Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fólkið hans
Becketts
BECKETT hefur ekki verið
mikið á dagskrá íslenskra
leikhúsa síðustu ár, þó hefur
töluvert verið um að verk höfunda
frá því fyrr á öldinni hafi verið sett
upp. Menn óttast hann ef til vill, ótt-
ast óljósa skírskotun verkanna,
þögnina sem ríkir í þeim og umlykur
tungumálið og merkinguna. í kvöld,
sunnudagskvöld, kl. 29.30 býðst að-
dáendum þessa írska stórskálds
tækifæri til að upplifa stutta stund
með honum í Iðnó. Leiknir verða
þrír einþáttungar Becketts sem
nefnast Eintal, Ohio impromptu og
Vögguvísa og er allir skrifaðir á ár-
unum 1979 til 1981. Pessi verk eru á
einn eða annan hátt tilbrigði við tím-
ann og sviðsetning þeirra einkennist
af því; hér er stigið aðeins út fyrir
þær nákvæmu leiklýsingar sem
Beckett lét fylgja verkum sínum.
Þorsteinn J. er leikstjóri sýningar-
innar.
Eintalið er hljóðritun sem flutt var
í Útvarpsleikhúsi Ríkisútvarpsins
fyrir sjö árum af Róberti Arnfinns-
syni leikara. Leikstjóri var Árni Ib-
sen. Þessi hljóðritun verksins verður
endurtekin í Iðnó og Róbert leikur á
ný Mælandann sem talar ekki lengur
heldur situr og hlustar á sín eigin
orð á segulbandi. I Ohio impromptu
eru tvær persónur, Lesarinn og
Hlustandinn. I uppfærslunni í Iðnó
er Hlustandinn horfinn af sviðinu en
er samt sem áður nálægur. Lesarinn
situr einn eftir og les úr minninga-
bók sinni. Það er Ásta Amardóttir
leikkona sem er í hlutverki Lesar-
ans. í Vögguvísu situr kona í
ruggustól og hlustar á hljóðritaða
rödd sína, frásögn af lífi sínu sem
eins og ruggar henni í svefn. Það er
María Ellingsen leikkona sem er í
hlutverid þessarar konu sem langar
að komast burt úr lífinu.
Þorsteinn segir í samtali við
Morgunblaðið að kveikjan að þess-
ari uppfærslu hafi verið uppfærsla
sem hann sá á Beðið eftir Godot eft-
ir Beckett í London í vetur. „Þetta
Mælandann í átt til Krapps.
„Mælandinn er á sviðinu sjö árum
seinna, og hlustar á eintalið sitt,
rétt einsog Krapp hlustar á sínar
gömlu hljóðritanir. Mælandinn er
kominn úr hvíta náttserknum og
hvítu sokkunum einsog Beckett
sagði til um, og í hversdagsfotin sín,
tilbúinn til brottfarar, en er samt
ekki á leiðinni neitt.“
í Ohio Impromtu sitja Lesarinn
og Hlustandinn andspænis hvor
öðrum. Hlustandinn lemur í borðið
öðru hverju, einsog til að biðja um
fleiri orð, til að frásögnin stöðvist
ekki. „í þessari uppfærslu er Hlust-
andinn horfinn af sviðinu," segir
Þorsteinn, „og horfir á Lesarann
innanúr sjónvarpstæki; hann lemur
ekki lengur í borðið, en frásögnin
heldur engu að síður áfram. Lesar-
inn er til svo lengi sem hann talar
sjálfur, og eftilvill eru lok verksins
ekki endalokin heldur er frásögnin
endurtekin, byrjar aftur og aftur,
endalaust. Konan í Vögguvísu er
líka til svo lengi sem hún talar, og
samt eru hún og orðin aðskilin.
Konan tekur aðeins undir setningar
sem hún þekkir úr frásögninni, sem
kemur einhverstaðar utanúr myrkr-
inu, og biður um meira, uns röddin
dofnar, ljósin dofna, og það verður
algert myrkur.“
Þorsteinn segir að það komi
hvergi jafn vel fram í höfundarverki
Becketts og í einþáttungunum að
hann var meistari formsins. I ein-
þáttungunum verði rýmið sífellt
þrengi-a, ljósið alltaf minna og
minna, orðin færri og færri, og loks
verði þau utan við persónuna, í
myrkrinu sjálfu, ríki þagnarinnar.
En þrátt fyrir þessa tilhneigingu til
einfóldunar og smækkunar er
margt að gerast í verkum hans, þótt
það virðist ekki stórvægilegt í
fyrstu. „Það er svo mikið af þessum
stóru litlu hlutum í verkunum sem
skipta kannski ekki miklu máli í
sögu heimsins en geta verið merk-
ingarþrungnir viðburðir í lífi ein-
staklingsins."
