Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 24

Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 24
24 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÚSVÍKINGAR TAKA ÞÁTT 1 UNDIRBÚNINGI ÞRIGGJA GUFUAFLSVIRKJANA Frjáls samkeppni forsenda hagkvæmustu virkjana Með nýjnm stjórnanda orkumála hafa Húsvíkingar tekið frumkvæðið í virkjun nálægra háhitasvæða þar sem mögulegt er að framleiða rafmagn á sama verði og 1 fyrirhuguðum vatnsaflsvirkjunum norðan Vatnajökuls. Þeir ætla að vera tilbúnir þegar frelsi verður veitt í orkugeiranum eða stóriðjufyrirtæki sér kosti svæðisins. Helgi Bjarnason ræddi um áform og möguleika við Hrein Hjartarson bæj arverkfræðing. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason HREINN Hjartarson við eina borholu Orkuveitu Húsavíkur á Hveravöllum. 125 gráða heitt vatn verður Ieitt til Húsavíkur til nota fyrir iðnað og hitaveitu og framleitt rafmagn úr afgangsorkunni. ORKUVEITA Húsavíkur vinnur sjálf og í sam- vinnu við önnur orkufyr- irtæki og sveitarfélög að undirbúningi þriggja gufuaflsvirkjana í nágrenni Húsa- víkur. Vegna endumýjunar hita- veitunnar á Húsavík vinnur Orku- veitan að því að leiða 125 gráða heitt vatn til Húsavíkur og undir- búningi lítillar stöðvar þar til raf- orkuframleiðslu. Jafnframt er Orkuveitan þátttakandi í undirbún- ingi jarðgufuvirkjunar á háhita- svæðinu í Öxarfirði og hefur frum- kvæðið að undirbúningi sams konar virkjunar á háhitasvæðinu á Þeista- reykjum. „Þetta stafar af almennum áhuga okkar á nýtingu orkuauðlindanna hér í nágrenninu til eflingar at- vinnulífinu," segir Hreinn Hjartar- son, bæjarverkfræðingur á Húsa- vík. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og er með mastersgráðu í rafmagnsverkfræði frá háskólanum í Alaborg í Danmörku. Hreinn vann hjá Hitaveitu Reykjavíkur í átta ár, meðal annars sem staðaiverkfræð- ingur við Nesjavallavirkjun, en tók við stjórn Orkuveitu Húsavíkur í mars 1996, eftir sameiningu hita-, vatns-, og rafveitu bæjarins. Það kemur því kannski ekki á óvart að maður með þennan bakgrunn skuli ganga ákveðið til verks í virkjana- málum. Hann segh- að ekki hafi verið mikið hugsað um möguleika jarð- hitans til raforkuframleiðslu. „Mér hefur tekist að vekja athygli manna hér á því að þetta eru auðlindir sem okkur ber að nýta. Hið pólitíska umhverfi á Húsavík er og hefur verið jákvætt. Menn sjá að það er kannski gáfulegra að fjárfesta í orkunni en sjávarútveginum og láta reyna á það hvort hún skapar ekki eitthvað nýtt.“ Orkufyrirtækin á Húsavík og Akureyri og sveitarfélög heima- manna hafa tryggt sér aðgang að helstu orkuauðlindunum sem eftir eru á svæðinu, háhitasvæðunum í Öxarfirði og á Þeistareykjum. Hreinn segir raunar blóðugt að sjá hvemig heimamenn gáfu á sínum tíma frá sér fyrir lítið þær miklu auðlindir sem felast í háhitasvæð- unum við Kröflu og í Bjarnarflagi og vatnsaflinu í Laxá. Endumýjun hitaveitunnar Þegar Hreinn tók við stjórn orkumála lá fyrir að ganga í endur- nýjun hitaveitunnar á Húsavík. Vatnið er leitt 20 km leið frá Hveravöllum í Reykjahverfi. Hita- veitan þarf meira vatn auk þess sem endurnýja þarf aðveituæðina. Sumarið 1997 komu 65-80 sek- úndulítrar af 124 gráða heitu vatni upp úr holu sem Orkuveitan lét bora á Hveravöllum. Fyrir var ein hola frá árinu 1974 sem gefur 25-44 lítra af 129 gráða heitu vatni. I framhaldi af því voru gerðar at- huganir á hagkvæmni þess að leiða vatnið til Húsavíkur þannig að unnt yi'ði að bjóða iðnfyrirtækjum 125 gráða heitt vatn og framleiða raf- magn úr afgangsorkunni. Vatnið er of heitt til almennra nota hitaveit- unnar en þegar það hefur verið nýtt til raforkuframleiðslu eða iðn- aðar verður vatnið hæfilega heitt fyrir hitaveituna. Að sögn Hreins reyndist þessi framkvæmd hag- kvæm. Þannig myndi raforkuverð frá stöðinni verða ríflega 2 krónur á kílówattstund en þess má geta að Orkuveitan kaupir rafmagn af Raf- magnsveitum ríkisins á 3,5 kr. kWst. Aætlaður kostnaður við verkefnið í heild er 700 milljónir kr., þar af 250 milljónir við rafstöð- ina. Hafa Orkuveitan og samstarfs- aðilar hennar fengið 50 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu til verksins, sem þykir tæknilega áhugavert. Fyrstu iðnfyrirtækin sem munu nýta sér 125 gráða heita vatnið eru rækjuverksmiðja Fisk- iðjusamlags Húsavíkur og mjólkur- samlag Kaupfélags Þingeyinga. Kemm- yfirhitaða vatnið í stað gufu sem fyrirtækin framleiða nú með olíu. „Með nýrri pípu fjórfaldast orkuflutningur frá Hveravöllum til Húsavíkur og ýmsir áhugaverðir iðnaðarkostir skapast þegar við getum boðið yfirhitað vatn.