Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 39
áhugasamur um bókmenntir, sögu
og ættfræði. Hann var ennfremur
mikill unnandi sígildrar tónlistar
og það var honum því eðlilega mik-
ið ánægjuefni að sjá hve tónlist
skipaði stóran sess í lífi einkason-
arins Ketils og fjölskyldu hans.
Síðustu æviárin átti Ingi við
nokkurt heilsuleysi að stríða en
naut frábærrar umönnunar Borgu
á heimili þeirra. Við Vaka og börn-
in þökkum samfylgdina og biðjum
góðan Guð að styrkja Borgu, Ketil,
Ursúlu og barnabömin.
Guðmundur Magnússon.
Eg mun hafa verið 12 ára gömul
þegar Vilborg systir mín trúlofað-
ist Ingólfí Þorsteinssyni, ungum og
glaðbeittum Ólafsvíkingi, þá nýút-
skrifuðum stærðfræðistúdent á leið
til náms í Þýskalandi. Þetta var í
upphafí fjórða áratugarins. Allar
götur síðan höfum við Ingólfur átt
samleið og nú eru það að verða
nær sjö tugir ára. Öll þessi ár var
Ingólfur í hlutverki veitandans og
þeirrar gerðar var hann að einstak-
lega auðvelt var af honum að
þiggja. Hvort sem hann leiðbeindi
ungri stúlku í stærðfræði eða að-
stoðaði mágkonu sína og fjölskyldu
hennar síðar á lífsleiðinni þá var
það gert af ósérhlífni og ljúf-
mennsku og svo sjálfsagt þótti
honum að aðstoða aðra að stundum
þegar hann rétti fram hjálparhönd
var hann afsakandi yfír að geta
ekki gert enn betur. Ég er sann-
færð um að margir minnast Ingólfs
Þorsteinssonar með hlýju fyrir
hjálpsemi hans og rausn.
Ingólfur var sannkallaður höfð-
ingi og hann var heimsborgari í
besta skilningi þess orðs. Hvar
sem hann fór leitaði hann uppi hið
besta í listum og bókmenntum. í
heimi gamalgróinnar evrópskrar
menningar leið honum vel. Öperu-
hús heimsborganna, tónleikar og
hvers kyns listviðburðir settu
sterkan svip á frásagnir hans af
ferðalögum þeirra hjóna erlendis.
Sjálfur var hann listhneigður og
listamaðurinn í honum var sfleit-
andi. A ferðum sínum um Evrópu
var hann sífellt að færa út sjón-
deildarhringinn og fáum mönnum
hef ég kynnst sem sýndu umhverfi
sínu eins mikinn áhuga og Ingólfur
Þorsteinsson gerði. Þekking hans á
sögu og stjómmálum var víðfeðm
og þjóðlegur fróðleikur og ætt-
fræði voru honum hugleikin.
Bókasafn átti Ingólfur ágætt.
Bækur umgekkst hann af virðingu
og sjaldan var ánægjuglampinn í
augum hans meiri en þegar hann
hélt á fallega innbundinni bók frá
fyrri tíð, sem hafði að geyma
merkilegan fróðleik, ljóð eða sögu.
Bókasafnið hans Ingólfs fannst
mér alltaf vera spegill á hann sjálf-
an; handinnbundnar bækur, fagur-
lega skreyttar og raðað í hillur af
mikilli nákvæmni og natni. Allt
varð að vera gegnumheilt og vand-
að. Og þannig var hann sjálfur.
Hann lagði sig fram um að gera
alla hluti vel, vanda sig, bæði í
stóru og smáu.
Ingólfur mágur minn var að
sjálfsögðu ekki óaðfinnanlegur
fremur en aðrir dauðlegir menn.
Hann var maður mikilla og ríkra
skoðana og stundum gustaði um
sali þegar málin vora krafin. Allt
fór fram af góðsemi og í vinsemd
en fyrir bragðið var aldrei leiðin-
legt í nærvera Ingólfs. I hans ná-
vist var ævinlega leiftrandi líf og
fjör, á dagskrá allt milli himins og
jarðar og eftirspurn eftir skoðun-
um og afstöðu í öllum málum.
Ingólfur og Vilborg eignuðust
Ketil son sinn árið 1936. Hann var
augasteinn foreldra sinna. Af þess-
um frænda mínum hef ég alltaf
verið stolt, enda afburðamaður á
sviði vísinda og tónlistar, en mest
hefur mér þó þótt um vert hve mik-
ill mannkostamaður hann er.
