Morgunblaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 41
---------------------------f
ar eftirlifandi konu sinni, Ingi-
björgu Ólafsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi frá Brautarholti. Var brúðkaup
þeirra gert í Kaupmannahöfn og
stýrt af Ólafí óðalsbónda Bjama-
syni af alkunnum myndarskap.
Fataðist honum hvergi, þótt á
danskri grund væri.
Böm Ingibjargar og Gunnars
eru Ásta kennari, gift Birni R.
Friðgeirssyni sölumanni og eiga
þau tvö böm, og Sigurður hjúkrun-
armaður. Að námi loknu hóf Gunn-
ar störf hjá borgarverkfræðingnum
í Reykjavík, í gatna- og holræsa-
deild, við hönnunar- og eftirlits-
störf, þar sem undirritaður starfaði
einnig um skeið. Síðar flutti hann
sig til byggingarfulltrúans í
Reykjavík og vann við yfirferð
burðarþolsuppdrátta og tók loks
við starfi byggingarfulltrúa er Sig-
urjón Sveinsson féll frá árið 1973.
Öll störf sín rækti Gunnar af sér-
stakri vandvirkni og samviskusemi.
Vera má að sumum hafí á stundum
fundist hann smámunasamur en
smáatriði þarf einnig að leysa rétt
var hans skoðun.
Gunnar var að eðlisfari dulur en
er hann blandaði geði í góðra vina
hópi lék hann á als oddi og var
hvers manns hugljúfí og lagði ætíð
gott til mála. Gunnar er sá fimmt-
ándi úr stúdentahópnum frá MA
1945 sem kveður. Okkur sem eftir
sitjum er mikil eftirsjá í hverjum,
sem hverfur á braut. Mest er þó
eftirsjá eiginkonu, barna, dóttur-
barna, tengdasonar og systkina.
Svo óheppilega vill til að ég get
ekki fylgt vini mínum hinstu sporin.
Löngu ákveðin för til útlanda
hindrar okkur hjónin í að vera við
útförina. Við Guðrún sendum Ingi-
björgu, vinkonu okkar, og öllum að-
standendum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Við árnum vini okkar fararheilla
með orðum, sem honum voru kær.
„Ó heilsið öllum heima rómi blíð-
um.“
Gunnar B. Guðmundsson.
Jónas Hallgrímsson, skáld og
náttúrufræðingur kvað, þegar hann
frétti ótímabært andlát skáldbróð-
ur síns, Bjarna Thorarensens, amt-
manns:
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri.
Þessar ljóðlínur komu okkur und-
irrituðum í hug, þegar við fréttum
ótímabært andlát göngufélaga okk-
ar og vinar um áratuga skeið,
Gunnars Sigurðssonar, verkfræð-
ings og fyrrverandi byggingafull-
trúa í Reykjavík, á þessum fögru
haustdögum.
í þessari stuttu grein ætlum við
ekki að rekja merkan náms- og
starfsferil Gunnars. Við eftirlátum
öðrum það, því að við vitum, að
endurtekningar í minningagreinum
í Mbl. eru óvinsælar þar rúmsins
vegna.
Við kynntumst Gunnari fyrst á
námsárum hans og okkar í
Menntaskólanum á Akureyri og
síðar í háskólum. Gunnar var
traustur og ágætur námsmaður, og
lauk góðum prófum. Eftir að námi
okkar allra lauk tóku margvísleg
störf okkar við. Þá héldu kynnin
áfram. Það var gott að leita til
Gunnars sem embættismanns, og
ekki síður til hans sem manns.
Svörin voru vandlega hugsuð og
greið.
Kynni okkar við Gunnar urðu
fyrst mikil, þegar við tókum allir
upp á því 1972 að fara saman
reglulega í gönguferðir eftir há-
degið á laugardögum. Það hefur
haldist óslitið fram á þetta ár. Að
sjálfsögðu féllu gönguferðir stund-
um niður vegna nauðsynja ein-
stakra manna. Þá fóru stundum að-
eins tveir saman, þegar þannig
stóð á. Farið var á öll fjöll í ná-
grenni Reykjavíkur, þar á meðal á
Esjuna, sem er eftirlætisfjall
göngumanna. Eitt sinn heyrðist
það nefnt, að Esjugöngur okkar
væru orðnar eitt hundrað. Ekki
náðist samkomulag um þá tölu.