Sýningin verður einungis sýnd
einu sinni. Þorsteinn segir að að-
standendum hennar hafí þótt það
við hæfi. „Það er eitthvað svo
beckettiskt að hafa bara eina sýn-
ingu, þetta er bara eitt atvik.
Beckett er líka svo „brilliant" höf-
undur að það er alveg nóg að sýna
hann bai-a einu sinni.“
TRÉRISTUR Þorgerðar Sigurðardóttur í Grafarvogskirkju.
Grafarvogskirkja
Tréristur úr myndröð
um heilagan Martein
ÞORGERÐUR Sigurðardóttir
myndlistarkona sýnir grafíkverk
úr myndröð sinni um heilagan
Martein frá Tours í Grafarvogs-
kirkju. Sýningin verður opnuð
eftir guðsþjónustu í dag kl. 14.
Verkum sinum kom Þorgerður
fyrir í kirkjunni á Marteins-
messu, 11. nóvember sl. Myndirn-
ar eru allar tréristur og voru
unnar á árunum 1995-97. Engar
tvær þeirra eru eins. Myndefnið
sótti hún í einn þekktasta listgrip
íslendingasögunnar, Marteins-
klæði frá Grenjaðarstað f S.-
Þing., sem varðveitt er í París.
Þorgerður sýndi fyrst verk úr
myndröðinni í Listasafni Kópa-
vogs árið 1995. Listvinafélag
Hallgrímskirkju valdi Þorgerði
sem sumarlistamann ársins 1996
og voru Marteinsmyndir í and-
dyri kirkjunnar um sumarið.
Aðrar sýningar á myndunum
hafa verið í Varmahlíð í Hvera-
gerði, safnaðarheimili Fella- og
Hólakirkju í Reykjavík, á Kirkju-
listaviku Akureyrarkirkju 1997
og í Lauderdal House í London
1998.
Auk þess hafa verk úr
myndröðinni verið á samsýning-
um grafíklistainanna erlendis.
ÞRÍR einþáttungar eftir Samuel Beckett verða sýndir í Iðnó í kvöld.
Hér er María Ellingsen í einu hlutverkanna.
var mjög hefðbundin uppfærsla eft-
ir Peter Hall, manninn sem leik-
stýrði fyrstu uppfærslunni á Beðið
eftir Godot í London á sínum tíma.
Hall hafði litlu sem engu breytt frá
því hann setti verkið upp í fyrsta
sinn enda sagði hann þess ekki
þurfa, verkið væri sígilt meistara-
stykki. Þessi uppsetning kveikti
engu að síður hjá mér hugmyndir
um, að jafnvel þótt verk Becketts
væru óumbreytanleg í sjálfu sér, að
þá væri líka hægt að fara nýjar leið-
ir, sviðsetja verkin á annan hátt, og
sýna að persónur hans væru líka af
holdi og blóði.“
Þorsteinn ritar gi-ein í sýningar-
skrá um uppfærsluna. Þar segir að
Beckett hafi byrjað að vinna með
hljóðupptökur í einþáttungnum Síð-
asta hljóðritun Krapp’s frá 1958.
„Segulbandstækið er einskonar
tímavél, Krapp hlustar á gamlar
hljóðritanir með sjálfum sér, spólar
fram og aftur á tækinu, og ferðast
þannig um þessar skrásettu minn-
ingar sínar. Hann er auðvitað líka
að bíða eftir að eitthvað gerist,
einsog hinir veglausu Vladimir og
Estragon í þekktasta leikriti
Becketts, Beðið eftir Godot (1952).“
Þorsteinn segir að sér hafi þótt
það forvitnilegt að leika hljóðritun-
ina á flutningi Róberts Amfinns-
sonar á Eintalinu í leikhúsi og færa
LANDS SÍMINN
www.simi.is
í fjarskiptasafni landssímans, sem er ný-
opnað, er að finna minjar og fróðleik um sögu
fjarskipta á íslandi frá upphafi. Safnið er til
húsa í gömlu Loftskeytastöðinni á Melunum,
við Suðurgötu skammt frá Háskólabíói.
Safnið verður opið á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum
frá kl. 13:00 til 17:00.
Tekið verður á móti hópum á öðrum timum eftir samkomulagi og
er aðgangur ókeypis.
Umsjónarmaður safnsins er Jón Ármann Jakobsson.
Sími Fjarskiptasafnsins er 550 6410, fax 550 6416 og netfang:
safn@>simi.is