Morgunblaðið - 15.11.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 15.11.1998, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tuttugu ár liðin frá kjöri Jóhannesar Páls II páfa I heilögu stríði við nútímann? yw. ■- --------- BAKSVIÐ Þess var minnst fyrir skemmstu að 20 ár voru liðin frá því Jóhannes Páll II var kjörinn páfí. Asgeir Sverrisson segir frá þeirri gagnrýni sem páfí sætir og veltir fyrir sér stöðu katólsku kirkjunnar við þessi tímamót. TUTTUGU ár eru nú liðin frá því að pólski kard- ínálinn Karol Wojtyla var kjörinn páfl katól- skra manna. Kjör hans þótti marka raunveruleg þáttaskil á sínum tíma; 455 ára gömul hefð fyrir því að ítali gegndi þessu embætti var rofm og aldrei áður hafði pólskur kardínáli hlotið þessa upphefð. Nú 20 árum síðar þykir flestum sýnt að tekið sé að húma að kveldi í lífí hins 78 ára gamla Jóhannesar Páls II páfa. Vangaveltur magnast um arftak- ann og þess verður vart að menn séu teknir að huga að arfleifð þessa merka páfa. Því stórmerk- ur þykir hann þótt andstæðing- arnir kjósi einkum að halda á lofti þeirri miklu íhaldssemi, sem ein- kennt hafí yfírstjóm katólsku kirkjunnar í tíð Jóhannesar Páls II. Pann 18. október var þess minnst með hátíðarmessu á Pét- urstorginu í Róm að 20 ár voru liðin frá því að Karol Wojtyla var kjörinn páfa. Hann tók sér nafnið Jóhannes Páll II og fullyrða má að fáir menn eru þekktari í heimi hér nú um stundir. Því hefur raunar verið haldið fram að aldrei áður í mannkynssögunni hafi svo margir barið sama manninn aug- um. Páfí hefur enda ferðast til 117 landa og stíf ferðalög eru fyrir- huguð á næstu mánuðum. Þrátt fyrir að heilsu páfa fari hrakandi sýnir hann engin uppgjafarmerki, öðru nær. Þrjóskan, sem hann er vændur um í hinum trúarlegu efnum, virðist einnig einkenna alla framgöngu hans. Sagt er að einhverju sinni hafí einn af undir- sátum Jóhannesar Páls II sagt við hann eftir opinbera heimsókn, sem greinilega hafði ----------- tekið mjög á krafta páfa: „Ég hef áhyggjur af yðar heilagleika.“ Mun páfí þá hafa svar-______ að: „Ég hef einnig áhyggjur af mínum heilagleika.“ Þetta svar er til marks um gam- ansemi páfa og síkvikan huga þótt líkamshulstrið eigi sýnilega í erf- iðri vamarbaráttu. Þótt Jóhannes Páll II páfí hafí verið umdeildur, einkum hin síð- ari ár, er það yfír allan vafa hafíð að fáir menn ef nokkrir njóta við- líka virðingar um heim allan og hann. Hinir trúuðu fylgja honum í krafti sannfæringarinnar og mOlj- ónir manna, sem utan katólsku kirkjunnar standa, sýna honum lotningu og virðingu. Páfí hefur enda unnið afrek, sem nægja munu til að páfadómur hans verð- ur talinn hinn merkasti á þessari öld. Ber þar hæst hvernig hann Kirkjan í vörn á mörgum sviðum barði í bresti hins kommúniska kúgunarkerfís í Mið- og Austur- Evrópu, sem stuðlaði að falli Berlínarmúrsins árið 1989. Með því að taka virkan þátt í stjóm- málabaráttu níunda áratugarins gerðist Jóhannes Páll II einnig byltingarmaður því margir for- vera hans höfðu kosið að halda sig sem lengst frá slíkum átökum. Endurskoðun að heljast En þótt Jóhannes Páll II njóti virðingar umfram flesta aðra dauðlega menn og viðurkennt sé að þar fari um margt öldungis einstakur maður er greinilegt að tímabil endurskoðunar er að hefj- ast innan katólsku kirkjunnar. Margir katólskir guðfræðingar telja sýnt að eftir daga páfa muni kirkjan standa frammi fyrir mikl- um vanda bæði hvað varðar kenn- ingar stofnunarinnar og starfsemi hennar. Einkum er nefnt að óhóflegt vald hafi safnast á hendur páfa. Þetta kunni að reynast kirkjunni skaðlegt verði ekki snúið af þess- ari braut ekki síst þar sem Jó- hannes Páll II hafí jafnan lagt þunga áherslu á að katólskum mönnum beri að fylgja kennisetn- ingum kirkjunnar skilyrðislaust. Þeir sem eru þessarar hyggju taka einnig fram að páfi hafi lengi haft tilhneigingu til að safna um sig mönnum sem séu skoðana- bræður hans á sviði katólskrar hugmyndafræði. Þar eð hans heil- agleiki hafí nú stýrt