Umræðuefnin í þessum göngu-
ferðum voru margvísleg. Fyi’st ber
að nefna dægurmálin á hverjum
tíma. Fyrstu árin var oft rætt um
jarðfræði og staðir skoðaðir í því
sambandi. Menn lásu sér til í þeirri
grein. Nú á síðustu árum tóku
verkfræðingarnir upp á því að
teikna alls konar flatar- og horna-
myndir í snjóinn eða í leirflög, og
leysa þar hinar flóknustu þrautir í
þeim fræðum. Þetta eru aðeins
dæmi um fjölbreytni umræðuefn-
anna. Ef reiknað er með, að ferð-
irnar hafí verið 35 að meðaltali á
ári, en árin eru 27, þá eru ferðirnar
alls 945. Mikið og ófyllt skarð er nú
komið í göngumannahópinn. Gunn-
ars verður mikið saknað þar og
annars staðar, hann var góður og
hlýr félagi.
Gunnar var yngstur okkar
göngumannanna. I hinni helgu bók
segir t.d. í Lúkasi 13,30: „En til eru
síðastir, er verða munu fyrstir ...“.
Það virðist staðfestast hér.
Gunnar barðist af miklum hetju-
skap við sjúdóma sína. Síðustu
dagarnir munu hafa verið honum
erfiðir. Ingibjörg, kona hans, og
börn þeirra reyndu eftir mætti að
létta honum róðurinn, en við of-
urefli var að etja.
Við vottum Ingibjörgu og allri
fjölskyldunni dýpstu samúð okkar.
Þeir einir, sem átt hafa mikið, geta
misst mikið. Við verðum öll að
ljúka jarðvist okkar. Spurningin er
aðeins hvenær.
Árni Stefánsson,
Bragi Þorsteinsson.
Gunnar Sigurðsson verkfræðing-
ur, kær vinur minn, er fallinn frá
og þar sem ég er stödd erlendis
sendi ég saknaðar- og vinarkveðju.
Ingibjörg og Gunnar hafa verið
mínir bestu vinir frá árinu 1952 er
ég giftist Móses Aðalsteinssyni.
Þeir voru æskuvinir á Akureyri,
bekkjarfélagar í MA og stunduðu
verkfræðinám á sama tíma í Kaup-
mannahöfn. Á okkar fyrsta hjú-
skaparári leigðum við Móses kjall-
araíbúð á Kvisthaga og í sama inn-
gangi bjuggu Ingibjörg og Gunnar.
Oft er Ásta, móðir Ingibjargar,
kom færandi hendi með góðgæti
frá Bautarholti nutum við Móses
góðs af. Þótti mér á einhvern máta
sérlega vænt um þau kynni, því
móðir mín, Ragnhildur Erlends-
dóttir frá Stóru-Giljá, hafði sagt
mér að Olafur faðir Ingibjargar og
bræður hans frá Steinnesi hefðu
aðstoðað við byggingu íbúðarhúss
fjölskyldunnar að Beinakeldu í
Húnaþingi.
Síðan byggði hver yfir sig, en
samskipti okkar Gunnars og Ingi-
bjargar hafa verið mikil og góð alla
tíð. Gunnar og Móses voru spilafé-
lagar í áratugi ásamt öðrum bekkj-
arfélögum og er mér minnisstætt
hve dóttursonur minn beið spennt-
ur að sjá „vinina hans afa“, þegar
þeir komu að spila brids. Þeir
bættu stöðugt við sig árum eins og
vera ber, en urðu alltaf sömu ung-
lingarnir yfir spilunum og á fjölda-
mörgum samkomum MA ‘45 gegn-
um árin kom ætíð fram á fallegan
og skemmtilegan máta hinn hreini
tónn og hve dýrmætt er að geyma
barnið í sjálfum sér og njóta sam-
veru af hjartans lyst.
