Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Gunnar Sig-
urðsson var
fæddur á Akureyri
9. desember 1925.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Reykjavikur
aðfaranótt 5. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Sigurður
Sölvason, húsa-
smíðameistari á
Akureyri, f. 16.1.
1895 á Akureyri, d.
* 10.6. 1986, og kona
hans, Elinborg
Jónsdóttir, f. 18.3.
1889 á Krónustöðum í Eyjafirði,
d. 31.10. 1979. Systkini Gunnars
eru: Aðalsteinn, Ingólfur og
María, öll búsett á Akureyri.
Gunnar giftist í Kaupmanna-
höfn 19. september 1951 Ingi-
björgu Olafsdóttur, hjúkrunar-
fræðingi, f. 27.7. 1927. Foreldr-
ar hennar voru Ólafur Bjarna-
son, bóndi í Brautarholti á Kjal-
arnesi, f. 19. 9. 1891, og kona
hans, Ásta Ólafsdóttir, 16.3.
1892, d. 8.4. 1985. Gunnar og
Ingibjörg eignuðust 3 börn: 1)
Ásta, kennari og forstöðumað-
' ur, f. 8.2. 1954, gift Birni Reyni
Friðgeirssyni, f. 18.4. 1951. 2)
Elinborg, f. 12.1. 1962, d. 13.1.
1962. 3) Sigurður Bjarni,
sjúkraliði, f. 12.1. 1962. Börn
Ástu og Björns eru: Gunnar
Ingi, f. 20. 2. 1978, og Ásthildur
Orðstír deyr aldregi
hveim es sér góðan getr.
Gunnar Sigurðsson mágur minn
lést aðfaranótt 5. nóv. sl. eftir van-
'heilsu nokkum tíma. Þar er horfinn
af hinu veraldlegu sjónarsviði góð-
ur maður og gegn. Kynni okkar
hófust árið 1950 í Kaupmannahöfn
en þau voru þá við nám þar, Ingi-
björg systir mín og Gunnar. Gunn-
ar stundaði framhaldsnám við
Polyteklniska Læreanstalt í verk-
fraeði en systir mín hjúkrunarnám.
í einni heimsókn minni til systur
minnar frá Svíþjóð, á Dr. Louise
barnaspítala þar sem hún stundaði
nám kynnti hún mig fyrir manns-
efni sínu. Það var hógvær og stillt-
ur ungur maður sem gekk inn i litla
herbergið hennar í risinu á spítal-
anum þar sem systir mín bjó og sú
góða mynd sem ég gaf mér af verð-
‘andi mági mínum við fyrstu kynni
fölnaði aldrei í þau fjörutíu og átta
ár sem við áttum samleið.
Gunnar hóf fljótlega störf hjá
Reykjavíkurborg sem verkfræðing-
ur eftir að hann lauk námi, en hafði
þó áður unnið þar í sumarfríum á
námsárum sínum. Á árunum
1973-1996 var hann í embætti
byggingarfulltrúa í Reykjavík og
naut þar trausts yfirmanna sinna í
hvívetna.
Mágur minn flíkaði ekki oft skoð-
unum sínum á mönnum og málefn-
um en þegar hann gerði það kom í
ljós að skoðanir hans voru mótaðar
af sanngirni og íhugun um málefn-
ið. Ekki er öllum gefinn sá hæfileiki
%ð hlusta vel á aðra flytja mál sitt
eða setja sig inn í hlutskipti ann-
arra en mér varð fljótlega ljóst að
þann hæfileika hafði Gunnar mágur
minn í ríkum mæli og af kynnum
mínum af æskuheimili hans að
Munkaþverárstræti 38, Akureyri,
hjá foreldrum hans Elínborgu
Jónsdóttur og Sigurði Sölvasyni
byggingameistara hefur verið vel
hlúð að þeim hæfileika.
Alltaf var leitað til Gunnars þeg-
ar byggt var í Brautarholti til þess
að fá hann að teikna burðarþol-
steikningar af þeim húsum sem
T)yggð voru. Var þá oft setið fram
eftir kvöldum í Ljósheimum 1 á
heimili þeirra hjóna, allt reiknað út
eftir vissum formúlum og leitast við
að gera bygginguna sem hagkvæm-
asta og vandaðasta fyrir bygging-
araðila. Virðing Gunnars á starfi
sínu, skyldurækni og vandvirkni
y.ir sérstök.
Kristín, f. 21. sept-
ember 1987.