“ Unnið er að undirbúningi nýju hitaveitunnar og rafstöðvar. Meðal annars hefur verið borað á Hvera- völlum en enn sem komið er hefur ekki fundist nægjanlegt vatn. Hreinn segir að hitinn sé nægur og það sé aðeins tímaspursmál hvenær vatnið náist upp. Búið er að semja um kaup á efni í aðveituæðina og verið að skoða tilboð sem borist hafa í hverfil rafstöðvarinnar. Upp- haflega var gert ráð fyrir 1,2 til 1,5 megawatta rafstöð en tilboðin hljóða upp á allt að 2,1 MW stöð. Myndi þessi framleiðsla fullnægja 60-80% af raforkuþörf Húsvíkinga. Um þessar mundir er verið að und- irbúa umsókn til iðnaðarráðuneyt- isins um leyfi til byggingar raf- stöðvarinnar og telur Hreinn lík- legt að það fáist. „Leiðslan er að verða ónýt, hún átti að duga í 20 ár en er nú komin 10 ár fram yfir þann tíma. Og það er engin leið að endur- nýja hana nema með svona átaki. Auk þess höfum við fengið Evrópu- styrk út á verkefnið sem er talið áhugavert í alla staði,“ segir Hreinn. Býst hann við að virkjunin taki til starfa eftir hálft annað ár. Hitaveitan á Húsavík hefur verið ein allra hagkvæmasta hitaveita landsins. Nýlega var gjaldskráin hækkuð um 50% til að undirbúa endurnýjun hennar og þrátt fyrir það er verðið enn aðeins 80-90% af verði heita vatnsins hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Og verð til iðnaðar- nota er aðeins fjórðungur af al- mennri gjaldskrá, eða 24 aurar á kWst. 125 gráða heita vatnið verður boðið á sömu kjörum. Hreinn segir því að þótt 700 milljónir kr. séu mikil fjárfesting fyrir ekki fjöl- mennara byggðarlag muni Orku- veitan geta staðið undir afborgun- um af henni með sínum eigin tekj- um, ekki síst ef unnt yrði að laða að nýja kaupendur með hagstæðu orkuverði og nýjum orkuafhending- aiTnöguleikum. Miklir möguleikar á háhitasvæðunum Orkuveita Húsavíkur er næst- stærsti aðilinn að rannsókn háhita- svæðisins í Bakkahlaupi í Öxarfirði, verkefni sem hefur vinnuheitið „Öxar við ána“. Aðrir hluthafar í fé- laginu eru Landsvirkjun, Hita- og vatnsveita Akureyrar, Rafveita Akureyrar, Jarðboranh' hf., RARIK og sveitarfélögin tvö í Öx- arfirði en verkefnið var sett á fót að frumkvæði heimamanna. Hreinn segir að fyrirhugað hafi verið að bora 400-600 metra rannsóknar- holu í haust en vegna anna hjá Jarðborunum hf. hafi það dregist. Nú væri ekki talið hættandi á að bora vegna veðurs og hættu á krapastíflum í Jökulsá. I staðinn væri verið að athuga hvort það væri ekki skynsamlegra að bora í upp- hafi 1.500-2.000 metra rannsóknar- holu sem síðar gæti hugsanlega nýst sem vinnsluhola. Jarðboranir hf. eru að fá nýjan bor af millistærð sem á að gera það mögulegt að bora slíkar holur með viðráðanlegri kostnaði en þegar beita þarf stærstu bortækjum. Orkustofnun hefur áætlað að afl Öxarfjarðarsvæðisins til raforku- framleiðslu sé um 250 MW í 50 ár. Enn styttra frá Húsavík er háhita- svæðið á Þeistareykjum á Reykja- heiði. Aflgeta þess til raforku- vinnslu er áætluð 150 MW í 50 ár. Athugun sem Orkuveitan hefur lát- ið gera bendir til að hagkvæmt sé að virkja jarðhitann til raforku- framleiðslu eða flytja heitt vatn 25 km leið til Húsavíkur til beinna nota til iðnaðar. Flutningur á gufu er talinn síðri kostur vegna dýrari flutnings. Hreinn segir að vegna þess hvað varmavinnslan nýti ork- una miklu betur en raforkuvinnsl- an, eða nálægt tíu sinnum betur, sé talið æskilegt út frá orkulegu sjón- armiði að flytja upphitað 150-180 gráða heitt vatn til Húsavíkur og nýta við orkufrekan iðnað þar. Háhitasvæðið á Þeistareykjum er í 300-500 metra hæð yfir sjávar- máli og þangað liggur aðeins niður- gi-afinn vegslóði. Hreinn og fleiri Húsvíkingar hafa talað fyrir því að kannaðir yrðu kostir og gallar lagn- ingar nýs vegar milli Öxarfjarðar og Húsavíkur um Reykjaheiði í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.