Eftir að Móses lést árið 1994
veitti Gunnar mér ómetanlega að-
stoð sem ég þakka.
Elsku Ingibjörg mín, Siggi, Ásta
og fjölskylda. Innilegustu samúð-
arkveðjur frá mér og systrum mín-
um, Ástu og Erlu, og Ásgeiri bróð-
ur okkar, sem er heima.
Guð blessi minningu Gunnars
Sigurðssonar.
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
stödd í Washington DC.
Fallinn er í valinn Gunnar Sig-
urðsson fyrrverandi byggingafull-
trúi. Ekki fór á milli mála að
hverju stefndi undanfarna mánuði.
Hann barðist eins og hetja í sínum
veikindum til hinstu stundar.
Kynni okkar hófust stuttu eftir að
ég kvæntist bróðurdóttur hans,
Elínborgu Ingólfsdóttur. Fyrsta
handtakið man ég vel en þá var ég
nemandi hans í Meistaraskólanum.
Þar kenndi hann steypufræði til
margra ára. Eg átti eftir að kynn-
ast honum mun betur eftir því sem
árin liðu, þau eru nú orðin 28.
Þetta þróaðist í það að hann varð
minn verkfræðingur og ég hans
smiður. Þar með kynntist ég einnig
eiginkonu hans, Ingibjörgu, og
börnum þeirra, Ástu og Sigurði.
Voru það sérlega góð kynni.
Fannst mér eins og við hefðum
alltaf þekkst.
Gunnar var ákveðinn við okkur í
Meistaraskólanum og komust við
fljótt að því að ekki þýddi að vera
með neitt múður, hann kunni sitt
fag og vildi koma því til skila. Hann
var mjög vel liðinn sem bygginga-
fulltrúi en ég held að enginn sem
ekki er í byggingabransanum skilji
hve annasamt þetta starf er og slít-
andi. Gott var að leita ráða hjá hon-
um og einnig var hann ákaflega
bóngóður og vildi öllum vel. Ef
honum fannst ástæða til gat hann
staðið á meiningunni og verið fast-
ur fyrir, þannig að það fór enginn
neitt með hann. Er ég sit hér og
hripa þessar línur kemur ætíð
sama myndin af honum upp í hug-
ann, þetta góða viðmót, hjálpsemin
og ekki síst heiðarleikinn sem var
hans aðalsmerki. Að lokum langar
mig til að þakka honum fyrir góð
kynni og alla hjálpsemina í gegnum
árin. Eg og fjölskylda mín sendum
Ingibjörgu, Ástu, Sigurði og öðrum
aðstandendum innilegustu samúð-
arkveðjur. Megi góður Guð styrkja
ykkur.
Magnús Þórðarson og fjölskylda.
Látinn er í Reykjavík Gunnar Sig-
urðsson, byggingarverkfræðingur,
fv. byggingarfulltrúi í Reykjavík.
Gunnar var fæddur á Akureyri
9. desember 1925 af eyfirsku for-
eldri. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskóla Akureyrar vorið 1945
og lokaprófi í byggingarverkfræði
frá DTH í Kaupmannahöfn 1953.
Að námi loknu starfaði Gunnar hjá
bæjarverkfræðingi í Reykjavík til
1957 og hjá byggingarfulltrúa í
Reykjavík 1957-1963. En á árunum
1963-1967 rak hann eigin verk-
fræðistofu aðailega á sviði burðar-
virkjahönnunar. Gunnar réðst að
nýju til starfa hjá byggingarfull-
trúa árið 1967, fyrst sem deildar-
verkfræðingur en frá miðju ári
1973 sem byggingarfulltrúi.
Gegndi hann því starfi til 1. nóvem-
ber 1993 til ársloka 1995.
