Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Þótt dregið hafí úr atvinnuleysi og góðæri
ríki fer það framhjá hluta þjóðarinnar.
Skjólstæðingum félagsmálastofnana fækkar
vissulega í góðærinu, en eftir situr ákveðinn
hópur fólks. Ragnhildur Sverrisdóttir
ræddi við starfsmenn félagsmálastofnana
Hafnarfjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur.
FYRIR skömmu var haldin
ráðstefna um aðstæður og
kjör jaðarhópa, þar sem
fram kom að fátækt er
raunverulegt vandamál hér
á landi. Niðurstöður könnunar Fé-
lagsvísindastofnunar Háskólans sýna,
að fátækt náði hámarki hér árið 1995,
þegar 12% þjóðarinnar töldust undir
fátæktarmörkum. I dag teljast 9%
þjóðarinnar undir fátæktannörkum
og eru konur þar í mehihluta, eða
12% þeirra á móti 8% karla.
I útreikningum sínum miðaði Fé-
lagsvísindastofnun við að fátæktar-
mörk einhleypra árið 1997 væru 44
þúsund króna mánaðartekjur, hjá
barnlausum hjónum 75 þúsund krón-
ur á mánuði, hjá hjónum með eitt
barn 97 þúsund krónur, pari með tvö
börn 119 þúsund krónur og einstæðu
foreldri 66 þúsund krónur á mánuði.
Þessar tölur miðast við helming
meðaltekna þessara hópa og þeir
sem ekki ná hálfum meðaltekjunum
teljast undir fátæktarmörkum.
Starfsmenn félagsmálastofnana
sveitarfélaga þekkja þennan vanda
af eigin raun, þar á meðal þau María
H. Hjálmarsdóttir, yfirfélagsráðgjafí
fjölskyldudeildar Félagsmálastofn-
unar Hafnarfjarðar, Gunnar Klæng-
ur Gunnarsson, deildarfulltrúi fjöl-
skyldudeildar Félagsmálastofnunar
Kópavogs og Sigríður Jónsdóttir,
forstöðumaður rannsóknai-- og þró-
unarsviðs Félagsþjónustunnar í
Reykjavík. Þau segja ekki alltaf
samræmi á milli þess hvort fólk telst
fátækt samkvæmt skilgreiningu á
tekjum, eða hvort þetta sama fólk
telur sig sjálft vera fátækt.
„Við þekkjum vandann hjá því
fólki sem leitar til okkar, en það er
alls óvíst hve stór sá hópur er, sem
aldrei leitar til félagsmálastofnana,
þrátt fyrir svipaða stöðu,“ segir Sig-
ríðui-. ,Afstaða fólk til að þiggja að-
stoð er mismunandi. Þegar bomar
eru saman aðstæður fólks hér á landi
og á hinum Norðurlöndunum, sam-
kvæmt könnun á högum þeirra sem
fá aðstoð til langs tíma, kemur í ljós
að hlutfallslega fleiri hér á landi geta
ekki veitt sér ýmis lífsgæði sem
spurt var um, en færri líta þó á sjálfa
sig sem fátæka. Af þeim sem leita
aðstoðar hér á landi telja 57% sig fá-
tæka, en út frá skilgreiningum um
fátæktarmörk er hópurinn stærri.“
44 þúsund kr. markið of lágt
Gunnar Klængur tekur undir að
afstaða fólks til fátæktar sé mjög
mismunandi, en of lágt sé að miða
við 44 þúsund króna mánaðartekjur
hjá einstaklingi, enda miði félags-
málastofnanir sveitarfélaganna við
hæm upphæð, um og yfir 50 þúsund
krónur. Þar er gengið út frá grunni
tryggingabóta, en hvert sveitarfélag
setur sér reglur um fjárhagsstuðn-
ing. Sigríður segir að endurskoða
þuríí viðmið um mánaðargreiðslur í
Reykjavík, sem núna eru tæpar
53.600 krónur. Slík endurskoðun hafí
síðast verið gerð í maí 1995.
María segir að hópurinn sem teljist
fátækur sé stór, þrátt fyrir að miðað
sé við svo lága tölu. „Ef miðað væri
við 54 þúsund króna tekjur á mán-
uði, sem telst seint ofrausn, þá værí
hópurinn enn stærri, hugsanlega 16-
20% af þjóðinni, en þá þarf líka að
taka með í reikninginn hvort fólk býr
í eigin húsnæði eða á leigumarkaði
og hver skuldastaða þess er. Kröf-
urnar breytast líka. Telur fólk til
dæmis að það sé munaður að eiga
bíl? Einstæð móðir, sem þarf að
koma börnum sínum í leikskóla og
skóla þarf bíl, en eini bíllinn sem hún
getur keypt er gömul drusla og hún
ræður ekki við að greiða iðgjöldin af
tryggingunum. Hún hefur nefnilega
alls ekki efni á að reka bfl, en við út-
reikninga á nauðsynlegu fram-
færslufé er ekki gert ráð fyrir þess-
um kostnaði."