kirkjunni í tvo áratugi styðjist mikill fjöldi ráðamanna innan stofnunarinnar við sömu heimspeki og hann, sem aftur geri að verkum að erfitt verði að koma á breytingum eftir að páfadómi Jóhannesar Páls II --------- lýkur. Því er og haldið fram að katólska kirkjan geti ekki staðið í vegi „lýð- ______ ræðisvæðingar" innan stofnunarinnar. Sú hugsun að allt kennivald skuli vera í höndum eins manns, sem móti heimssýn hundruð mOljóna manna, fái tæpast staðist lengur. Kirkjunni beri að fylgja þróuninni til lýðræðisáttar, sem orðið hafí í flestum katólskum ríkjum á und- anförnum áratugum. Hugmyndin um alvitran og almáttugan páfa eigi ekki lengur upp á pallborðið enda kjósi hundruð milljóna kat- ólskra manna að hafa að engu ýmsar af helstu kennisetningum hans t.a.m. þær að notkun getn- aðarvama sé óréttlætanleg og að fóstureyðingar séu í öllum tilfell- um glæpur. Taka ber fram að ekki ríkir ein- hugur um þessa túlkun á valdatíð Reuters JÓHANNES Páll II páfí við hátiðarmessu á Péturstorginu í Róm 18. fyrra mánaðar. páfa. Sumir katólskir fræðimenn halda því fram að fullyrðingar um að miðstjórnarvald páfa hafi auk- ist á síðustu árum standist ekki skoðun. Páfí krefjist engan veg- inn undirgefni af nánustu aðstoð- armönnum sínum. Þá lofa svo- nefndir Oialdsmenn innan kirkj- unnar páfa fyrir að hafa skei'pt mjög á helstu kennisetningum katólskrar trúfræði. í stríði við nútímann? Hitt er óumdeilanlegt að á síð- ari árum hafí frjálslyndir menn fært sig mjög upp á skaptið innan katólsku kirkjunnar. Margir þeirra halda því fram að Jóhann- es Páll II hafi ákveðið að leggja upp í orrustu, sem kirkjan geti aldrei unnið. Andstæðingurinn sé enda enginn aukvisi heldur ræði þar um sjálfan nútímann. Fylgis- menn þessarar skoðunar benda á að samtíminn hafi í raun hafnað mörgum helstu kennisetningum páfa og kirkjunnar. I því viðfangi er einkum nefnt að sívaxandi fjöldi katólskra manna efíst um réttmæti þess að banna prestum að ganga í hjónaband. Sífellt fleiri fái ekki séð rökin fyrir því að kon- ur geti ekki gerst prestar. Þá blasi við að gífurlegur fjöldi fólks hafí að engu sannindi kirkjunnar varðandi hjónaskilnaði, fóstureyð- ingar og kynferðismál. Margt bendir til þess að hinir frjálslyndu hafí nokkuð til síns máls, óháð því hvaða skoðanir menn kunna að hafa á þeim viða- miklu álitaefnum sem talin voru upp hér að framan. Tölurnar virð- ast tala sínu máli, því að katólska kirkjan eigi undir högg að sækja og að frekari vamarbarátta bíði stofnunarinnar á næstu árum. Katólskum mönnum hefur hlut- fallslega farið fækkandi á síðustu árum. Árið 1978 er Jóhannes Páll II var kjörinn töldust 17,8% jarð- arbúa játa katólska trú. Nú 20 ár- um síðar telst þetta hlutfall vera 17,4% jarðarbúa. Á þessum tíma hefur katólskum mönnum hins vegar fjölgað um 240 milljónir, eru nú um 990 milljónir en voru 750 milljónir árið 1978. Á síðustu árum hafa áhyggjur kirkjunnar manna magnast vegna þess að milljónir katólskra jafnt í Banda- ríkjunum, Rómönsku Ameríku sem Evrópu hafa snúið baki við stofnuninni og margir þeirra leit- að til hinnar lútersku kirkju. Þyk- ir enginn vafí leika á að þar ræður mestu afstaða páfa til fyrrnefndra ágreiningsmála. Kirkjunnar mönnum fer einnig fækkandi. Fyrir 20 árum var að finna einn prest á hverja 833 kat- ólska menn. Nú hefur hlutfall þetta breyst veralega og þarf hver prestur nú að sinna 1.117 manns að meðaltali. Þeim fækkar með öðrum orð- um, sem kjósa að taka vígslu og víða ríkir réttnefndur presta- skortur. I Bandainkjunum var að finna 36.000 katólska presta árið 1965 en því er spáð að þeir verði 20.000 árið 2005. í Frakklandi er því spáð að djáknar verði alls 9.000 talsins árið 2005 og að 20 ár- um síðar hafí þeim fækkað um helming. Sama þróun mun vera fyrirsjáanleg í Þýskalandi og raunar víðar í Evrópu. Það er með tilliti til þessarar þróunar, sem margir kardínálar og erkibiskupar telja bifyna þörf á að hafið verði „umbóta- starf“ innan katólsku kirkjunnar. Páfi