Gunnar starfaði því hjá Reykja-
víkurborg í tæpan mannsaldur á
einu mesta uppbyggingar- og út-
þensluskeiði borgarinnar. Á þeim
tíma byggðust að verulegu leyti
efri hlutar Breiðholts, Ártúnsholts,
Suðurhlíðar í Fossvogi, Eiðis-
grandi, Ái-túnshöfði, Selás og hluti
Grafarvogs. Vinnudagurinn var því
oft bæði langur og strangur í eril-
sömu starfi byggingarfulltrúa. I
embættistíð Gunnars urðu veruleg-
ar breytingar á starfsumhverfi
byggingarfulltrúans, ný bygging-
arlög voru sett og fyrsta bygging-
arreglugerð á landsvísu tók gildi.
Vann Gunnar í nefndum að samn-
ingi hvortveggja laga og reglugerð-
ar. Jafnframt var hann formaður
nefnda um gerð fyrstu steinsteypu-
staðla á landinu og átti sæti í stein-
steypunefnd.
Þá var Gunnar kennari við
meistaraskóla Iðnskólans í Reykja-
vík um árabil. Gunnar var ná-
kvæmur og samviskusamur emb-
ættismaður, hann var yfirvegaður
til orðs og æðis og átti fullt traust
samstarfsmanna sinna sem og við-
skiptavina embættisins.
Gunnar var kvæntur Ingibjörgu
Olafsdóttur, hjúkrunarfræðingi,
frá Brautarholti á Kjalarnesi og
áttu þau tvö börn. Við leiðarlok eru
Gunnari færðar þakkir fyrir giftu-
drjúg störf í þágu Reykjavíkur-
borgar jafnframt sem samstarfs-
menn hjá embætti byggingarfull-
trúa og borgarverkfræðings flytja
Ingibjörgu og börnum hennar og
tjölskyldu þeirra innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Magnús Sædal.
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN TH. MEYVANTSSON,
Álftamýri 28,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 17. nóvember kl. 13.30.
Unnur Ólafsdóttir,
Víglundur R. Jónsson,
Kristján M. Jónsson,
Gunnar Ó. Jónsson,
Kristvin J. Sveinsson,
Sigurður Þ. Sveinsson,
Jón T. Sveinsson,
Rannveig Christensen,
Ásta Baldursdóttir,
Ólöf Guðmundsdóttir,
Alma Capul Avila,
Guðrún S. Róbertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför okkar ástkæru,
HRAFNHILDAR ÁSKELSDÓTTUR,
Túngötu 17,
Grenivík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækninga-
deildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar.
Sæmundur Guðmundsson,
Guðmundur Þór Sæmundsson,
Áskell V. Bjarnason, Þórhildur M. Ingólfsdóttir,
Jakobína Elín Áskelsdóttir, Rúnar Davíðsson,
Bjarni Áskelsson, Anna Rósa Magnúsdóttir,
Ingóifur Áskelsson, Helga Signý Hannesdóttir,
Guðmundur Jónsson, Margrét Pálsdóttir
og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
KRISTJÁNS BENEDIKTS JÓSEFSSONAR,
sambýlinu Skjólbraut 1a,
áður Hjallabrekku 43,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til dagdvalar Sunnuhlíðar og sambýlisins á Skjól-
braut 1 a.
Ása Benediktsdóttir, Stefán Jónatansson,
Sigrún Stefánsdóttir, Steinar Þór Kristinsson,
Sigurður Benedikt Stefánsson, ína Leverköhne,
Svanhvít Stefánsdóttir,
Stefán Kristinn Steinarsson.
-f
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda sam-
úð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
EIRÍKS EYLANDS,
Hæðargarði 54,
Reykjavík.
Þórunn Eylands
Margrét Eylands, Frank Brandsás,
Þóra Eylands, Hörður Sigurðsson,
Elísa og Eirík.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
JÚNÍU SUMARRÓSAR
STEFÁNSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi.
Þorkell Kristinsson, Guðrún Ármannsdóttir,
Stefán Jónsson, Halldóra Jónsdóttir
og ömmubörn.