Samsetning hóps fátæks fólks hér
á landi er mjög svipuð og í nágranna-
löndunum. Lágt hlutfall hópsins, eða
tíundi hluti, hefur atvinnu, sem oft er
hlutastarf eða stopul vinna. Þetta er
nokkuð misjafnt eftir sveitarfélögum,
í Reykjavík hefur til dæmis lægra
hlutfall fólks sem leitar til félagsmála-
stofnana einhverja atvinnu en í Hafn-
arfirði, eins og María bendir á. ,At-
vinna þessa hóps í Hafnarfirði byggir
hins vegar oft á tímabundnu starfi, til
dæmis í fiskvinnslu. Hafnarfjörður er
nær gnmnatvinnuvegunum að þessu
leyti,“ segir hún. Gunnar Klængur
segir hið sama eiga við um Kópavog,
sem skýrist hugsanlega af þvi að fé-
lagsmálastofnanir í smærri sveitarfé-
lögum séu nær atvinnumiðlunum og
eigi því hægara um vik að styðja fólk
til vinnu. I Ijósi þessa þyki sér undar-
legt að vinnumiðlun skuli hafa verið
flutt frá sveitai-félögum til rfldsins.
Búum verr að barnafólki
Sigríður segir Island skera sig úr
að því leyti að hér þurfi hærra hlut-
fall einstæðra foreldra stuðning fé-
lagsmálastofnana en hjá nági-anna-
þjóðum og þau eru sammála um að
þá niðurstöðu sé einungis hægt að
túlka á þann veg að Islendingar búi
verr að barnafólki. í hópi einstæðra
foreldra sé hæst hlutfall þeirra sem
stundi vinnu og þurfi samt aðstoð,
bæði vegna þess að störfin eru lág-
launastörf og fólk geti ekki unnið
eins langan vinnudag og aðrir. Hins
vegar hafi atvinnuleysisbætur skán-
að nokkuð og fólk þurfi ekki lengur
að þreyja bótalaus tímabil. „Þegar
atvinnuástandið skánar þá leita að
sjálfsögðu færri aðstoðar félags-
málastofnana, en eftir situr hlutfalls-
lega stór hópur. Þar eru einhleypir
og barnlausir öryrkjar áberandi. Það
er sá hópur sem ekki nær að vinna
sig upp þótt aðstæður í þjóðfélaginu
batni,“ segir Gunnar Klængur.
„Hins vegar eru slitnir, fullorðnir
einstaklingar, sem áður voru áber-
andi, að hverfa. Þeir eru hugsanlega
fremur skráðir öryrkjar núna.“
Sigríður tekur undir þetta. Hún
kveðst hafa kannað stöðu öryrkja tíu
ár aftur í tímann og séð að hópurinn
hafi staðið í stað. „Svo leita til okkar
sjúklingar, sem stundum geta stund-
að einhverja vinnu og teljast því
hvorki öryrkjar né atvinnulausir."
María bendir á annan hóp, sem er
mjög áberandi hjá félagsmálastofn-
unum, en það eru einhleypir karl-
menn, oft á miðjum aldri og eldri.
„Þessir menn búa einir, stunda
stopula vinnu, eru kannski
túramenn. Á þessum hópi sannast að
karlar halda síður tengslum við fjöl-
skyldur sínar. Ef þeir eru fráskildir
hafa konurnar þeirra oftar en ekki
séð um að rækta fjölskyldutengslin,
bjóða til samkvæma, muna eftir af-
mælisdögunum og svo framvegis.“
Sigríður tekur undh' þetta og seg-
ir að lífstfll einhleypa mannsins falli
oft illa að hefðbundnu íjölskyldulífi.
Hann eigi stundum við áfengis- og
fíkniefnavanda að stríða, lendi í kast
við lögin, og eigi í sumum tilvikum
við geðræn vandamál að etja. Hann
verði því einstæðingur, sem njóti
ekki góðs af öryggisneti fjölskyld-
unnar, en óvanalegt sé að finna kon-
Morgunblaðið/Kristinn
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR: „Hér á landi þarf hærra hlutfall einstæðra
foreldra stuðning félagsmálastofnana en hjá nágrannaþjóðum."
GUNNAR KLÆNGUR GUNNARSSON: „Það er einfaldlega ekkert pláss lengur
fyrir þá sem geta aðeins stundað einföldustu störf.“
MARÍA H. HJÁLMARSDÓTTIR: „Þess sjást vissulega merki að önnur og þriðja kynslóð komi til
félagsmálastofnunar af því að hún hefur lent í sama farinu og foreldrarnir."