIBÚUM lÚNAtMMMMKANS XHELLU ÞRÚÐVANGIS. IIMM8731I1 OOIVIK AUSTURVECI11. IlMI 4871301 VERIÐ VELKOMINI fiO«iN«mniMW.lNN 'iy Mwwi VCROBRÉF BLAÐINU í dag fylgir auglýs- ing um verðbréfadaga Búnað- arbankans á Hellu og Vík, dag- ana 18,- 20. nóvember. Auglýs- ingunni er dreift á fyrrgreind- um stöðum. Morgunblaðið/Golli Meiri þátttaka SJÁLFSTÆÐISMENN á Reykjanesi héldu prófkjör í gær, laugardag, til að velja frambjóðendur á lista flokksins í alþingiskosningunum í vor. Kosið var á ellefu stöðum í kjördæminu og er myndin tekin á kjörstað í Viðistaðaskóla í Hafnarfirði. Klukkan 11 í gærmorgun höfðu 485 kosið en 419 í prófkjöri fyr- ir alþingiskosningarnar 1995. Þá kusu 625 utan- kjörfundar nú en 419 fyrir fjórum árum. Viðskiptaráðherra um söluna á FBA Eftirspurn eftir bréfum kom þægilega á óvart FINNUR Ingólfsson viðskipta- og iðnaðarráðherra segist vera mjög ánægður með þá miklu eftirspurn sem reyndist vera eftir hlutabréfum í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Hann segir að í Jjósi árangursins verði hugsanlega farin önnur leið við sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í bankanum til að tryggja að há- marksverð fáist fyrir hann. „Eftirspumin kom þægilega á óvart, ekki síst í ljósi þess að þegar við vorum að setja Fjárfestingar- bankann á fót fyrir rúmu ári komu miklar viðvaranir frá þeim sem þótt- ust þekkja best tO á þessum markaði um að þetta væri röng leið, að fjár- festingalánasjóðirnir væru lítils virði og það ætti bara að skella þeim inn í bankana. Við völdum hins vegar þá leið að stofna Fjárfestingarbankann og Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og nú kemur það í ljós, þegar við bjóð- um þessar eignir til sölu, að þarna er um veruleg verðmæti að ræða, sem að ríkið getur nýtt sér til að lækka skuldir og draga úr vaxtakostnaði." Finnur segir að góður árangur hafi ekki áhrif á áform um sölu á öðr- um ríkisfyrirtækjum, en hugsanlega muni það hafa áhrif á fyrirkomulag á sölu á þeim 51% hlutafjár í FBA sem enn eru í eigu ríkissjóðs. „Það er spurning, úr því eftir- spurnin er svona mikil, hvort við eig- um að kanna annað fyrirkomulag á sölunni. Markmiðið hjá okkur hlýtur að vera að hámarka verðmætið á þessum eigum fyrir ríkið og hugsan- lega myndi annað fyrirkomulag tryggja að ríkið fengi meira fyrir þær.“ Lj ósmyndasýning frá Kúbu á mbl.is SÝNINGU á 36 Ijósmyndum Þorkels Þorkelssonar, Ijósmyndara Morgunblaðsins, hefur verið komið upp á Morgunblaðinu á Netinu á slóðinni mbl.is. Myndimar eru ferðasaga Þorkels frá Kúbudvöl hans í vor og fylgja ferðasögu Péturs Blöndals blaðamanns sem fór þangað í sumar. Þetta er önnur ljósmyndasýningin á Netinu og verða sýningar af þessu tagi fastur liður á mbi.is. Þær gera kleift að birta fleiri myndir en rúmast í blaðinu. Kúbugreinin ásamt myndaþætti er á síðu B1 og BIO til B13 í Morgunblaðinu í dag. manns og nátlúru ► Pinnur Ingólfsson ræðir um ný viðhorf varðandi nýtingu nátt- úrauðlinda á hálendinu og einka- væðinguna sem er að umbylta bankakerfinu. /10 Vinnum að þvi að gera ranglætið sjáaniegt ► Til eru þeir sem berjast frið- samlegri baráttu fyrir mannrétt- indum og afnámi hernáms ísraela á Vesturbakkanum. /12 Harðæri þeirra sem eftir sitja ► Þótt mjög hafi dregið úr at- vinnuleysi og góðæri ríki á íslandi fer það framhjá hluta þjóðar- innar. /26 Sljórnað með skýrum markmiðum ► í Viðskiptum/Atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Hrein Jak- obsson, forstjóra Skýrr hf. /30 ►1-28 Á Kúbunni ►Kúba stendm- á þröskuldi mik- illa breytinga. Morgunblaðsmenn höfðu þar stuttan stans og bregða upp myndum af landi og þjóð. /1&14-17 í mér siær ennþá gamla AB-hjartað ►Páll Bragi Kristjónsson réðst ungur til Almenna bókafélagsins. Síðan hefur margt drifið á daga hans, meðal annars Hafskipsmál- ið, en nú er hann orðinn eigandi hins gamalgróna bókaforlags Þjóðsögu. /4 Slóðin rakin ►Áfram haldið að fylgja slóð Guðríðar Símonardóttur eða Tyi'kja-Guddu úr Barbaríinu til Kaupmannahafnar. /8 c \Jferdalog ► l-4 Heilsutengd ferðaþjón- usta er í sókn ► Samstai'f milli Reykjavíkur og Heilsulindai’samtaka Evrópu. /4 Róm ►Enginn verður svikinn af þeirri heimsókn. /2 BÍLAR ► l-4 London - Madríd á einum tanki ►Timi hinna ofursparneytnu bíl- véla er runninn upp. /2 Reynsluakstur ► Jeep Grand Cherokee - aflmik- ill eðaljeppi með endurbótum. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-20 ►Unnið að þróun tölvulíkans. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir W4/8/bak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavíkurbréf 32 Skoðun 36 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids 50 Stjörnuspá 50 Skák 50 Fólk í fréttum 54 Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannl.str. 18b Dægurtónl. 24b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.