Þegar ég hugsa til baka, til allra
þeirra samverastunda sem fjöl-
skyldur okkar hafa átt saman, er
mér þakklæti í huga. Ég er mági
mínum Ingólfi Þorsteinssyni þakk-
lát fyrir ótal ánægjustundir og ég
er honum þakklát fyrir þá hjálp-
semi og ástúð sem börn mín hafa
notið af hans hálfu. Við Andrés
óskum honum guðs blessunar og
sendum Vilborgu systur minni og
Katli og fjölskyldu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Margrét Helga
Vilhjálmsdóttir.
Deyi- fé/ deyja frændr/ deyr
sjálfr it samaýen orðstírr/deyr
aldregi/ hveim er sér góðan getr.
Þetta erindi úr Hávamálum var
saumað út í stórt veggteppi á
heimili Ingólfs Þorsteinssonar og
Vilborgar Vilhjálmsdóttur móður-
systur minnar. Mér er í barns-
minni að ég sat í stól og horfði á
þetta teppi. Deyja frændur - dauð-
inn virtist svo órafjarri. Nú er sá
frændi sem var mér nánastur, en
var þó ekkert skyldur mér, dáinn.
Ég vil að leiðarlokum þakka fyrir
allt sem fyrir mig var gert í þau
nærfellt 50 ár sem við þekktumst.
Þakka fyrir Rómarferðina þar sem
lukust upp fyrir unglingsstúlku
töfrar hinnar fomu borgar, þakka
fyrir að hafa fengið að kynnast
sveitasælunni hjá frændfólki hans
austur í Hreppum, þakka fyrir
armbandið frá New York og allar
gjafírnar sem gefnar voru af
minnsta tilefni og voru til vitnis
um þá hugulsemi og ástúð sem
mér var sýnd. „Vertu ekki að
þakka mér,“ sagði Ingólfur alltaf,
„þakkaðu frekar henni frænku
þinni, þetta er allt að hennar und-
irlagi.“ Víst er að þau vora mjög
samhent hjón, Ingólfur og Vilborg
frænka mín. Saman bjuggu þau
sér heimili af slíku listfengi og
smekkvísi að af bar. Ingólfur var
mikill fagurkeri og naut þess að
kaupa fallega hluti til þess að
prýða heimilið. Það var alltaf hátíð
að koma á heimili þeirra, og snei'-
ust umræður oft um vandamál líð-
andi stundar. Ingólfur hafði ríka
réttlætiskennd og hafði sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Hann var mikill listunnandi og átti
gott bókasafn. Halldór Laxness
sagði í eftirmælum um Jóhann
skáld Jónsson, fóðurbróður Ing-
ólfs, að af öllum listum hafi hann
metið tónlistina mest. Ég held að
það sama hafí átt við um Ingólf.
Hann spilaði á píanó og setti sig
aldrei úr færi að fara á tónleika
eða í óperu á ferðum sínum í út-
löndum. Mér er minnisstæð sýning
á Madama Butterfly á fornum úti-
leikvangi í Róm. Slíkar ferðir
verða ekki farnar aftur, en minn-
ingin liflr.
Valgerður Andrésdóttir.
JULIUS SMARI
BALDURSSON
+ Július Smári
Baldursson
fæddist á Akureyri
8. september 1970.
Hann lést 7. nóvem-
ber síðastliðinn og
fór útfór hans fram
frá Glerárkirkju á
Akureyri 13. nóvem-
ber.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(FGÞ)
„Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er“ eru orð sem komu upp í huga
mér þegar mér var tjáð að hann
Brói okkar væri dáinn. Það gat ekki
verið.
Júlíus Smári var fæddur hinn 8.
september 1970. Brói, eins og hann
var oftast kallaður, ólst upp í mikilli
hlýju og öryggi í faðmi foreldra
sinna, þeirra Þorgerðar Lilju Foss-
dal og Baldurs Ragnarssonar.
Það er eins og Guð velji sér sér-
stakt fólk til að annast börn sem
búa við fötlun og þurfa á mikilli um-
hyggju og umönnun að
halda. Aldrei fann
maður að þetta væri
þeim erfítt, þvert á
móti vora þau glöð og
jákvæð.
Það hrannast upp
minningar um þann
sem horfinn er. Þrátt
fyrir að Brói hafí verið
fatlaður frá fæðingu sá
maður strax hvað hann
skildi mikið. Hann tók
eftir öllu í kringum sig
og ekki þýddi að fara á
bak við hann með neitt.