Gunnar varð
stúdent frá MA
1945 og stundaði
nám við verkfræði-
deild Háskóla fs-
lands 1945-48. Að
þvi loknu hélt hann
til Kaupmannahafn-
ar og lauk prófi þar
í byggingarverk-
fræði 1953. Gunnar
var verkfræðingur
hjá bæjarverkfræð-
ingnum í Reykjavík
1953-57 og hjá
byggingarfulltrúa Reykjavíkur
1957-63. Rak eigin verkfræði-
stofu í Reykjavík 1963-67.
Deildarverkfræðingur hjá
byggingarfulltrúanum í Reykja-
vík 1967-73. Byggingarfulltrúi í
Reykjavík 1973-94. Kennari við
Meistaraskóla íslands frá stofn-
un hans 1961-93. Gunnar var
formaður nefndar um stein-
steypustaðla og samræmingu
burðarþolsteikninga. Ennfrem-
ur í nefnd til að semja frumvarp
að nýjum byggingarlögum 1973
og í nefnd til að semja nýja
byggingarreglugerð 1978. I
stjórn Stéttarfélags verkfræð-
inga 1957.
Utför Gunnars fer fram frá
Langholtskirkju mánudaginn
16. nóvember og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
Flestum er nauðsynlegt að verja
tómstundum sínum á uppbyggileg-
an hátt og tómstundum sínum varði
Gunnar í ferðalög, sérstaklega
gönguferðir um landið og brids.
Gönguferðirnar voru farnar með
gömlu skólafélögum sem héldu
hópinn eftir skólaárin og var víða
farið um landið eftir því sem árin
liðu.
Eg minnist jeppaferðar okkar
Gunnars ásamt fleirum fyrir nokkr-
um árum. Snjóskafl stöðvaði ferð-
ina við Langjökul og hvorki varð
komist áfram né afturábak. Bifreið-
in var föst í snjóskaflinum. Á verk-
fræðilegan og yfirvegaðan hátt var
bifreiðin losuð úr festunni. Slíkar
ferðir eru ómetanlegar í minningar-
sjóði hvers manns og skilja eftir
ljúfar minningar um góðar sam-
verustundir.
Er ég sat við sjúkrabeð mágs
míns eina kvöldstund ræddi hann
við mig um skólafélaga sína fyrr-
verandi og störf þeirra. Hugur hans
var hjá þeim og fjölskyldu hans.
Trygglyndi var hans einkennis-
merki.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
þig, kæri mágur, með söknuði og
sendum Ingibjörgu systur minni og
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúðarkveðj ur.
Páll Olafsson, Brautarholti.
Spor okkar á lífsleiðinni afmást
en spor góðs manns afmást seint.
Ég kynntist Gunnari, en hann var
kvæntur systur minni, þegar þau
komu heim frá Kaupmannahöfn að
námi loknu. Það tók lengri tíma en
kvöldstund að kynnast Gunnari,
enda flíkaði hann ekki tilfinningum
eða skoðunum. Gunnar var hófsam-
ur, traustur og djúphygginn. Hann
vandaði orð sín og verk. Mestalla
starfsævina vann hann sem bygg-
ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar og
sinnti því verki af vandvirkni og ör-
yggi. Félagar hans tjáðu mér að
hann hefði eiginlega aldrei þurft að
endurvinna verk. Eitt sinn á langri
starfsævi varð Gunnar fyrir gagn-
rýni vegna ásakana um að hafa sett
stimpil sinn á byggingar sem ekki
stóðust gagnrýni yngri „fagaðila".
Af þessu upphlaupi varð verulegur
fjölmiðlagnýr. Gunnar tók þessari
gagnrýni af stillingu þótt sár væri.
Þeir sem þekktu til vinnubragða
hans vissu sem var að fljótræði og
óvönduð vinnubrögð mörkuðu ekki
störf hans. Hann mætti því gagn-
rýninni með gildum rökum og hátt-
vísi og hafði fullan sigur. Davíð
Oddsson, sem þá var borgarstjóri,
stóð með sínum manni af dreng-
skap og þekkingu eins og hans var
von og vísa. Gagnrýnendur sneru
hníptir til síns heima. Gunnar lauk
því starfsferli sínum af farsæld og
reisn. Gunnar gekk þó ekki heill til
verka síðustu árin vegna langvinns
sjúkdóms er á hann sótti en lauk
sínu verki. Eiginkonan létti honum
byrðarnar af sönnu þolgæði og um-
hyggju. Gunnar vai- mikill bóka-
maður og var sjófróður og
skemmtilegur í umræðu um mál-
efni. Umræður um hugmyndir og
málefni voru honum hugstæðari en
umræður um menn og aldrei heyrði
ég hann mæla hnjóðsyrði um fólk.