njóti að sönnu hylli og dragi til sín fólk hvar sem hann fer sem aldrei fyrr en stofnunin sjálf sé lögst í vöm gagnvart nútímanum. Skriftastólarnir standi ónotaðir og einungis um fimmtungur kat- ólskra manna iðki trá sína. „Trú og skynsemi" Þrátt fyrir gagnrýni þessa hefí ur páfí í engu slakað á klónni. I síðasta umburðarbréfí páfa, sem birt var er 20 ár vora liðin frá kjöri hans kemur enn fram sú sannfæring hans að til séu algild, tímalaus sannindi og að þeirra beri mönnum að leita í gegnum kirkjuna. Bréf þetta er nefnist „Trá og skynsemi“ („Fides et Ratio“ á latínu) er um margt magnað ritverk þar sem páfí velt- ir upp grandvallarspurningum um tilvistarvanda mannsins. Þótt umburðarbréf þetta taki ekki á helstu kennisetningum kirkjunn- ar með sama hætti og flest eldri bréf páfa birtist þó enn og aftur sú óhagganlega sannfæring hans að maðurinn geti aðeins fengið merkingu í líf sitt í gegnum trána og kirkjuna. Bréfið, sem er 154 blaðsíður, er hins vegar fyrst og fremst heimspekilegt verk, þar sem fjallað er um tengsl tráar og skynsemi á klassískan hátt, eink- um að því er virðist með tilvísun til heilags Tómasar frá Aquino, helsta heimspekings katólsku kirkjunnar. Sá taldi enda að heimspekin væri „forstofa tráar- innar“ („preambula fidei“), sem komið gæti að gagni í rökræðum en megnaði aldrei að hrekja sann- indi hinnar katólsku kirkju. Eitt- hvað svipað er sýnilega á ferðinni í síðasta bréfi páfa en slík um- burðarbréf eru æðsta birtingai-- form kennivalds páfa og því geysilega mikilvæg plögg innan kirkjunnar. „Villtum kapítalisma" hafnað Jóhannes Páll II er nú 78 ára, hefur verið páfi katólsku kirkj- unnar í heil 20 ár, lengur en nokk- ur maður á þessari öld ef undan er skilinn Leó XIII, sem gekk á fund feðra sinna árið 1903 eftir 25 ár í embætti. Heilsu páfa fer sýni- lega hrakandi, vinstri höndin skelfur og er talið að því valdi Parkinsons-veiki. Hans heilag- leiki er hokinn mjög og virðist á stundum líða þrautir. Hinu verður ekki neitað að maðurinn virðist búa yfir ótráleg- um kröftum og viljastyrk. I sögu- legri heimsókn páfa til Kúbu í janúar á þessu ári sýndi hans heil- agleiki með eftirminnilegum hætti að því fer fjarri að þar fari gamall maður þrotinn að kröftum. Heimsóknin, sem gleymist seint þeim er með henni fylgdust, reyndist gífurlegur sigur fyrir páfa. Páfi reyndist ekki síður magnaður ræðumaður en Fídel Castro og það var andlega dauður maður sem hreifst ekki af boð- skap hans í þessu vígi harðlínu- sósíalismans. I Kúbu-heimsókninni sýndi páfí enn á ný að hann er fyrst og fremst hugrakkur maður, sem hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir til að boðskapur kirkjunnar fái hljómað sem víðast. Jóhannes Páll II hikaði ekki við að gagn- rýna þá frelsisskerðingu sem sósí- alisminn hefði í för með sér en tók jafnframt undir ýmislegt í mál- flutningi Castros. Þótt hans heil- agleiki hafi leikið stórt hlutverk er veldi kommúnismans féll í Evr- ópu fer því fjarri að hann hafí gerst málpípa þeirrar heimspeki, sem kennd er við óhefta fjár- magnshyggju og tekið hefur öll völd á Vesturlöndum og raunar víðar. Þvert á móti hefur páfí ít- rekað séð ástæðu til þess að vekja athygli á sívaxandi mis- skiptingu auðsins í heiminum og hann hef- ur með afdráttarlaus- um hætti hafnað öllu því sem hann nefnir „villtan kapítalisma.“ Hann er enda þeirrar hyggju að hvorki stjómmál né efnahagsmál móti söguna heldur séu þar einkum að verki menningarleg fyrirbrigði, tráin, hugsjónir og siðferðisleg sannfæring. Jóhannes Páll II páfi horfír nú fram til ársins 2000 er hann hyggst sameinast fulltráum gyð- inga, múhameðstráarmanna og kristinna í bæn á Sínai-fjalli. Ef til vill verður það hápunktur páfa- dóms hans en um það hugsar Karol Wojtyla tæpast. Þótt gagn- rýnin gerist mislöinnarlausari og áhyggjur manna af vegferð kirkj- unnar magnist heldur hann áfram, ótrauður. Þörf talin á „lýðræðis- væðingu“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.