Það má segja að hann
hafí verið forvitinn að eðlisfari og
vildi fylgast með hvað allir væru að
gera. Það hlýtur að hafa verið hon-
um erfitt að vera heftur í líkama
sínum og geta lítið tjáð sig. Það vildi
honum til að hann hafði gott lundar-
far þótt stundum væri minnst á svo-
kallaða „Syðra-Hólsþrá“.
Ég er sú frænka sem fékk að
njóta þess að hafa systur hans í
sveit. Fyrst Thelmu og seinna
Berglindi. Það féllu fáir laugardag-
ar úr sem ekki var hringt í sveitina
og hátalarakerfið í símanum haft
opið svo Brói gæti hlustað á hvað
væri að frétta úr sveitinni. Það er
mér kær minning þegar Brói kom í
sveitina til að sjá dýrð systra sinna.
Það komu upp vandamál með ýmis-
legt en „það mátti leysa þau“ sögðu
Lilla og Balli. Pabbi hans keyrði
hann í stólnum sínum út að fjárhús-
um, ofan í fjöru og á fótboltavöllinn.
Hann varð að sjá alla dýrðina.
Elsku Lilla og Balli, missir ykkar
er mikill. Um leið og ég sendi ykkur
og dætrum ykkar innilegar samúð-
arkveðjur frá fjölskyldu minni óska
ég þess að Guð styrki ykkur og
styðji og leiði ykkur á erfiðum tím-
um. Megi minning okkar um Bróa
verða okkur ljós á lífsins leið.
Fullviss um að líf er eftir þetta líf
og að þú, Brói minn, gangir alheill á
Guðs vegum kveð ég þig að sinni.
Guð veri með þér Ijósið okkar.
Bjarnheiður J. Fossdal.
Elsku Smári minn.
Núna er ég að kveðja þig.
Þegar ég fór frá íslandi í sumar
bjóst ég alls ekki við því að við ætt-
um ekki eftir að hittast aftur. Ég
var alveg ákveðin að heimsækja þig
þegar ég kæmi til íslands aftur ein-
hvern tíma í framtíðinni.
Þegar við vorum saman var oft
gaman. A meðan við gerðum æfing-
ar vorum við oft að hlusta á útvarp-
ið og við hlógum alltaf mikið. Við
töluðum líka oft um KA-handbolta
eða sögðum brandara. Við gerðum
líka grín að því hvað ég talaði ís-
lenskuna vitlaust. Mér leiðist mjög
mikið að þessar stundir komi aldrei
aftur.
Vertu sæll, elsku Smári minn. Ég
mun alltaf muna þig og brosið þitt.
Þín vinkona,
Nynke de Zee, Hollandi.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
FINNBOGI PÉTURSSON
málari,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 11. nóvember.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn
18. nóvember kl. 13.30.
Aðstandendur.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
TERESIA HORVATH,
Möðrufelli 15,
síðast til heimilis
á hjúkrunarheimilinu Skjóli,
lést föstudaginn 30. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir sendum við þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hennar.
Gabriella Horvath, Baldur Þórðarson,
börnin og fjölskyldur þeirra.
+
Hjartfólginn sonur okkar, bróðir, barnabarn,
frændi og vinur,
JÓHANN ÁRNI SÆVARSSON,
Miðtúni 16,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 17. nóvember kl. 14.00.
Sævar H. Jóhannsson, Svandís Árnadóttir,
Olga Dís Sævarsdóttir,
Olga Fanney Konráðsdóttir, Jónína Magnúsdóttir,
Gylfi Vilberg Árnason, Soffía Guðlaugsdóttir,
frændsystkini og vinir.
+
Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
AÐALSTEINN INDRIÐASON,
áður Lönguhlíð 21,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
mánudaginn 16. nóvember kl. 13.30.
Leifur Á. Aðalsteinsson, Margrét Valgerðardóttir,
Aðalsteinn Ó. Aðalsteinsson, Ásdís Elín Júlíusdóttir,
Jóhanna G. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
3TANLEY KIERNAN,
Jökulgrunni 13,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 16. nóvember kl. 15.00.
Maren Níelsdóttir Kiernan,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað
Vegna útfarar GUNNARS SIGURÐSSONAR, fv. byggingarfull-
trúa í Reykjavík, verða skrifstofur byggingarfulltrúa í Borgartúni 3
lokaðar, til kl. 13.00 mánudagin 16. nóvember 1998.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík.
. ............. t