Að Gunnari er öllum mikil eftirsjá
og viljum við senda systur minni,
börnum, tengdasyni og bamabörn-
um samúðarkveðju okkar og barna.
Inga og Olafur Ólafsson.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr
en misst hefur og enginn saknar
eins og sá sem misst hefur. Afi er
dáinn. Þó að ég skrifaði endalaust,
og lengur en það, myndi mér aldrei
takast að láta hvítt blað og svart
blek tjá söknuðinn og tómleikann.
Að skrifa um náinn ættingja er
erfitt. Það er erfitt þegar maður
hefur týnt öllum minningum um
galla og skapbresti og minnið svík-
ur mann um erfiðu stundirnar. En
þegar upp er staðið man maður hið
góða og í tilfelli afa er af nógu að
taka.
Afi var, rétt eins og Bjartur í
Sumarhúsum, sjálfstæður og stolt-
ur einstaklingur. Það fór honum illa
að vera sjúklingur. Endirinn var
líknandi og réttur, en ekki auðveld-
ur. Afi var jarðbundinn og rökrétt-
ur. Hann var fræðimaður fram í
fingurgóma og trúði á mátt mennt-
unar. Hann virti skoðanir annarra
þó að hann væri ekki sammála þeim
og studdi þær ákvarðanir sem ást-
vinir hans tóku, þótt þær væru á
skjön við hans eigin hugmyndir. Ég
upplifði afa sem sanngjarnan mann,
mann sem að þekkti það sem bjó í
öðrum og hvatti þá til að nýta það.
Og hvatningar afa fóru aldrei fyrir
daufum eyrum. Þær lifa áfram rétt
eins og minningin um hann.
Gunnar Ingi Björnsson.
Andlát Gunnars, vinar míns, kom
ekki á óvart. Hann hafði um langt
skeið barist við erfiðan sjúkdóm.
Sárt er að sjá eftir aldavini og sam-
tíðarmanni frá unglingsárum. Þótt
báðir séum við Gunnar fæddir og
uppaldir á Akureyri lágu leiðir okk-
ar fyrst saman við upphaf náms við
Menntaskólann á Akureyri 1939.
Seinustu þrjá veturna í MA lásum
við Gunnar ásamt Gunnari B. Guð-
mundssyni, sem þá bjó heima hjá
Gunnari, saman undir kennslu-
stundir. Eigum við frá þeim árum
margar góðar minningar og vin-
áttubönd sem aldrei hafa rofnað.
Gunnar var góður námsmaður og
fjölhæfur, jafnvígur á húmanísk
fræði og raungreinar, og fannst
mér raunar þá að hugur hans stæði
frekar til húmanískra fræða. Á
þessum árum stundaði hann jafnan
byggingarvinnu á sumrum og mun
það hafa vakið áhuga hans á mann-
virkjagerð. Eftir stúdentspróf hóf-
um við samtímis nám í verkfræði
við Háskóla Islands. Á háskólaár-
um sínum tók Gunnar þátt í félags-
lífi stúdenta á vegum Vöku, en ekki
varð framhald á þeim vettvangi.
Eftir fyrrihlutapróf í verkfræði hér
heima var haldið til Kaupmanna-
hafnar til náms við DTH í bygging-
arverkfræði. Við urðum samferða
öll námsárin þar.
Hafnarárin voru kapítuli út af
fyrir sig, viðburðarík og eftirminni-
leg. Það leiddi af sjálfu sér að sam-
gangur varð mikill hjá íslenskum
stúdentum og á stundum var glatt á
hjalla og gömul minni rifjuð upp.
I Kaupmannahöfn, 19. sept. 1951,
gekk Gunnar að eiga Ingibjörgu
Olafsdóttur frá Brautarholti á Kjal-
arnesi, mikla mannkostakonu. Hún
stundaði þar nám í hjúkrunarfræð-
um. Að námi þeirra loknu héldu
ungu hjónin til Islands.
Stuttu eftir heimkomuna réð-
umst við fjórir verkfræðingar í að
byggja raðhús við Ljósheima. Við
Gunnar og fjölskyldur okkar höfum
nú verið nágrannar í fjörutíu ár.
Varla hefur liðið sá dagur að við
hittumst ekki á gangi. Skugga bar
aldrei á samskipti okkar öll þessi
ár. Gunnar hóf störf hjá Reykjavík-
urborg eftir heimkomuna og starf-
aði nær óslitð þar, frá 1973 sem
byggingarfulltrúi, uns hann lét af
störfum 1993. Hann var í námi og
starfi afar nákvæmur og íhugull og
tel ég að embættisfærsla hans hafi
ávallt verið til fyrirmyndar. Á þess-
um árum jukust umsvif embættis
byggingarfulltrúa mikið og reyndi
því mikið á hæfni hans og starfs-
þrek. Sérlega sterk tengsl hafa
haldist gegnum árin milli bekkjar-
systkina okkar frá MA. Árlega eða
oftar hefur hópurinn hist við mikla
gleði og ánægju. Hafa þessir vina-
fundir verið okkur öllum mikils
virði. Við bekkjarsystkini Gunnars
munum sakna góðs félaga og
geyma minningu hans. Ingibjörg og
Gunnar eignuðust tvö börn, Ástu
kennara og Sigurð Bjarna sjúkra-
liða. Ingibjörg reyndist manni sín-
um dyggur förunautur. í erfiðum
veikindum hans var hún honum
mikill styrkur. Sár er missir fjöl-
skyldunnar og harmur að henni
kveðinn.
Við Helga og börn okkar vottum
fjölskyldunni okkar dýpstu samúð
og biðjum henni Guðs blessunar.
Jóhann Indriðason.
Ekki urðu þau mörg árin sem
Gunnar Sigurðsson, fyrrverandi
byggingarfulltrúi, fékk til að njóta
eftirlaunaáranna. Tæp fimm ár eru
liðin síðan hann var kvaddur af
borgarstjóranum í Reykjavík í sér-
stakri veislu í Höfða íyrir þá þre-
menninga, sem allir létu af störfum
um líkt leyti. Það voru þeir Gunnar,
sem við kveðjum nú, Þóroddur Th.
Sigurðsson vatnsveitustjóri og
Bergur Tómasson borgarendur-
skoðandi. Mér er sú veisla minnis-
stæð fyrir það að þeir héldu allir
ræður, og voru þær harla ólíkar, en
hver annarri betri og hver með sín-
um hætti. Þeir horfðu um öxl yfir
farinn veg og lýstu starfsævinni.
Slíkum ræðum á að halda til haga.
Gunnar var mikill ljúflingur og
prúðmenni eins og það fólk hans
sem ég þekki. Svo vill til að ég hef
kynnst þrem systkinum Gunnars,
rejmdar á mismunandi tímum.
María hárgreiðslukona, sem á mínu
bernskuheimili á Akureyri var
alltaf kölluð Maja Sigga Sölva,
hjálpaði móður minni við að passa
frumburðinn og tókst með þeim
vinátta sem enn stendur, því María
heimsækir móður mína níræða í
hverri einustu viku, Aðalsteinn
menntaskólakennari kenndi mér og
mínum bekkjarsystkinum landa-
fræði og sögu í MÁ og loks kynntist
ég Ingólfi, bróður þeirra, löngu
seinna, en við urðum samstarfs-
menn þegar hann var verkstjóri í
Pípugerð Reykjavíkur.
Við Gunnar kynntumst í Skúla-
túni 2, en þar var þá skrifstofa
byggingarfulltrúa. Ég bar undir
hann fyrstu burðarþolsteikningar
sem ég teiknaði hér á landi, en ég
hafði áður starfað erlendis, og töl-
uðum við lengi saman, því ekki voru
þær teikningar eins og hér tíðkað-
ist. Hann var mjög fær burðarþols-
hönnuður, gerði sér góða grein fyr-
ir aðalatriðunum og var fljótur að
sjá veilur í hönnun og hann veitti
mörgum ungum manninum góð ráð.
í hlutverki hins opinbera eftirlits-
manns var Gunnar sveigjanlegur,
en hinum íslenska húsbyggjanda
hefur löngum líkað aginn illa og
margir voru þakklátir fyrir vinsam-
legar ábendingar og tóku þeim bet-
ur en beinum fyrirmælum. Nú er
þetta að breytast. Á tímum Evr-
ópureglugerða semja menn ekki
lengur um hvað sé leyfilegt. En
Gunnar gat líka verið ákveðinn
þegar mikið lá við og laginn að
beita fortölum, ef á þurfti að halda.
Gunnar varð fyrstur byggingar-
verkfræðinga til að gegna embætti
GUNNAR
SIGURÐSSON
byggingarfulltrúa í Reykjavík. Ég
man vel eftir umræðunni þegar
honum var veitt staðan. Þá var eng-
inn arkitekt starfandi hjá bygging-
arfulltrúa, en til siðs var að arki-
tektar sætu í byggingarnefnd,
ásamt reyndum byggingarmönn-
um. Starfsmenn byggingarfulltrúa
voru flestir iðnaðarmenn við eftir-
litsstörf eða verk- og tæknifræðing-
ar. Var því mjög eðlilegt að bygg-
ingarfulltrúi væri verkfræðingur.
Starf byggingarfulltrúa var, og er
reyndar enn, afskaplega erilsamt
og krefjandi. Ég veit ekki hvort er
erfiðara að hafa mikið regluverk til
að framfylgja eða að þurfa að meta
margt eftir eigin hyggjuviti og
þekkingu. Gamla aðferðin var að
minnsta kosti ekki létt og erfitt að
koma framförum á, sem Gunnar þó
gerði í verulegum mæli, meðal ann-
ars með skynsamlegum tillögum og
yfirvegaðri afstöðu til framfara-
mála. Hafi hann þökk fyrir.
Ingibjörgu eiginkonu hans og
fjölskyldu þeirra Gunnars sendi ég
innilegustu samúðarkveðjur.
Stefán Hermannsson,
borgarverkfræðingur.
Þegar náinn vinur til margra ára
fellur frá verður veröldin önnur.
Kynni okkar Gunnars hófust vorið
1940 er ég kom til Akureyrar að
þreyta utanskóla próf upp í 2. bekk
Menntaskólans á Akureyri. Æ síð-
an var félagsskapur okkar náinn og
síðustu ár Menntaskólans bjó ég í
skjóli hans á heimili foreldra hans á
Akureyri. Stóð það heimili opið mér
og minni fjölskyldu æ síðan.
Að loknu stúdentsprófi lögðum
við báðir stund á byggingarverk-
fræði og er við héldum til fram-
haldsnáms til Kaupmannahafnar
leigðum við saman húsnæði um
hríð. Á þessum árum var hús-
næðisekla í Kaupmannahöfn og
höfðu því yfirvöld lagt fyrir efna-
fólk, er bjó í stóru húsnæði, að
leigja út frá sér. Þannig fengum við
leigða efri hæð hjá eldri dömu úti á
Friðriksbergi með því skilyrði að
ekki yrði hreyft við húsbúnaði í
svefnherbergi foreldra hennar, sem
enn stóð með uppbúnu hjónarúmi.
Ur þessum vanda leystum við, en
þegar blessaðri konunni fór að finn-
ast við koma of seint heim á kvöldin
var ekki nema um einn kost að
ræða.
Gunnar var mikill námsmaður,
jafnvígur á raungreinar og mál,
m.a. framúrskarandi íslenskumað-
ur. Hann var mjög nákvæmur og
gjörhugull við hvað sem hann tók
sér fyrir hendur. Hann kastaði
aldrei höndunum að neinu, tók sér
þann tíma, sem hann taldi nauðsyn-
legan til að öðlast skilning á þeim
verkefnum sem við var að glíma
hverju sinni.
Gunnar las alla tíð mikið og ekki
tel ég ofmælt að bókakaup hafi ver-
ið nokkur ástríða hjá honum hin
síðustu ár. Ennfremur hafði hann
ánægju af spilamennsku og sýndi
þar sömu vandvirkni og við önnur
störf. Um árabil höfum við nokkrir
skólafélagar spilað bridge saman.
Nú hafa þrír þeirra sem upphaflega
hófu þá spilamennsku, að mestu
undir leiðsögn Gunnars, horfið yfir
móðuna miklu, og bíða þar enn um
stund fjórða manns.
Gunnar var fæddur á Akureyri 9.
desember 1925 sonur hjónanna El-
inborgar Jónsdóttur og Sigurðar
Sölvasonar byggingarmeistara.
Voru þau miklar mannkostamann-
eskjur, Elinborg framarlega í fé-
lags- og líknarmálum og ætla ég að
starfa hennar megi enn sjá stað í
höfuðstað norðurlands, Sigurður
einn af mikilvirkustu byggingar-
meisturum Akureyrar um miðbik
aldarinnar. Bæði eru þau látin fyrir
mörgum árum. Blessuð sé minning
þeirra.
Gunnar lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 5. nóv. sl. eftir erfitt
sjúkrastríð. Stóð eiginkona hans
sem klettur er allt á brotnar í þeim
átökum. Eftirlifandi systkini Gunn-
ars, öll búsett á Akureyri, eru:
Ingólfur fv. skipstjóri, Aðalsteinn
fv. menntaskólakennari og María
hárgi’eiðslumeistari.
Á Hafnarárunum kynntist Gunn-